Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978

Fremur rólegt var á Kröflusvæðinu í gær. Jarðskjálftavirkni fer

dvínandi og siginu norður í Gjástykki má heita lokið. Töluverð

hveramyndun mun þó vera þar á yfirborðinu og fóru jarðfræðingar

í gær til að kanna það. Myndin var tekin fyrir Gjástykki í fyrradag

en hana tók fréttaritari Mbl. á Húsavík.

Maður fannst látinn

hjá Keflavíkurhöfn

Var rændur skömmu áður en hann lézt

MAÐUR um sextugt fannst í

grjóturð niðri við Keflavíkurhö'fn

í gærmorgun og var hann látinn

þegar að var gætt. I íyrstu var

talið að ekki væri allt með felldu

um dauða mannsins. því að hann

Vinnuskóla-

krakkarnir

mótmæla

launakjörum

KRAKKARNIR hjá Vinnu-

skóla Reykjavíkurborgar, sem

verið hafa uppi í Heiðmörk,

munu ekki mæta þar til vinnu

í dag. Þess í stað munu þau

safnast saman nú árdegis á

Lækjartorgi og hyggjast fara

í kröfugöngu til að mótmæla

lágum launum.

Krakkarnir ætla að ganga

fyrir Gunnlaug Pétursson,

borgarritara eða Sigurjón

Pétursson, forseta borgar-

stjórnar, og ef þau hitta á

hvorugan þá fyrir Guðrúnu

Helgadóttur til að mótmæla

launakjörum sínum, sem þau

telja svo slæm að ekki sé unnt

að una við þau lengur. Þau

segjast fá 305 krónur á tímann

meðan krakkarnir í Mosfells-

sveit fái 335 krónur og

krakkarnir í Kópavogi hafi

enn töluvert betri laun.

var með áverka á höfði og auk

þess einsýnt að hann hafði verið

rændur skömmu áður en hann

Jézt. Nú þykir hins vegar allt

benda til að áverkarnir hafi ekki

verið af mannavöldum en hins

vegar hafa tveir 13 ára piltar

viðurkennt að hafa rænt inann

inn. þar sem hann lá ofurölvi

skammt frá þeim stað er hann

síðan fannst látinn.

Að sögn rannsóknarlögreglunn-

ar í Keflavík var maðurinn sem

hér um ræðir úr Hafnarfirði.

Hann starfaði uppi á Keflavíkur-

flugvelli, en var drykkjumaður og

hafði ekki mætt þar til vinnu um

skeið. Við rannsókn málsins í

gærmorgun varð uppvíst að pilt-

arnir tveir komu að manninum

þar sem hann lá ofurölvi lítið eitt

frá þeim stað sem hann síðan

fannst látinn, og að þeir rændu

hann þar nokkrum fjármunum.

Við rannsókn málsins hefur hins

vegar ekkert komið fram sem

bendir til að þeir hafi síðan veitt

honum áverka eða verið þess

valdandi að hann féll fram af brún

við höfnina og lenti þar ofan í

fírjóturð með oddhvössum stein-

uni. Er talið líklegast að hann hafi

hlotið áverka þá, sem hann var

með á höfði, við þetta fall.

Réttarkrufning mun hins vegar

fara fram til að skera úr um þetta

atriði.

Grindavík:

Meirmlutinn brast út

af bæjarstjóranum

SLITNAD hefur upp úr meiri-

hlutasamstarfi, sem nýlega hafði

tekizt milli fulltrúa Alþýðuflokks

og Alþýðubandalags í bæjar-

stjórn Grindavíkur.

Á fundi í bæjarstjórninni í dag

bar Kjartan Kristófersson, fulltrúi

Alþýðubandalagsins, fram tillögu

um að auglýst yrði eftir bæjar-

stjóra í stað Eiríks Alexanders-

sonar,  sem  gegnt  hefur  starfi

bæjarstjóra undanfarin ár, en

tillagan var felld þar eð annar

Alþýðuflokksmaðurinn greiddi

atkvæði gegn tillögunni. Þegar þau

úrslit lágu fyrir stóð Kjartan upp

og lýsti því yfir að grundvöllur

fyrir meirihlutasamstarfi þessara

tveggja flokka væri brostinn.

Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag

og Sjálfstæðisflokkur hafa 2 full-

trúa hver flokkur í bæjarstjórn-

inni en Framsóknarflokkur 1.

Vegfarendur spurðir

álits á hækkununum

Áfengi

og tóbak

ÞAÐ HEFUR eflaust ekki farið

fram hjá^ mörgum að í gær voru

útsölur ÁTVR lokaðar og í dag

býðst mönnum að kaupa áfengi

og tóbak á að meðaltali 20%

hærra verði en var í gær.

Til að fólk gcti betur áttað sig

á þessari hækkun fara hér á eftir

nokkur dæmi um verð og er þá

gamla verðið haft í sviga fyrir

aftan til samanburðan

Sígarettur 470 (390). Algeng

tegund píputóbaks 390 (325).

Lítil dós af neftóbaki 240 (200).

Brennivín 5,100 (4,200). Algeng

tegund af vodka 6,700 (5,500).

Algeng tegund af wiskíi 7,200

(5,900). Algeng tegund af gini

7,100 (5,800). Kláravín 5,750

(4,700). Algeng tegund af púrt-

víni 2,350 (2,000). Algeng tegund

af vermut 2,600 (2.200). Algeng

tegund af rauðvíni 2,400 (2,000).

Algeng tegund af hvítvíni 2,600

(2,200).

Til þess að kanna álit almenn-

ings á þessum hækkunum brugð-

um við okktir niður í miðbæ og

tókum þar nokkra vegfarendur

tali.

Fyrst spurðum við fólkið um

hvað því fyndist um þessa hækk-

un og síðan hvort það teldi að hún

hefði einhver áhrif á neyzluvenj-

ur fólks á áfengi og tóbaki.

'i'.       - J ¦  1	i r

	w/mz£    /

„ Verðið var

alveg nógu

hátt fgrir

»

Það voru ekki aiiir sem áttuðu sig á því að Áfengisútsö'lurnar voru

lokaðar í gær.

Gréta Sigurðardóttir.

— Mér líst mjög illa á þessa

hækkun. Verðið var alveg nógu

hátt eins og það var. Hvernig

skyldi þetta annars enda?

— Fólk fer bara að gera eitt-

hvað annað í staðinn. Ætli það

minnki ekki drykkjuna fyrst, en

svo fer þetta ábyggilega aftur í

sama farið. Ég hugsa að fólk

minnki ekki reykingar, því fólk

sem reykir eitthvað á annað borð

setur verðið ekki fyrir sig. Mér

fyndist ekkert ólíklegt að fólk

gerði meira að því að brugga sitt

eigið áfengi eftir að það er orðið

svona dýrt að kaupa það.

Þorskveiðibann

frá 1. til 7. ágúst

Skuttogurum bannaðar þorskveiðar

í 30 daga fram til 15. nóvember

Sjávarútvegsráðuneytið hefur A«|ftj

ákveðið að banna allar þor"skveið-

ar í ísl. fiskveiðilandhelgi í 7

daga 1. til 7. ágúst n.k. nema hvað

útgerðarmönnum skuttogara er

heimilt að velja um að stöðva

þorskveiðar á fyrrgreindu tíma-

bili eða dagana 8. til 14. ágúst.

Auk þessa eru þorskveiðar skut-

togara bannaðar í 30 daga frá

útgáfu reglugerðar sjávarútvegs-

ráðuneytisins til 15. nóvember

n.k. Er hin nýja reglugerð

sjávarútvegsráðuneytisins að

mestu sama efnis og sú sem gefin

var út í júlí á sl. ári.

