Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 41. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 25. FEBRUAR 1978
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi.
ÓSKAR ÁGÚST SIGURGEIRSSON.
fyrrverandi skipstjóri.
Hörpugötu 8,
andaðist i Borgarspítalanum 22 febrúar.
Margrét Óskarsdóttir,  JensJónsson.
Sigrún Óskarsdóttir.   SigurBur Albert Jónsson.
og barnabörn.
+
Maðurinn minn og faðir.
GUÐJÓN BERNHARÐSSON.
gullsmiður.
er látinn  Jarðarförin hefur farið fram i kyrrþey að ósk hins látna
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug
Ragna Gunnarsdóttir,
Gunnar Bemhard og fjölskylda.
+
Maðurinn mmn, faðir okkar, tengdafaðir og afi.
JÓN H. LEÓS
fyrrverandi deildarstjóri,
verður (arðsunginn frá Dómkirkjunni.  mánudagmn 27  febrúar,  kl.
13 30
Svanlaug Böðvarsdóttir,
böm, tengdabörn og barnabörn.
+
Bálför eiginmanns mins. föður okkar. tengdaföður og afa,
HERMANNS ÁGÚSTS HERMANNSSONAR.
Álftamýri 57,
hefur farið fram i kyrrþey.
Þökkuð auðsýnda samúð
Ása Þ. Ottesen.          Þuriður Hermannsdóttir.
Þorlákur Hermannsson,  Alma Róbertsdóttir.
Herdís Hermannsdóttir,  Erlingur Aðalsteinsson,
og barnaborn
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar. tengdamóður og ömmu.
OKTAVfU JÓNSDÓTTUR.
Drafnarstig 7.
Börn, tengdaborn og bamabörn.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
JÓHANNESAR GUÐJÓNSSONAR.
Fvrir hönd ættingia.
Svavar Jóhannesson.
Hilmar Jóhannesson.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
frænku minnar,
JÓNINNAR MARGRÉTAR PÉTURSDÓTTUR.
Björg Helgadóttir.
Þokkum	+ innilega auðsýnda samúð og vmarhug við andlát og útför	
	ÖNNU GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR	
	Magnús Gunnar Jóhannsson	Jón Steingrimsson
	Sigriður Magnúsdóttir	Arsæll Jónsson
	Brynja O. Birgisdóttir	Arngunnur Jónsdóttir
	Jón Birgisson	Svava Kristin Valfells Þórgunnur Jónsdóttir
+
Innilegar þakkir til allra þeirra. sem auðsýndu okkur samúð vtð andlát
og útför móður okkar tengdamóður og ömmu.
KRISTÍNAR SIGRÍOAR JÓNSDÓTTUR.
frá Kambi.
Börn. tengdabörn og barnabörn.
Erlendur Björnsson
á Vatnsleysu - Minning
Vér sjáurn hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf
og lyftir I eíllfan aldtngarð
þvf öllu sem drottinn gaf.
Þann 16. febrúar s.l. andaðist í
sjúkrahúsi í Reykjavík Erlendur
Björnsson, bóndi og hreppsstjóri
á Vatnsleysu í Biskupstungum.
Utför hans fer fram í dag frá
Torfastaðakirkju. Farsælli lífs-
göngu þessa mæta manns er lokið.
Aldamótamaður hefur kvatt, einn
af þeim mörgu sem miðlað hafa
okkur af þekkingu sinni og lífs-
reynslu. Á vissan hátt verða
kaflaskipti í lífi okkar, þegar fólk
kveður, sem við höfum þekkt eins
lengi og minni okkar nær. Það er
allt í einu eins og hjóli tímans sé
sntiið aftur á bak og það liðna
birtist okkur í ótal myndum. Það
er rétt ár síðan að Erlendur varð
fyrir mikilli raun hvað heilsuna
snerti. Þessa miklu reynslu bar
Erlendur með mikilli karl-
mennsku, okkur sem þekktum
hann bezt, komu ekki á óvart karl-
mannleg viðbrögð hans. Þannig
var hann skapi farinn. Hann hefði
seint borið sínar tilfinningar á
torg. Þó var hann viðkvæmur og
tilfinningaríkur.
