Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.02.1978, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. FEBRUAR 1978 25 Kvikmyndahátíðin 1978: Hver lifir, hver sigrar? I Stroszek hefur Werner Herzog flutt Kaspar Hauser fram til nútimans. Það er að segja ef við göngum út frá þvi að Kaspar Hauser hafi aldrei verið annar en Bruno S., ieikar- inn sem Herzog tók upp af göt- unni, nýkominn af geðveikra- hæli og lét leika hlutverk Kasp- ars, „mannsins sem fæddist fullorðinn". Stroszek er á sama hátt og Kaspar aðeins Bruno S. og einhvern veginn gezt mér betur að honum I nútimanum. Ég er því í hópi þeirra sem finnst Stroszek betri mynd en Kaspar Hauser, en þetta er vist minnihlutahópur að manni skilst. Wlerner Herzog er hug- sjónamaður, húmanisti. Hann er málsvari minnihiutans, allra þeirra sem orðið hafa utan- garðs I þjóðfélaginu af ein- hverjum ástæðum. Margar mynda hans fjalla líka um slikt fólk, utangarðsmennina, eins og t.d. Dvergarnir og Kaspar Hauser, en aðrar um þörf mannsins og leit að ævintýrum og þolraunum, líkt og Aquirra, guð reiðinnarog myndin um skiðastökkvarann. Að sumu leyti þösateinar Stroszek þessi tvö höfuðþemu Herzogs. Stroszek er götuhorna- hljóðfæraleikari og sagan hefst þegar hann er látinn laus af hæli fyrir drykkjusjúka að manni skilst. Strax og hann er kominn út liggur ieið hans inn á næstu krá, þar sem hann verður vitni að því er tveir hór- mangarar niðurlægja eina skækjuna. Stroszek tekur stúlk- una að sér, en þau verða bæði fyri stöðugum ofsóknum hó mangaranna, svo að þau fylgja ráðum vinar þeirra og ná- granna, öldungsins Scheid, og ákveða að freista gæfunnar í Ameríku. Amerika er land fyrirheit- anna og öll þrjú hefja þau þar nýtt lif fuil bjartsýni. Skækjan fer að vinna fyrir sér með af- greiðslu á veitingahúsi og Stroszek fær vinnu á verkstæði. Þau slá lán i banka og geta fest kaup á forláta hjólhýsi og lit- sjónvarpstæki, hvort tveggja nauðsynleg stöðutákn. En þeg- ar framtíðin vírðist brosa við þeim, tekur veröldin vestur- heimska að hrynja. Stroszek og vinkona hans standa ekki undir skuldasúpunni en bankinn vill sitt. Skækjan leitar til fyrra lff- ernis en Stroszek á náðir áfeng- isins. Herzog fer víða á kost- um i þessari mynd, sérstaklega þó i þeim hluta hennar sem gerist vestan hafs. (Það er ann- ars athyglisvert hversu hug- leikin Bandarikin eru mörgum v-þýzkum kvikmyndagerðar- mönnum, samanber Wenders og Ameriska vininn eða Lísu i borgunum). Þó verður manni sérstaklega minnisstætt niður- lag myndarinnar — allt frá þvi að þeir Stroszek og öldungur- inn fremja ránið til lokaatriðis- ins i leiktækjagarðinum. Það er eins og Herzog spyrji: Hvor er raunverulega sigurvegarinn — Stroszek heitinn eða samfélagið sem eftir stendur? Stroszek er enn einn vitnisburðurinn um að Herzog er einhver merkilegasti og sér- stæðasti listamaður sem þessi tjáningarmiðiil — kvikmyndin — hefur alið. Nú biður maður aðeins spenntur eftir næstu mynd — um utangarðsmanninn alræmda, sjálfan Frankenstein. — Bvs. Guðbergur Auðunsson heldur I sina fyrstu einka málverkasýn- ingu á Kjarvalsstöðum dagana 4.