Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 5
5 FÖSTUDAGUR 4. júní 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: Þóraiinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Heigason og indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastj.: Steingrimur Glslason Ritstj.skrifstofuT 1 Eddu- húsinu. simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti < Af- greiðslusimi 12323. Auglýstngasiml 19523 Aðrar skrtfstofur, sími 18300. Askriftargjald fcr. 90,00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Ofsköttunín Orsök þeirra kjaradeilna, sem nú standa yfir, er fyrst o" fremst sú, að verðlag hefur hækkað mun meira en k" ’igjald á undanförnum árum. Hinar miklu verðhækk- s ;r sem hér hafa orðið, rekja fyrst og fremst rætur til ofsköttunarstefnu ríkisstjórnarinnar. í eldhúsdags- ræðu Halldórs E. Sigurðssonar var brugðið upp mjög ljósri mynd af þessari ofsköttunarstefnu ríkisstjórnar- iimar. Halldór sagði m.a.: „Á valdatímabili stjórnarflokkanna hafa skattar og tollar til ríkissjóðs hækkað frá því að vera 700 millj. kr. eins og þeir voru 1958, í 3280 millj. kr. eða um 340% með hliðstæðum samanburði. Hér er þó ekki öll sagan sögð, því að ótöld skattheimta fer fram á vegum ríkisins utan áhrifa á niðurstöðutölur fjárlaga. Þar vil ég nefna eins og hækkun pósts og síma, ríkisábyrgða- sjóðsgjald, bændaskatt, launaskatt, iðnlánasjóðsgjald og segja má með réttu, að varla sé nokkurt mál afgreitt hér á Alþingi, án þess að því fylgi nýr skattur. Á sama tíma og skattar og tollar hækka svo sem greint hefur verið, hefur einnig átt sér stað fyrir áhrif stjórnarstefnunnar og verðlagsþróunarinnar í landinu hækkun á útsvörum um 180%. Gjald til Almannatrygginga hefur hækkað yfir 200% og sjúkrasamlagsgjöld álíka. Hins vegar hefur samningsbundið kaupgjald 1 almennri verkamannavinnu aðeins hækkað um 60—70% á þessum árum. Ofan á þetta bætist, að skattheimtunni hefur verið breytt á þann veg, að söluskattur, sem lagður er á nauðþurftir manna og almenna þjónustu, hefur hækkað um 500%, en skattar á fyrirtæki hafa hins vegar lækkað á heildar- innheimtu skattanna í landinu frá því að vera 2% í 0.2%. Engan mun undra ,þegar þessar staðreyndir eru hafðar í huga, þó að reiði fólksins yfir sköttunum á síðastliðnu sumri væri almenn. Hitt vekur undrun, að hæstv. ríkis- stj. skuli ekki ennþá gera sér þær staðreyndir ljósar, að um ofsköttun er að ræða, heldur heldur hún áfram á sömu braut með því að hækka söluskattinn um ca. 250 millj. kr. fyi'ir jólin í vetur og ætlar sér ca. 150 millj. kr. meira af tekju- og eignarskatti í ár en s.l. ár. Og ennþá er hún að bæta við nýjum sköttum þessa síðustu daga þingsins, og það nú á byggingarefni. Áfleiðing ofsköttunar Halldór E. Sigurðsson rakti það í eldhúsdagsræðu sinni, hvernig ofsköttunarstefnan hefur leitt til dýrtíðar, sem reynt hefur verið að mæta með auknum niður- greiðslum. Þannig leiðir ofsköttunin til niðurgreiðslna, niðurgreiðslurnar svo til nýrra skattaálaga, og þannig koll af kolli. Til niðurborgana var varið 115 millj. kr. árið 1958, en nú er varið til þeirra á fjárlögum 543 millj. kr. Hækkunin er hvorki meira né minna en 330%. Hér er þó ekki öll sagan sögð, því að fjölskyldubæturnar má einnig telja til niðurgreiðslu á dýrtíðinni, enda reiknaðar til frádráttar á framfærsluvísitölunni. Dýrtíðin hefur átt meginþátt í því að hækka útflutningsuppbætur land- búnaðarins o.s.frv. Ofsköttunarstefna ríkisstjórnarinnar hefur þannig leitt til stórfelldrar dýrtíðar og víxlhækkana. og ríkis- stjórnin virðist engin ráð sjá önnur en að halda áfram á þessari braut. Hún er orðin þrejdt stjórn og úrræða- laus og hefur ekki áhuga á öðru en hanga við völd, hvernig sem allt veltist. Slík stjórn getur ekki leitt til annars en glundroða og upplausnar. TÍMINN Nýr flokksforingi í Danmörku Poul Harfling verður effirmaður Erik Eriksens POUL HARTLING er fimm- tugur að aldri. Faðir hans var þekktur skólamaður og átti sæti í stjórn Knud Kristensens sem kennslumálaráðherra. Hann hafði tekið mikinn þátt í starfi Vinstri flokksins og stjórnað æskulýðsblaði hans um alllangt skeið. Sonur hans hneigðist ungur að guðfræði og lauk guðfræðiprófi- 1939, 25 ára að aldri. Hann gegndi síðan prest- störfum í Kaupmannamanna- höfn til 1950, en kenndi sein- ustu árin við kunnan kennara- skóla í borginni Zahles Semin- arium. Þegar rektorsstaðan losnaði þar 1950. sótti hann um hana eftir eindregna áeggj. an samkennara sinna við skól- ann, og var honum veitt