Morgunblaðið - 02.06.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JUNl 1978
„Matthías Johannessen hvatti mig
eindregið til að sýna á þessari listahátíð.
Ég ætlaði ekki að treysta mér með allar
myndirnar en nú er ég feginn.
Ætli ég hafi ekki málað um tvö þúsund
myndir á ævinni. Áður fyrr leiddist mér
að þurfa að selja þær. En nú verð ég, því
ég get ekki unnið ef vinnustofan er full
af myndum. I bígerð'er að gefa út tvær
stórar bækur um verk mín. Önnur fjallar
um pólitísku myndirnar og kemur út í
fimmtíu þúsund eintökum."
Um frægð sína segir Erró: „Það var
ekki endilega takmarkið að verða frægur.
En frægðin læddist að mér hægt og
sígandi og hún hefur hjálpað um margt,
ha? Manni gefst kostur á að vinna með
hæfu fólki. En stundum langar mig að
hlaupa t felur. Margir eru svo ágengir,
heimta peninga og allt mögulegt, myndir
til að geta keypt sjúkrabíla fyrir fátækar
þjóðir. Ég hef komist hæst í að gefa tíu
myndir á einu ári og veit um eitt tilfelli
þar sem ágóðinn rann ekki til réttra
aðila.
Nei, ég hef ekki orðið var við það að
fólk hræsni fyrir mér vegna þessa frama.
Sumir telja þó að ég verði vinur þeirra
ævi langt vegna þess að þeir hafa keypt
eina m.vnd eða svo.
Annars eru Frakkar rólegir í tíðinni og
veita listamönnum sínum visst aðhald. Þá
á ég við að þeir blása þá ekki upp í
fjölmiðlum og gera þá ódauðlega á einum
degi eins og vill verða í Ameríku.
En mér finnast myndirnar mínar verða
betri með ári hverju. Ef listamanni
gengur vel, þá vinnur hann vel. Sjáðu
Chagall níræðan og Miró 86 ára, báðir á
toppnum.
Ferðalög hafa mjög þroskandi áhrif á
mig sem listamann. En nú á ég mér þann
draum að setjast að nálægt sjónum
hverfa aftur til náttúrunnar um tíma.
París er þreytandi til lengdar, það nægir
að dvelja þar í fjóra mánuði á ári.
Myndirnar mínar sel ég í gegnum
gallerí í París, New York, Múnchen og
Mílanó. F’æ ég fimmtíu prósent af
ágóðanum. Ekki eru þó allir kaupahéðnar
í þessum bransa heiðarlegir. Ég gerði eitt
sinn samning við arkitekt í Venezúela,
sem vildi selja myndir eftir mig. Gekk
þetta eins og í sögu í þrjú ár, en þá stakk
náunginn af með tuttugu myndir og ég
hef ekki séð tangur né tetur af honum
síðan."
Talið snýst aftur að myndlist: „Ég verð
að mála á hverjum degi. Það kemur þó
fyrir að ég taki mér nokkurra vikna frí.
Stíll minn sem áður var eitthvað í þá
áttina að vera pop-súrrealískur hefur
breytzt mikið síðastliðin fimm ár. Ég
held ég sé að leita meir til endurreisnar-
tímans. Ég vil mála heilar fígúrur, helzt
á tíu metra breiðu lérefti. En ég vil alls
ekki mála veggmyndir. Hins vegar væri
það sniðugt að mála á breitt léreft, sem
hægt væri að rúlla upp eins og arabísku
teppi.
Þessa stundina er ég að mála portret
af gömlum, frönskum málurum. Þá er ég
að stúdera bækur frá 16. öld, þar sem í
eru teikningar fyrir trésmíði. Það er
gaman að hverfa aftur í tímann.
Skemmtilegast finnst mér að skoða söfn.
Fer alltaf á tveggja ára fresti á
Pravdo-safnið á Spáni. Til Filippseyja fór
ég gagngert til að leita uppi gamlar
helgimyndir. En hvílík vonbrigði! alls
staðar var Kristur málaður eins og
indverskur hippi.
Nei, ég er ekki trúaður. Fer ekki í
kirkju, nema hún sé vel skreytt, ha! En
hjátrúarfullur er ég með afbrigðum og
stundum finnst mér ég sjá hluti fyrir,
sérstaklega þegar ég er hálfsofandi. Gæti
þó verið að ég aðhylltist búddisma, sem
leggur megin áherzlu á kynlíf og hollt
líferni.
Annars trúi ég á heppni og framtíðina.
í framtíðinni eru beztu minningarnar.“
- H.Þ.
Erró ásamt blm. Mbl. og aðstoðarmönnum sínum við uppsetningu myndanna, en þeir eru Vignir Jóhannesson, Gunnar örn,
listmálari og Aðalsteinn Ingólfsson. — Ljósm.i RAX
Anton Dolin stjórnar æfingu með íslenzka dansflokknum
Undir áhrif-
um ísienzku
þjódiaganna
— Ballett þessi er eiginlega í sex
stuttum brotum og allt tónlist sem
er byggð á þjóðlögum, ekki þó
beinlínis útsetningar heldur er þetta
eigin vinna á þeim, þar sem ég
notfæri þau fremur sem grunn og
útfæri síðan," sagði Jón Ásgeirsson,
tónskáld, þegar Morgunblaðið bað
hann að lýsa balletttónlistinni er
hann leggur Islenzka dansflokknum
til í sýningu hans á stóra sviðinu í
Þjóðleikhúsinu.
„Upphaflega voru til þrír kaflar af
þessu, sem ég samdi fyrir alllöngu,"
sagði Jón ennfremur,„en þegar enski
ballettmeistarinn Yuri Chatal fór að
leita eftir íslenzkri músík til að
semja dansa fyrir, valdi hann þessi
brot en vildi fá meira. Ég bætti þess
vegna við forspili og tveimur þátt-
um, og þeir byrja á basse-dans, sem
er með elztu dönsum í Evrópu, en
síðan kemur Raunarolla, Krumma-
vísur, Vísur Vatnsenda-Rósu og
Vikivaki. Allt eru þetta mismunandi
gerðir af þjóðlögum og leikið af
strengjakvartett og sembaló," sagði
Jón.
Auk þessa balletts flytur íslenzki
dansflokkurinn dans eftir hinn
kunna ballettmeistara Anton Dolin,
sem hingað er kominn og setur
sjálfur á svið ballett þennan. Þriðji
ballettinn er eftir Ingibjörgu Björns-
dóttur, en hún hefur samið hann við
þjóðlagarokk, sem Þursaflokkurinn
hefur útfært og byggir a gömlum 17.
aldar þjóðlögum. Byggja dansar
þessir mjög á textum þjóðlaganna.
Þursaflokkurinn flytur sjálfur þjóð-
lagarokkið á sviði Þjóðleikhússins.
Allir félagar Islenzka dansflokksins
koma fram í þessum þremur ballett-
um.
ÞJÓÐLEIKIIÚSIÐ, stóra sviðið -
sunnudaginn 4. júní kl. 20 og
mánudaginn 5. júní kl. 20.