Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 240. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÓBER 1977
Þrír leikir í 2. deild
Nú um helgina fara fram þrír
leikir í 2. deildarkeppni karla i
íslandsmótinu í handknattleik.
Verða tveir þessara leikja á Akur-
eyri, en þangað fer lið Stjörnunn-
ar úr Garðabæ í heimsókn. Leika
Garðbæingar við KA kl. 16.00 í
dag og við Þór kl. 14.00 á morgun.
Ætla má að Akureyrarliðin vinni
sigra í leikjunum fyrir norðan, en
sem kunnugt er álíta flestir KA
vera með bezta iiðið í 2. deild að
þessu sinni. Þórsliðið hefur hins
vegar ekki keppt enn, og er því
lítið vitað um það. Er það tæplega
eins sterkt og það var i fyrra, þar
sem það hefur misst aðalskyttu
sina, Þorbjörn Jensson, yfir í
Reykjavikurfélagið Val.
Þriðji leikurinn í 2. deild verð-
ur svo kl. 15.00 á morgun á Sel-
tjarnarnesi og leika þar Grótta og
nýliðarnir í 2. deild, HK. Eru
þessi lið jöfn aó stigum, hafa bæði
hlotið tvö stig. Vann Grótta leik
sinn við Leikni og HK hefur lagt
Stjörnuna að velli. Ætti þarna að
geta orðið um tvfsýnan leik að
ræða.
Auk  nefndra  ieikja  fara  svo
fram tveir leikir i 2. deild kvenna
og þrír leikir i 3. deild karla. í 2.
deild kvenna leika KA og ÍBK á
Akureyri kl. 15.00 í dag, og UBK
og ÍR leika kl. 16.15 í Garðabæ á
morgun. ÍA og Þór frá Vest-
mannaeyjum leika í 3. deildinni á
Akranesi kl. 14.00 f dag og á morg-
un leika UBK og Þór frá Vest-
mannaeyjum kl. 15.00 í Garðabæ
og UMFA og ÍBK Ieika þar kl.
17.15.
Haustmót í
blaki um hekjina
HAUSTMÓT Blaksambands Ís-
lands fer fram nú um helgina og
verður keppt bæði í karla- og
kvennaflokki. Fer kvennamótið
fram í Reykjavík og hefst kl.
14.00 í Hagaskólahúsinu og verð-
ur þar leikin ein hrina upp að 21
stigi, og það Iið er úr sem tapar
tveimur leikjum. í kvennamótinu
taka þátt eftirtalin lið: Þróttur a,
Þróttur b, ÍA a, ÍS b, Víkingur,
Völsungur og UBK.
Karlamótið fer fram að Laugar:
vatni 30. október og hefst það kl.
11.00. Þar verður leikið upp á
tvær unnar hrinur og það lið er úr
sem tapar tveimur- leikjum. í
karlaflokki taka þátt eftirtalin
lið: Þróttur a, Þrótlur b, Þróttur-
öldungar, ÍS, UMFLog Mimir.
Keppt verður um bikara sem
Berry-umboðið hefur gefið og er
keppt um þá í annað sinn.
Geir Hallsteinsson aðþrengdur að
norskum varnarleikmönnum I
leiknum f fyrrakvöld. Hvað gerir
hann í leiknum á móti Dönum í
dag?
Dagskrá NM
DAGSKRA Norðurlandamótsins í
handknattleik um helgina verður
þessi:
Laugardagur 29. október:
Iþróttahúsið Akranesi kl. 14.00
Finnland — Sviþjóð (Dómarar
Eliasen og Jensen frá Danmörku)
Laugardalshöll kl. 16.00
Island — Danmörk (Dómarar
Huseby og Anthonsen frá
Noregi)
Sunnudagur 30. október:
Laugardalshöll:
Kl. 10.30: Leikið um
5. og 6. sæfið
Kl. 16.00: Leikið um
3. og 4. sætið
Kl. 17.30: Leikið um 1. og 2. sætið.
HAUKAR
AÐALFUNDUR handknattleiks-
deildar Hauka verður haldinn í
Haukahúsinu f Hafnarfirði í dag,
laugardaginn 29. október, og
hefst hann kl. 14.00.
Badmintonþing
ARSÞING Badmintonsambands
islands verður haldið sunnudag-
inn 30. október kl. 10 fyrir hádegi
í Snorrabæ, Snorrabraut 37.
Jón Diðriksson.
Sigfús Jónsson.
AGÆT HLAUPIENGLANDI
HJÁ SIGFÚSI OG JÓNI
Frjálsíþróltamennirnir Jón
Diðriksson, UMSB, og Sigfús
Jónsson, ÍR, sem dvelja við há-
skólanám í Englandi hafa staðið
sig með ágætum í keppni þar ytra
f haust. Keppti Jón með skóla
sínum f Manchester-boðhlaupinu
sem fram fór 15. október, náði þar
fjórða bezta árangri dagsins, og
Sigfús varð síðan í fimmta sæti á
Víðavangshlaupi norðurenskra
háskóia 22. október sem háð var f
Sheffield og er um 8 km.
„Maður er að komast á sæmi-
legt skrið með æfingarnar," sagði
Jón Diðriksson í spjalli við Mbl. I
gær. Sagði Jón að þeir félagar
hefðu aðeins keppt einu sinni
hvor það sem af væri hausti.
