Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.01.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1978 13 Þrjú hlutu rit- höfundastyrk útvarpsins Á gamlársdag fór að venju fram styrkveiting úr Rit- höfundasjóði ríkisútvarps- ins við athöfn í Þjóðminja- safni að viðstöddum for- seta fslands, ráðuneytis- stjóra forsætisráðuneytis útvarpsstjóra þjóðminja- verði, rithöfundum o.fl. gestum. Tekjum Rithöf- undasjóðsins, sem að þessu sinni komu til úthlutunar, 900 þúsund krónum, var skipt milli þriggja rithöf- unda, þannig að þr jú hund- ruð þúsund komu í hlut. Hafði sjóðstjórnin sam- þykkt einróma að veita þau þremur rithöfundum, Grétu Sigfúsdóttur, Helga Sæmundssyni og Sigurði Róbertssyni, og afhenti formaður sjóðstjórnar, Jónas Kristjánsson, þeim verðlaunin. Fréttamaður Mbl. ræddi stutt- lega við rithöfundana að athöfn- inni lokinni. Gréta Sigfúsdóttir kvaðst þakklát og ánægð með að hafa fengið styrkinn, sem kæmi sér vel. Spurð að þvi hvað hún væri að starfa um þessar mundir, kvaðst hún vera að þýða fram- haldssögu fyrir börn eftir norska rithöfundinn Gunnvöru Stornes. Það er framhald af sögu, sem hún þýddi og las i útvarp í fyrra, um Katrinu á Króki. Þá kvaðst Gréta vera að ganga frá smásögunum sínum til útgáfu, en hún ætti um 15 smásögur, og vildi helzt gefa þær út með eigin teikningum. Bók hennar ,,Sól ris í vestri“ kom út nýlega og kvaðst hún vera farin' að hyggja að því að þýða hana á norsku. En önnur bóka hennar, „I skugga jarðar“, bíður þýðingar í Noregi, og kvað Gréta ekki alveg ljóst hvort hún þyrfti að þýða hana sjálf. En ákveðið hefur verið að gefa hana út þar. Kvaðst Gréta e.t.v. þurfa að fara út í vor og þá kæmi sér að sjálfsögðu vel að hafa fengið styrkinn. Helgi Sæmundsson vildi lítið láta eftir sér hafa um það að hverju hann væri að vinna. A undanförnum 3 árum hafa komið út eftir hann tvær ljóðabækur, „Sunnan í móti“ og ,,Fjallasýn“. Hann lét lítið yfir því að hann lumaði á óbirtum ljóðum sem gef- in yrðu út. Kvað þó ekki fjarri lagi að hans væri von i útvarp. Hann sagðist hugsa til þess að fara utan, en hvort af þvi yrði væri annað mál. Helgi þakkaði með stuttri ræðu fyrir hönd rithöfundanna þriggja ríkisútvarpinu og sjóðstjórninni. Minntist gamals málsháttar: „Öðru vísi mér áður brá“, þar sem hann hafði fyrr setið í sjóðstjórn og úthlutað, en nú lægi styrkur- inn í hans eigin lófa. Sigurður Róbertsson kvaðst vera með í smiðum framhaldsleik- rit fyrir útvarp sem hann varð að leggja á hilluna fyrir nokkrum mánuóum. Hann starfar í bóka- búð, Bókinni á Skólavörðustíg 6, og haustmánuðirnir og fram yfir jól er erfiður timi, svo ekki er hægt að hafa fleira í takinu á meðan. Hann kvaðst vonast til að geta nú farið að taka til hendi aftur. Nú gæti hann ef til vill leyft sér slíkt. Framhaldsleikritió er nútímaleikrit i frekar léttum tón í sex þáttum. Ekki kvaðst Sigurður vita hvenær það yrði leikið, hann ætti eftir að semja um það við útvarpið og það þyrfti nokkurn aðdraganda. Sigurður er útvarpshlustendum kunnur af fyrri leikritum. Bú- mannsraunir eftir hann er t.d. flutt sem framhaldsleikrit. Einn- ig Hans hágöfgi Stormar og Höfuðbólið og hjáleigan. Skaga- flokkurinn tók það til sýningar í haust undir stjórn Hauks Gunnarssonar og skilaði því með sóma, að því er Sigurður sagði. Dimmu borgir var sýnt á sviði Þjóðleikhússins 1963 og Stormar var leikið 1974 af Leikfélagi Sauð- árkróks. Sigurður kvaðst glaður og þakk- látur fyrir að hafa hlotið styrk Rithöfundasjóðs. Ekki aðeins peninganna vegna, heldur væri það líka viðurkenning og uppörv- un. I ræðu sinni við afhendingu verðlaunanna sagði formaður sjóðstjórnar, Jónas Kristjánsson m.a.: Einn af kunnustu