Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 Minning: PétrJónasson Sauðárkróki I dag verður til moldar borinn á Sauðárkróki vinur minn, Pétur (Pétr að eigin ritbætti) Jónasson. Hann fæddíst 19. október 1887 á Dýrfinnustöðum í Blönduhlíð r Skagafirði, sonur hjónanna Jón- asar Jónssonar frá Minni — Akra- gerði og Pálínu Björnsdóttur frá Hofsstöðum, er síðast og lengst bjuggu á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð. Var Pétur elstur 6 barna þeirra. Þau komust öll til fullorðinsára og mun Hermann Jónasson forsætisráðherra þekkt- astur þeirra. Að Pétri stóðu merkar ættir báðum megin frá. Mikill hagleik- ur var þar ættarfylgja. nærfærni við menn og málieysingja, einnig mannheill mikil. Leið Péturs lá ekki til fram- haldsnáms að fermingu afstað- inni. Hann vann landbúnaðar- störf framan af ævi, var vinnu- maður eða ráðsmaður á ýmsum bæjum í' Skagafirði, m.a. lengi á Reykjum á Reykjaströnd hjá As- grími Einarssyni skipstjóra. En 1930 fluttist Pétur til Sauðár- króks. Hann vann þar fyrst alla almenna vinnu óg var um tíma í stjórn Verkamannafélagsins Fram. Arin 1943—47 var Pétur hreppstjóri, hinn síðasti, sem því starfi gegndi þar, því Sauðárkrók- ur fékk kaupstaðarréttindi 1947 og féll þá undir fógetavald sýslu- manns Skagfirðinga. Jafnframt féllu á Pétur mörg trúnaðarstörf önnur svo sem varðandi skatta- nefnd, fasteignamat o.fl. Einnig var hann umboðsmaður Happ- drættis Háskóla Islands og Þjóð- vinafélagsins og Menningarsjóðs. Árið 1942 kvæntist Pétur eftir- lifandi eiginkonu sinni, Maríu Magnúsdóttur, Ijósmóður á Sauð- árkróki, Húnvetningi að ætt, mik- illi ágætiskonu, alþekktri fyrir dugnað sinn og hæfni við ljósmóð- urstörf. Þeirra dóttir er Pálína Guðný hjúkrunarkona, sem hefur hlotið í erfð bestu kosti foreldra sinna beggja. Hún er gift Bjarna Nikulássyni flugumferðarstjóra. Þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga 4 börn. Pétur var fyrir löngu búinn að skila af sér öllum trúnaðarstörf- um, enda var aldur orðinn hár. Hann hélt þó bærilegri heilsu fram undir það síðasta. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga 29. nóv. s.l. nfræður að aldri. Fundum okkar Péturs bar fyrst saman í ársbyrjun 1960. Þá þegar tengdum viö vináttubönd, sem síðan hafa styrkst með hverju ári, og þótt lengra væri á milli hin síðustu ár, þá varð sá hiýleiki, er skóp vináttu okkar, æ djúpstæð- ari. Það var oft hrein unun að ræða við Pétur. Hann var óskólageng- inn, en þó svo vel menntaður, enda afar vel greindur og víðles- + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi ÁGÚST SIGURÐSSON, cand. mag . andaðist i Landakotsspitala 9 desember Pálina Jónsdóttir, Baldur Ágústsson, Björk Thomsen, Helga Ágústsdóttir. Óli Antonsson. Viðar Ágústsson. Agnes Bragadóttir. Hilmir Ágústsson, Elín F. Guðmundsdóttir, Auðna Ágústsdóttir Jón Gauti Jónsson, Ágúst Hilmisson. Darri Ótason Dögg Baldursdóttir. t Útför ÓSKARS GÍSLASONAR, áður bónda á I ngjandshóli, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1 2 desember kl 1 3 30 Þeim er vildu minnast hans er bent á Félag lamaðra og fatlaðra Börn, tengdabörn og barnabörn. + Hjartans þökk til allra sem sýndu velviljun og samúð við andlát og jarðarför ARTHÚRS GUONASONAR, Heiðarvegi 14, Reyðarfirði Sérstakar þakkir til starfsfólks, kennara og fóstra við Öskjuhliðaskólann og Lyngásheimilisins, ennfremur allra sem veittu hjálp í þans erfiðu veikindum Hallgerður Pálsdóttir, Guðni Arthúrsson og systkini hins látna. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓNFRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR, Börn, tengdabörn og barnabörn. + Innílegt þakklætí færum við öllum þeim mörgu, sem vottuðu okkur samúð og vináttu og tryggð við fráfall og jarðarför EIRÍKS ÁSBJÖRNSSONAR. sem fram fór 3ja desember s I Guð blessi ykkur öll Fyrir hönd vandamanna Ragnheiður Ólafsdóttir Erla Eiriksdóttir inn, og jafnframt glöggur á menn og málefni og svo gætinn í orða- vali, að sjaldan mun hafa skeikað, þar sem hann fullyrti. Til einskis manns var betra að leita um upp- lýsingar, er mæla þurfti eftir genginn bróður, og naut ég þess æði oft. Eg fann þá afar vel, hve réttsýnn og sanngjarn Pétur var í dómum sínum um aðra menn og hve vel hann gat orðað hug sinn. Pétur var prýðilega hagmæltur og á nokkrar stökur í Skagfirzk- um ljóðum. Á yngri árum veitti hestamennskan, þjóðaríþrótt Skagfirðinga, honum margarynd- isstundir, og þá urðu oft til fleyg- ar hestavísur á borð viö þessa: „Þ<*Kar SkörunK skrepp á bak. skfrist ídortin forna. Lipurt fjöroK fótatak finnst mór Kfrti orna.“ Annað tómstundagaman Péturs var alls konar fínsmiði, ekki síst smiði á öskum og smjöröskjum. Allt var þar afar vel gert, askarn- ir saman felldir úr stöfum og girt- ir, en lokin útskorin og sótti Pétur mynstur sín til fornra hagleiks- manna á Skaga. Smíðisgripir hans eru þegar til dýrgripa taldir. — Jafnframt var Pétur listaskrifari. Hreinritaði hann jafnan fæöing- arskýrslur fyrir Maríu konu sína og veit ég, að þær munu einnig til dýrgripa taldar meðal heimilda- bóka á Hagstofu Islands. Pétur Jónasson var hógvær maður og af hjarta lítillátur. Hann vildi reynast sannur og trúr, mátti ekki vamm sitt vita í neinum hlut. Það fór þvi hvergi mikið fyrir honum, en hver, sem mælti hans máli eða varð vitni að framkomu hans, hlaut að finna, að þar var á ferð maður, sem var í senn traustur þegn og drengur góður ríkur af hógværri gleði. Orð Sigurðar skólameistara sönnuðust á honum: ,,Þar sem mannkostirn- ir eru, þar eru mannalætin óþörf." Pétur var einlæglega trúaður maður og vildi grundvalla fram- komu sina og líf allt á sannindum trúar sinnar. Jafnframt var hann öll mín prestsskaparár á Sauðár- króki meðal hinna tryggustu kirkjugesta. Má og segja, að hann hafi verið boðinn og búinn til liðs hverju góðu málefni. Slíka menn er gott að eiga að, og ég á honum mikla þakkarskuld að gjalda fyrir hlýleik og stuðning við mig og mitt starf og persönulega vináttu við okkur hjón bæði, og kona mín og börn nutu jafnframt mikillar frændrækni hans. En við hlið honum í þessu öllu stóð hans ágæta kona, „María ljósa“, og þeim báðum vildi ég, að þessi fátæklegu orð mín mættu tjá virð- ingu og einlæga þökk. Pétur mun eitt sinn hafa sagt: „Éjí vil. DroHinn. biðja um bón. scm bost mcr hcnta meííi. art haldi ók ba*rti hcyrn og sjón hinsta fram artdcKÍ.“ Þessi bæn mun hafa verið heyrð. För Péturs er nú lokið um þetta lífssvið. En jafnframt er hafin ný för, því gröfin, sem í dag stendur opin á Nöfunum fyrir ofan Sauð- árkrók, hún er ekki blindgata. H*ún er þjöðvegur frá myrkrinu til dögunarinnar, frá myrkri skammdegis og ellihrumleika mót birtu upprisusólar og nýrra þroskaleiða. Bænir okkar vina háns fylgja honum á þeirri för ásamt þakklæti fyrir gengin spor. Jafnframt sendum við konu hans, dóttur og fjölskyldu hennar alúö- arkveðjur með bæn til Guðs um styrk þeirq til handa á komandi dögum. Þórh^SjÞgdiejisep. , Minning: Guðríður Kristbjörg Sigurðardóttir Fædd 19. maí 1925. Dáin 4. desember 1977. Að kvöldi dags, sunnudaginn 4. desember, andaðist í sjúkrahús- inu á Akranesi Guðríður Krist- björg Sigurðardóttir húsmóðir að Brekkubraut 27, Akranesi. Veikindin, sem voru bæði alvar- leg og erfið, voru einnig mikil lífsreynsla fyrir ástvini hennar, í langvarandi veikindabaráttu. Kristbjörg, eins og hún var jafnan kölluð, var fædd að Krossalandi í Lóni í Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hennar voru bæði af skaftfellskum ættum, þau hjónin Þórey Guðmundsdóttir og Sigurð- ur Jónsson böndi þar. Börn þeirra hjóna voru 6. Tvö eru látin, Guömundur, sem dó barnungur úr lungnabölgu, og Þórlaug Sigurborg. En Þórlaug fékk lömunarveikina í frum- bernsku og var siðan bundin við sinn örlagastól þau 29 ár sem hún