Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1978 + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORSTEINN ÞÓRDARSON, hú«gagnabólstrari, Kaplaskjólsvegí 31, Rvk. lést 27. júní í Landspítalanum. viftborg SigÞór«1óttir, Elísabet Þorsteinsdóttir, Þór Rúnar Þorsteinssson. Faðir okkar. + HELGI GEIRSSON, Laugarvatni, lést þrlöjudaginn 27. júní. Börnin. t Eiginkona mín, móöir og tengdamóðir, JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR, Héteigsvegi 24, Reykjavík, lést af slysförum í Borgarspítalanum í Reykjavík þann 28. þ.m. Albert Þorgeirsson, börn og tengdasynir. t Eiginkona mín, KRISTJANA PÁLSDÓTTIR, Samtúni 24, andaðist að morgni 28. þ.m. Kristjén Júlíusson. t Móöir mín og tengdamóöir, RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, fré Kvígindisfelli, Télknafiröí, lést aö heimili sínu Ránargötu 50, aö morgni þriöjudags 27. júní. Rafn Franklin, Guóbjörg Sigvaldadóttir, barnabörn barnabarnabarn og Ólafur Þórarinsson. t Faöir okkar, ÓLAFUR FRIDRIKSSON, fré Jaóri, Þykkvabæ, veröur jarösunginn frá Þykkvabæjarkirkju, laugardaginn 1. júlí kl. 1.30. ísafold Ólafsdóttir, Þóra Ó. Fannberg. t Flginmflftnr minn ng fflöir------------------------------------- ADOLF K. VALBERG, Réttarholtsveg 91, veröur jarösettur frá Fossvogskirkju kl. 10.30 árdegis föstud. 30. júní. Sigríður Jónsdóttir Valberg, íris Valberg. t Eiginmaöur minn og faöir, TOBIAS TRYGGVASON, Hafnargötu 48, Kaflavfk, veröur jarösunginn í Innri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 1. júlí kl. 14.00. Blóm vinsamlegast afbeöin, en þeir, sem vildu minnast hans, eru vinsamlega beönir aö láta Systrafélag í Innri-Njarövík njóta þess. Hafdís Svavarsdóttir og börn. t Útför mannsins míns og fööur okkar, GUDMUNDAR ÓLAFS GUDMUNDSSONAR, fré Sveinseyri Télknafiröi, veröur gerö frá Fríkirkjunni í Hafnarfiröi föstudaginn 30. júní kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hrafnistu í Hafnarfiröi. Sigríóur Guóbjartsdóttir, og börn. Guðlaug Björnsdóttir Álfabrekku - Minning Fædd 2. apríl 1894 Dáin 6. júní 1978 Söknuður og þakkir, eitthvað þessu líkt varð mér innanbrjósts, þegar mér var tilkynnt andlát Guðlaugar Björnsdóttur frá Álfa- brekku við Suðurlandsbraut. Svo sannarlega er söknuður okkar vina hennar mikill. Margs er hér að minnast og mikið að þakka þeirri miklu heiðurskonu. Ég verð alltaf í stórri skuld við hana fyrir þá miklu umönnun, sem hún sýndi mér og mínum börnum. Ég kynntist henni fyrir tuttugu og tveimur árum. Bundust þá mikil vináttubönd á milli okkar og var hún mér eins og mín besta móðir. Guðlaug rak verslun til fjölda ára inni við Suðurlandsbraut þar sem hét Álfabrekka og var hún þar elskuð og dáð af þeim, sem verzluðu við hana dag hvern, því ekkert aumt mátti hún vita eða sjá. Þetta var mjög vel gefin kona og skildi lífið og vildi hún greiða götu allra svo mjög, að hún kom sjálfri sér oft í þröng. Ung að árum missti hún mann sinn Jón Erlendsson og má nærri geta, hversu þungt áfall það hefur verið ungri konu með tvö börn, þá bæði í æsku. Það var langt frá