Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
45
Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth:
Áthugasemd
Nú fyrir skemmstu barst mér í
hendur blaö Þjóöviljans frá 23.
marz s.l. Á 12. síðu blaðsins er
alllöng grein, sem nefnist „Ur ferð
norður" og er eftir Málfríði
Einarsdóttur. Nokkrar myndir
fylgja greininni. Var mér bent á að
lesa greinina, þar eð hún vakti
furðu manna vegna ýmiss konar
ranghermis og villandi frásagna af
ýmsu í eyfirzkum sveitum, og þó
einkum og sér í lagi vegna
staðlausra stafa um kirkjur í
héraðinu.
Af mörgu er að taka, en
nokkrum atriðum úr nefndri grein
get ég ekki stillt mig um að
mótmaela og leiðrétta. Þá er þar
fyrst til að taka, að Laugaland í
Glæsibæjarhreppi fyrirfinnst ekki
á Svalbarðsströnd. Sú strönd hefir
hingað til verið austanvert við
Eyjafjörð, en Glæsibæjarhreppur
vestanvert við þann sama fjörð.
Nonni (pater Jón Sveinsson)
hefir aldrei átt neina kirkju á
Akureyri. Þarna mun höfundur
eiga við Minjasafnskirkjuna, sem
flutt var frá Svalbarði á Sval-
barðsströnd fyrir nokkrum árum
og sett á grunn hinnar gömlu
Akureyrarkirkju, skammt frá
Nonnahúsi.
í orðræðum greinarhöfundar
um kirkjurnar segir m.a., „að Guð
muni ekki koma oft í Akureyrar-
kirkju, né Grundarkirkju, né tolla
lengi, ef hann kemur þá“. Halda
mætti, að fæstir vissu, hvernig
himnaföðurnum geðjast að húsum
sínum en Málfríður þessi virðist
þekkja þarna til betur en aðrir.
Greinarhöfundur lætur allmikið
af þekkingu sinni á byggingarstíl
og telur, að mörgum slíkum sé
blandað saman í Grundarkirkjuu.
Á einum stað segir t.d.: „Að innan
er kirkjan gímald og svo galtóm
sem hún hafi verið sótt í sjálft,
tómið. Hvar er andagift þessarar
kirkju? Fökin út í veður og vind?
Eða var hún engin." Aldrei hefi ég
heyrt getið um andagift neinnar
kirkjubyggingar, heldur þeirra
sem predika þar innan veggja. En
vita skal þessi greinarhöfundur, að
Grundarkirkju reisti bóndinn á
Grund á eigin kostnað, Guði sínum
til dýrðar. Geri aðrir betur.
Um byggingarstíl má lengi
deila, en hingað til hefir Grundar-
kirkja verið talin ein fegursta
kirkja landsins.
í lýsingu á Akureyrarkirkju með
sína skökku, viðvaningslegu turna,
eins og komizt er að' orði, tekur
verra við, því að þá stenzt ekkert
af því, sem talið er upp. Þar eru
hvorki stúkur, pílárar né annað í
þeim stíl, og sýnist manni helzt, að
þarna sé blandað saman lýsingum
á öðrum kirkjum, því að svo
hörmuleg er útkoman. Sundurlaus
vaðall og staðreyndum ruglað, svo
að ókunnugir gætu jafnvel haldið,
að Akureyrarkirkja væri byggð úr
torfi.
Þó kastar tólfunum í vaðals-
hætti greinarhöfundar, þar sem
hann kemur að Lystigarðinum á
Akureyri, því að þar segir, að
yfirsmiður garðsins heiti Guðrún
Jónsdóttir frá Hausastöðum í
Garðahverfi. Nú vita allir, sem til
þekkja, að dönsk kona (búsett á
Akureyri 1868), Anna Schiöth,
byrjaði að gróðursetja tcré þar
árið 1912. Hún vann þar að
trjárækt á meðan henni entist
aldur, en fól þá garðinn í hendur
tengdadóttur sinni, Margréti Schi-
öth, sem stjórnaði og sá um
garðinn til elliára. Á sjötugsaf-
mæli hennar var hún gerð að
heiðursborgara Akureyrarbæjar
fyrir framúrskarandi starf við
Lystigarðinn, og höggmynd af
henni afhjúpuð þar sumarið 1951.
Oft hafa heyrzt hér á landi ónot
í garð erlendra manna, sem
ferðast hafa um landið og síðan
skrifað bækur um land og þjóð af
lítilli þekkingu, og er það að
vonum. En til eindæma má telja,
að íslenzk kona skuli leyfa sér að
setja saman og birta annan eins
þvætting og þessi grein er frá
upphafi til enda.
Vilja friðun Bemhöftstorfu
AÐALFUNDUR í Arkitektafélagi
íslands var nýlega haldinn. Auk
venjulegra aðalfundarstarfa voru
helztu mál fundarins breytingar i
rekstrarformi Byggingarpjónustu
arkitekta, stafta arkitektsins í pjóft-
félaginu og skilgreining starfsheit-
isins. Einnig var rætt um endurnýj-
un eldri hverfa og var í pví
sambandi eftirfarandi ólyktun sam-
Þykkt:
Eindregnum stuöningi er lýst viö
framkomin tilmæli ýmissa félagasam-
taka um friöun Bernhöftstorfu.
Fundurinn ítrekar fyrri afstööu Arki-
tektafélagsins, aö hús þessi viö
Lækjargötu skuli vernduð þar eö hér
sé um aö ræöa eina heilsteyptustu
götumyndina sem eftir er í elzta hluta
Reykjavíkur.
