Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga breidd


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						12
ÍWÍÓTTIR
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
FÖSTUDAGUR 4. júní 1965
Gamli og
nýi tíminn
Cassius Clay er stöðugt í sviðs
Ijósinu eftir hinn fræga sigur
gegn Sonny Liston á dögunum,
sigur, sem sumir hafa að   vísu
véfengt og talið að hafi verið
fyrirfram ráðgerður, og hefur í
því sambandi verið krafizt, að
rannsókn fari fram. En Cassius
Clay lætur sig litlu skipta allar
bollaleggingar um leikinn —
hann aðeins heldur uppteknum
hætti og hælir sjálfum sér á
hvert reipi og telur sig mesta
hnefaleikamann, sem uppi hef-
ur verið.
Þegar viðureign hans og List-
on fór fram í síðasta mánuði
mættu að sjálfsögðu margir gaml
ir heimsmeisfarar og voru þeir
kynntir áður en viðureignin
hófst. Og á myndinni hér að of
an sjást gamli og nýi tíminn. Cass
ius Clay lengst til hægri, en með
honum eru gamlir heimsmeistar
ar, þ. á . m. Joe Louis og Joe
Walcot, sem var hringdómari.
Gunnar Sigurðsson, varaslökkvi-
liðsstjóri, kjörinn formaður ÍR
Aðalfundur ÍK var haldinn 25. maí s.l. Formaður félagsins, Rcynir'
Sigurðsson, setti fundinn, en síðan fór fram kosning starfsmannaj
fundarins. Sigurjón Þórðarson, framkvæmuastjóri "var"T£jörmn"fundar
stjóri.
Reynir Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar og bar hún með scr, að
hagur félagsins er góður, bæði fjárhagslega og íþróttalega. Allmikil
deyfð er aftur á móti yfir félagslífi, það- er ákaflega erfitt að fá fólk
á fundi, en þeir eru aðsjálfsögðu nauðsynlegir í öllum félögum.
Þórir Lárusson gjaldkeri ÍR gerði grein fyrir reikningum qg þeir
voru samþykktir einróma.
Frjálsíþróttamenn ÍR stóðu í
stórræðum á síðasta ári, þeir tóku
m. a. á móti sænskum íþróttaflokki
og frjálsíþróttafólk ÍR fór utan.
Bæði heimsókn Svíanna og utan-
förin tókust með ágætum. Frjáls-
íþróttafólk ÍR setti alls fimm ís-
landsmet á síðasta ári og eitt var
jafnað, einnig voru sett allmörg
unglingamet.  í  unglingakeppni
Frjálsíþróttasambands . fslands
hlaut ÍR fleiri sigurvegara en
önnur félög og þess má geta, að
ÍR á núi sterkasta frjálsíþrótta-
flokk kvenna hérlendis; Formað
ur Frjálsiþróttadeildar ÍR er Þor
grímur Einarsson.
Körfuknattleíksmenn ÍR stóðu
sig mjög vel í fyrra, urðu bæði
íslands- og Reykjavíkurmeistarar
f
íþróttanámskeiB
fyrir unglinga
Barna- og unglinganámskeið
í fþróttum og leikjum eru haf
in á f jórum íþróttasvæðum í
Reykjavík á vegum Æsku-
lýðsráðs, Leikvallanefndar,
íþróttabandalagsins og íþrótta
vallanna. Verða námskeið þessi
fyrir börn og unglinga á aldr-
inum 5—13 ára.
Á þriðjudögum, fimmtudög
um og laugardögum verður
kennt á þessum stöðum:
Ármannssvæði,     Þróttar-
svæði (Skipasundi), Golvelli,
og Álfheimabletti.
Á mánudögum, miðvikudög-
um og föstudögum verður
ennt á þessum svæðum :
KR-svæði, Vals-svæði, Fram-
velli og Víkins-velli.
Á hverjum stað verður náms
skeiðunum tvískipt, fyrir bá-
degi kl. 9.30—11.30 verður tek
ið við börnum 5—9 ára en eft
ir hádegi við eldri börnum, 9—
13 ára, og þá kl. 14—16 á
hverjum stað verða 2 íþrótta-
kennarar, sem leiðbeina börnun
um.