því að Guðiaug léti hugfallast og upp komust börnin. Einkasonurinn hvarf af landi brott og settist að erlendis, en dóttur sína missti hún unga, frá fimm ungum börnum, sem öll voru innan við fermingu. Var það henni mikið áfall, en Guðlaug lét ekki bugast. Flutti hún nú á heimili tengdasonar síns, og bjó þar í níu ár. Gekk hún sínum ömmubörnum í móður stað og reyndist þeim sem besta móðir. Oft sagði hún við mig: Það er sólin í hjarta mínu, þessi börn. Og nú eru þau öll uppkomin, og öll hafa þau gengið menntaveginn. Mikið gleðiefni var það, hve vel þau reyndust ömmu sinni. Þau báru alla tíð umhyggju fyrir henni. Að lokum þakka ég minni góðu vinkonu fyrir alla þá tryggð og ástúð, sem hún sýndi mér og mínum. Sigríöur Jónsdóttir Snœfelli — Minning Fædd 22. júní 1893 Dáin 9. juní 1978 Fáein minningarorð vil ég rita niður, mitt í erlinum, um góða vinkonu mína, sem kvaddi okkur nú um s.l. helgi. Hún var aldurhnigin orðin og hafði lengi við vanheilsu búið, en tekið öllu með æðruleysi og ró svo sem hún hafði gert ævi sína alla og andlegu þreki hélt hún til hinztu stundar. Lífið var henni enginn dans á rósum, fátæk alþýðukona, sem átti stóran barnahóp og vann þeim allt er hún mátti og barnabörnunum síðar svo sem kraftar og þrek framast leyfðu. Já, Sigríður vin- kona mín Jónsdóttir bjó lengi við þröngan kost og þau kjör, sem nútímakona myndi eiga erfitt með að sætta sig við. Samt var hún að leiðarlokum sátt við lífið, sátt við allt og leit björtum augum á tilveruna, hafði af því helztar áhyggjur, að menn kynnu ekki nægilega vel að fara með þau verðmæti, sem þeir í dag fá í hendur. Og orð eru það að sönnu. Lífssögu hennar skulu hér gerð lítillega skil, en hvergi verður það gert, sem ég vildi. Hún var fædd 22. júní 1893 og átti því aðeins fáa daga í 85 ára afmælið. Fæðingarstaður hennar var á Einholti á Mýrum í Aust- ur-Skaftafellssýslu, hún var dóttir hjónanna Stefaníu Kristínar Sig- urðardóttur og Jóns Brynjólfsson- ar bónda þar. Systkini hennar voru 7 og eru tvö þeirra enn á lífi. Sigríður átti í barnæsku heima í Dölum í Mjóafirði og þangað vildi hún láta flytja sig til hinztu hvíldar. Þaðan kvaðst hún eiga margar sínar björtustu minningar og þar vildi hún því hvíla. Til Seyðisfjarðar flutti hún um tvítugt en til Reyðarfjarðar árið 1915 og átti þar heima alla tíð síðan, enda var hún sannur Reyðfirðingur og unni staðnum og umhverfinu sem slíku. Maður hennar var Stefán Bjarnason frá Fossi á Síðu og eignuðust þau 10 börn og eru þau öll á lífi, nema eitt. Þau eru: Blómey, Bjarni, Guðríður, Pálína, Ragna Þorgerður, Gunnar Auð- unn, Valborg, Kristín Stefanía og Guðný. Allt er þetta atorkufólk hið mesta og ágætlega gert. Það var ekki létt að framfleyta stórri fjölskyldu á árum kreppu, fátækt- ar og lítillar atvinnu. Þá var öldin önnur um allt öryggi fólks og okkur nútímafólki lítt skiljanlegt hvernig þetta fólk fór að koma til manns stórum barnahópi, svo sem þau gerðu Sigríður og Stefán. En 5. febrúar 1942 kvaddi sorgin þar dyra, þá andaðist Stefán á bezta aldri og þá voru yngstu