Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 240. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 1977
Afköst loðnubræðsl-
unnar á Bolungarvík
aukast um helming
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan eftir stækkunina
Ljósm. (lunnar Hallsson.
Sinfóníuhljómsveit Islands:
Hljómsveitarmenn
æfir út í frumvarpið
MIKIL óánægja ríkir meðal -liðsmanna Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands vegna frumvarps þess til laga, sem
nýverið hefur verið lagt fram á Alþingi um starfsemi
hljómsveitarinnar. Starfsmannafélag Sinfóníuhljðm-
sveitarinnar hélt fund um frumvarpið f gærmorgun, þar
sem fram kom mjög mikil óánægja með ýmsa þætti
frumvarpsins og af hálfu stjðrnar starfsmannafélagsins
hefur menntamálanefnd þingsins þegar verið ritað bréf
þar sem athugasemdir eru gerðar við efni frumvarpsins.
Að sögn Gunnars Egilssonar, frumvarpsins né heldur eftir að
formanns Starfsmannafélags Sin-   það lá fyrir fullmótað hjá nefnd-
fóniuhljómsveitarinnar,     hafa
hljómsveitarmenn einkum þrennt
við frumvarpið að athuga. Það
leggur á herðar þeirra aukna
vinnuskyldu og gengur þar með
þvert á gerða samninga, engir
hljómsveitarmenn voru kallaðir
til þess að vera höfundum frum-
varpsins til ráðuneytis um samn-
ingu þess né leitað álits þeirra
sem i hljómsveitinni starfa og
loks væri í frumvarpinu gert ráð
fyrir að í hljómsveitinni væru allt
að 65 hljóðfæraleikarar, og þar
með væri með lagaboði verið að
koma í veg fyrir á hér yrði nokkru
sinni unnt að koma upp fullskip-
aðri sinfóníuhljómsveit.
„Það var ekkert samráð haft við
okkur, hvorki á undirbúningsstigi
inni, sem það samdi," sagði Gunn-
ar i samtali við Mbl. „Við fengum
þannig frumvarpið aldrei til um-
sagnar og reyndar sáum við það
ekki fyrr en það kom fyrir al-
mennings sjónir."
i nefndinni sem frumvarpið
samdi voru Birgir Thorlacius, for-
maður, Andrés Björnsson út-
varpsstjori, Ölafur B. Thors, for-
seti borgarstjórnar Reykjavikur,
Pálnii Jónsson og Orn Marínós-
son, og að sögn Gunnars hafði
starfsmannafélagið samband við
nefndina áður en það var lagt
fram og óskaði eftir því að fá að
sjá frumvarpið en því ekki sinnt,
enda kæmi á daginn að ýmis atr-
iði væru i frumvarpinu, sem liðs-
menn  Sinfóniuhljómsveitarinnar
Þriðja bindi íslenzkra
úrvalsljóða í norskri
þýðingu Ivars Orgland
ÞRIÐJA bindið af þýðingum
Invars Orgland á úrvali fslenzkra
ljóða kemur út hjá Fonna-
útgáfunni f Noregi í næsta mán-
uði.
1 þessu úrvali eru Ijóð fram að
dögum Bjarna Thorarensen, en f
fyrri bindunum tveimur voru
þýðingar á Ijoðum frá 18ndu og
19ndu öld og ljóð frá þessari öld.
Fyrri bindin komu út árin 1975
og 1976.
Slátrun
lokið í
Laugarási
Syðra Langholti, 28. ukt.
SLATRUN er nú lokið i slátur-
húsi SS i Laugarási og var alls
slátrað 21029 fjár, er það um
600 færra en i fyrra. Sláturtíð-
in stóð i 24 daga og störfuðu
um 50 manns við sauðf járslátr-
unina. Starfsfólk sláturhússins
heldur sitt lokaball að Flúðum
í kvöld.
Vænsta dilkinn að þessu
sinni átti Bjarni Jónsson,
Skeiðarholti, og vó hann 26.4
kíló. Mest meðalvigt var á dilk-
um frá Eyvindi Sigurðssyni,
Austurfelli iGnúpverjahreppi,
17.2 kíló. — Fréltaritari
t frétt Fonna útgáfunnar segir
að höfuðljóðin i þessu þriðja
bindi séu Sólarljóð, Lilja og úrval
Passiusálma Hallgrims Péturs-
sonar, en af 28 nafngreindum
höfundum eru einnig tilefndir
Skálda-Sveinn, Jón Arason, Einar
Sigurðsson, Bjarni Jónsson,
Bjarni Gissurarson og Eggert
Ölafsson. Þess er og getið að í
úrvalinu megi finna dæmi uim
barnagælur, danskvæði, rimur og
lausavisur.
gætu ekki sætt sig við og mætti
jafnvel  rekja  þessi  atriði  til
Framhald á bls. 22
Bolungarvfk. 28. október.
NÝLEGA var tekin i notkun við-
bót við sildar- og fiskimjölsverk-
smiðju Einars Guðfinnssonar h.f.
í Bolungarvik. en með þvi hafa
afköst verksmiðju-nnar aukist úr
200—250 tonnum á sólarhring i
400—500 tonn á sólarhring.
Af þessu tilefni ræddi fréttarit-
ari Morgunblaðsins við Jónatan
Einarsson    framkvæmdastjóra
verksmiðjunnar.