I reglugerð sjávarútvegsráðu-

neytisins, sem gefin var út í gær,

segir, að á tímabilinu 1. ágúst til

7. ágúst n.k., að báðum dögum

meðtöldum, séu allar þorskveiðar

Könnunarviðræður Alþýðubandalags og Alþýðuflokks:

Engin afstaða til

vísitölumálsins

„ÞAÐ MÁ segja að við höíum velt

fyrir okkur þremur leiðum til að

taka kjarasamningana aftur í

gildi en málið komst ekki á það

stig að við tækjum afstöðu til

þeirra," sagði Benedikt Gröndal

er Mbl. spurði hann í gær um þátt

vísitölumálsins í kiíhnunarvið

ræðum AJþýðuflokksins og Al-

þýðubandalagsins.

Benedikt sagði að reiknaðir

hefðu verið út þrír möguleikar en

vildi ekki gera grein íyrir því í

hverju þeir væru fólgnir. Spurn-

ingu um það hvort Alþýðuflokkur-

inn fyrir sitt leyti hefði tekið

afstöðu í málinu svaraði Benedikt

á þá leið, að þetta mál væri

„viðkvæmt samningsatriði á milli

flokka" og því vildi hann ekki ræða

það opinberlega.

bannaðar í íslenzkri fiskveiðiland-

helgi. Útgerðaraðilum skuttogara

sé þó heimilt að velja um að stöðva

þorskveiðar á fyrrgreindu tímabili

eða dagana 8. ágúst til 14. ágúst

1978, að báðum dögum meðtöldum,

enda sé sjávarútvegsráðuneytinu

tilkynnt um það eigi síðar en 20.

júlí n.k.

í annarri grein reglugerðarinn-

ar segir ennfremur, að skuttogar-

ar, með aflvél 900 bremsuhestöfl

eða stærri, megi ekki stunda

þorskveiðar í 30 daga samtals í

íslenzkri fiskveiðilandhelgi frá

útgáfudegi reglugerðarinnar til'15.

nóv. n.k. og séu þá meðtaldar

takmarkanir þær, sem um getur í

1. gr. Útgerðaraðilar geta ráðið

tilhögun þessarar veiðitakmörkun-

ar, þó þannig að hver skuttogari

verður að láta af þorskveiðum ekki

skemur en 7 daga í senn.

Síðar segir að útgerðaraðilar

skuli tilkynna sjávarútvegsráðu-

neytinu eigi síðar en 15. ágúst

hvernig þeir hagi veiðitakmðrkun

á þórskveiðum samkvæmt ákvæð-

um 2. greinar. Verði slíkar áætlan-

ir ekki látnar í té geti ráðuneytið

ákveðið hvenær viðkomandi togar-

ar skuli láta af þorskveiðum.

Útgerðaraðilar séu bundnir við

áætlanir sínar og verði að leita

_____________Framhald á bls. 20. ¦'

Óþrifí

minkabúi

MJÖG fljótlega verður gengið í

að hreinsa til á minkabúi í

llelgadal í Mosfellssveit. sem lagt

var niður fyrir hálfu öðru ári. Að

sögn Einars Inga Sigurðssonar,

heilbrigðisfulltrúa. var viðskiln-

aður eigenda minkabúsins slæm-

ur. en þeir hafa nú geíið fyrirheit

um að hreinsa staðinn hið fyrsta.

Minkabúið er úr almannaleið og

því ekki kunnugt um viðskilnaðinn

fyrr en fólk kom í nálægan

sumarbústað og born, sem þarna

voru, tóku sig til og fóru að skoða

sig um á búinu. Þegar þau komu

heim voru þau alsett af flóm og

var þá heilbrigðisyfirvöldum gert

aðvart.

Minkabúinu hefur nú verið

lokað með bráðabirgðaaðgerðum

þar til fullnaðarhreinsun hefur

farið þarna fram auk þess sem

sumarbústaðurinn hefur verið

eitraður og hús viðkomandi

minkabúinu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36