börnin 4 innan við fermingu. Átak ekkjunnar og eldri barn- anna var mikið, en í engu var gefizt upp og á öllum erfiðleikum sigrazt, þó ekki væri það létt á stundum. Það er ekki óveglegur minnisvarði sem hún Sigríður t Þökkum innilega samúö og vináttu viö andlát og úttör ÞORBJARGAR SAMÚELSDÓTTUR, Gísli B. Jónsson, Sjötn Helgadóttir, Kristjén Sveinsson, Valgeröur Hjartardóttir, Sonya Sveinsdóttir, Siguröur Jónsson, og barnabörn. t Innilegar þakkir lærum viö öllum, er sýndu okkur samúö og vlnarhug vegna andláts og jaröarlarar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR, Iré Digraneai, Dagbjört Siguröardóttir, Grétar Siguröaaon, Sigmundur Hanaan, Ingveldur Sigmundadóttir, Gíali Sigmundaaon, Sigmundur Grétaraaon, Guöjón Sigmundaaon, Ómar Grétaraaon, Gunnar Sigmundaaon, Rúnar Grétaraaon, Guörún Sigmundadóttir, Guörún Grétaradóttir. Að lokum votta ég tengdasyni hennar og börnum hans, ömmu- börnum hennar heita samúð í sorg þeirra og missi. Þó missi ég heyrn og mál og róm 0(í máttinn ég þverra tinnl, þá sofna ég hinzt við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm ( himneskri kirkju þinni. (Ólfna Andrésdóttir.) Guðrún Bjarnadóttir. lætur eftir sig með lífsstarfi sínu, linnulausri baráttu og striti fyrir sína allt fram undir elliár. Og til hins síðasta heima gekk hún að hverju því verki, sem henni var kleift að sinna. Sigríður var atgerviskona til sálar og líkama, hressileiki og glaðværð fylgdi henni og atorkan og dugnaðurinn leyndi sér hvergi, einkenni sem sannarlega eru mikils virði. Um hana mátti segja að trú væri hún yfir hverju því sem henni var fyrir trúað, fastlynd með ákveðnar skoðanir á lífinu og þjóðmálunum. Hún fylgdi Sjálf- stæðisflokknum mjög fast að málum, en aldrei skyggði það á okkar góða vinfengi og talaði hún þó í engu tæpitungu í þeim málum. En hún var vinföst hið bezta og lét þjóðmálaskoðanir sínar aldrei bitna þar á þeim sem hún um- gekkst. Ég kynntist henni bezt á efri árum hennar, þegar systir mín varð tengdadóttir hennar og hún óx við nánari kynni, yfir henni var ákveðin reisn og festa, en frá henni stafaði líka ósvikin hlýja og elskusemi, sem mótlæti lífsins hafði ekki tekizt að slá á fölskva. Ég á um hana bjarta og góða minningu, sem geymist mér. Verð- mætt er það að hafa kynnzt góðri konu, sem hafði ævinlega sýnt af sér hetjuskap og boðið öllum erfiðleikum byrginn. Þar mun lífstrú hennar, trú á æðri forsjón hafa verið henni ómetanleg stoð á erfiðum stundum. Þá æðri forsjón, sem við öll leitum til, þegar á bjátar, hvað sem hver segir. Megi hún sjá drauma sína rætast í æðri heimi handan okkar. Þar mun verða bjart í kringum þessa sómakonu. Frá fjölskyldu minni skulu færðar þakkir fyrir hin góðu kynni alla tíð og innilegar samúðar- kveðjur færi ég öllu hennar fólki, ekki sízt fjölskyldunni á Snæfelli og Gunnari mági mínum og hans fjölskyldu. Dáðrík saga er á enda, en í hugum fólksins hennar og sam- ferðamanna mun geymast um ókomna tíð. Blessuð sé minning hennar. Ilelgi Seljan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.