Á fundinum var Hilmar Ólafsson
endurkjörinn formaður félagsins.
Aörir í stjórn eru Sigurþór Aöal-
steinsson, Þórarinn Þórarinsson og
Vilhjálmur Hjálmarsson.
VIÐ Þingholtsstræti 29 er
glæsilegt hús, byggt sem ein-
býlishús árið 1916. Hefur verið
mikið í það borið og leitast við
að gefa því hallarsvip. Það var
Ólafur Johnson stórkaup-
maður sem lét byggja þetta
hús. En það hefur verið í eigu
Reykjavíkurborgar síðan 1952
þá keypt af Árna Jónssyni og
er Borgarbókasafnið þar til
húsa.
Þetta hús hefur borgin ákveð-
ið að vernda með friðlýsingu.
Húsið er steinsteypt, einlyft
með mansardhæð og kjallara. Á
miðri framhlið er hringlaga
útskot (karnap). Upp að því
ganga tröppur, en veggsvalir á
súlum til beggja handa. Svalir
eru ofan á útskoti. Húsið er
glæsilegt bæði að utan og innan,
segir í úttekt minjavarðar
-borgarinnar. Nokkrar breyting-
ar voru gerðar þegar bókasafnið
tók þar til starfa, aðalstofan
tekin undir afgreiðslu og opnuð
út í forstofu, eins og útskotið.
Skrautlistar hafa haldist
óbreyttir. Ennfremur gluggar
og ofnar. Unnið er að viðgerð
hússins að innanverðu og fyrir
liggur að endurbæta það að
utanverðu.
í garðinum er lítið sólbyrgi
Verndun
frá árinu 1930, sem sést á
annarri myndinni. En það
þyrfti viðgerðar við, svo og
steingarðurinn. í garðinum eru
há og falleg tré og er mjög
fallegt heim að sjá.
Borgarbókasafnið er i glæsilegri byggingu frá 1916, með litlu
sólbyrgi í garðinum. Þetta hús hefur nú verið friðlýst og mun því
gleðja augu Reykvíkinga um ókomna framtíð.
Glæsilegt hús
með hallarsvip
J. Ingimar Hansson:
ATHUGASEMD við sjónvarps-
ræðu Kristjáns Benediktssonar
í tilefni af upplýsingum um
Hitaveitu Reykjavíkur, sem
Kristján Benediktsson borgarfull-
trúi hefur látið frá sér fara í
fjölmiðlum, langar mig til að taka
eftirfarandi fram.
í fyrsta lagi eru þær niðurstöður
sem þarna eru settar fram ekki
óalgengar í fyrirtækjum og
stofnunum. Þær sýna skiptingu
heildarvinnutíma eftir ákveðnu
kerfi í svokallaða verktíma, ferða-
tíma, tafatíma o.s.frv. Þeir verk-
og tafatímar, sem að baki tölum
þessum standa eiga allir sínar
eðlilegu skýringar. Hluta þeirra er
ekki hægt að breyta en aðra má
stytta, eins og þegar hefur verið
gert. Hugtakið virkur tími er t.d.
hreinn verktími án annarra eðlr
legra vinnuþátta, svo sem að-
drátta, flutninga • og óviðráðan-
legra tafa og þýðir því ekki það
sama og unninn eða nýttur vinnu-
tími. Hér er því hætta á ómakleg-
um misskilningi.
í öðru lagi er hér ekki um neinar
leynilegar niðurstöður könnunar
að ræða, heldur ein tafla, sem er
hluti af vinnuplöggum, sem varða
þetta hagræðingarverkefni. Þetta
blað er ekki til þess fallið að það
birtist í fjölmiðlum án allra
skýringa. Blaðið mun borgarráðs-
maðurinn hafa fengið sér til
upplýsinga hjá hagsýslustjóra
Reykjavíkurborgar, þegar áfram-
haldandi hagræðingaraðgerðir
voru ræddar og samþykktar í
borgarráði.
í þriðja lagi hefur hitaveitu-
stjóri aldrei falið mér að gera
sérstaka úttekt á nýtingu vinnu-
tímans. Á síðastliðnu ári fól hann
hins vegar rekstrarþjónustu minni
að leggja drög að og stjórna, í
samvinnu við starfsmenn, marg-
háttuðum breytingum á stjórnun
og skipulagningu vinnuflokkanna,
samfara því að tekið var upp
hvetjandi launakerfi. Þessar að-
gerðir hafa tekist mjög vel og
verið starfsmönnum til sóma.
Árangurinn er: Betri þjónusta,
meiri afköst og hærri laun.
Tekið skal fram, að á undan-
förnum árum hefur á mínum
vegum verið unnið að fjölda
hagræðingarverkefna hjá Reykja-
víkurborg og borgarstofnunum.
Ennfremur er unnið að nokkrum
verkefnum um þessar mundir og
finnst mér raunar borgin vera í
fararbroddi á þessu sviði.
Hagræðing af þessu tagi byggist
ekki á úttektum með tilheyrandi
skýrslugerðum ef árangur á að
nást. Hér er um viðkvæm sam-
starfsverkefni að ræða þar sem
nauðsynlegt er, að gætt sé trúnað-
ar í samskiptum starfsmanna og
stéttarfélaga þeirra jafnt sem
stjórnenda. Þess vegna verður það
ekki metið í tölum hvílíkt áfall það
er fyrir slíka samvinnu þegar
hagræðingaraðgerðir verða bit-
bein stjórnmálamanna.
J. Ingimar Hansson
rekstrarverkfræðingur.