hún. Hann hefur gegnt henni sjðan og mun halda því áfram, þrátt fyrir flokksforustuna. Mikið orð fer af því, hve vel hann sé látinn af samkennurum sínum og nemendum. Á stúdentsárum .sínum tók Hartling þátt í ýmsum kristi- legum félögum stúdenta og valdist þar til margra trúnað- arstarfa. Á prestsárum sínum var hann kjörinn í stjómir margra kristilegra félagssam- taka og á hann sæti í mörgum þeirra enn í dag. Jafnhliða tók hann þátt í ýmiss konar félags- stárfsemi Vinstri flokksins. Seinustu fjögur árin hefur hann vcrið formaður heildar- samtaka flokksins a Sjalandi. HARTLING hefur lengi haft orð á sér sem frábærlega fjöl- hæfur gáfumaður. Hann er ekki aðeins vel að sér í bók- legum fræðum. Hann leikur á ýms hljóðfæri og kann á ólík- legustu vélar. Hann þykir sér- lega góður félagi og kennari. Starffjör hans er sagt óvenju- legt og því tekst honum að sinna jafn mörgum og ólíkum verkefnum og raun ber vitni um. Á fyrsta þinginu, sem hann sat, fékk hann það hlutverk að vera aðaltalsmaður Vinstri flokksins í skólamálum, en þá hafði þingið m.a. til meðferðar mjög víðtæka skólalöggjöf, sem Bomhoft hafði undirbúið. í haldsmenn beittu sér gegn henni, en Hartling tók afstöðu með henni og vann ötullega að framgangi hennar. Það þótti strax sýnt þá, að hér væri væn- legt foringjaefni á ferð. Harting hefur í tómstundum sínum skrifað mikið af blaða- og tímaritsgreinum, sem aðal- lega hafa fjallað um skóla- og kirkjumál og önnur menning- armáL Kona hans er læknir að menntun og eiga þau fjögur börn, þrjá syni og eina dóttur. HARTLING hefur lýsf'því ' | sem skoðun sinni, að hann vilji f halda áfram samvinnu Vinstri í flokksins og íhaldsflokksins, | en hins vegar sé hann mótfall- | inn sameiningu þeirra. Að því 1 leyti hefur hann tékið aðra af- | stöðu en Eriksen. Þrátt fyrir ^ þann skoðanamun, mun Erik- ■} sen hafa kosið hann helzt sem í eftirmann sinn. J, Margt bendir til þess, að for- J mennskan í Vinstri flokknum á geti orðið vandasamt starf næstu árin, Af hálfu þeirra tveggja þingmanna, sem fóru úr Vinstri flokknum í vetur, verður sennilega reynt að stofna nýjan flokk, er reynir að ná fylgi frá Vinstri flokkn- um. Meðal ýmissa yngri manna veldur samvinnan við íhalds- flokkinn óánægju. Sósíaldemó- kratar eru hins vegar búnir að sitja svo lengi við völd, að lík- legt er, að áhugi á því aukist að breyta eitthvað til, a.m.k. í bili. Fróðlegt verður að fylgj- ast með því, hvort Hartling reynist jafn snjall leiðsögumað- ur á stjórnmálasviðinu og hann hefur reynzt á vettvangi uppeldis- og menningarmála. Þ.Þ. ÞAÐ hafði verið sagt áður en kunnugt varð um, að Erik Eriksen léti af formennsku Vinstri flokksins, að flokkur- inn ætti a.m.k. fimm krón- prinsa. Niðurstaðan varð samt sú, að eftirmaður Eriksen var valinn einróma í þingflokknum sem formaður hans. Sjálfsagt er svo talið, að hann taki við formennsku landsflokksins, þegar Eriksen lætur af henni á þingi flokksins í september næstk. Hinn nýi formaður Vinstri flokksins er Poul Hartling, sem hafði verið kjörinn varaformað. ur þingflokksins síðastliðið haust. Kjör hans sem flókks- formanns fær yfirleitt mjög góða dóma, enda þótt ekki verði sagt, að hann sé mjög þingreyndur. Hann sat fyrst á þingi 1957—60, en féll í kosn- ingum þá með 137 atkv. mun en náði svo aftur kosningu á síðastl. hausti. Þau þrjú ár, sem hann sat á þingi, vann hann sér svo gott orð þar, að strax eftir að hann hafði náð kosningu á síðastl. hausti, var hann kjörinn varaformaður þingflokksins, eins og áður segir POUL HARTLING ERLENT YFIRLIT 1. apríl s. 1. tók ný bygg- ingarsamþykkt fyrir Reykjavík gildi, og eru í henni fjöldi ný- mæla, sem mörg eru þó aðeins staðfesting á þeirri þróun, sem orð ið hefur á þeim 20 árum síðan síð asta byggingarsamþykkt var sam þykkt, en rétt er þó að geta nokkurra þeirra. Réttur til að gera teikningar til byggingarnefndar er þrengdur frá því sem var, og er hann nú bundinn við húsameistara, bygg ingaverkfræðinga og þá, sem þegár hafa hlotið viðurkenningu nefndarinnar. þegar samþykktin öðlast gildi. Ný byggingasamþykkt fyrir Reykjavíkurborg Séruppdrættir fyrir vatnslögn, holræsalögn, hitalögn, rafmagns- lögn og járnalögn skulu vera fyrir hendi og samþykktir áður en neðsta plata hússins er steypt og er þeim er teikna hús skylt að sjá um að samræmi sé milli sér- uppdrátta. Skyldur meistara er reynt að gera ákveðnari og verkaskiptingu milli þeirra greinilegri. Framhald á 7. liiðu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.