lifði. Hún var fædd 26. apríl 1918, dáin 16. apríl 1947. Var það mikil lífsreynsla fyrir alla fjölskylduna og munu hinar næmu tilfinningar Kristbjargar einnig hafa tekið þátt í þeirri reynslu, gagnvart einkasystur sinni. Einn bróðirinn er búsettur í Reykjavík, en hinir 3 á Höfn í Hornafirði. í Krossalandi sleit Kristbjörg barnsskónum, þar ölst hún upp meðal foreldra og systkina. Þótt Krossaland, sem nú er í eyði, hafi á sínum tíma verið nokkuð afskekktur bær, er hvergi meira víðsýni frá einum bæ í Lóni en þar. Víðáttumikill fjallahring- ur umvefur sveitina og býður upp á tign og fegurð í fjarska. Hafið úti fyrir ströndinni sendir sín óm- þýðu vögguljóð heim að bænum á kyrrum sumarkvöldum, en þar getur hafaldan einnig stunið þungan. Hljómnæmt barnseyrað greindi fjölbreyttar raddir í ríki náttúr- unnar, fjær og nær. Þannig liðu bernskuárin við breytileg um- skipti veðrabrigða og árstiða inn- an þess opna ramma. Ennþá fjölgaði árunum. Þessi röska, liðlega stúlka vilaði ekki fyrir sér, þótt hún þyrfti að ganga bæjarleið, þegar hún var í barna- skóla, hjá Önnu Hlöðversdóttur frá Reyðará. Þeirri miklu merkis- konu, sem var þúsund þjala smið- ur. Kristbjörg dáði Önnu sem kennara af lífi og sál. Orðið ,,ómögulegt“ var ekki til í hennar orðasafni, fremur en hjá öðrum merkum brautryðjanda í A- Skaftafellssýslu. Eftir fermingu lá leið Krist- bjargar út í atvinnulffið, fyrst á Höfn og svo aftur heim í sveitina á milli, til sumarstarfa. En svo var stefnt lengra á braut og haldið í Kvennaskólann í Hveragerði. Sá tími var mikill gleðigjafi fyrir námfúsa stúlku og þaðan kom hún út með fallega handavinnu, sem svo seinna var bætt við af mikilli vandvirkni. En mesta gæfusporið á hennar ævigöngu var þegar hún kynnist mannsefninu sínu, Sigurdór Jóhannssyni frá Bakka í Mela- sveit. Þau settust að á Akranesi og þar hafa þau átt heima siðan. Þar rættust dýpstu draumarnir, fagurt heimili, 4 indæl börn og björt íramtíð. En allt í einu, fyrir 3 árum dró skyndilega ský fyrir sólu. Það var sem brysti strengur hið innra með mér, þegar til mín var Framhald á bls. 23 Minning: Sverrir Briem frá Sauðárkróki Þann 8. desember var til mold- ar borinn Sverrir Briem frá Sauð- árkróki. Mikill ferðalangur er lagður í sina hinstu för. Hann siglir nú fleyi sínu til þeirra stranda, handan við sólarlagið, þaðan sem enginn kann tíðindi frá að segja. — Máltækið segir, að maður komi í manns stað. En þeg- ar hina óvissu dauðans stund ber að höndum, þá sýnist þeim jafn- an, sem sjá á bak vinum sínum, að nú sé það skarð fyrir skildi, sem standa muni opið og ófyllt. Sverrir Briem var fæddur á Seyðisfirði 22. janúar 1930 og ólst þar upp fyrstu árin. Sjö ára að aldri var hann.tekinn til fósturs til afa síns og ömmu á Sauðár- króki, þeirra kunnu sæmdarhjóna Kristins Briem, kaupmanns þar, og konu hans frú Kristínar Briem. — Á Sauðárkróki dvaldist hann fram á fullorðinsár og nam þar trésmíði, sem varð hans aðal- starf. En Sverrir Briem lagði gjörva hönd á margt, var enda madur hagur óg verklaginn, svo sem öll verk hans bera vitni um. Trúmennsku hans í starfi var vidbrugðið, og hann erfði þann eðliskost ættar sinnar að ganga ekki á neins manns hlut. — Aldr- ei leitaði .Sverrir frama á verald- arvísu né hárra embætta og allt skrum og sýndarmennska var honum fjarri skapi. En fáir þeirra sem nú eru uppi, munu vera viðförlari en hann. Hann ferðaöist um flest- ar álfur heims, kannaði ókunna stigu og kynnti sér siðu og háttu framandi þjóða. Kunni hann margt að segja frá fjarlægum furðuströndum, sem hafði á sér blæ þeirra ævintýra, sem við les- um um í ..Þúsund og einni nótt“. Nú hefur hann kvatt okkur, far- andsveinninn prúði, og haldið á vit hins ókunna. — Við vinir hans stöndum eftir, þökkum honum liönar stundir og biðjum honum guðs blessunar. jV*i'bj<>rRl''riði'iksd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.