Innheimt verður vægt þátt
tökugjald fyrir tímabilið, sem
verður 4 vikur, gjaldið er kr,
25.00. Allar upplýsingar ern
veittar í shnum 15937 (Æsku-
lýðsráð) kl. 2—4 og 35850 X
B.R.) kl. 4—6 daglega.
í 6. sinn í röð. Kvennaflokkur IR
var og Reykjavíkurmeistari. Á
báðum mótunum hlaut félagið
fleiri sigurvegara, en önnur fé-
lög samanlagt. ÍR tók þátt í Evr
ópubikarkeppni körfuknattleiks-
meistara og komst fyrst íslenzkra
félaga í aðra umferð í slíkri
keppni. Mikill áhugi er ríkjandi. í
Körfuknattleiksdeildinni, sérstak-
lega er starfið í yngri flokkunum
með mikilli prýði. Formaður
Körfuknattleiksdeildar er Guð-
mundur Þorsteinsson.
Snjóleysi hamlar mjög allri
starfsemi skíðamanna, en starf
Skíðadeildar ÍR er nú sem áður
með miklum ágætum. Skíðafólki
félagsins hefur verið sköpuð mjög
góð aðstaða í Hamragili' og þar er
ávallt múgur og margmenni, þegar
snjór' er nægur. ' Á skíðamótum
stóðu ÍR-ingar sjg .vel og hlutu
marga Reykjavíkurmeistara. For-
maður Skíðadeildar er Sigurjón
Þórðarson.
Suhdfólk ÍR var mjög sigursælt
í fyrra eins og undanfarin ár.
Félagið hlaut fleiri íslands- og
Reykjavíkurmeistara í sundi en
nokkurt annað f élag og í slandsmet
settu ÍR-ingár í tugatali. Formað
ur Sunddeildar er Guðmundur
Gíslason.
Handknattleiksdeild ÍR var fyr
ir því áfalli í fyrra, að meistara
flokkur féll niður í 2. deild. Síðan
yfirgáfu bræðurnir Gylfi og Gunn-
laugur Hjálmarssynir flokkinn og
verið er að móta nýtt lið ¦ yngri
íeikmanna. Yngri flokkar ÍR eru
í mikilli framför. Formaður Hand
knattleiksdeildar er Birgir Magn
ússon.
Mikil deyfð hefur verið yfir
fimleikum í ÍR undanfarin ár og
á síðasta starfsári var eingöngu
um frúarleikfimi að ræða hjá Fim
ieikadeildinni.
í fyrra var olympíuár og af fjór
um fslendingum, sem kepptu   í
Tokyo voru þrír ÍR-ingar,   þau
Hrafnhildur Guðmitndsdóttir, Guð
Framhald á 1* síðu.
dkunn-
ugt um ástæðuna
- segir Grétar Norðf iörð, formaður KDR
Alf—Reykjkvík, fimmtudag.
Eins og skýrt var frá £ blaðinu í gær, hafa 5 stjórnarmenn í Knatt
spyrn'udómarafélagi Reykjavíkur sagt sig úr stjórn félagsins og mun
ástæðan vera einhvers konar ósamkomulag við formanninn, Grétar
Norðf jörð. Eg náði tali af Grétari í dag og spurði hann um málið.
Grétar sagði, að úrsögn 5-menn-
inganna úr stjórninni kæmi sér á
óvart og sér væri algerlega ó-
kunnugt um ástæðuna fyrir þeim.
Grétar sagðí enn fremur, að sam-
komulagið innan stjórnarinnar
hefði verið sérstaklega gott og
hann vissi ekki til þess, að hann,
sem formaður, hefði brotið neitt
af sér eða starfað óeðlilega. „Eg
hugsa að hér sé um einhverja
fljótfærnisákvörðun að ræða, því
enginn þessara stjórnarmanna hef
ur nokkjirn tímann látið uppi
neina óánægju.
Eg skil heldur ekki- það háttar
lag að fara svona algerlega á
bak við mig með úrsagnirnar, því
ég frétti ekkert af þeim fyrr en
Evrópumet
Hinn frægi, franski hlaupari
Jazy setti á miðvikudaginn nýtt
Evrópumet í míluhlaupi á móti í
Frakklándi, hljóp á 3:55.5 mín.,
sem er þriðji bezti Iicimstíminn.
