Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						70
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1978
MAÐUR sá, er berst í fylkingarbroddi þjóðfrelsishreyfingar í landi sínu
á brattasta skeiði Lenins og fer með forsetaembætti í tíð Kristjáns Eldjárn
meira en hálfri öld síðar, hlýtur að teljast einstakur í röðum
stjórnmálaleiðtoga á okkar öld. írinn Eamon de Valera var samtímamaður
Ben Gurions, Hitlers og de Gaulles, lifði þá alla og náði ekki síður en þeir
að verða þjóðsaga 1 lifanda lífi.
Langæi við stjórnvölinn er þó ekki það einkenni, sem ljær de Valera
mesta sérstöðu. E.t.v. mun sagan minnast hans sem þess manns, sem lagði
grunn að sjálfstæði þjóðar, var ljósberi hennar á þrengingatímum og leiddi
stoltur til sætis við hið alþjóðlega fjölskylduborð.
„Mikill örn með
ylblíða klóglófa
Eftir GUNNAR
PÁLSSON
Oft er vitnað til þess aö næmur
skilningur de Valeras á innri gerö
þjóðlífsins hafi orðið honum tilefni
til að lýsa því yfir að þegar hann
vildi vita vilja þjóðarinnar þyrfti
hann aðeins að líta í eigin barm. Það
er fyrst og fremst þessi sérstaða,
sem markar honum sess í hópi
stórmenna og varpar ljósi á þá
staðreynd að írsk saga verður ekki
aðskilin lífi hans og hugsjónum.
Spor de Valeras í írskri sögu eru þó
ekki það eina, sem leiða athyglina að
nafni hans. Hann er einnig kjörið
viðfangsefni hverjum þeim er rann-
saka vilja þá eiginleika er skýrgreina
stórmennishugtakið.
írska lýðveldið hefur fram að
þessu verið órofa samtengt nafni
risans de Valera og fyrir umheimin-
um var það löngum svo að það var
eitt maðurinn og þjóðin. Þegar u.þ.b.
þrjú ár eru liðin frá láti hans er
landið enn að miklu leyti hans og
vandamál núverandi forystu í ríkum
mæli bundin hans ákvörðunum.
I seinni tíð er oft haft á orði að
tími stórfenglegra lýðforingja sé
liðinn. Hraði og tæknikröfur gera að
verkum að þekkingin eldist fljótt og
sé það naumast á færi eins manns
að hafa yfirsýn yfir alla þætti
þjóðlífs. Þykir og illa samræmast
hugmyndum frjálsrar samkeppni og
lýðræðis að völd og áhrif safnist á
einn stað. Bent hefur verið á að
tilkoma mikilla foringja sé háð vissu
þrepi í þjóðfélagsþróun, þar sem þörf
sé menningarlegrar eða sálrænnar
forystu. Á hinn bóginn má segja að
eitt af því sem skilji milli stórmennis
og mikilmennis sé að hinn síðar-
nefndi hefur útsýn yfir mörk síns
Sögulega tímabils og veit hvert stýra
skal þjóð sinni í höfn.
Þótt það sé ekki ætlunin í
eftirfarandi texta að sýna fram á
takmarkanir leiðtoga, sem sennilega
hafði djúptækari áhrif á þjóð sína en
nokkur annar einstaklingur fyrr og
síðar, er það spurning sem vert er að
hafa í huga hvort styrkur de Valeras
sem formanns kunni ekki að hafa
verið hans mesti veikleiki sem
foringja
Lengi býr
að fyrstu gerð
Það eru eftirtektarverðar þver-
sagnir, sem varða uppruna de
Valeras. Hann var í fyrsta lagi
fæddur á erlendri grund og ekki af
írskum ættum nema til hálfs. I öðru
lagi hóf hann afskipti sín af
stjórnmálum sem uppreisnarmaður.
Eamon de Valera.
Eamon de Valera fæddist í New
York 14. október 1882. Móðir hans
hafði yfirgefið írland sökum ör-
birgðar í kjölfar hallærisins mikla
aðeins tuttugu og þriggja ára að
aldri. Hún fann starf sem gengil-
béina áheldri manna heimili í
borginni og komst þar í kynni við
spænskan tónlistarkennara að nafni
Vivion de Valera.
Þau giftust 1881 og eignuðust son
ári síðar og hlaut hann skírnarnafn-
ið Edward.
Ekki voru liðin nema þrjú ár er
eiginmaður Katrínar Coll féll frá af
völdum berkla. Neyddist hin unga
móðir til að finna sér starf að nýju,
og þótt henni félli það þungt, að
senda son sinn til fjölskyldunnar í
Bruree í Hlymreki á írlandi. Eddie
de Valera eins og hann var kallaður
í þann tíð var því varla þriggja ára,
er hann fyrst augum leit það land,
er forsjónin hafði ætlað honum. Ólst
hann upp sem hálftökubarn í koti
ömmu sinnar og frænda.
Það var í koti þessu á Vestur-ír-
landi að fyrstu fræjum föðurlands-
ástar var sáð. Við kné ömmu sínnar
nam de Valera m.a. sögur um miklar
F I AT
132/2000
Fíat 132 árgerð 1978 hefur tekið miklum breyt-
ingum.í vélarhúsinu getur að líta 2 lítra kraft-
mikla og sparneytna vél. Ef litið er inn í bílinn
má sjá einhverja glæsilegustu innréttingu sem
um getur og myndi sóma sér vel í miklu dýrari
bílum. Allar klæðningar hafa verið endurbættar
svo segja má að ekki heyrist nokkurt vélarhljóð.
Sætin hafa aldrei verið þægilegri né glæsilegri
Sólskyggni falla vel inn í toppinn. Rafknúnar
framrúður,5 gíra kassi,kraftbremsur og
kraftstýri, ásamt rafeindakveikju eru „standard"
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96