Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.10.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1977 Marteinn M. Skaftfells: Dýraspítalinn Lítillega hefur verið minnst á dýraspítalann í blöóum undanfar- ið. En furóu gegnir þó, hve hljótt hefur verið um hann, það þætti ekki smáfrétt í nágrannalöndum okkar, og vekti almenna athygli, ef dýraspítali stæói um langan tíma lokaður vegna þess. að ekki fengjust dýralæknar þar til starfa. En sú er reyndin hér, þótt erfitt sé að trúa. í rauninni er varla hægt að trúa því. Spitalinn bíður með tækjum. En það fæst enginn læknir að honum. Og það er bannað að fá erlendan lækni. — Hver skyldi trúa? í Velvakanda var greinin: „Hræðilegt, ef dýrin skildu ekki...“ Skildu ekki ensku var átt við, þar sem enskur dýralækn- ir bauðst, en var bannað að starfa hér. „Dýraspitalinn læknislaus" er grein í Tímanum. Þar er skýrt frá viðtali við yfirdýralækni. Að sjálf- sögðu gilda ákveðnar reglur um starfsleyfi. En væntanlega er það fyrst og fremst háð kunnáttu um- sækjanda. íslensk lög getur er- lendur læknir auðveldlega kynnt sér, og aðrar gildandi reglur. Þetta eru of léttvæg rök til þess, að ég trúi, að Páll A. Pálsson hafi látið þau ráða afstöðu sinni gegn þvi, að enskur læknir yrði ráðinn að spítalanum. Séu rökin ekki önnur, er hér eitt dæmi þess, er ágætismönnum skjöplast. Og þessu sinni herfilega, þvi að það er óverjandi að erlendum lækni sé bannað starf við spítalann, þar sem íslenskur læknir fæst ekki. En þótt það skipti smáu, hvort læknirinn talar við dýrin ís- lensku, ensku eða kínversku, hef- ur það verið ósk okkar, er að þessu máli höfum staðið og stönd- um, að æskilegast og eðlilegast sé að fá íslenskan lækni að spítalan- um. Og þaó hefur verið reynt, en EKKI tekist. — Það er því algjör- lega ÖSTÆTT á því að banna erlendum lækni að starfa við hann. Og banna þar með starf- semi spítalans. En Tíminn hefur það eftir dýralækni, að engin ísl. dýralæknir hafi sótt um spítal- ann, „vegna þess, að kjör voru með öllu óviss“. — Þetta er sann- arlega furðulegt, ef satt er. Hafi nokkur íslenskur læknir haft áhuga á spítalanum, gat hann leitað upplýsinga um kjör. I Dagbl. segir, að læknarnir hafi ekki efni á að starfa við spít- alann. Með öðrum orðum að lækn- ar hafi „ekki efni á að starfa“ gegn fullri þóknun fyrir þjónustu sína. Heggur þetta ekki fullnærri almennri skynsemi? Aður en spítalinn var afhentur okkur i stjórn hans, ræddi ég nokkrum sinnum við yfirlækni um málið. Og hann hafði fullan áhuga á, að spitalinn gæti tekið til starfa. Og hann var fyllilega sam- þykkur þeirri hugmynd, að fá lækni til að byrja með 1—2 daga i viku, t.d. 2 klukkustundir. Og láta eftirspurnina svo ráða framhald- inu. Og lærð hjúkrunarkona er þegar tryggð. Þetta var eðlileg byrjun, þar sem telja mátti lík- legt, að aðsókn yrði lítil að byrja með. — En auðvitað átti að greiða lækninum full laun fyrir þann tíma, sem hann ynni. Engum hef- ur komið annað til hugar. Og þar sem dýralæknum hraðfjölgar, er ljóst, að þeir vinna eftir taxta, sem þeir hafa efni á að vinna við. Ef ekki, væri starfið hugsjónar- starf. Og þá hefði læknir fengist að spítalanum. Og sé það rétt, að læknar á Reykjavíkursvæðinu séu „mjög störfum hlaðnir", þá ætti lækni að vera