Erlendur var fæddur 21. júlí
1899 sonur Björns Bjarnarsonar,
hreppstjóra á Brekku í Biskups-
tungum og Guðrúnar Erlendsdótt-
ur frá Arnarholti í Biskupstung-
um. Kona Björns, Jóhanna
Björnsdóttir gekk honum í móð-
urstað og reyndist honum góð
móðir. Eina systir átti Erlendur,
Þóru búsetta í Reykjavík, gifta
Karli Magnússyni. Langskólaveg-
inn gekk Erlendur ekki, en gott
veganesti hlaut hann í föðurtúni.
Af þvi má m.a. merkja velgengni
hans í samskiptum við menn og
málleysingja og þvi sem er gulli
betra, hann var sjálf um sér trúr.
18. nóvember 1922 var ham-
ingjudagur í lífi hans, þá gekk
hann að eiga Kristínu Sigurðar-
dóttur frá Vatnsleysu. Þann sama
dag gengu í hjónaband Þorsteinn
bróðir Kristínar og Agústa Jóns-
dóttir, og hófu þau búskap á
Vatnsleysu. Sama ár, hófu þau
Kristín og Erlendur búskap á
Brekku, en föður sinn missti
hann árið 1920. Eftir fjögra ára
búskap þar, flytja þau að Vatns-
leysu og taka til ábúðar vestur-
hluta jarðarinnar. Var samfylgd
þeirra beggja hjóna á Vatnsleysu
því löng, og það sem meiru máli
skipti hún var farsæl og góð i 50
ár.
Eg hygg, að það sé nokkuó f átítt
um jafn gott sambýli eins og var
og er á milli Vatnsleysuheimil-
anna. Elskulegt samfélag sem
seint gleymist. Við minnumst
margra gleðistunda frá unglings-
árunum, oft var sungið og margt
spjallað.
Fjölda mörg trúnaðarstörf voru
Erlendi falin af sveitungum og
fleiri aðilum. Hann var m.a.
hreppsstjóri Biskupstungna i rúm
40 ár, sýslunefndarmaður, sat í
hreppsnefnd um mörg árabil.
öll þessi störf rækti Erlendur
af stakri trúmennsku. Hann var
einstakiega nákvæmur í öllu þvi
er honum var falið að inna af
hendi. Oft hafa stórar fjárhæðir
farið um heridur hans, þar sem
það kom í hans hlut sem hrepps-
stjóra, að sjá um innheimtu á
opinberum gjöldum fyrir sveit
sina. En mér er kunnugt um það,
að haft var orð á reglusemi hans,
um skil á réttum tíma. Hér er fátt
eitt talið, sem undirstrika margar
dyggðir er prýða heiðursmann.
Ungur lærði Erlendur að leika
á orgel, og var hann fjölda ára
organisti við sóknarkirkju sína á
Torfastöðum og í mörg ár á ollum
kirkjum í sveit sinni.
Við bóndastarfið undi Erlendur
vel, og var honum sýnt um fjöl-
margt er að þvi laut. Hann var
fjárræktarmaður, átti gjarnan
gæðinga á stalli, enda laginn við
að laða fram það bezta, sem ís-
lenzki hesturinn býryfir.
Eg minnist sem unglingur,
ferða okkar ásamt nágranna
bændum, þegar rekið var til f jalls
á vorin. A þessum næturvökum
okkar í „nóttlausri voraldar ver-
öld" var oft glatt á hjalla, og Er-
lendur hrókur alls fagnaðar.
Heimili þeirra hjóna var rómað
myndarheimili. Hann átti vel-
gefna glæsilega konu. Það er ekki
ofsagt, að Kristín var prýði ís-
lenzkra kvenna. Oft var gest-
kvæmt á heimili þeirra, og kunni
húsfreyjan ekki síður en bóndinh,
að taka á móti gesti. Erlendur var
heimakær og vinnusamur, og
mátti ekki á milli sjá, hvorra hlut-
ur var stærri í því, að skapa fall-
egt myndarheimili.
Þeim hjónum varð þriggja
barna auðið. Þriggja sona og
tveggja dætra. Aðra dótturina
misstu þau á öðru ári, hin börnin
lifa foreldra sína.
