Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FÖSTUDAGUR 4. júní 1965
TfMlMN
í SPEGLITÍMANS
^íiííiííSf
íi'i'i:  ii:''
:.:.:.::::.::.:.-:-:.:.'.:-.::.:: .:•:.. ¦¦¦...:.:.:...:.:.::.:.:¦:
Snmarið er komið og tími til þess að taka fram baðfötin. Stúlkan
hér á myndinni sýnir ein hinna nýju baðfata, sem komin ern á
markaðinn erlendis. Þessi baðföt eru gerð af Pierre Cardin
íParfe.
il
Það hefur lengi verið sagt
í blaðaheiminum, að foað sc ekki
frétí, ef hundur híti mann, en
það sé aftur á móti frétt, ef
maður bítur hund. Og nú hefur
þetta sem sagt gerzt:
Atburðurinn átti sér stað í
Nairobi í Kenya. Lögreglan
var á gangi um götur borgar-
innar að næturlagi fyrir nokkru
og sá þá mann einn ,Clement<
Ihango að nafni, sem hagaði
sér „grunsamlega". Lögreglu-
mennirnir höfðu með sér hund,
„Judge" að nafni og skipuðu
honum að handsama manninn.
En Ihango var ekki á þeim bux-
unum og snerist til varnar.
Fyrst beit hann  hundinn  í
hnakkann, og dró siðan upp
Imíf og særði hundinn í bakið.
En lögreglumennirnir komu
hundi sínum til aðstoðar og
handtóku manninn, sem fyrir
nokkrum dögum var dæmdur í
15 mánaða fangelsi fyrir að
bíta hundinn!
•
Sovétmenn eru farnir að
framleiða lítil ferðasjónvörp,
og kallast þau Junost. Er hér
um að ræða transistortæki,
skermurinn er 145 sinnum 183
millimetrar að stærð, tækið allt
20 sm á hæð, 27 sm á breidd
og 5 kg að þyngd. Á næsta ári
verða 10 þúsund slík tæki fram-
leidd í Sovétríkjunum.
Sænski kviktnyndaleikstjór-
inn Jörn Donner er byrjaður
á þriðju kvikmynd shmi, og
kallast húu „Hér foyrjar ævin-
týrið". Aðalhlutverkin leika
sænska lcikkonan Harriet And
crsson og finnski lcikarinn
Matti Oravisto. Leikur hún
sænskan tízkusérfræðing, en
hann finnskan arkitekt.
Upptaka myndarinnar hófst
í Berlín í aprfl, én f júní og
julí. verða helztu atriðin tekin,
en þau gerast í Finnlandi. Er
talið, að þetta verði bezta
kvikmynd Jörn Donners, en
hann skrifaði sjálfur handritið
og stjórnar kvikmyndinni, en
hinn þckkli franski kvikmynda-
tökumaður Jean Badal, sem nú
síðast kvikmyndaði „What's
New, Pussycat?" sér um kvik-
myndunina.
Pólverjar ætla sér að flytja
út 7.5 milljónlr lítra af sínu
indæla vodka á þessu ári, að
því er pólska fréttastofan til-
kynnti nýlega. Pólskt vodka er
n,', flutt út tll alls 80 ianda f
öllutn  hclmsálfum.    Hcfur  út-
flutningurinn aukizt um 250%
á tveini árum.
José Taire, Portúgali, var vlð
hina beztu heilsu 12. marz s.I.,
þegar hann lýsti því yfir, að
hann myndi deyja þann 19.
marz. Hann sagði bæði konu
sinni og vinum og kunningjum
frá þessu, en enginn lagði trún-
að á þetta, því að han var mjög
hraustur.
En Taire gekk frá ýmsum,
málum, sem hann vildi hafá í
lagi, þegar hann andaðist, og
þann 19. maií gaf han svo
skyndilega upp öndina, eins og
hann hafði sjálfur spáð.
