Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 240. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977
flfotgMitMafrft
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
*  Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiSsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Björn Jóhannsson.
Ámi GarSar Krtstinsson.
Aðaistræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6. sfmi 22480.
Frjálsræðis-, athafna
og eignaréttarstefna
E.vjólfur Konráð Jónsson
alþingismaður flutti athyglis-
verða ræðu um stöðu einkafram-
taks í þjóðarhúskapnum á fundi
landsmálafélagsins Varðar fyrir
skemmstu. Hann færir fram sterk
rök fyrir þvf, að þrátt fyrir höft,
hömlur <>n jafnvei mismunun í
samkeppnisaðstöðu við önnur
rekstrarform okkar hlandaða hag-
kerfis, hafi einkaframtakið hald-
ið velli — og sannað gildi sitf í
verðmætasköpun, víðskiptum og
þjónustu þjóðf'élagsins.
Eyjólfur rekur dæmi úr öllum
greinum atvinnulffsins, máli sfnu
til sönnunar. Hér verður aðeins
staldrað við tvö þeirra, sem sótt
eru til sjávarútvegs og landbún-
aðar, þó öll eigi þau erindi til
umhugsunar og umræðu meðal
þjóðfélagsþegnanna.
„Staða einkaframtaks f sjávar-
útvegi er að mínu mati sterk",
segir þingmaðurinn. Þetta einka-
framtak er vaxið úr frumkvæði
einstaklinga, off úr sjómanna-
stétt, er byggt hafa upp útveg
sinn einir — eða f lelagi við aðra.
Einnig úr samtökum einstaklinga
i einstökum byggðarlögum um at-
vinnuuppbyggingu, sfundum með
tilstyrk úrvinnslufyrirtækja, sem
á slaðnum eru, eða Viðkomandi
sveitarfélags. Dæmi um slík öflug
útgerðarfélög f hlutafélagsformi,
með aðild sveitarfélags, séu t.d. í
Siglufirði og á Akureyri.
Heildarútflutningur sjávar-
afurða árið 1975 nam 37,3
milljörðum krðna. Að magni til
var hlutur frvsfihúsa SlS 23,7% í
þeim útflutningi en fiskvinnsiu-
sföðva á vegum Sölumiðslöðvar
hraðfrystihúsanna 73,6%. Þó
þessar tölur sýni ekki alfarið
mörkin milli einkarekstrar og
samvinnureksfrar í fiskiðnaði.
gefi þa-r þó athyglisverða mynd,
sem ekki verði fram hjá litið, er
staða einkaframtaks í útgerð og
fiskiðuaði er metin.
Minna niá og á þann árangur
einkafi amtaks og sölusamfaka út-
flutningsframleiðslunnar, sem
keniur fram í sterkri sóiuaðstöðu
íslen/ka frystiafurða á Banda-
ríkjamarkaði, sem er arðgæfastur
markaða okkar, og þar af leiðandi
traustust undirstaða lífskjara
okkar eins og horfir.
„Vart verður öðru fram hald-
ið," segir Eyjolfur Konráð í ræðu
sinni, „en að ísienzkur land-
búnaður sé stundaður svo til al-
farið á vegum einkaframfaks"
bændanna sjálfra. „Er það gömul
hefð allt frá Ingólfi Arnarsyni til
Bjarts í Sumarhúsum og Björns á
Löngumýri." Eu þrátt fyrir
sterka einstaklingshyggju bænda,.
fyrr og síðar, „hefur legið við
borð að einkaframtak yrði al-
dauða á sviði viðskipta og þjón-
ustu við bændastéttina, til
ómælds tjóns bæði fyrir bændur
og neytendur."
Eftir að hafa rakið stöðu einka-
framtaks í einstökum atvinnu-
greinum fslenzks atvinnulffs vfk-
ur Eyjólfur Konráð að áhrifum
Sjálfstæðisflokksins sem frjáls-
hyggjuflokks, á þróun mála, bæði
í genginni tíð og í náinni framtíð.
Vmsum þyki hægt hafa miöað — f
átt að fr.jálsara hagkerfi. En þeg-
ar alll kemur til alls, hefur þó
mikið áunnizt. Hann minnti á
þróun mála frá lyktum síðari
heimsstyrjaldar; frá tfmum fjár-
hagsráðs, skömmtunar og svarts
markaðar. Ennfremur á þær að-
gerðir á frjálshyggjubraut, sem
gripið var til á tímum viðreisnar-
stjórnar, upp úr 1960, sem verið
hafi mikill framtaks- og fram-
farahvati í efnahags- og atvinnu-
lífi þjóðarinnar. Þessi þróun
hefði ekki orðið án sl.jórnaiaðild-
ar og forystu Sjálfstæðisflokks-
ins. Hún hefði hins vegar orðið
enn framsæknari, ef Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði eimi ráðið ferð.
