Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978 3 „Hœkkunin hvet- ur menn til að brugga” Davíð Árnasoni — Eg veit nú ekki hvað skal segja. Vissulega er þessi hækkun mjög slæm, á því er enginn vafi. — Ekki geri ég nú ráð fyrir því að ég minnki nokkuð neyslu á þessum vörum, né heldur að fólk geri það almennt. Ætli seðlunum í buddum fólksins fækki ekki bara meira í staðinn. Þessi hækkun verður eflaust til að hvetja menn ennþá meira til að brugga sjálfir. „Ætl'ég minnki ekki neftóbaks- neysluna eitthvað” Guðlaugur Guðmundssoni — Mér er alveg sama um áfengið, verðið á því mætti fara upp í tugi þúsunda fyrir fíöskuna fyrir mér. Mér finnst þó verra með tóbakið. Ég nota þó ekki mikið tóbak, aðeins svolítið neftóbak. — Ég hugsa að ég minnki neftóbaksneysluna að einhverju leyti. Ætli ég minnki ekki það við mig sem hækkuninni nemur og það er eflaust bara betra fyrir heilsuna. Ég get ekki ímyndað mér annað en að fólk minnki eitthvað reykingar og drykkju. Það getur varla haft efni á þessu. Allavega kvartar það nóg yfir peningaleysi. „ Vorkenni þeim sem nota áfengi og tóbak” Sigrún Kjerúlfi — Ég hef engar áhyggjur ai þessari hækkun, því ég nota hvorugt. Hitt er annað mál að ég vorkenni þeim sem nota áfengi og tóbak. Mér finnst aftur verra með smjörið, það var alveg nógu dýrt áður. Annars þýðir ekki að deila við dómarann, maður verður bara að taka þessu eins og öllu öðru. — Ég býst nú við að fólk minnki áfengis- og tóbaksneysluna eitt- hvað svona fyrsta kastið, en síðan eykst hún ábyggilega aftur. Fólki finnst það þurfa á þessu að halda og þá kaupir það þetta án tillits til hvað það kostar. „Hlýtur að minnka neysl- una eitthvað” Þóroddur Ragnarssont — Þetta er alls ekki nógu gott, það er búið að hækka þessar vörur svo mikið áður. Er ekki alltaf verið að hækka þetta? — Ég geri fastlega ráð fyrir því að minnka neysluna eitthvað, það er víst nóg annað sem þarf að borga. Ég held að fólk hljóti almennt að hugsa sig um og minnki neysluna eitthvað, annars er ekki gott að segja til um það. Ætli bruggið komi ekki að ein- hverju leyti í staðinn? „Fólk setur verðið yfir- leitt ekki fyrir sig” Þórður Skúlasoni — Þessi hækkun kemur sér vel fyrir ríkissjóð, og þar sem reynsl- an hefur sýnt að fólk setur verðið yfirleitt ekki fyrir sig er allt í lagi að hækka áfengi og tóbak. — Ég gæti vel trúað því að neyslan minnkaði eitthvað fyrst en þegar fram í sækir breytir þessi hækkun ekki miklu. Ég hef enga trú á því að fólk fari meira út í brugg en áður, það er svo mikið bruggað í heimahúsum fyrir. „Breytir engu ,hjá fólki” Guðbjörg Ragnarsdóttiri — Hækkunin er ágæt út af fyrir sig. Tóbakið og sterku vínin máttu alveg hækka, en það er aftur verra með léttu vínin. — Ég drekk nú svo lítið og reyki ekki að persónulega skiptir þessi hækkun mig litlu máli. Ég hef heldur ekki trú á því að þetta breyti neinu hjá fólki, það hefur allavega ekki gert það hingað til. Ég gæti þó vel trúað því að heimabruggið muni eitthvað auk- ast, annars er það ábyggilega í fullum gangi í dag. Hafrannsóknarstofnun: Ráðinn nýr aðstoðarmaður forstjóra SAMKVÆMT ákvörðun sjávarút- vegsráðherra hefur Jakob Magnússon, fiskifræðingur, verið ráðinn aðstoðarmaður forstjóra Ilafrannsóknastofnunarinnar og verða aðstoðarmennirnir nú tveir, því að áður hafði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, verið ráðinn með sama hætti. Að sögn Jóns Arnalds, ráðu- neytisstjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu, var talin eðlileg ráðstöfun að ráða annan aðstoðarmann forstjóra, því að kvartað hefði verið undan því að ekki hefði verið unnt að finna neinn forsvarsmann stofnunarinnar í þeim tilfellum er hvorki Jón Jónsson, forstjóri, né Jakob Jakobsson hefðu verið við, eins og komið hefði fyrir. Hins vegar hefði ráðuneytið ekki á neinn hátt viljað blanda sér inn í innri stjórnun stofnunarinnar, enda væri forstjóra hennar í sjálfsvald sett hvernig hann skipti verkum með þessum tveimur aðstoðarmönnum sínum. Að sögn Jóns Jónssonar, for- stjóra Hafrannsóknastofnunar- Framhald á bls. 20. 13.70 kr. greiðast fyrir kg. af kolmunna YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað í gær nýtt lágmarksverð á kolmunna og spærlingi til bræðslu á tímabilinu 16. júlí til 31. des. n.k. Fyrir hvert kg af kolmunna á að greiða kr. 13.70 og fyrir hvert kag af spærlingi kr. 13.20. Verðið er miðað við 7% fituinni- hald og 19% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um 93 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breyt- ist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Verðið breytist um 91 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. í fréttatilkynningu frá Verð- lagsráði sjávarútvegsins segir að verðið sé uppsegjanlegt frá og með 1. september n.k. og síðan með Framhald á bls. 21 Halldór Sigfússon skattstjóri til júlíloka í MORGUNBLAÐINU í gær var rangt farið með nafn skattstjórans í Reykjavík í sambandi við frásögn af út- komu skattskrárinnar í júlílok. Sagt var að Gestur Stein- þórsson skattstjóri hefði gefið upplýsingarnar, en það var Halldór Sigfússon skattstjóri sem gegnir starfinu til 1. ágúst n.k. er Gestur tekur við. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. ® KENWOOD ^ EIGN SEM \^RIR KT-5500 útvarp, stereo FM/AM, næmleiki FM 1,9 jvV/AM 20 p'V, merki/suð hlutfall 72 dB mono 68 dB stereo, aðgreining- arhæfni 60 dB, stereo aðgreining 35 dB frá 50-15,000 Hz. Verð kr 76.110.- KA-5700 magnari, 2x40 RMS wött, 8 ohm, 20-20,000 Hz, bjögun minni en 0,04%, merki/suð hlutfall 76 dB við 2,5 pV. Verð kr. 83.860.- KX-520 kassettutæki, Dolby, rásaflökt minna en 0,09% (WRMS), tíðnisvörun 30-16,000 Hz (CrOz), merki/suð hlutfall 61 dB (Dolby/CrCte). Verð kr. 116.345.- ■ Háþróað Hi-Fi er sérgrein hjá Kenwood. Þess vegna er Kenwood einn færasti hljómtækjasmiður sem fagtímarit geta um. Kenwood er fyrir fagfólk sem af eigin dómgreind veit hvað háþróað Hi-Fi er. Tökum sem dæmi tæki þau sem sýnd eru hér að ofan. Tæknilýsingin á þeim skýrir verðleika þeirra svo ekki verður um villst. fKENWOOD EIGN SEM VARIR FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.