óhætt að ráða sig að spítalanum og starfa jafn- framt sem praktiserandi læknir utan hans. Og það er meira en lítið furðulegt, ef dýralæknar hafa ekki áhuga á spítalaaðstöðu. Hafi þeir hana ekki, verður að ætla, aó spítala sé ekki þörf. Og þá ber mér að biðja afsökunar á að hafa borið hugmyndina fram á fyrsta stjórnarfundi Dýravernd- arfélags Reykjavíkur, er það var stofnað 1959. Og síóan að henni unnið, ásamt mörgum öðrum og utan samtakanna hafa margir leiðandi menn verið sama sinnis ella væri spítalinn ef til vill ekki risinn af grunni. Ráðamenn borg- arinnar brugðust drengilega viö. Og að sjálfsögðu vegna þess, að þeir töldu málið þess vert að leggja þvi lið. — En dýralæknar virðast sannarlega vera annars sinnis. Hvað sem veldur.? Einhver sagði, að læknir fengíst ekki að spítalanum vegna þess, að hann væri einungis ætlaóur smærri dýrum. Þessu neita ég að trúa. Sjúkt dýr þarfnast læknis, hvort sem það er stórt eða lítið. Og læknir ætti ENGINN að vera, hvort sem hann á að þjóna dýri eða manni, sem ekki hefur fyrst og fremst áhuga á að HJÁLPA. Inn í læknastétt eiga engir aðrir að veljast. Er spítalinn þörf eða óþörf stofnun? Reynslan sker úr því. A Reykjavikursvæðinu eru þúsund- ir smærri heimilisdýra. Og víst er þess óskandí, að þau séu og verði svo heilbrigð, að spítalans sé ekki þörf. En eru nokkrar líkur til Nú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO umhverfis landið sérstaka ~ Cv o VOLVO tilboð fram til 30.11. 1. Vélarþvottur 2. Hreinsun og feiti á geymissambönd 3. Mæling á rafgeymi 4. Mæling á rafhleöslu 7 Skipt um kerti 8. Skipt um platínur 9. Stilling á viftureim 10 Skipt um olíu og olíusíu 11. Mæling á frostlegi 12. Vélastilling 5. Hreinsun á blöndung 6. Hreinsun á bensíndælu 13. Ljósastilling Verð meó söluskatti: 4 cyl. B18-B20-B21 Kr. 17.299.00 6 cyl. B30-B27 Kr. 18.299.00 Innifalið í verði: Platínur, olíusía, þurrkublöð, ventlalokspakkning,kerti, vinna, vélarolía. I Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Auglýst eftir framboðum til prófkjörs Prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins við næstu alþingiskosningar í Reykjavík, fer fram dagana 19. 20. og 21 nóvember, en utankjörstaðakosning dagana 11. nóvem- ber — 18. nóvember. Val frambjóðenda fer fram með tvenn- um hætti: 1. Framboð, sem minnst 25 flokksbundnir einstaklingar (þ.e. meðlimir Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík) standa að. 2. Kjörnefnd getur að auki bætt við frambjóðendum, eftir því sem þurfa þykir, enda skal þess gætt, að frambjóðendur í prófkjörinu verði ekki færri en 32. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. 1. lið að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling sem kjörgengur verður í Reykjavík og skulu minnst 25 flokksbundnir Sjálfstæðismenn og mest 40 standa að hverju framboði. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri en 3 framboðum. Framboðum þessum ber að skila til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, í Valhöll, Háa- leitisbraut 1, EIGI SEINIMA EN KL. 19.00, MIÐVIKUDAGINN 26. OKTÓBER. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. þess? Eða er það einungis sauðfé, kýr og hestar, sem eru svo kvilla- söm, að læknar eru „mjög störf- um hlaðnir“? Sé svo, hljóta lækn- ar að hafa áhuga á byggingu við spítalann, fyrir stærri dýr. Og að þvi verður unnið, að sú hugmynd komist sem fyrst í framkvæmd. Og því fyrr verður hún að veru- leika, sem læknar sýna meiri áhuga. Og vonandi verður hann annar og meiri en fyrir áfangan- um, sem kominn er. — Allir þeir aðilar, sem að spítalanum standa, hljóta nú að taka af skarið og krefjast starfsleyfis fyrir erlend- an lækni, þar sem íslenskur fæst ekki. Æskilegast er að fá lækni frá hliðstæðum spítala i ein- hverju nágrannalandi okkar. Og þann möguleika ber að kanna. Hneisan er orðin ærin, þótt ekki sé lengur beðið og undarleg eru íslensk stjórnvöld ef standa þarf í stappi um að opna fyrsta dýraspit- alann, sem bíður búinn tækjum, til þjónustu. Er ekki timabært, að við spyrj- um sjálf okkur, hvort íslensk þjóð hefði orðið til án húsdýranna. Héldu þau ekki um aldur lífi í þjóóinni? Fæddu þau hana ekki og klæddu? Hefði þjóðin án þeirra ekki dáió út hungri og kulda? Og hefðu bókmenntirnar, sem við státum svo mjög af, og megum gera, orðið til, ef engin hefði verið sauðkind og kýr? Og hefði Alþingi verið stofnað fyrir meir en 1000 árum, hefði enginn verið hesturinn? Og hefur hund- urinn ekki, meginhluta Islands- byggðar, verið þarfur þjónn flest- um heimilum? Og getur nokkur gert grein fyrir, hve þungar búsifjar mús og rotta hefði veitt, ef köttur hefði ekki verið á hverju heimili? Öll hafa þessi dýr verið þjóð- inni svo hagnýt, hvert á sinn hátt, að ómetanlegt er. — Þjóðin hefur notið þeirra. En hafa þau notið þjóðarinnar í likum mæli? Hefur þjónusta þeirra verið þökkuð að veróleikum? Eru þeir ekki fullfá- ir, sem það hafa gert? Meðferðin svívirðu nærri hjá furðu mörgum. Ömetanleg er gagnsemi þeirra. Og vandmetin eru uppeldisáhrif- in. — Er ekki tímabært að við minnumst hvors tveggja? Og er úr vegi, að vió þökkum honum göfuga gefanda spítalans annan veg en við höfum gert. Er skömm okkar ekki orðin nóg, þótt spítal- inn verði ekki lengur látinn bíða læknis? Marteinn M. Skaftfells. Kaffisamsæti Rangæinga- félagsins Rangæingafélagið í Reykjavík hefur á undanförnum árum hafió vetrarstarf sitt með þeim hætti að efna til mannfagnaðar fyrir eldra fólk úr Rangárvallasýslu. í ár verður samkoma þessi í Bústaða- kirkju og hefst kl. 14 í dag með messu þar sem sr. Ólafur Skúlason . prédikar. Að lokinni messu verður kaffisamsæti í safn- aðarheimilinu þar sem eldri og yngri Rangæingum gefst tækifæri til að hittast og rabba saman yfir kaffibolla. I frétt frá Rangæinga- félaginu segir að eldra fólkið sé að venju gestir félagsmanna, og yngra fólkið sé ekki síður velkom- ið og það hvatt til að koma og styrkja þessa starfsemi. Flóamarkaður kvenstúdenta Kvenstúdentafélag Islands held- ur árlegan flóamarkað sinn að Hallveigarstöðum í dag 23. okt. kl. 2 e.h. Aó venju verða á boðstólum alls konar munir, nýir og notaðir, svo sem garðhúsgögn, barnakojur, rafmagnsáhöld, eldhúsáhöld, lampaskermar, blómagrindur, barnaleikföng og bækur. Enn- fremur mikið úrval af álnavöru, t.d. tvíbreið ullartweedefni, ekta hör i þurrkur, gardínuefni að ógleymdum fatnaði alls konar, nýjum ísgarnssokkum, og nýjum nærfatnaði. Allur ágóði rennur til húsnæðiskaupa fyrir félagið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.