—15. febrúar n.k. Guðbergur er Reykvíkingur fæddur 1942 var við nám i Kunsthaandværkskolen í Kaupmannahöfn 1959 — 1963, siðan við teiknistörf i New York 1964 — 1965. Þá var Guðbergur við nám i málaradeild Myndlista- og handiðaskóla íslands veturinn 1976 — 1977. ÓMAR Skúlason heldur sfna fyrstu einkamynd- listarsýn- ingu á Kjar- valsstöðum dagana 4,—15. febrúar n.k. Þar sýnir Ómar 56 verk, klippi- myndir, collage, dúkristur, teikningar og myndir unnar með sprautu og skapalóni. en það mun vera I fyrsta sinn sem slík tækni kemur fram á sýningu hérlendis. Ómar stundaði nám I Myndlista- og handlða- skóla tslands 1967—1971 og starfar nú við teiknikennslu. Sýningin er opin 14—22 um helgar og 16—22 virka daga. sem m.a. Alþýðubandalagið stóð að, gengislækkun, visitöluskerð- ingu og stórfelldri kjaraskerð- ingu sjómanna. Alþýðusambandið undir forystu Alþýðubandalags- mannsins Snorra Jónssonar lét við mótmælin sitja. Hvað um Dagsbrún? Eðvarð Sigurðsson, formaður Dagsbrún- ar, þingmaður Alþýðubandalags- ins í Reykjavík, sagði i viðtali við Morgunblaðið þessa daga, að hann hefði staðið að samþykkt ASI, þar sem íhlutun i kjarasamn- inga var mótmælt. En um verk- fallsaðgerðir eða annað slíkt var ekki að ræða af hálfu Dagsbrúnar í Reykjavík eða nokkurs annars verkalýðsfélags, sem Alþýðu- bandalagið hafði forystu fyrir. Það er eftirtektarvert, að ein- mitt á þessum tíma gegna Alþýðu- bandalagsmenn forystustörfum, bæði i Alþýðusambandi íslands og Dagsbrún en þrátt fyrir það og þrátt fyrir mótmælin hafði verka- lýðshreyfingin ekki uppi frekari aðgerðir vegna gengislækkunar, visitöluskerðingar og kjaraskerð- ingar sjómanna. Þetta eru líka sögulegar staðreyndir, sem vert er að hafa í huga i umræðum um efnahagsmál og atvinnumál næstu daga. Aðstæður þá ognú I þeim umræðum, sem nú fara fram um efnahagsmál hefur kom- ið afar skýrt fram, að ekki er um að ræða nauðsyn kjaraskerðingar a.m.k. ekki almennt talað, heldur hitt, að launþegar sætti sig við óbreytt lifskjör út þetta ár. Rök hafa verið færð að því, að ekki sé grundvöllur til frekari kjarabóta að sinni. Aðgerðir ríkisstjórnar- innar munu því væntanlega miða að þvi að tryggja þann kaupmátt, sem fyrir er. Launþegar geta á hinn bóginn ekki búizt við því, að sá kaupmáttur muni aukast það sem eftir er af þessu ári. Vorið 1974 var um beina kjaraskerð- ingu að ræða og þá lét verkalýðs- hreyfingin sitja við mótmælin ein. Engum dettur í hug að bera forystu ASÍ á brýn, að hún taki afstöðu til mála eftir því hvaða flokkar sitja í ríkistjórn og þess vegna er augljóst, að viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar nú geta ekki orðið harðari en þau urðu vorið 1974, þegar ekki var um að ræða óbreyttan kaupmátt heldur á ferðinni stórfelld kjaraskerð- ing. I þessu sambandi er lika fróð- legt að bera saman hlut sjómanna þá og nú. Fyrir nokkrum vikum var ákveðið að hækka fiskverð um 13% m.a. til þess að sjómenn héldu sínum hlut gagnvart land- verkafólki og fengju svipaðar hækkanir og þeir, sem starfa i landi. Vorið 1974 urðu sjómenn hins vegar aðtaka á sig stórfellda kjaraskerðingu. Úr því að verka- lýðshreyfingin brást ekki harka- legar við