Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 240. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. OKTÖBER 1977
39
Fjögur valin til keppni á
EM í Alpagreinum í vetur
ÁKVEÐIÐ hefur verið að senda fjóra fslenzka keppendur á Evrópu-
meistaramótið í Alpagreinum skfðamanna, sem haldið verður f
Austurrfki f febrúar á næsta ári. Þau sem Skíðasambandið hefur valið
eru Steinunn Sæmundsdóttir, Sigurður Jónsson, Haukur Jóhannsson
og Tómas Leifsson.
Steinunn      Sæmundsdóttir
dvelur um þessar mundir við æf-
ingar á ítalíu með norska lands-
liðinu. Hefur henni verið boðin
þátttaka í tveimur FlS-mótum í
Noregi og hafa Norðmenn látið
þau orð falla að Steinunn sé sízt
lakari en norsku landsliðs-
stúlkurnar.
Sigurður Jónsson meiddist í
baki í lok síðasta keppnistimabils
skfðmanna og í sumar varð hann
fyrir því óhappi að detta af vinnu-
palli og tóku bakmeiðslin sig þá
upp. Hefur Sigurður enn ekki get-
að hafið æfingar eins og hann
hafði ráðgert, hann er þvi enn hér
á landi, en ekki við skíðaæfingar í
Mið-Evrópu.
Um helgina heldur skíðaforyst-
an haustþing sitt og fer það fram
á Akureyri. Þess má einnig geta
að nýlega var haldið hér á landi
þing norrænu skiðasambandanna.
Afall fyrir gönguíþróttina -
Magnús og Haukur fótbrotnir
TVEIR af tremstu skíða-
göngumönnum íslendinga
fótbrotnuðu fyrir nokkru
síðan og geta þeir því ekki
byrjað æfingar eins fljótt
og nauðsynlegt hefði verið
fyrir þá. Þeir Magnús
Eiríksson, Siglufirði og
Haukur Sigurðsson, Ólafs-
firði, voru í sérflokki
göngumanna í fyrravetur
ásamt Halldóri Matthías-
syni, en þar sem tveir hinir
fyrrnefndu urðu fyrir
þessu áfalli hefur Halldór
'nokkurt forskot á þá. Að
því er fregnir herma brotn-
uðu þeir báðir við knatt-
spyrnuiðkanir.
Þeir Halldór og Magnús
höfðu verið valdir til þátt-
JSÍ með
haustmót
FYRSTA júdómót vetrarins,
haustmót Judósambands fslands,
fer fram í Iþróttahúsi Kennarahá-
skóla Islands á morgun, sunnu-
daginn 30. október og hefst það
kl. 14.00.
Mót þetta er punktamót og er
öilum heimil þátttaka í þvi. Keppt
verður i sjö þyngdarflokkum og
er búizt við þátttöku allra beztu
júdómanna landsiná f mótinu.
* ? >
töku í Evrópumeistaramóti
í göngu, sem fram á að fara
í Lahti í Finnlandi í vetur.
Bendir allt til þess að
Magnús verði af þeirri ferð
vegna óhappsins. Magnús
sigraði i 30 km göngu og í
tvíkeppni á síðasta lands-
móti, en Haukur varð
þriðji bæði í 15 og 30 km
göngu og er mjög vaxandi
göngumaður.
NOKKRIR islenzku landsliðsmannanna I handknattleik fylgjast með leik Dana og Svía f gærkvöldi og
virðist hrifning þeirra ekki vera sérlega mikil. Efst sitja þeir Kristján Sigmundsson og Þorbergur
Aðalsteinsson, í miðjunni Bjarni Guðmundsson og Jón fyrirliði Karlsson, f fremstu röð Olafur
Benediktsson, Jón Pétur Jónsson, Geir Hallsteinsson og Bjarni Jónsson — fyrrverandi landsliðsmað-
ur. tslendingar mæta Dönum f dag og hafa tvær breytingar verið gerðar á liðinu frá leiknum við
Noreg, Olafur Benediktsson kemur inn fyrir Gunnar Einarsson og Arni Indriðason fyrir Þorbjörn
Jensson. (Ijósm. RAX).
Jafnt f raman af, en síð-
an öruggur danskur sigur
VIÐUREIGN Svía og Færeyinga í Norðurlandamótinu f handknattleik gat ekki farið nema á einn veg.
Svfar hlutu að sigra, þar sem öðrum megin á vellinum var lið, sem alltaf hefur verið meðal beztu
handknattleiksþjóða heims, hinum megin byrjendur í íþróttinni. Urslitin urðu þau að Svfar skoruðu 34
mörk, Færeyingar 15. t leikhléi var staðan 19:7.
Byrjuðu Svíar leikinn í gær- þeir að slaka á og náðu ekki eins
kvöldi af miklum krafti, komust í miklu forskoti og upphafið benti
3:0, siðan 10:1 og 13:2, en þá fóru   til.  Léku  Svíarnir oft  á tíðum
mjög skemmtileg.T og voru Færey-
ingarnir á stundum alls ekki með
í leiknum. Má segja að liðin hafi
19 marka sigur Svía
— og gatverið stærri
Englandi
DREGIÐ hefur verið um það
hvaða lið leika saman i sextánliða
úrslitum ensku deildarbikar-
keppninnar. Fór drátturinn þann-
ig:
Arsenal — Hull
Bolton — Leeds
Bury/Millwall — West Bromwich
fpswich  Town  —  Manchester
City/Luton
Liverpool — Coventry
Notthingham Forest — Aston Villa
Sheffield   Wed.   —   Middles-
brough/ Everton
Wrexham     —     Swindon/
Portsmouth.
