Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 67. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1978
AUSTFIRÐINGAR OG ÞINGEY-
INGARSETTU MESTAN SVIP
Á LANDSFLOKKAGLÍMUNA
LANDSFLOKKAGLÍMAN var háð í 30. skipti á sunnudag-
inn og að þessu sinni var glímt í íþróttahúsi Kennaraháskól-
ans. Keppendur voru 27 í fullorðins- og unglingaflokkum.
Mest var þátttakan í drengjaflokki en þar mættu 9 drengir
til leiks. I öðrum flokkum var þátttaka minni og í sumum
voru aðeins þrír keppendur. Ef á heildina er litið var
keppnin skemmtileg og margar góðar glímur voru þar
glímdar. Það vakti sérstaka athygli að þessu sinni að
Austfirðingar og Þingeyingar tefldu fram mjög góðum
unglingasveitum og virðist mest gróska vera í glímu í
Mývatnssveit og á Reyðarfirði um þessar mundir.
Austfirðingar (ÚIA) hlutu tvo íslandsmeistara, Þingeying-
ar (HSÞ) tvo, Ármann einn og KR einn íslandsmeistara.
Úrslit  í  einstökum  flokkum   LÉTTÞYNGD (UNDIR 75 KG)
urðu sem hér segin
YFIRÞYNGD (YFIR 84 KG)
vinningar
1.  Insii Þ. Yngvason HSÞ              2,
2. Guðmundur Ólafsson Á              1
3. jngvar Engilbertsson Vikv.        0
Urslitaglíman í þessum flokki
var milli Inga og Guðmundar og
lagði Ingi Guðmund eftir snörp
átök. Tvíburabróðir Inga, Pétur,
var einnig skráður til leiks en
hann forfallaðist vegna veikinda.
MILLIÞYNGD (75-84 KG)
vinningar
1. Guðmundur Freyr Halldórsson Á   Vh
2. Eyþór Pétursson IIS|.               3
3. ómar tjlfarsson KR                2
4. Hjálmur Sigurðsson V'íkv.          VA
5. Árni Bjarnason KR            0
Mesta athygli í þessum flokki
vakti slök frammistaða nýbakaðs
skjaldarhafa Hjálms Sigurðsson-
ar. Hann var í einhverju óstuði og
var aðal baráttan milli Guðmund-
ar og Eyþórs. Síðustu glímuna í
þessum flokki glímdu þeir
Guðmundur og IIjálmur og leit út
fyrir að jafnglími yrði, en þá
hefði þurft að fara fram auka-
glíma milli Guðmundar og
Éyþórs. En rétt áður en bjalla
tímavarðar gall kom Guðmundur
bragði á Hjálm, sem hann virtist
geta varizt en í gólfið fór hann og
Guðmundur varð sigurvegari.
Hann var vel að sigrinum kominn
en gaman hefði verið að sjá þá
eigast við Guðmund og Eyþór í
aukaglímu, en viðureign þeirra í
keppninni hafði lokið með jafn-
glími. Guðmundur er gamal-
reyndur glímumaður en Eyþór
kornungur glímumaður, mjög
sterkur og fimur í vörn en helst
til ragur að reyna fyrir sér með
brö'gð. Ómar Ulfarsson var nú
með að nýju eftir nokkurt hlé og
var kappsfullur sem fyrr.
vinningar
1. Þóroddur Helgason I.'ÍA             2
2. Jón Magnússon KR                 1
3. Halldór Konráðsson Vfkv.           0
Enginn vafi var með úrslit í
þessum flokki. Þóroddur var
áberandi beztur. Hann er sérstak-
lega skemmtilegur glímumaður,
senm vonandi á eftir að sjást oft
á mótum.
UNGLINGAFLOKKUR
vinningar
1. Auðunn Gunnarsson l'KÍA           2
2. Helgi Bjarnason KR                1
3. ÁsKfir Víglundsson KR          0
Það er á engan hallað þótt því
sé slegð föstu að Auðunn hafi
verið skemmtilegasti glímumað-
ur mótsins. Hann vann báðar
sínar gli'mur einkar fallega og
auðveldlega. Það var verst að
ekki  voru  fleiri  keppendur  í
Sigurvegarnir í Landsflokkaglímunni 1978 og þar með íslandsmeistarar í sínum flokkum þetta árið.
