Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.05.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1978 5 „Hið myndræna fylg- ir 1 kjölfarið” Rabbað við Ragnar Pál á Kjarvalsstöðum „ÞESSI sýning hefur gengið geysilega vel og ég er mjög ánægður með þær góðu viðtökur sem ég hef fengið, en alls hafa á 4. þúsund manns séð sýning- una og allar myndirnar seldust á fyrsta degi. Liðlega 40 mál- verk voru til sölu, en um 30 myndir fékk ég að láni til þess að auka fjölbreytnina. Þær myndir eru frá síðustu 10 árum, en nýju myndirnar eru allar frá Blóm s.l. ári,“ sagði Ragnar Páll í samtali við Mbl. um sýningu sína að Kjarvalsstöðum* en henni lýkur um helgina. „Munurinn á þessari sýningu og síðustu sýningu minni,“ sagði Ragnar Páll, „er nokkur, en þó má segja að verkefnavalið sé svipað, langslag, bátar, blóm og portrett. Þetta eru myndir frá ýmsum stöðum á landinu og í fyrsta sinn sýni ég nú myndir frá Mývatni, en einnig er talsvert af nýjum myndum frá Austfjörðum, Héraði og ná- grannabyggðum. Ég var við Mývatn í fyrra- haust í nokkrar vikur þegar haustlitaskrúðið var hvað mest, málaði á daginn og stundaöi Grjótagjá á nóttinni til þess að hita mig upp.“ „Jú, ég mála nær eingöngu núna, rétt gríp í að spila á gítarinn til þess að hvíla mig. Það er gott að grípa í hljóðfær- ið.“ „Ég reikna með að halda áfram á svipaðri braut. Mann Ragnar Páll langar alltaf að gera eitthvað nýtt og sér til í þeim efnum, en þegar maður ferðast um landið og sækir viðfangsefni þá verða mótívin svo mörg að maður kemst ekki yfir það sem maður vildi. Hverju mótívi sem maður finnur fylgja í rauninni mörg önnur og helzt vildi maður fara í allar áttir. Það er svo margt sem verður alltaf eftir, sérstak- lega á afskekktu stöðunum, því þar er margt svo spennandi og frábrugðið því sem víða þekkist bæði í landslaginu, stemmning- unni og mannlífinu. Borgar- gjörður eystri t.d., trillukarlarn- ir og mannlífið þar. Maður verður fyrir svo miklum áhrif- um á þessum stöðum, og þeir búa yfir svö miklum andstæðum í smæð sinni. Þá er t.d. skemmtilegur munur að mála uppi á Héraði þar sem víðáttan Portrett er svo mikil og svo t.d. niðri á Seyðisfirði í þessum þrönga fjallahring þar sem svo margt minnir á mikil umsvif fyrr og síðar, gömul hús, síldarlyktin liggur í loftinu og minnir á gamla daga í Siglufirði. Það er svo margt skemmtilegt að skoða þar, en þannig býr hver staður yfir sínu og þegar maður gengur til móts vð þessa staði er erfitt að vaða frá þeim án þess að hið myndræna fylgi í kjölfarið." — - á.j. Hverfafundir borgarstjóra í apríl - maí 1978. Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri flytur ræðu og svarar fyrirspurnum fundargesta Austurbær og Norðurmýri Hlíða- og Holtahverfi. Laugardaginn 6. maí kl. 14:30. Domus Medica — Egilsgötu 3. Á fundunum verður: 1. Sýning á líkönum og uppdráttum af ýmsum borgarhverfum og nýjum byggðasvæðum. 2. Litskuggamyndir af helztu fram- kvæmdum borgarinnar nú og að undanförnu. 1 Reykvíkingar — tökum þátt í fundum borgarstjóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.