Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.12.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. DESEMBER 1977 25 sjóðheitar plötur í Karnabæ Síðbúin kveðja: Jóhannes Norland frá Hindisvík F. 7. júlí 1895. D. 6. ágúst 1977. Jóhannes í Vík er horfinn af leiksviði lífsins. Þó er ekkert fráleitara en að tala um leiksvið í sambandi við líf hans. Sannarlega fannst honum lífið ekki leikur og hafði hann oft orð á því. Sálrænir erfiðleikar, sem myrkvuðu mjög lif hans, ollu öllu dapurra lífs- viðhorfi en almennt gerist, þótt vissulega væru margar stundir bjartar og glaðar. Sízt skal þvi leyna, að mjög hætti mér til að líta vanda hans smáum augum, telja hann það viðráðanlegan, að bægja mætti honum á bug. Þannig er maður tíðum skamm- sýnn og tillitslítill. Þegar ég í ágústmánuði síðastiiðnum stóð yf- ir moldum hans, fanust mér ég skynja og skilja betur en áður erfiðleika þá er hann átti við að stríða, og hversu það er mikilvægt að sýna jafnan skilning og samúð þeim, sem mæta andbyri lífsins. Sitthvað rifjast einnig upp um nokkuð náin kynni okkar frá fyrri og seinni tíð. Jóhannes Jóhannesson Norland var fæddur á óðali forfeðra sinna að Hindisvík á Vatnsnesi þann 7. júlí 1895, einn þriggja bræðra er náðu fullorðins aldri. Voru for- eldrar hans sæmdarhjónin Helga Björnsdóttir, sem ættuð var úr hinum fagra Vatnsdal, dóttur- dóttir Hjallalands-Helgu, sem nafnkennd var á sinni tíð sem hagyrðingur góður, og Jóhannes Sigurðsson, Jónssonar Sigurðs- sonar, en sá Jón fluttist frá Stöpum að Hindisvík um 1830 og hefur jörðin verið eigu þeirrar ættar alla tíð siðan. Þeir synir Víkur-hjóna er uxu þar úr grasi og náðu fullorðins aldri voru, auk Jóhannesar, sr. Sigurður Norland, þjónandi prestur að Tjörn á Vatnsnesi langa hríð, en sat þann tíma á ættarbóli sínu Hindisvík, og Jón læknir Norland giftur Þórleifu Pétursdóttur frá Gautlöndum. Var hann um skeið héraðslæknir í Noregi, en síðar fluttust þau hjón til Reykjavíkur ■ og er Jón læknir látinn fyrir mörgum árum, en eigi er langt síðan frú Þórleif andaðist. Synir þeirra hjóna eru verkfræðingarn- ir Agnar og Sverrir Norland, en látinn er Gunnar yfirkennari Norland. Hafði Jóhannes mikið dálæti á frændum sínum öllum, enda frændrækinn hið bezta i eðli sínu. Jóhannes Sigurðsson í Vík náði ekki háum aldri, en ekkja hans hélt áfram búskap þar, unz hún seldi jörðina syni sinum, sr. Sig- urði, og fluttist til Reykjavíkur. Var Jóhannes — Hanni, eins og hann var oftast nefndur að stutt- nefni af kunnugum, lengst af með henni, meðan hennar naut við, en síðan á vegum Sigurðar bróður síns og átti heimili sitt í Hindis- vík. Góðar gáfur hafði Jóhannes heitinn til að bera, þótt ekki notaðist af þeim sem skyldi. Voru tilsvör hans oft hin hnittnustu, er vöktu kátinu og hlátur og hió hann tíðum sjálfur hjartanlegast, en hann átti lika til að vera nokkuð meinlegur, ef svo bar undir. Hann hafði dálítið gaman af að lenda í kappræðum, var engan veginn gott við hann að fást, því bæði var hann rökvís og skarpur i slíkum viðskiptum. Þó var það tónlsitargáfan, sem af bar, því hana átti Hanni í ríkum mæli. Á æskuheimili hans var tíðum sungið og leikið á hljóð- færi, var faðir hans næsta söngv- inn, lærði drengur aó leika á fiðlu og kippti sonum hans öllum þar mjög í kynið. Hefi ég fyrir satt, að glatt hafi verið á heimilinu og gestum tíðum skemmt við söng og hljóðfæraleik og veitingar góðar. Þessi gáfa var Jóhannesi í blóðið borin og viðurkennt af þeim, sem til þekktu. Af tilviljun hitti ég að máli sl. vor Skagfirðing er kynnzt hafði Jóhannesi nokkuð á heimili móður hans i Reykjavík. Dáðist hann mjög að músikhæfileikum hans, er ekki höfðu liðið honum úr minni þau meir en fimmtíu ár, sem liðin voru frá þessum kynnum. Alla, eða mest alla prest- skapartið sr. Sigurðar að Tjörn, lék bróðir hans á kirkjuorgelið við messugerðir. Var þessa getið af prófastinum, í setningarræðu hans á héraðsfundi á Hvamms- tanga síðasta sunnudag í ágúst sl., en fundarmenn risu úr sætum í virðingarskyni við hinn Iátna. Eins og við mátti búast, var Hanni allsérstæður