Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						FÖSTUDAGUR 4. júní 1965
TÍMINN
n
71
loks Kanadamenn. Þá voru ekki aðrir eftir en við
og svo Hollendmgarnir, en við vorum eiginlega of margir
til þess að hægt væri að flytja okkur burtu flugleiðis.
Við vorum búnir að, hlusta í langan tíma á rausið í Hol-
lendingunum, sem alltaf kenndu okkur um fall Malaya, Singa-
pore og þar af leiðandi fleiri svæða Austur-Asíu. Banda-
ríkjamennirnir voru hinar miklu hetjur í þeirra augum, og
á hverjum degi fengum við að heyra, að þeir myndu koma
og bjarga okkur. Ég þorði hins vegar að veðja, að svo yrði
ekki, og hafði frá upphafi sagt sjóliðunum, að við myndum
sigla burtu undir hvíta merkinu.
Og svo fór, því 12. september 1945 bárust fréttir um, að
Cumberland, skip hans hátignar, væri lagt af stað frá Col-
ombo til Singapore og Jövu. Þetta voru einmitt fréttirnar,
sem við höfðum viljað fá, og við vorum ekki lengi að láta
þá, sem mest höfðu talað um Bandaríkjamenn og björgunar-
starf þeirra vita af þessu. Nú voru þeir ekki lengi að skipta
um skoðun, og brezki flotinn var fljótlega orðinn mjög vin-
sæll.
Ákveðið var, að fjórir liðsforingjar skyldu fara til Tang-
jong Priok til þess að vera viðstaddir komu skipsins, og var
ég einn þeirra. Mestum erfiðleikum var bundið að komast
að því, hvenær von værj á skipinu. Skipun hafði verið gef-
in um, að Nipparnir færu til móts við það til Edameyjar og
fylgdu því þaðan, til þess að hægt yrði að sneiða fram hjá
f\undurduflasvæðum og tryggt væri, að allt væri í lagi. Eng-
inn virtist vita, hvort lagzt yrði við akkeri fyrir utan, eða
hvort skipið myndi koma upp að bryggju.
Þegar skipið að lokum kom, var það heilum degi á eftir
áætlun og samningaviðræðurnar við japönsku yfirherstjórn-
ina tóku þó nokkurn tíma. Við lögðum af stað í rökkurbyrj-
un, klæddir okkar beztu fötum, en vorum heldur hlægi-
legir ásýndum, svo ekki sé meira sagt, með heimatilbúnu
húfurnar á kollunum.
Það var minnisstæð sjón að sjá Cumberland liggja fyrir
akkerum, er við ökum niður að Priok höfninni. Skipið var
nnnMMMaanMiMHMnmMMMi
uppljómað — en slíkt höfðum við ekki séð frá því 1939.
Það var allt í einu eins og við værum horfnir aftur í tím-
ann. Flagg aðmíráls W. R. Patterson blakti við hún, en hann
var æðsti maður 5. beitiskipadeildarinnar, yfirmaður skips-
ins var P. K. Enright höfuðsmaður. Þetta höfðum við heyrt
í útvarpinu, en við höfðum ekki minnstu hugmynd um,
hvaða liðsforingjar myndu vera um borð.
Á hafnargarðinum hittum við flokk ungra varðmanna,
sem allir voru klæddir grænum búningum. Buxurnar voru
síðar og skyrtuermarnar langar til varnar gegn moskitóflug-
unum. Þetta voru hitabeltisbúningar, sem við höfðum aldrei
séð áður. Við r; Idum lítillega við þá, en þeir voru :ki
tiltakanlega skrafhreifnir, ef til vill vegna þess, hve undrandi
við höfðum orðið yfir búningunum þeirra og vegna hinn'a
furðulegu spurninga, sem við spurðum. Kannski héldu þeir,
að við værum ekki með öllu mjalla. Að minnsta kosti litu
þeir okkur hálfgerðu hornáuga.
Eftir nokkra stund kom bátur frá skipinu og við fórum
með honum út. Þegar við komum upp að hliðinni, sáum við
yfirmanninn við uppganginn, en hann hafði verið að skipta
um föt fyrir kvöldverðinn. Þegar ég leit betur á hann, sá
ég mér til mikillar undrunar, að þetta var Tom Masterman,
mikill vinur okkar, þar eð hann hafði verið einn af yfir-
mönnum okkar í aðgerðunum í Austur-Indíum 1941—42 og
við höfðum verið undir hans stjórn frá því í júní 1941 og
til þess tíma, er Exeter var sökkt. Hann þekkti okkur ekki,
fyrr en við vorum komnir um borð. Hann varð hissa að
sjá okkur, en fór strax með okkur inn í varðklefann. Allir
voru mjög vingjarnlegir við okkur og nógu kurteisir til
þess að minnast ekkert á það, hve undarlega við litum út,
sem þeim hlýtur þó að hafa pótt, þar sem við stóðum
í „einkennisbúningunum" okkar, grannleitir og með stutt-
klippt hárið sem enn hafði ekki vaxið nóg til þess að hægt
væri að skipta því.