Talið frá vinstrii Hjörtur Þráinsson HSÞ, Ólafur H. Ólafsson KR, Auðunn Gunnarsson UÍA, Þóroddur
Helgason UÍA. Guðmundur Freyr Halldórsson Ármanni og Ingi Þ. Yngvason HSÞ. Ljósm.i RAX.
flokknum, svo áhorféndur hefðu
getað séð Auðun glíma fleiri
glfmur. Auðunn er Reyðfirðingur
Frá keppni í milliþyngd. Eyþór
Bjarnason KR.
Pétursson HSÞ leggur Arna
Ljósm.t Kristján Elíasson.
eins og Þóroddur og mátti sjá á
glímum þeirra eins og annarra
Austfirðinga að þeir hafa haft
góðan glímukennara. Mun það
vera Aðalsteinn Eiríksson, sem á
mestan heiður að góðri glímu-
kunnáttu Reyðfirðinganna.
DRENGJAFLOKKUR
vinningar
1. Ólafur H. Ölafsson KR        7
2 Gústaf Ómarsson I'ÍA        6tí
3. Geir Gunnlaugsson Vfkv.        5V4
4. Geir Arngrfmsson HSÞ           5
5-6. Karl Karlsson Víkv.            3V4
5-6. Þrándur Þorkelsson HSÞ      3'/4
7—8. Bergsteinn Helgason HSÞ      2
7-8. Börkur Kjartansson HSÞ       2
9. Ragnar Þórisson Víkv.            1
Keppni í þessum flokki var
mjög skemmtileg. Aðalkeppnin
var milli Ólafs H. Olafssonar KR
og Gústafs Ómarssonar UÍA.
Þegar kom í næst síðustu umferð-
ina hafði Gústaf hálfum vinningi
meira en Ólafur og sigurinn
virtist blasa við honum. En í
þessari umferð tapaði Gústaí
óvænt fyrir Geir Gunnlaugssyni
og þar með komst Olafur hálfum
vinningi upp fyrir Gústaf og
hann sigraði. Voru þrír efstu
drengirnir í flokknum áberandi
beztir og reyndar mjög efnilegir
glímumenn.
SVEINAFLOKKUR
vinhingar
1. Hjörtur Þráinsson  SÞ             2%
2. Bryngeir Stefánsson IIÍKA       Vh
3. Hreinn Sigmarsson I!Í A             1
4. Kristján Asmundsson HSÞ        0
í þessum flokki voru glfmu-
mennirnir ákaf%ega kappsamir
og höfðu áhorfendur mikla
skemmtun af viðureignum
þeirra. Aukaglíma þurfti að fara
fram milli þeirra Hjartar og
Bryngeirs og fór svo að Hjörtur
sigraði eftir fjöruga viðureign.
í mótslok afhenti Helgi Seljan
alþingismaður sigurvegurunum
sigurlaunin. Dómarar voru
Sigurður Jónsson, Gunnar R.
Ingvarsson og Arngrímur Geirs-
son en Sigtryggur Sigurðsson var
glímustjóri.           — SS.
Á föstudagskvöldið var mikið um dýrðir hjá Körfuknattleiksmönnum.
Ekki var bó verið aö leika körfubolta, heldur hélt KKÍ öllum 1.
deildarliöunum í karla- og kvennatlokki hóf í Hreyfilshúsinu við
Grensásveg. Var Þar saman kominn álitlegur hópur og prátt fyrir að hart
hafi verið barist í allan vetur fór vel á með mönnum og virtist sem allir
væru þar mættir sem sigurvegarar.