Kossar geta verið dýrkeypt-
ir. Það fékk sænskur maður að
reyna nýlega. Hann var að aka
í bifreið á aðalgötunni í bæn-
um Saffle, og hafði mun meiri
áhuga á stúlkunni sinni en stýr-
inu. Þegar kossinum lauk, hafði
hann ekið á töluverðri ferð á
tvo bíla, sem lagt var við vegar
brúnina, og varð hann að borga
um 180 þúsund krónur í skaða
bætur.
Konurnar í Víetnam eru einnig þjálfaðar til þess að taka þátt í styrjöldinni, sem þar geisar.
Þessi mynd er frá Hanoi, höfuðborg Norður-Víetnam, og sýnir starfsstúlkúr í fataverksmiðju
þar í borg æfa sig í skotfimi. Þær eru í heimavarnarliði borgarinnar. Myndin er frá TASS.
Allar þekktustu kvikinynda-
stjörnur heimsins flykktust til
Cannes, þegar kvikmyndahátíð
in stóð þar yfir í síðasta mánuði
og að. sjájfsögðfl hiifðu b«3r
með sér mlkið af gíæsilegum
fötum fyrir allar veizlurnar og
móttökurnar. Hér á myndinni
sést ein stjarnanna, Caroll
Baker, í einum kjólnum, sem
hún hafði með sér. Hún upp-
lýsti jafnframt, að vegna hitans,
hefði hún ekki klæðzt neinu
innan undir kjólnum.
•
Eitt af því, sem athygli vakti
í sambandi við heimsókn Elísa-
betar Englandsdrottningar til
Vestur-Þýzkalands, var, hversu
oft hún skipti um hatta! Strax
fyrstu dagana bar hún á sínu
konunglega höfði hvirki meira
né minna en sex mismunandi
hatta.
Brazilíumenn hafa gert yfir-
lit yfir kaffiútflutning sinn árið
1964, og fluttu þeir alls út 15
miUjón 60-kflóa sekki fyrir 760
milljónir dollara. USA keypti
mest kaffi ,eða 44% af heild-
arútflutningnumi en miðað viffl
íbúatölu, þá hefur fsland keypt
mest kaffi — eða fyrir 7.74
dollara á íbúa.
*
Allar útvarpsstöðvar í Indó-
nesíu eiga nú að hætta að spila
twist, rokk og jazztónlist, þar
sem yfirvöldin þar í landi telja
þessa tónlist ekki í samræmi
við þarfir íbúanna.
Landsíminn í París grobbar
sig oft af því að veita sfmnot-
endum sínum betri þjónustu
en nokkur önnur símstöð i
heiminum. Nú reynir hann að
fullnægja þörf símnotenda fyr-
ir fögur ljóð!
Þessi þjónusta hófst 1. mai
s.l., og þegar hringt er í súna
8283909, þá hefst upplcslur fag
urra kvæða eftir hin klassísku
skáld Verlaine, Hugo, Rimbaud
og fleiri.
BEATLES NO. 1
með 82 myndum
BEATLES NO. 2
með 85 myndum
Bókin kostar kr. 35.00
Sendum aS kostnaðarlausu
ef greiðsla fylgir.
FRÍMERKJASALAN
Lækjargata 6 A
Einangrunarkork
V/2", 2", 3" og 4"
fyrirliggjandi.
JÓNSSON & JÚLÍUSSON
Hamarshúsinu,  vesturenda
Sími 15-4-30.
TtordeM
ALCON
DÆLUR
FYRIR SUMAR
BÚSTAÐINN,
GRIPAHÚSIN
OG ALLS STAÐAR
SEM ÞÖRF ER
FYRIR VATNSDÆLU
UMBOÐ:
GlSLI JÓNSSON &  CO.
SKÚLAGÖTU 26
REYKJAVÍK
SÍMI 11740
BJARNI BEINTEINSSON
LÖGFRÆÐINGUR
AUSTURSTRÆTl 17 (SILLI a VALDI)
SÍMI 13535
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16