Hljóp  Jón  vel  í  Manchester-
boðhlaupinu sem er 6x2ja mílna
hlaup. Sigraði lið Newcastle-
skólans í skólakeppninni og er
upp var staðið var Jón með fjórða
bezta tima dagsins í þessu árlega
og mikla hlaupi, hljóp á 9:33 min-
útum. -Beztum tima náði Ricky
Wilde frá Manchester en hann
hefur m.a. af Evrópumeistaratitli
innahúss að státa. Sagði Jón að nú
væru margir ágætir hlauparar í
skólanum og væri liðið með allra
beztu háskólaliðum á Englandi f
vetur.
„Maður er ennþá þungur á sér
og því gekk ekki betur en raun
varð á," sagði Sigfús um hlaup
sitt í Sheffield, en þar varð hann í
fimmta sæti i mishæðóttu 8 km
vfðavangshlaupi á tímanum 27.36
mínútum, en sigurvegarinn hljóp
á 26.59 mínútum. Sigfús sem ver-
ið hefur við nám undanfarin ár í
Englandi varð fyrir því óláni að
stolið var i sumar úr herbergi
hans öllum bókum hans, húsgögn-
um, hljómflutningstækjum, verð-
launum, rúmfatnaði, Ijósaperu og
vaski. Höfðu einhverjir bíræfnir
bófar brotizt þar inn meðan Sig-
fús dvaldi hér heima í sumar.
Sagði Sigfús að öllu hefði verið
stolið úr herberginu, sem hægt
hefði verið að festa hendur á
meira að segja gömlum glugga-
tjöldum.
Hljóðið var annars goft í þeim
félögum. Næsta hlaup þeirra er
alþjóðlegt götuhlaup í Gateshead,
tæpir 9 km. að lengd.      Agás.
Tekst íslenzka liðinu
að koma á óvart
og vinna fimmta
sigurinn yfir Dönum?
LANDSLEIKUR Islendinga og Dana í Laugardals-
höllinni í dag verður 23. landsleikur þjóðanna í
handknattleik. Hafa íslendingar ekki keppt jafnoft
við neina þjóð, og má segja að samskipti okkar og
Dana hafi verið óslitin frá því að íslendingar tóku
að leika handknattleikslandsleiki. Okkar annar
leikur var við Dani og fðr hann fram í Kaupmanna-
höfn árið 1950. Þá voru íslendingar nánast byrjend-
ur í íþróttinni og töpuðu stórt 6—20. Næsti leikur
sem fram fór 1959 tapaðist einnig með miklum mun
eða 16:23, svo og þriðji leikurinn sem var í heims-
meistarakeppninni 1961. Þann leik unnu Danir með
11 marka mun, eða 13:24, en allt síðan hafa leikirn-
ir oftast verið mjög jafnir, en Danir þó oftar verið
ívið sterkari, og af leikjunum 22 hafa þeir unnið 17
leiki.
Fyrsti sigurleikur tslendinga yfir Dönum verður sjálfsagt
mörgum handknattleiksunnendum minnisstæður, en sá leikur
fór fram f Laiigardalshöllinni í aprfl 1968. t þeim leik fóru þeir
(.cii Hallsteinsson og Jón Hjaltalfn Magnússon á kostum, og
voru gjörsamlega óviðráðanlegir. t þeim leik kom einnig fram á
sjónarsviðið ungur leikmaður, sem sfðan hefur gert garðinn
frægan, Björgvin Björgvinsson.
Fyrirfram má ætla að Danir séu sigurstranglegtr f leiknum f
dag. Þeir hafa að undanförnu æft allvel og m.a. tekið þátt f
hanknattleiksmótum með sterkum þjóðum, en tslendingar hafa
þvf miður ekki átt tækifæri til þess að samæfa lið sitt að neinu
rharki. Þ6 er aldrei að vita hvað gerist. tslenzka handknattleiks-
landsliðið hefur oft gert hvað bezt þegar við hvað minnstu hefur
verið búist af því, og er vonandi að slíkt verði upp á teningnum í
leiknum f dag.
Urslit f fyrri landsleikjum tslendinga og Dana hafa orðið sem
hér segir:
ísland
island
Ísland
tsland
ísland
ísland
tsland
ísland
tsland
tsland
tsland
tsland
tslnad
island
tsland
tsland
tsland
tsland
tsland
tsland
19.2	1950	Kaupmannahöfn
12.2	1959	Slagelse
1.3.	Í961	Karlsruhe
13.3	1961	Essen
19.1.	1966	Nyborg
2.4.	1966	Reykjavfk
6.4	1968	Reykjavfk
9.2.	1969	Helsingör
28.2.	1970	Hagondange
4.3.	1971	Reykjavfk
5.3.	1971	Reykjavfk
22.2.	1973	Randers
3.3.	1974	Ehrfurt
5.2.	1975	Bröndby
23.3.	1975	Reykjavfk
24.3.	1975	Reykjavík
12.12.	1976	Bröndby
17.12.	1976	Reykjavfk
18.12.	1976	Vestmannaeyjar
19.12.	1976	Reykjavík
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
Danmörk
6:20
16:23
13:24
13:14
12:17
20:23
15:10
13:17
13:19
15:12
15:16
18:18
17:19
15:17
20:16
19:21
16:19
23:20
16:19
22:23
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40