Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 235. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTOBER 1977
Munið verðlaunasamkeppnina.
Sendiótillögur
ípósthólf 7040 Reykjavík
fyrir 31.október
Ég legg til að kýrin heiti:
og mjaltakonan:
Nafn sendanda:
Heimili:
Sími:
Kaupstaðnr/Sýsla:
lf
Smáauglýsingaþjónustá
<v
,, Smáauglýsingaþ j ónusta''
heitir nýja þjónustudeildin
okkár.
Setjir þú smáauglýsingu í
Dagblaðið getur þú beðið um
eftirtalda þjónustu hjá smá-
auglýsingaþjónustu blaðsins
þér að kostnaðarlausu:
Tilboðamóttöku í sima. Við
svörum þá í sima fyrir þig og
tökum við þeim tilboðum sem
berast.
Upplýsingar í síma. Við
veitum fyrirspyrjendum
Upplýsingar um það sem þú
auglýsir, þegar þeir hringja til
okkar.
Að sjálfsögðu aðstoðum við
þig, ef þú óskar þess, við að
orða auglýsingu þína sem
best.
Njóttu góðrar þjónustu
ókeypis.
BIABIB
er smáauglýsingablaðið
ÞverholtiTI sími 2 70 22 Opið til kl.10 í kvöld
Pétur Pétursson:
Morgunblaðið og
mannréttindabar-
átta BSRB
Upphaf þessa máls er það, að
vió sátum allmargir opinberir
starfsmenn í húsakynnum BSRB
og ræddum horfur í samninga-
málum og afstóðu dagblaðanna til
verkfalls opinberra starfsmanna.
I hópnum voru félagar ýmissa
stjórnmálaflokka og samtaka, auk
fjölda óflokksbundinna. Óhætt
mun að fullyrða að nær allir hafi
lýst andúð sinni á afstöðu Morg-
unblaðsins til málefna opinberra
starfsmanna. Höfðu margir sterk
orð um það sem þeir kölluðu
fjandsamlega afstöðu blaðsins til
kjaramála opinberra starfsmanna
og skilyrðislausa afstöðu þess
með rikisvaldi og eignastétt. Var
mönnum heitt í hamsi. Einhverra
hluta vegna kaus ég að hafa þó
afstóðu — kannske gegn betri vit-
und — að okkur bæri að líta á
málin sömu augum og Unu í Unu-
húsi, sem höfundar margir hafa
rómað og er sögð hafa litið svo á,
að vonskuverk manna og and-
staða gegn góðum málsstað, staf-
aði einfaldlega af misskilningi,
sem mætti leiðrétta með góðvild
og fortölum.
Þar kom ræðu okkar að ákveðið
var að reyna til hlítar á afstöðu
Morgunblaðsins og kanna hvort
unnt væri að leiðrétta missagnir
blaðsins um framferði opinberra
starfsmanna og fá blaðið til að
birta einnig sjónarmið okkar,
þannig að túlkun yrði ekki ein-
hliða og öðrum málsaðila i vil.
Við töldum okkur sitja að tafli
við óbilgjarnt ríkisvaldi og að
teflt væri um frumstæð mannrétt-
indi okkar. Við vissum um skák-
áhuga Morgunblaðsins og minnt-
umst þess frá fyrri skákeinvigjum
m.a. Fisehers og Spasskýs, að
blaðiö gat um alla leiki beggja,
skýrði hlutdrægnislaust að mestu
frá gangi mála, en skýrði svo
stöðu í sérstökum greinum og
birti þar óskir sínar um framgang
mála. Skipti þá engu i fréttagrein-
um blaðsins hvor tefldi fram hvít-
um eða svörtum leikmönnum.
Hlutkesti réði úrslitum þar.
Það fór ekki milli mála i upp-
hafi deilu okkar opinberra starfs-
manna að ríkisvaldið kaus hvíta
litinn og hóf leikinn. Jafnskjótt
varð einnig ljóst, að ekki var nóg
að við sætum með svarta leik-
menn, heldur hófst nú hin mesta
ófrægingarherferð ýmissa afla er
gerðu allt sitt til þess, að sverta
einnig þá er sátu andspænis
samningsaðilum ríkisvaldsins.
Mun það mál ekki valda miklum
ágreiningi í röðum BSRB, að þar
hafi Morgunblaðið haft forystu i
hagræðingu frétta af deilumálum.
Auðvitað hlaut eitthvað að fára
úrskeiðis í verkfallsvörzlu og
framkvæmd ýmiss konar, er við
háðum hið fyrsta verkfall er
stjórnvöld leyfðu samtökum okk-
ar. Við væntum þess t.d. að þeir
félagar, skáldbræður Matthías Jo-
hannessen og Indriði G. Þor-
steinsson forvígismenn þjóðhátíð-
ar á Þingvelli ættu auðvelt að
fyrirgefa okkur þótt við veifuðum
máske ekki réttum fána í upphafi
átaka. Við minntumst þess mörg
hver, að í hita hátíðastundar á
Þingvelli ætluðu þeir félagar að
heiðra nærveru fulltrúa hins kín-
verska alþýðulýðveldis. I því
skyni höfðu þeir búið sig undir að
draga að húni fána 800 milljóna
Kínverja. Þeir félagar rituðu til
kaupsýslumanna er höndla með
flögg og fána. Var pöntun þeirra
tekið með vinsemd og skilningi og
afgreidd án tafar. Svo var pakk-
inn opnaður hátíðlega og fáninn
dreginn að húni. En viti menn.
