Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.02.1978, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÍJR 26. FEBRUAR 1978 Myndir eftir gest sýningarinnar, Jón Kaldal ,Jjjósmynd er það eðl- iskegt að gerast í um- hverfí hvers og eins” 0 Ljósmyndasýningin LJÓS stendur um þessar mundir yfir á Kjarvals- stöðum og lýkur n.k. þriðjudag. Á sýningunni eru myndir eftir þá Gunnar S. Guðmundsson, Kjartan B. Kristjánsson og Pjetur P. Maack ásamt myndum eftir gest sýningarinnar. Jón Kaldal. I sýningarskrá segir meðal annars um verk Jóns Kaldals, að við kynni af myndum Jóns verði maður þess fullviss. að hann er mikill mannþekkjari. Hann virðist ekki hafa þurft nema stuttan tima atvinnuljósmyndarans i erli starfsins til að komast inn að persónunni. litast um og skrifa kynni sin með hjálp Ijóssins i silfur Ijósnæmu þynnunnar okkur hinum til skoðunar. Eftir stendur myndin, persónan Ijóslifandi og sönn, persónuleikinn allsnak- inn. Þá segja hinir höfundar sýningarinnar m.a. um sinar myndir. Gunnar: ..Myndir minar nú eru af sama toga spunnar og áður, nema hvað manneskjan hefu' látið undan siga. Form jarðar smá og stór eru allsráðandi og mætti flokka myndefnið i landslagsform. smámótif og smá glimu við strá ' — Kjartan: „Ljósmyndinni er það eðlislægt að gerast i umhverfi hvers og eins. Hún er sannleikurinn um ástand þess sem gerist i raun og veru. Hlutverk Ijósmyndarans er að ferðast um með rammann og gripa Ijósmyndina þegar og þar sem hún gerist." — Pjetur: „Bundið verkefni mitt i þetta sinn er vatnið. Af hverju veit ég ekki, en þegar maður fer að hugsa út i það, þá er vatnið ákafleya f jölþætt myndefni, drullupollurinn getur verið fallegur eftir þvi hvernig maður litur á hann og fallega tær fjallalækur getur snögglega breyzt i andstæðu sina. Nú fyrir utan þá staðreynd hve vatn er snar og um leið nauðsynlegur þáttur i lifi hvers okkar." 1 „Vatn" Pjeturs Þ. Maack 2 Höfundur Gunnar S. Guðmundsson 3 Höfundur Gunnar S. Guðmundsson 4 „Sól og auðn" Kjartans B. Kristjánssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.