Met Snell, Nýja-Sjálandi, er 3:54.1
min. Herb Elliott, Ástralíu,' er
næstbeztur., Fyrra Evrópumetið
átti Baran, Póllandi, 3:56.0 mín.
og varð hann þriðji í hlaupinu á
miðvikudaginn.
5:0
Brazilía vann sigur yfir Belgíu
í landslcik í knattspyrnu á mið-
vikudag, 5 : 0. Leikurinn fór fram
í Rio de Janeiro og skoraði Pele
„hat trick"  þ.e. þrjú mörk.
ég las Tímann í gær. Á þessu
stigi hef ég ekkert fleira að segja,
en væntanlega skýrist málið á
næstunni", sagði Grétar að lok
um.
Fimm-menningarnir, sem sögðu
sig úr stjórninni, eru þessir:
Sveinn Kristjánsson, Fram, sem'
gengdi varaformannsstöðu, Ey-
steínn Guðmundson, Þrótti, Berg
þór Úlfarsson, KR, Björn Karls-
son, Þrótíi, og Bjarni Pálmason,
Þrótti.
Valur og
KR í kvöld
Úrslit leikja í 2. deild
Næsti leikur í 1. deildar keppn-
inhi í knattspyrnu verður háður á
Laugan-dalsvellinum í kvöld, og
mætast þá Rvíkurfélögin Valur og
KR, hefst Icikurinn klukkan 20.30.
f 2. deild hafa nokkrir Ieikir
farið fram að undanförnu. Þátt-
tökulið í 2. deild er samtals 10, og
er þesm skipt í tvo riðla. f a-riðli'
eru þessi lið: Haukar, Siglufjörð-
ur, Reynir, Skarphéðinn o>g Þrótt-
ur. — f b-riðli eru þessi lið:
Breiðablik, FH, fsafjörður, Vest-
mannaeyjar og Vfkingur.
Urslit leikja í 2. deild hafa orð-	
ið eins og hér segir:	
Reynir-^-Siglufjörður	0 : 3
FH—Breiðablik	8 : 0
Þróttiir—Skarphéðinn	12 : 0
Haukar—^Þróttur	1 : 4
Víkingur—Breiðablik	1 ! 3
Skarðsmótið háð
um hvítasunnuna
— norskír skíSamenn me9al þátttakenda í mótinu
Skarðsmótið 1965 verður nald
ið dagana 5. og 6. júní n. k.
Laugardaginn 5. júní verður keppt
í stórsvigi karla, kvenna og
drengja og hefst keppnin kl. 4.
Sunnudaginn 6. júní (hvítasunnu-
dag) verður mótið sett kl. 2, og
keppt verður í svigi karla, kvenna
og drengja. Verðlaunaafhending
fer fram á sunnudagskvöldið. Mót
stjóri verður Helgi Sveinsson. Enn
fremur verður keppt í knatt-
spyrnu milli heimamanna og ut
anbæjarmanna, sem þátt taka í
móti þessu. Síðast báru utanbæj
armenn sigur úr býtum. Keppend
ur á Skarðsmótinu í ár verða um
60, frá Akureýri, ísafirði, Ólafs
firði, Reykjavík og Siglufirði.
Flestir af beztu skíðamönnum
íandsins eru tkráðir til keDDni á
móti> þessu. Mótsstjórinn tilkynn
ir ennfremur að 4 norskir skíða'
keppendur'muni mæta til keppni
þessa daga. Hinn þekkti norski
skíðamaður Alf Opheim frá Voss
ásamt þrem keppendum úr
drengjaflokknum í Voss, þeim
Jarle Tveit, Brede Tveit og
Terje Gjeraldtveit koma til
Siglufjarðar til að taka þátt í
móti þessu. Siglfirðingar búast
við mikilli aðsókn að Skarðsmót-
inu í ár, þar eð vegurinn þangað
er fær öllum bílum. Ennfremur
er bent á, að skíðafærið er mjög
gott í Skarðinu og eru skíðaunn-
endur hjartanlega velkomnir,. þó
þeir taki ekki þátt í keppninrii.
Hittumst  heil  á  Skarðsmótinu
á:  Sifflufirði-

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16