Tekið skal undir þessi orð þing-
mannsins.    Samsteypustjórnir
fara jafnan málamiðlunarleið
mismunandi ólíkra flokkssjónar-
miða eða þjóðmálaviðhorfa, þó
þær séu öngvu að sfður óli.já-
kvæmilegar, að óbreyttu kjós-
endafylgi og þingmannastyrk ís-
lenzkra stjórnmálaflokka.
Eyjólfur Konráð höfðar mjög
til þeirrar nauðsynjar, sem sé á
almannaþátttöku í atvinnurekstri
með eignaraðild sem flestra að
atvinnufyrirtækjum, t.d. f formi
almenningshlutafélaga. Afrakst-
ur atvinnufyrirtækja „þarf ekki
og á ekki að falla fáiim f skaut",
segir hann í ræðu sinni. „Dreifa
ber völdum og þjóðarauð", segir
hann. Einkaeign íbúðarhúsnæðis
er gleðilegt fslenzkt dæmi um
heilbrigða þróun almennrar
eignastefnu. Þessi þróun getur
einnig haslað séi' völl í atvinnu-
greinum þjóðfélagsins — og, ef
rétt er á haldið, opnað leið til
jákvæðrar ávöxtunar sparifjár, og
meiri skilnings milli atvinnu-
greina og almennings. Þessi al-
menna þátllaka á vísi í hlufafjár-
framlagi almennings f ýmsum
sjávarplássum landsins, sem gefa
mætti meiri gaum að. En að sjálf-
sögðu þarf þá að tryggja atvinnu-
rekstri þá afkomu, að arðsemi
hans höfði til slfkrar ávöxtunar á
sparifé almennings.
Orðrétt sagði Eyjólfur Konráð í
tilvitnaðri ræðu:
„Þrátt fyrir alll hefur ýmislegt
áuniiist og þokast tii betri vegar.
Annmarkarnir eru fyrst og
fremst fólgnir í ofstjórn og út-
þenslu opinbers valds og valda-
stofnana. Engu að sfður hefur
einkafi amlak haldið velli, og því
er að þakka það, seni áunnist hef-
ur. En enginn getur sagt að það sé
lftið. Eramundan er ný barátta,
sem beinist að því að berja niður
verðbólgu og opinbera útþenslu-
stefnu, en efla þess í stað eigna-
stefnuna. Kjörorðið hefur verið
„eign handa öllum" ng er það
enn. Við viljum hag;a þannig mál-
um, að sem allra flestir geti verið
fjárhagslega sjálfstæðir og notið
þess öryggis, sem því er samfara.
Við viljum dreifa þjóðarauðnum
og völdunum f þjóðfélaginu, ekki
til að sundra þvf, heldur til að
tengja það sainaii órofa böndum.
Við viljum forðast, að pólitfsk
völd og fjárhagsleg séu á sömu
boiidum, því að þá fyrst er frelsi
og lýðræði hætt. Við viljum efla
stefnu athafna sérhvers einstakl-
ings og frjálsræði hans, við berj-
umst fyrir eignaréttarstefnu, at-
hafnastefnu, frjálsræðisstefnu,
sjálfstæðisstefnu."
r    r
Af vötnunarstöð S AA
opnuð í næsta mánuði
SAMTÖK áhugamanna um áfengisvandamálið, SÁA, efndu í gær til fundar með
fréttamönnum þar sem greint var frá því helzta er unnið hefur verið að þá 20 daga sem
liðnir eru frá stofnun þeirra og um leið afhentu eigendur veitingahússins Óðals
samtökunum kr. 200 þúsund að gjöf.
Hilmar Helgason, formaður SÁÁ, sagði að einkum hefði verið unnið að tveim málum að
undanförnu. stofnun afvötnunarstöðvar og leitar og leiðbeiningarstöðvar, svo og yrði
unnið að útgáfu blaðs er fram liðu st'undir.
Unnið er að undirbúningi   sem þyrfti i nútímanum
að útgáfu blaðs SÁÁ sem
kemur fyrst út um miðjan
nóvember, að því er Hilmar
sagði, og verða um leið send-
ir til félagsmanna gíróseðlar
fyrir stofnframlögum og geta
félagar ráðið hversu mikið
þeir leggja af mörkum. Hilm-
ar Helgason sagði að öll þessi
starfsemi yrði fjármögnuð
með frjálsum framlögum og
kvaðst vona að undirtektir
yrðu góðar. Um verkefni sem
lægi fyrir að vinna nefndi
Hilmar m.a fræðslustarf-
semi, svo sem útgáfu bækl-
inga, fræðsluþátta og auglýs-
inga t.d. i sjónvarpi o.fl. í
þeim dúr.
Að lokum sagði Hilmar að
það hefði verið mjög gott að
leita til hinna ýmsu aðila um
aðstoð, allir hefðu tekið mjög
vel erindum samtakanna og
væri það stórkostlegt að rek-
ast þannig hvergi á lokaðar
dyr.