NORÐMENN komu á óvart I fyrri hálfleiknum á mðti Dönum f
Norðurlandamótinu í handknattleik f gærkvöldi. Var leikurinn þá
mjög jafn og staðan 11:10 fyrir Dani í leikhléi, en I seinni hálfleiknum
sigu Danir fram úr og sigruðu örugglega 20:15. Var leikurinn á köflum
mjög skemmtilegur á að horfa fyrir sárafáa áhorfendur, en á milli
villur, ótfmabær skot og óþarfa harka.
Eftir þessum leik að dæma eiga   urðsson og Karl Jóhannsson, voru
íslendingar möguleika á að sigra
Danina í dag, en hæpið er að
sigurinn verði nægilega stór til að
ísland komist i úrslitaleikinn á
morgun til að svo fari — þarf að
verða mikil breyting ú íslenzka
liðinu.
Jafnt var á flestum tölum i fyrri'
hálfleiknum upp í 9—9, en þá
gerðu Danir tvö mörk á móti einu
norsku og i leikhléi var staðan
11:10. 1 seinni hálfleiknum hljóp
mikil harka í leikinn og leystist
hann upp á köflum. Verður að
segjast eins og er að islenzku
dómararnir þeir Hannes Þ. Sig-
ólikir sjálfum sér að þessu sinni,
ósamkvæmir sjálfum sér og seinir
að taka ákvarðanir.
Norðmönnum tókst ekki að
skora mark i seinni hálfleiknum
fyrr en 14 minútur voru af leik-
timanum, en Danir höfðu þá skor-
aðtvivegis. Kom siðan sáleikkafli
Dananna, sem gerðu út um leik-
inn, þeir breyttu stöðunni úr
13:11 í 17:11 og var þá gert út um
leikinn, þó 10 mínútur væru eftir.
Munurinn á liðunum varð síðan
fimm mörk, 20:15 eins og áður
sagði. Virtist það ekki koma að
sök  þó  dönskum  leikmönnum
væri visað af velli í seinni hálf-
leiknum i 4x2 minútur, en Norð-
mönnum aðeins i tvær minútur.
Var athyglisvert að sjá hve hreyf-
anlegir Danirnir voru þegar þeir
voru færri og hve vörnin fylgdi
vel boltanum.
Beztu leikmenn liðanna i
þessum leik voru markverðirnir,
Mogens Jeppesen hjá Danmörku,
Morgan Juul og Björn Steive i
norska markinu. Allir sýndu þeir
markvörzlu eins og hún bezt ger-
ist, en höfðu einnig fyrir framan
sig góðar varnir lengst af leikn-
um.
Af útileikmönnum liðanna voru
Michael Berg og Erik Pedersen
beztir, ásamt Thor Munkager í
fyrri hálfleiknum. Af norsku leik-
mönnunum voru Gundem og
Gjerde einna beztir.
leikið sitt hvora íþróttina.
Er lið Svianna trúlega bezta lið-
ið í Norðurlandamótinu, en þó
skal ekkert um það fullyrt, þar
sem andstæðingurinn var það
slakur að sænska liðið verður
ekki dæmt af þessum leik. Varla
fá Svfarnir heldur mikla mót-
spyrnu í leiknum gegn Finnum á
Akranesi i dag, þar sem þessi tvö
lið eru í allt öðrum gæðaflokki en
Svíarnir. Það verður ekki fyrr en
í úrslitaleiknum að Svíarnir þurfa
að taka á, en þá mæta þeir annað
hvort Dönum eða Íslendingum.
Beztir 1 liði Svia í gærkvöldi
voru Claes Ribendahl og Sven
Ake Frick, en liðið virtist jafnt í
leiknum við Færeyingana og
fengu byrjendur í sænska lands-
liðinu að spreyta sig í gær. Léku
hvorki þeir Bobba né Björn And-
erson með liðinu í gærkvöldi.
Af Færeyingunum er Eyðfinn-
ur Egholm skástur, en Jogvan
Moerk barðist einnig vel.
Mörk Svíþjóðar: Bengt Hákan-
son 6, Ingemar Anderson 5, Claes
Ribendahl 6, Bengt H:nson 5,
Dan Erikson 3, Sven-Ake Frick 3,
Lars Göran Jönson 3, Thomas
Augustsson 1, Basti Rasmussen 1.
Göran Gustafsson 1.
Mörk Færeyinga: Eyðfinnur
Egholm 4, Sverri Jacobsen 3,
Jogvan Moerk 3, Hanus Joensen
3, Jonny Joensen 1.
—áij.
IMorðurlandamót karla í handknattleik
Kl. 14:00 Finnland — Svíþjóð á Akranesi
Kl. 16:00 ísland — Danmörk í Laugardalshöll
KOMIÐ OG SJÁIÐ SPENNANDI LEIKI - NÚ VINNUM VIÐ DANINA
Handknattleikssamband íslands
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40