Að kvöldverðinum loknum sendi aðmírállinn eftir okkur,
og sagðist myndu vilja heimsækja búðirnar sem allra fyrst.
Ákveðið var, að hann skyldi koma á öðrum degi þar frá.
Við fórum ekki úr klefa hans, fyrr en langt var liðið á kvöld-
ið, og eftir það sátum við lengi og ræddum við Master-
man, áður en við fórum að hátta. Við lögðumst til svefns
í fyrsta sinn í óratíma í kojum með hrein og hvít rúmföt.
Fyrir morgunverð næsta morgun fórum við í birgðageymsl-
una og fengum þar ýmislegt, sem yið þurftum £ að halda
eins og hvítan hitabeltiseinkennisbú^ing, r.ak,ýé}ar óg hrein-
lætisvörur. Það var sannarlega undarleg tilfinriig, að vera
HÆTTULEGIR
HVEITIBRAUÐSDAGAR
Axel Kielland
30
skriðið inn í. Hermannalestin
rann framhjá okkur og hraðinn
hafði aukizt og föl ung andlitin
þutu framhjá okkur.
— Við stökkvum á lestina,
sagði Gösta.
Það var náttúrulega brjálæði,
en allt annað var jafn mikið brjál
æði, svo að ég kinkaði kolli. Stór
borðstofuvagn rann fram hjá ukk
ur, svo kom setustofuvagn. Við
sáum að vagninn var mannlaus.
— Hér, sagði Gösta.
Hann stökk upp á brettið og
náði í handfangið og í næstu
andrá stökk ég líka og hann tók
fast utan um mig og' hélt mér
þar.
Ég heyrði einhvern hrópa og
svo vorum við komin út af stöðv-
arsvæðinu. Gösta þrýsti sér upp
að vagnhurðinni og sagði:
— Byrgðu andlitið. Við erum
að fara fram hjá várðturninum.
Ég þorði ekki að hreyfa mig
fyrr en við vorum komin fram-
hjá. Uppi í turninum sátu varð-
menn og beindu ljóskösturum sín
um vítt um kring. Ljósið fylgdi
lestinni augnablik og færðist svo
í aðra átt. Hraðinn jókst og há-
vaðinn frá vagnhjólunum magn-
aðist og lestin sveiflaðist til, svo
að ég varð að halda dauðahaldi
í handfangið. Rigningin lamdi and
litið á mér og kaldur vindur næddi
um mig. Það var ljóst aS hér gát-
um við ekki verið lengi.
Gösta tók í handfangiS og ég
hefði getað hrópað hátt, þegar
dyrnar opnuðust. Við héldum okk
ur eins fast og við gátum meðan
þung hurðin sveiflaðist út, svo
tókst Gösta að teygja sig og kom-
ast inn og dró mig síðan til sín
og lokaði hurðinni. Við stóðum í
þröngum, dimmum ganginum bak
við eldhúsið og í gegnum hávað-
ann frá hjólunum heyrði ég í
manni í eldhúsinu, sem söng með-
an hann fékkst við uppþvottinn
og Gösta lagði munninn alveg að
eyranu á mér og ég gat ekki var-
izt að hugsa um, að þetta minnti
eilítið á koss.
— Við verðum að þegja eins
og jsveskjur, sagði hann.
Ég kinkaði kolli. Svo færði ég
mig að honum og af skömmum
mínum kyssti ég hann á eyrað
og hvíslaði:
— Mig hefur alltaf langað til
að sjá austurvígstöðvarnar.
Hvítar tennurnar lýstu í myrkr-
inu, þegar hann brosti og hvísl-
aði:
— Lestin fer í gegnum Viener
Neustadt. Þeir eru tilneyddir að
draga úr hraðanum. Þar stökkv-
um við af.'
Já, já. Ég veit um margt, sem
ég haf ði dýpri unun af en stökkva
af hraðlest á ferð, en það var
víst ekki um annað að ræða. Ég
fann til þreytu og settist gætilega
niður á gólfið og Gösta við hlið
mér og hvíslaði:
— Þeir hafa ekki tekið okkur
enn.
Ég þrýsti hönd hans og sagði:
— Heldurðu okkur sé óhætt að
fá okkur sígarettu.
Hann fiskaði upp úr vasa sín-
um tvær sígarettur og kveikti í
með kveikjaranum, sem lyftu-
drengurinn hafði fengið okkur.
Við kveiktum gætilega í og föld-
um sígaretturnar í lófanum og
sjaldan höfðu þær bragðast jafn
vel og nú.
Æsingurinn hafði haft sín áhrif
á mig, ég orkaði ekki að hugsa
um nokkurn skapaðan hlut, ég var
bara lémagna af þreytu. Allt var
vonlaust og mig langaði mest tii
að gefast upp, loka augunum og
sofna frá þessu öllu.