Jónatan sagði m.a.: „Fram-
kvæmdir við stækkun verk-
smiðjuhússins hófust í október-
mánuði 1976, en hafist var handa
við niðursetningu véla s.l. vor. Þá
var ennfremur í sumar byggð við-
bót við mjölgeymslu verksmiðj-
unnar. Viðbyggingin er um 1000
fm.
Kostnaður við þessar fram-
kvæmdir er nú kominn yfir 300
millj. króna og vega þar þyngst,
auk bygginga, kaup á nýjum tækj-
um og vélum. Um er að ræða nýtt
inntak, sjóðara, mjölskilvindu i
stað pressu og hakkavél framan
við hana, lýsisskilvindur, gufu-
ketil, mjölkvörn, sekkjunarvog og
síðast en ekki sist soðeimingar-
tæki úr ryðfriu stáli. Viðbótin er
Framhald á bls. 22
r
I eftirleitum
í 30. skipti
Syðra-Lanfíhult j. 28. októher.
EFTIRLEITUM er nýlokið í upp-
sveitum Aresýslu og gengu þær
vel, en ekki fara nema þaulvanir
fjallamenn f þriðju og sfðustu
leitir um þessi svæði. Ingvar
Ingvarsson á Hvitárbakka fór nú í
30. skipti f eftirleitir, en hann er
sextugur að aldri.
Biskupstungnamenn voru 7
daga i eftirleitum, sex menn alls,
og fundu þeir 7 kindur. Fjorir
Hrunamenn fóru i 8 daga á fjöll
og fundu 18 kindur. Fjórir bænd-
ur úr Gnúpverjahreppi voru 9
daga í eftirleitum og fundu 24
kindur. Fjórir menn leituðu loks
Flóa- og Skeiðaafréttir og fundu
13 kindur i leitunum, sem tóku 4
daga.
Prfttaritari
Hundrað og f immtíu tann-
læknar í starfi hér á landi
Prófessor Jón Sigtryggsson kjörinn
heiðursfélagi Tannlæknafélags Islands
TANNLÆKNAFÉLAG Islands
verður 50 ára 30. október n.k..
en það var á þeim degi 1927 að
félagið var stofnað. t tilefni
þcssara tímamóta verður margt
gert til hátfðarbrigða, Hátfðar-
fundur haldinn f félagsheimili
tannlækna að Sfðumúla 35 s.l.
fimmtudagskvöld en þar voru
meðal gesta heilbrigðismála-
ráðherra, borgarstjðri og borg-
arlæknir, erlendur sérfræðing-
ur heldur fyrirlestur fyrir ís-
lenzka starfsbræður sína sem
og sjálfir munu halda f.vrir-
lestra, svo og verður sérstök
afmælishátfð að Hótel Loftleið-
um. Auk þessa verða sjö út-
varpserindi flutt fyrir tilstilli
fræðslunefndar félagsins, hið
fyrsta var flutt 27. október.
Tannlæknafélag íslands var
stofnað  af  þremur  tannlækn-
um, þeim Brynjúlfi Björnssyni,
Framhald á bls. 22
Frá hátfðarfundi Tannlæknafélags tslands s.I. fimmtudagskvöld. A fundinum var prófessor Jón
Sigtryggsson tannlæknir útnefndur heiðursfélagi Tannlæknafélags tslands. Er hann fimniti frá hægri
á þessari mynd. Til hægri við Jón situr Skúli Johnsen borgarlæknir, þá Páll Sigurðssan ráðuneytis-
stjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson borgarstjðri og Matthfas Bjarnason heilbrigðismálaráðherra.
(Ljósm. Knrtþjól'ur)
Ingólfur Jónsson, alþingismaður:
Fer bensínlítrinn í
130 kr. á næsta ári?
Kanna þarf aðrar tekjuöfhinarleiðir fyrir Vegasjóð
f UMRÆÐUM á Alþingi i
fyrradag er fjallað var um
átak i vegagerð og tekju-
öflun til slfks átaks, varaði
Ingólfur Jónsson, fyrrver-
andi samgönguráðherra,
við of mikilli hækkun ben-
singjalds, sem gæti þjónað
öfugt við tilgang um tekju-
öflun. Fimmtán krðna ráð-
gerð hækkun bensingjalds
(f     fjarlagafrumvarpi)
þýddi  með  söluskatti  og
öðrum álögum allt að tutt-
ugu krðna hækkun.
Hækkun bensínverðs, lögum
samkvæmt, til samræmis við
hækkun byggingarvisitölu, gæti
og hækkað bensinlitrann um tugi
króna á næsta ári. Enn þyrfti að
taka tillit til hugsanlegs gengis-
sigs og hugsanlegrar hækkunar á
heimsmarkaðsverði. Svo gæti far-
ið að bensinlitri færi i allt að 125
til 130 krónur á næsta ár, ef allt
þetta væri inni i myndinni. Við
slíkar aðstæður mætti búast við
verulegum samdrætti í bensín-
kaupum og bensínnotkun. sem
ekki þjónaði settum markniiðuni
um  tekjuöflua  fyrir  Vegasjóð.
Auk þess myndi þetta háa bensin-
verð kynda undir verðbólgu með
keðjuverkandi áhrifum. Hér
þyrfti þvi að fara með gát. þótt'
tilgangurinn, varanleg vegagerð
og uppbygging þjóðvega i strjál-
býli, væri góður. Huga þyrfti að
öðrum tiltækum fjáröflunarleið-
um og fullkanna þær, áður en til
þessa ráðs yrði gripið. Sjá nánar á
þingsiðu blaðsins i dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40