Við austurbæjarfólkið á Vatns-
leysu þökkum þeim Kristínu og
Erlendi góða samfylgd. Friður
fylgi ykkur til ljóssins eilífa. Við
þökkum frændsystkinahópinn
góða. Megi sami góði andinn og
eindrægnin sem þið skópuð á
göngu ykkar, fylgja niðjum okkar
öllum.
Einar Geir Þorsteinsson.
Minning:
Ornólfur Sveins
son frá Viðfirði
Fæddur 27. maf 1895.
Dáinn 9. febrúar 1978.
örnólfur Sveinsson frá Viðfirði
við Norðfjörð lést á Hrafnistu
þann 9. febrúar. Þar hafði hann
dvalið í tæp 3 ár, hafði alltaf
fótavist en var farinn að heilsu.
Örnólfur var fæddur í Viðfirði,
sonur hjónanna Sveins Bjarna-
sonar bónda og smiðs þar og Svan-
hildur Hektorsdóttur er dvaldi
þar um tíma. Ólst drengurinn upp
á heimili föður sins, en hélt alltaf
sambandi við móður sína og börn
hennar. Vandist hann allri vinnu
til lands og sjávar og lærði síðan
trésmíðar af föður sínum. Stund-
aði hann þá iðngrein meðan heils-
an entist. örnólfur var mikill
verkmaður, þótti góður smiður og
var eftirsóttur sem slíkur. Víða
fyrir austan eru til fallegir smíð-
isgripið eftir hann, t.d. þótti Örn-
ólfur smíða sérstaklega góða og
f allega spunarokka og marga góða
smábáta smíðaði hann um dag-
ana. örnólfur var duglegur að
afla sér bestu fáanlegra verkfæra
og fylgdist vel með nýjungum á
því sviði. Einnig smiðaði hann
sjálfur það sem honum fannst á
vanta.
Minningarnar hvarfla til æsku-
og ungingsáranna þegar örnólfur
+
Þakka innilega auðsýnda samúð við útför föður mins
JÓNS BENEDIKTSSONAR.
frá Húnsstöðum,
Fyrir mina hönd og annarra vandamanna
Maria Jónsdóttir
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför
KRISTLEIFS JÓNSSONAR.
fyrrverandi vegaverkstjóra.
Laugalæk 3.
Sigriður Jensdóttir,
Maria Elisabet Kristleifsdóttir,
Jens Kristleifsson,  Guðrún Magnúsdóttir.
Björn Kristleifsson. Þuriður Backmann,
og barnabörn.
kom oft á heimili okkar og fylgdi
honum ætíð hressilegt andrúms-
loft. Hann var algjör andstæða
bróður síns sem var mjög hæg-
gerður og fámáll. Örnólfur var
aftur á móti skapmaður mikill,
með hvellan málróm og átti mjög
gott með að koma sínum hugsun-
um og skoðunum frá sér. Ahersl-
ur hans og orðatiltæki eru þeim
sem tií þekkja ógleymanleg.
Örnólfur kvæntist /rændkonu
sinni, Guðrúnu Björnsdóttur frá
Vaði í Skriðdal, árið 1918. Hófu
þau búskap í Viðfirði en fluttu út
á Nes um 1920. Fjölskyldan
stækkaði fljótt, börnin urðu sjö.
Eitt barn misstu þau en upp kom-
ust fimm stúlkur og einn drengur.
Guðrún kona Örnólfs var mjög
heilsutæp og þurfti oft að vera
undir læknishendi, var því oft
erfitt fyrirheimilisföðurinn að
fara frá barnahópnum. Til þess að
létta undir heimilinu voru tvær
stúlkur teknar í fóstur á góð
heimili i plássinu og ílengdust
þær þar, en höfðu alltaf gott sam-
band við foreldra og systkin.
Með þrautseigju og dugnaði
tókst Örnólfi að koma sér upp
ágætu húsi á Norðfirði og hafði
vinnuaðstöðu í kjallara. Þar var
mikið unnið. Nú var atvinna nóg,
börnin uxu úr grasi, fluttu að
heiman og stofnuðu sin eigin
heimili. Þá komu barnabörnin til
afa og ömmu til lengri og
skemmri dvalar. Einn dótturson
ólu þau alveg upp, og að þvi kom
að þau voru orðin ein með fóstur-
ald á bls. 26
i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40