Ekki varð séð á Gösta, að hon-
um liði á sama hátt, hann hafði
sýnilega ýmsar áætlanir á prjón-
unum.
— Við verðum að bíða þar til
við höfum farið gegnum stöðina,
hvíslaði hann. Mundu að horfa
fram, þegar þú stekkur.
— Er það ekki vonlaust. sagði
ég.
— AuðvitaS er það ekki von-
! iaust. Hér getum við ekki setið
i öllu Iengur.
i  — Ég er alveg miður mín að
í hafa dregið þig inn í þetta.
j  — Vitleysa, sagði hann. — Það
i hljómar kannski heimskulega, en
jmér finnst  satt  að  segja  bráð-
| skemmtilegt. Mér finnst ég hafi
skyndilega fengið frí.
Eg þrýsti hönd hans og sagði:
— Eg elska þig Gösta. Þú þarft
ekki að taka neitt tillit til þess.
En þegar ég hálsbrýt mig á næstu
stöð, þá vi] ég að þú hafir vitað
það.
—Þú hálsbrýtur þig ekki, sagði
hann. — Ef þú gerir það, þá drep
égþig.
Eg gat ekki varizt hlátri og
hann lagði hendina í flýti yfir
munninn á mér og ég beit hann.
Mér leið strax betur og ég færði
mig upp í armkrika hans og kúrði
höfuðið við jakkann hans. Og ég
held meira að segja að ég hafi
blundað í nokkrar sekúndur því
ég man ekkert fyrr en dyrnar,
sem við höfðum hallað okkur að
hurfu skyndilega og ég datt aftur á
bak og opnaði augun.
Gösta var kominn á fætur og
ég skreiddist líka upp og skildi
hvað gerzt hafði.
Kokkurinn hafði opnað dyrnar
og nú stóð hann þarna með hvíta
svuntu og uppbrettar ermar og
súpupott  í  hendinni  og  starSi
Rest best koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar
eigiim  dún  og  fiðurheld ver,
æðardúns  og  gæsadúnssængur
og kodda af ýmsum  stærðum.
— PÓSTSENDUM  -
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatasstig  i  —  Snn  18740.
(Örfá skref frá Laugavegi).
undrandi  á   okkur.  Þetta var
krangalegur maður  á fimmtugs-
aldri og adamseplið hoppaði upp
og niður á honum.
Gösta brosti og sagði:
— Varð yður hverft við?
Hann setti frá sér pottinn, nokk
ur torkennileg hljóð heyrðust og
urðu loks að skiljanlegum orðum:
— Hvað í ósköpunum eruð þið
að gera hér?
— Við erum á leið til Viener
Neustadt, sagði Gösta.
Hann brosti og virtist hvorki
hættulegur né illgjarn.
— Þá hafið þið tekið ranga
lest. Þetta er hermannalest. *
— Æ; æ, sagöi "Gostá'.' Og hvar
stanzar hún?
—  Hún stanzar hvergi. Ekki
fyrr en í Zagreb.
Eg er ekki sérlega sleip i landa-
fræði, en Zagreb minnti mig á
Júgóslafíu, eða eitthvað í þá átt-
ina og ég hugsaSi; alltaf versnar
það.
Gösta sagði:
— Ja, hver skollinn.
Maðurinn hafði nú hugsað sig
um og komizt að niðurstöðu um,
hvað gera skyldi:
—. Eg skal sækja yfirliðsfbr-
ingja Hartz Hann er á verði
núna.
— HvaS mun hann gera?
— ÞiS verðið náttúrulega hand
tekin. En ef herra hershöfðing-
inn, v. Hannecke leyfir, verðið
þið kannski sett af í Graz og send
til baka.
— Nei, nei, sagði Gösta. — Það
kemur ekki til mála. Það gengur
ekki. ViS hoppum frekar af í
Viener Neustadt.
— ViS erum núna aS fara í
gegnum Viener Neustadt, sagði
maSurinn.
— Komdu, Ann, sagSi Gösta og
tók um hönd mér.
— Nei, stanziS, sagði maður-
inn. — Ef þið stökkvið af verð
ég taka í neyðarhemlana.
— Hvers vegna?
— Veit ég hver þiS eruð? sagði
hann. — Þið gætuð fullt eins vel
verið njósnarar.
Dauf ljósin í Viener Neustadt
þutu framhjá. Lestin dró aðeins
úr hraðanum. Eftir mínútu væri
það of seint. Gösta tók í dyrnar
og maðurinn æpti: — Stanzið.
Hande hoch.
Hann hafði byssu í hendinni
og hann var svo lífhræddur, að
ég hugsaði með mér, að hann
gæti hleypt af í misgáningi á
hverri stundu. Gösta sleppti hurð-
arhúninum og sagði:
— GóSi maSur. Við höfum bara
fariS í skakka lest.
— Þá  aetruS  þiS  heldur  ekki
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16