Jón Hjaltason einn af eig-
endum Óðals hafði orð fyrir
þeim og sagði að þeir vildu
með þessari gjöf sinni sýna
að þeir treystu þessum sam-
tökum til að vinna að áfeng-
isvandamálinu  á  þann  hátt
„þetta er að mati eigenda
Óðals fyrsti félagsskapurinn,
sem gerir tilraun til að vinna
að áfengisvandamálinu i takt
við þann tíma sem við lifum
á," sagði Jón og afhenti
Hilmari Helgasyni 200.000
króna framlag til starfsemi
samtakanna.
Hilmar Helgason þakkaði
Óðalssmönnum fyrir góða
gjöf og sagðist raunar vita að
þetta væri ekki neitt skrum
hjá þeim, eins og hann orð-
aði það, þeir hefðu áður sýnt
áhuga sinn í að leggja þessu
máli lið, t.d. er þeir lánuðu
ungum manni ,,sem grét
fram á barborðið og sagði að
allt væri búið fyrir sér, 1 50
þúsund krónur, sem nægði
honum fyrir ferð á Freeport-
sjúkrahúsið og sögðu að
hann mætti endurgreiða það
eftir lélegu minni", sagði
Hilmar og einnig nefndi hann
að þeir hefðu oft vísað fólki
til samtakanna til að fá að-
stoð við að leysa vandamál
sín.
Samningar hafa tekizt milli
SÁÁ og styrktarfélags
lamaðra og fatlaðra um leigu
á h.úsnæði SLF i Reykjadal í
Mosfellssveit og er verið að
leggja síðustu hönd á
greinargerð um rekstur
stöðvarinnar, sem síðan
verður send heilbrigðisráðu-
neytinu til umsagnar nú strax
eftir helgina. Gert er ráð fyrir
að hafa dagskrá allan daginn
á þessari afvötnunarstöð þar
sem boðið er uppá fyrirlestra
um læknisfræðileg efni,
einkaviðtöl, kvikmyndasýn-
ingar, fundi og læknismeð-
ferð. Vonir standa til að
rekstur stöðvarinnar geti haf-
izt fljótlega eftir mánaðamót-
in.
Þá greindi Hilmar Helga-
son frá því að leitar- og leið-
beiningarstöð væri ráðgert
að opna um svipað leyti og
væri unnið að útvegun hús-
næðis. Þar mun starfa sér-
hæft starfsfólk sem ræðir við
drykkjusjúklinga og aðstand-
endur þeirra og boðið uppá
alhliða ráðgjafarþjónustu.
Hilmar taldi ekki síður mikil-
vægt að aðstandendur
drykkjusjúklinga gætu átt
kost á slíkri ráðgjöf. í þessu
húsnæði verður einnig skrif-
stofa SÁÁ
Eigendur Óðals, talið frá vinstri Hafsteinn Sigurðsson, Ólafur Laufdal og Jón Hjaltason
afhenda Hilmari Helgasyni formanni SÁÁ gjöf frá veitingahúsinu Óðali.       Ljósm RAX
Fremur dræm veiði á Suðurlandssild:
Saltað hef ur verið í 55
þúsund tunnur af síld
HEILDARSÖLTUN Suður-
landssíldar er nú orðin um
55 þúsund tunnur, en á
sama tíma í fyrra hafði
verið saltað í um 70 þús-
und tunnur. Söltun er þeg-
ar hafin á 28 söltunarstöð-
um á landinu á svæðinu frá
Eskifirði til Stykkishólms.
Alls hafa 86 hringnótaskip
fengið leyfi . til. að veiða
síld, en helmingur skip-
anna mun ekki hafa hafið
veiðar enn sem komið er,
þðtt aðeins séu eftir um
þrjár vikur af veiðitíman-
um.
Þessar upplýsingar koma fram i
upplýsingabréfi til síldarsaltenda
frá Síldarútvegsnefnd, sem Morg-
unblaðinu barst í gær. Þar segir
að síldveiðar í reknet hafi verið
leyfóar 20. ágúst og veiðar hring-
nótaskipa 20. september. Frá ver-
tiðarbyrjun og fram yfir mánaða-
mótin ágúst — sepleniber varð
vart við töluverða síld út af Snæ-
fellsnesi og í'ékkst þar allgóður
afli i reknet i nokkra daga. Síldin
á þessu svæði var óvenju stór, en
mögur, enda var þá skammur timi
frá hrygningu.  Síðan  hafa rek-
netabátarnir nær eingöngu veitt á
svæðinu frá sunnanverðum Aust-
fjörðum til Ingólfshöfða. Veiði
hefur verið freinur dræm, þegar á
heildina er litið, en þó hafa komið
einstaka góðir veiðidagar á tima-
bilinu.
Sjávarútvegsráðuneytið veitli
alls 86 hringnótabátum leyfi til
síldveiða, en þær hafa gengið illa,
þar til i byrjun þessarar viku, en
síðan hefur afli verið sæmilegur á
veiðisvæðinu út af Ingólfshöfða,
þegar veður hefur leyft. Sfldin
við suðaustanvert Iandið hefur
verið óvenjulega mögur allt veiði-
tímabilið og fremur misjöfn að
stærð siðustu daga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40