kjaraskerðingu bæði sjó- manna og landverkafólks þá, er ekki hægt að búast við því, að hún taki illa upp nú a(5gerðir til þess að tryggja núverandi kaupmátt þegar jafnframt er búið að sjá til þess að fullt réttlæti ríki milli sjómanna og landverkafólks. Þá má heldur ekki gleyma því, að eitt helzta niarkmið aðgerða í efnahagsmálum nú er að tryggja næga atvinnu í landinu með þvi að koma í veg fyrir stöðvun at- vinnufyrirtækja og atvinnuleysi. Verkalýðshreyfingin hlýtur að horfast í augu við þá staðreynd alveg eins og allir aðrir, að verði ekkert að gert munu atvinnuufyr- irtækin smátt og smátt stöðvast og atvinnuleysi skapast. Forystu- menn verkalýðshreyfingarinnar bera mikla ábyrgð i þessum efn- um. Það er ekki síður á þeirra valdi en annarra að tryggja að atvinna haldist i landinu. Þess vegna verður að vænta þess, að þeir taki vel nauðsynlegum ráð- stöfunum til þess að tryggja næga atvinnu og til að híndra atvinnu- leysi. Það er því alveg sama hvernig á þessi mál er litið. Fordæmið um viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar vorið 1974 getur ekki leitt til annarar niðurstöðu en þeirrar, að viðbrögðin nú verði ekki harkálegri en þá. Komi hins vegar I Ijós, að svo verði er augljóst, að forystumenh verkalýðsfélaganna misnota aðstöðu sína i pólitískum tilgangi. Því verður ekki trúað fyrr en á reynir, að þeir menn sem nú eru i forystu fyrir þessari öflugu félagsmálahreyfingu láti standa sig að sliku. Afstaða stjórnarandstöðu I raun og veru má segja hið sama um afstöðu stjórnarandstöð- unnar til efnahagsaðgerða nú. Að vísu bar Alþýðuflokkurinn ekki ábyrð á stjórnaraðgerðum vorið 1974 en hann á að baki langan feril í ríkisstjórnum og hefur bor- ið ábyrgð á margvíslegum aðgerð- um af því tagi, sem nú -er mest rætt um. En bæði Alþýðubandalag og SFV stóðu að gengislækkun vorið 1974. Nú liggur ekkert fyrir um, hvort til slikra aðgerða verður gripið að þessu sinni. En verði svo er augljóst, að þeir, sem beittu sér fyrir gengislækkun þá eru í engri aðstöðu til að hafna henni nú. Alþýðubandalag og SFV stóðu að vísitöluskerðingu vorið 1974. Ekkert liggur fyrir um, hvort slik- ar aðgerðir eru í bígerð nú en verði svo, er augljóst, að þeir sem stóðu fyrir vísitöluskerðingu og stórfelldri kjaraskerðingu sjó- manna vorið 1974 eru I engri að- stöðu til að mótmæla slikum að- gerðum nú. Alþýðubandalagalag SFV stóðu að margvislegum skattahækk- unum vorið 1974. Ekkert liggur fyrir um, hvort slíkar aðgerðir eru í bígerð nú, enda skattar nógu þungir fyrir, svo að ekki sé meira sagt, en þeir sem stóðu fyrir þeim vorið 1974 eru í engri aðstöðu til þess að mótmæla slíku nú. Enginn vænir stjórnarandstöð- una um ábyrgðarleysi. Þess vegna verður fyrir fram ekki ætlað, að þeir flokkar sem nú eru i stjórn- arandstöðu bregðist öðru vísi við nú en þeir gerðu vorið 1974, þeg- ar þeir voru í stjórn. En fari svo, að viðbrögð þeirra verði önnur og að viðbrögð verkalýðshreyfingar- innar verði önnur, hljóta bæði stjórnarandstaðan og foringjar verkalýðsfélaga að standa umbjóðendum sínum og þjóðinni reikningsskil gerða sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.