Hvað gerðist. Fulltrúar Kínverja,
800 milljóna manna, gengu
gneypir af velli. Þeim hafði verið
reist eins konar níðstöng. Fáni
Chiang Kaj Cheks, Formósufán-
inn blakti við hún. Þeir félagar
hófðu beðiö um fána Kína, en
meistarar þeirra og lærifeður í
Bandaríkjunum höfðu ekki viður-
kennt Mao-Kína og svo það voru
hljóðir og hógværir menn sem
héldu til Reykjavikur að lokinni
þjóðhátíð á Þihgvelli.
Við opinberir starfsmenn vor-
um ekkert að erfa þetta vió þá
þjóðhátíðarfélaga okkar, sem sést
best á því, að báðir rithöfundarn-
ir hafa hlotið margskonar sæmd
síðan, af almannafé. Fram-
kvæmdastjórinn hafinn í flokk
úrvalshöfunda og þjóðskálda og
ekki hafa Mao-Kínverjar erft
þetta við hinn formanninn, en
sæmdu hann nýlega heildarút-
gáfu af verkum Maos, og þá
hljómaði sænsk tunga hreint ekki
illa í eyrum er kvatt var dyra á
heimili Matthiasar málvinar mins
ogskálds.
Já, vel á minnst Matthías. Ég
hélt að þú kynnir að hafa áhuga á
að hlýða á okkur opinbera starfs-
menn kveða hólmgónguljóð hin
nýju, við óbilgjarnt ríkisvald er
neitar okkur um réttindi er skáld-
in telja að hverjum frjálsum
manni beri.
Því var það, að við ákváðum að
heimsækja ritstjórn þína s.l.
fóstudagskvóld og freista þess að
fá birtar athugasemdir við skrif
Morgunblaósins. Við tókumst tvö
á hendur þessa ferð. Ung og geð-
þekk stúlka með brún augu — og
æskublik í auga og roða á kinn.
Ekki blygðunarroða eins og sumir
kynnu að halda, vegna „ofbeldis-
verka" og „þvingana" opinberra
starfsmanna, heldur frjálsmann-
legan roða heilbrigðrar ungrar
konu, er veit að hún stendur jafn-
fætis þeim er selja eignir sínar á
markaðstorgi fáránleikans, þótt
hún hafi ekki annað en vinnuafl
sitt og þekkingu að selja samfé-
lagi sínu og meðborgurum.
Eg játa, að við komum með
seinna fallinu. Blaðið beið nær
fullbúið prentunar. Þó var enn
opið rúm til þess að birta fréttir
ef markverð tíðindi bærust. Við
sáum í anddyri og á ýmsum skrif-
stofum blaðsins þó nokkurn hóp
blaðamanna er ekki hafði lokið
störfum. Mátti þar m.a. kenna Jó-
hönnu Kristjónsdóttur rithöfund.
Við vissum um áhuga hennar á
Portúgal, kjörum manna og af-
komu þar. Einnig um baráttu
hennar fyrir einstæða foreldra og
börn þeirra. Og um reykingabind-
indi hennar. Okkur datt því i hug
að hún kynni einnig að hafa
áhuga á íslenskum málefnum,
starfi sameinaðra foreldra og
einnig hvort verkfallsbrot hefði
átt sér stað, engu síður en bind-
indisbrot. Hér ber að geta þess, að
við vöktum ekki máls á þessu við
Jóhönnu, en væntum áhuga henn-
ar.
Magnús Finnsson sáum við
einnig. Hann var nýkominn úr för
austantjalds. Hafði sagt skýrt og
skilmerkilega frá tilraunum sín-
um að ná tali af andófsmönnum
þar. Við héldum kannske að hann
hefði áhuga á að skreppa austur
fyrir Læk og kynna sér viðhorf
andófsmanna í hópi BSRB. Hann
hefði gjarna mátt mæla á danska
tungu. Einhver framhaldsskóla-
kennarinn hefði áreiðanlega ekki
tekið því illa og þarflaust að
hringja til Moskvu þess vegna.
Magnús sýndi ekki áhuga fyrir
viðræðum. Þó höfðum við snerpt
á könnu hjá BSRB og lumuðum á
hangikjötsflís á flatkökufjórð-
ungi.
Ekki sáum við Áslaugu Ragn-
ars, en við vissum að hún var
komin úr för sinni með banda-
riskum vígdreka og amerískri
húsmóður. og að vopnaðir verðir
höfðu gætt alls siðferðisi hví-
vetna og búið þeim mjúka hvílu,
silkipúðalausa að vísu. Eins og
fram kom í Morgunblaðinu hafði
Áslaug sýnt áhuga á því hvort
Albert fengi inngöngu í Kvenfé-
lagið Hvöt, en í það vill hann
ðlmur ganga, auk Varðar. Hlaut
Aslaug ávítur þungar fyrir rang-
túlkun frá varaformanni Hvatar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32