bókmennta- fræðingum okkar segir svo í inn- gangsorðum að einni bók sinni: „Tímabundið og hverfult er verk bókmenntarýnandans. Eftir skamma stund heyrir það til lið- ins tíma og er varla kunnugt öðr- um en fróðleikmönnum. En hið mikla listaverk varðveitist og lif- ir. Ödysseifur stendur af sér öll siðaskipti. Hamlet prins lifir af allar byltingar. Á Don Quixote bítur ekki þó að heimsveldi hrynji í rústir. Jafnvel lítið kvæði getur varðveist og lifað þrátt fyrir breytingar timanna, eins og kvæð- ið sem Hóras orti fyrir tveimur þúsundum ára um úlfinn sem flýði hann vopnlausan. Vammlausum hald og vftalausum fleina vant er ei, boglist þarf hann ei ad revna .. Við getum vafalaust tekið undir þau orð Einars Ólafs Sveinssonar að verk bókmenntarýnandans sé tímabundið og hverfult, en í orðunum felst engan veginn að það sé fánýtt eða litils vert. Sum- ar byggingar eru gerðar úr varan- legu efni, aðrar standa aðeins skamman tíma, en gera þó sína nytsemd meðan þær endast. Áhrif rýnandans og annarra samtíðar- manna skáldsins geta verið varan- leg, gengið að erfðum frá kynslóð til kynslóðar. Oft er sagt að dóm- ur sögunnar sé réttlátur, þau verk lifi sem verðskuldi það, en hin falli í gleymsku. En mér er nær að halda að dómur sögunnar geti stundum hallast nokkuð frá réttu mundangshófi. Stundum virðist svo sem annarleg öfl eða jafnvel duttlungar skáldatimans ráði milu um langlífi eða skammlífi verkanna, hefji sum til vegs, en láti önnur hverfa í skuggann. Það er vafamál — eða öllu heldur mjög ósennilegt að við mundum enn syngja Integer vitae ef Hóras hefði ekki verið ástmögur þjóðar sinnar og kveðið á heimstungu síns tíma, og ef ljóð hans hefðu ekki síðan verið borin áfram af ofurvaldi latínunnar meðan hún var tungumál hins svokallaða menningarheims. Á fundum í stjórn Rithöfundar- sjóðsins ber að sjálfsögðu mörg skáldanöfn á góma, og við fáum að sannreyna það orðtak að „sá á kvölina sem á völina". Það sjónar- Jónas Kristjánsson (lengst til hægri) fonnaður Rithöfundasjóðs ríkisútvarpsins, ásanit rithöfundunuin þremur, sem lilutu styrk sjóðsins í ár. Frá vinstri: Sigurður Róbertsson. Gréta Sigfúsdóttir og Helgi Sæmundsson. mið kemur oft fram að við eigum ekki, af vanefnum þessa sjóðs, að styrkja hina mestu eða kunnustu rithöfunda, enda hafi þeir nú að öllum jafnaði hlotið nokkra umbun sinna afreka. Talað er um að hlynna heldur að hinum sem að vísu séu vel frambærilegir, en ekki alveg í fremstu röð. Og á þetta mega þeir hlusta fulltrúar úr flokki rithöfunda sem sæti eiga í sjóðstjórninni! Þá er reynt, að hughreysta með því að segja sem svo að bókmenntastarfsemin þurfi að vera almenn, stórskáldin lifi á smáskáldunum, lággróður- inn sé nauðsynlegur til að stóru trén megi vel þrífast. En hvaða skáld eru stór, hvaða verk eru mikil, þegar öll kurl koma til grafar? Skyldum við ekki ofmeta margt sem hin svo- kölluðu höfuðskáld láta frá sér fara af því að við skoðum verk þeirra með glýju í augum? Skyld- um við ekki í verkum ófrægari höfunda geta fundið mörg glamp- andi korn ef augu okkar væru óhaldin? Eg leyfi mér að van- treysta dómi sögunnar og enn frekar vantreysti ég dómi dutt- lungafullra og stundum vilhallra samtíðarmanna. Því treysti ég mér ekki til að halda því fram að þeir mörgu rithöfundar sem aldrei hljóta styrk úr þessum sjóði séu örugglega meiri rithöf- undar heldur en þeir fáu sem styrkinn hljóta. GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiöum rennur út þann 19. janúar. Það eru tilmæli embættisins til yöar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miðana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa tímaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.