Megintilgangur hófsins var að
afhenda leikmönnum liða verðlaun
sín auk einstaklingsverðlauna
mótsins. Fyrstur var kallaður fram
Dirk Ounbar ÍS. Hann fékk verðlaun
fyrir langbesta vítahittni í mótinu,
skoraði úr yfir 90% tilrauna sinna
og er slíkt vafalaust með bestu
vítahittni í heiminum og að sjólf-
soqðu íslandsmet. Ounbar var
einnig stigahæsti leikmaður ís-
landsmótsins og setti auðvitað met
í beim efnum, en fyrra metiö átti
Curtis „Trukkur" Carter. Dunbar fer
svo sannarlega ekki tðmhentur
heim, pví auk bessara einstaklings-
verðlauna varð Dunbar bikarmeist-
ari með ÍS og hefur auk Þess gert
ÍS-stúlkurnar aö Reykjavíkur- og
bikarmeisturum og aö öllum líkind-
um íslandsmeisturum einnig.
Þá var komið að eftirsóttustu
verölaunum mótsins, Leikmaður
íslandsmótsins 1978. Kom það
sjálfsagt engum að óvart að valinn
var Valsmaðurinn Rick Hockenos.
Hann hefur sýnt jafna og góða leiki
í allan vetur auk þess, sem hann
hefur náð fram því besta í Vals-
mönnum þótt ekki hafi unnist titill
í ár. Kosning Leikmanns Islands-
mótsins fór þannig fram að fyrirliði
hvers liðs valdi hver 5 leikmenn og
fengu stig eftir því í hvaða sæti þeir
voru settir. Rick Hockenos fékk 35
stig, en fast á hæla honum kom IS
maðurinn Dirk Dunbar með 34 stig.
í 3. sæti var Jón Sigurðsson KR með
29 stig og í næstu tveimur sætum
voru Mark Christiansen og Andrew
Piazza.
Körfuknattleiksblaðið Karfan
hefur undanfarin ár veitt einhverj-
um einum leikmanni verðlaun auk
verðlauna til besta dómarans. Valinn
var körfukóngur í ár og hlaut þann
titil verðskuldað KR-ingurinn Jón
Sigurðsson.
Besti dómarinn í ár var valinn Jón
Otti Ólafsson. Fékk hann 3 atkvæði,
Kristbjörn Albertsson 2 atkvæði,
Hörður Túliníus 1 atkvæði, en tveir
fyrirliðar töldu sig ekki gc-ta gert
upp á milli hver dómara væri bestur.
Jón Otti hefur verið mjög umdeildur
dómari í vetur og hefur sætt harðri
HOCKENOS
LEIKMAÐUR
MÓTSINS
gagnrýni frá Njarðvíkingum og
stúdentum og létu þeir viðeigandi
hljóð frá sér er úrslit voru gerð
kunn. Þessi útnefning ætti þó að
kveða nokkrar þessara radda niður.
Jón Otti hefur nú ákveðið að hætta
ðllum afskiptum af dómarastörfum
en Jón hefur einnig verið formaður
dómaranefndar KKÍ og unnið þar
ómetanlegt starf. Það er því mikill
missir að þessi maður lætur nú af .
störfum fyrir óvægna gagnrýni
aðila, sem sjálfir búa í glerhúsum.
Væri réttast að skylda þá Njarðvík-
inga og stúdenta til að finna hæfan
mann til að koma í stað Jóns, en slíkt
myndi þó vafalaust reynast þeim um
megn því ekki eru þessi félög mjög
virk hvað þátttoku í störfum KKI
varðar.
Undirritaður telur að sú gagnrýni,
sem beint var gegn Jóni, hafi verið
ósanngjörn. Vissulega má gagnrýna
störf dómara almennt í vetur, en um
leið verður að benda á leiðir til
úrbóta, en ekki skella skuldinni á
þann mann, sem mestu hefur fórnað.
Ef Jón er talinn bestur, en verður að
hrökklast frá starfi sínu vegna
nokkurra „blaðurskjóða", hvar
standa þá aðrir dómarar okkur".
Telja þeir sér fært að halda starfi
sínu áfram ög verða næsta fórnar-
lamb orðhákanna?
Að lokinni afhendingu verðlauna
las Guðni Kolbeinsson annál ársins
og var lesturinn vel metinn, enda
maðurinn meinfyndinn.
GG.
TVEIR SNJALLIR - Rick
Hockenos leikmaður ílands-
mótsins í körfuknattleik og Jón
Sigurðsson „körfukóngur".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48