í háttum sínum. Nokkur óróleiki bjó honum í eðli, gekk hann tíðum milli bbæja, og var kannski tíma- korn á bæ, en hann var göngu- maður góður og varð sjaldan mis- dægurt. Tíðum var hann á heimili okkar hjóna, sérstaklega er halla tók undan fæti. A árum áður var hann jafnaðarlega fús að taka í verk, enda lagvirkur vel og gekk vel frá því, er hann lagði hönd að. Um vandvirkni Jóhannesar er mér það einna fyrst minnisstætt er ég á unglingsárum sá hann bera saman hey í sæti eða gaita, hversu mér fannst hann ganga vel og snoturlega frá því verki. Að slætti held ég hann hafi aldrei gengið, en án vafa hefði hann getað orðið hinn liðtækasti sláttu- maður, en að öðrum heyskap gekk hann eftir atvikum. Var þó ekki hneigður til að binda sig við ákveðið verk á sama stað til lang- frama. Gaman hafði hann af að saga sprek til eldsneytis, máttu þar ekki mikil missmíði á vera þótt til skamms tíma væri tjaldað. Svo næmt var auga hans fyrir því sem vel mátti fara. Minnugur var Jóhannes á margt, bæði frá eldri og nýrri tima. Kunni hann gamlar vísur, sumar næsta torlærðar, og hafa þær margar hverjar sennilega glatast með honum. Oft minntist hann á hjásetutíma sinn á unglingsárum, með Guðmundi bróður sínum, hinum gjörvu- legasta ungum manni, sem lézt í blóma lífsins. Þann atburð mundi , hann vel og var mikill söknuður við hann bundinn. Æskuáranna og foreldrahúsanna minntist i hann ætið með gleði, og sr. Sigurði bróður sínum var hann á seinni árum mjög þakklátur fyrir umhyggju hans, sem og öðrum, er vikið höfðu að honum góðu. Jóhannes var í rauninni mjög trúarður, þótt kannski kæmu að honum einhv'erjar efasemdir á stundum. Svo var hann lesinn og minnugur, að hann hafði yfir vers úr Nýjatestamentinu og tilgreindi númer, kapitula og guðspjail. Sama var um Passíusálmana. I Vitnaði hann oft í hin helgu fræði, máli sinu til stuðnings og barnalærdómskverið var honum síður en svo gleymt þótt kominn væri á efri ár. Eigi að siður bar hann nokkurn kvíðboga fyrir vel- ferð sinni að jarðvist lokinni og gat hann ekki leynt þvi síðustu árin. Dauðinn ógnaði honum og mjög var hann hræddur um að síðustu timarnir yrðu sér erfiðir. Síðasta skeiðið lifði hann við kröm ellinnar, en naut góðrar aðhlynningar og hjúkrunar á sjúkrahúsinu á Hvammstanga þar sem ljós hans slokknaði þann 6. ágúst síðastliðinn, var hann þá mánuði eldri en áttatíu og tveggja ára. Hann var jarðsettur við hlið bróður síns, sr. Sigurðar, í Tjarnarkirkjugarði þann 13. s.m. Urðu margir sveitungar hans og kunningjar til að fylgja honum siðasta spölinn. Jarðarfarardaginn var þoka i lofti, öðru hvoru birti til og sólin skein glatt og sendi ylgeisla yfir æskuumhverfi hins látna sam- ferðamanns, yfir gröf hans og kirkju þar sem hann hafði svo mörgum sinnum leikið á orgelið við messugerðir og jarðarfarir. Mér fannst veðrið táknrænt fyrir líf hans. Á vissan hátt mættu honum miklir erfiðleikar, sem vissulega engir hefðu viljað taka á sig. Koma mér þvi í hug línur úr kvæði eftir Bjarna Thorarensen: „Enginn ámælir þeim undir björgum liggur lifandi með limu brotna,----- að ei hann æpir eptir nótum.“ Eins og fram kemur hér fyrr, voru þessi orð að stofni til skrifuð að kvöldi jarðarfarardagsins, þótt atvikin, eða eitthvað annað, hafi hamlað fullnaðarfrágangi þeirra. Framhald á bls. 29 *$pœ HaurentWwhy iMStewort Dynamite Platan sem enginn vissi af, en allir biðu þó eftir Inniheldur 20 þrumandi discolög þar á meðal eru tvö vinsælustu erlendu lögin á íslandi í dag „Yes Sir I can Boogie" með Baccara og hið franska Rockollection með Laurent Voulzy. Meðal þeirra lista- manna sem eiga hin 18 lögin eru m.a. Boney M , Abba, Smokie, Diana Ross o.fl. Verslið þar sem úvalið af nýjum og vinsælum hlj ómplötum er mest og best KARNABÆR Hljómdeild Austurstræti 22, Laugavegi 66, sími 281 55 og Glæsibæ simi 81915 Svo minnum við á okkar frábæra m/ Disco-tilboð Hot Blood Disco Dracula Þessi frábæra discoplata er nú fáanleg fyrir sprenghlægilegt verð kr 1 990 — en Boney M og Hot Blood eru eitt og það sama

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.