Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JULÍ 1978
Menn úr hersveitum hægrimanna í Líbanon taka sér stöðu í átökum viö
Sýrlenska hermenn í Beirút s.l. föstudag.
*£& THE OBSERVER ,&& THE OBSERVER «&& THE
sem eru flestir bændur í Suð-
ur-Líbanon og urðu því harðast
úti í innrás ísraelsmanna nú
fyrir skemmstu og loks eru
sunniar, sem margir eru kaup-
menn og eru flestir búsettir í
hinni norðlægu hafnarborg
Tripolí.
Straumar Palestínumanna til
landsins raskaði valdajafnvæg-
inu, enda eru þeir flestir
múhameðstrúar, og leiddi loks
til borgarastyrjaldarinnar.
Reyndar staðhæfa maronítarn-
ir, sem tilheyra austrænni
kirkjudeild í tengsium við Róm,
að það hafi alls ekki verið
borgarastyrjöld, heldur stríð
milli Líbana og Palestínu-
manna.
Það er staðreynd að Pal-
estínumenn voru mjög aðsóps-
miklir í röðum vinstrimanna, en
staðhæfingar kristinna hægri-
manna taka ekki tillit til hinna
fjölmörgu líbönsku múslima
sem studdu þá, né heldur til
fjölda   grísk-kaþólskra   manna
sem var að finna báðum megin
víglínunnar.
Meðan á stríðinu stóð samein-
uðust þrjár helstu ættafylking-
ar kristinna manna í bandalagi.
Öllum þessum fylkingum er
stjórnað af mikilsmetnum
marónítafjölskyldum og aðalað-
setur þeirra eru í nokkrum
borgum og þorpum í Norð-
ur-Líbanon. Tryggð maroníta
við ættarforingja sína er oft öllu
æðri.
Keppinautar á
áttræðisaldri
Aðeins einni þessara fylkinga
hefur auðnast að taka á sig
mynd raunverulegs stjórnmála-
flokks, en það eru falangistar,
en hreyfingu þeirra stofnaði
Pierre Gemayel árið 1936 sem
andsvar við áformum múslima
um að sameina Líbanon Sýr-
landi þegar yfirráðum Frakka
lyki. Flokkur falangista var
mjög þjóðernissinnaður, skipu-
lagði mótmælagöngur og skrúð-
HINAR BLOÐUGU  ÆTTAERJUR
í LÍBANON
Líbanir eru nú orðnir jafn
slyngir Norður-írum, ef ekki
enn slyngari, í að drepa hver
annan. eða vera drepnir af hver
öðrum. I þessari grein lýsir
fréttaritari Observer í
Mið-Austurlöndum. Colin
Smith. þeim flokkadráttum
sem liggja að baki síðustu
átiikum hersveita kristinna
manna og sýrlenskra her-
manna í austurhluta Beirut á
dó'gunum. Þeim átó'kum hafa
sjónvarvottar lýst sem þeim
alvarlegustu frá lokum borg-
arastyrjaldarinnar í fyrra.
Andstæðar
ættafylkingar
Líbönskum stjórnmálum er
yfirleitt lýst sem býzönskum, en
að ýmsu leyti eru þau einföld og
hrottaleg.
Líbanon öðlaðist sjálfstæði
árið 1943 eftir að Bandamönn-
um hafði tekist að ná landinu á
sitt vald frá hinni nazistasinn-
uðu Vichy-stjórn í Frakklandi.
En Líbanon hefur aldrei orðið
raunverulegt þjóðríki og þegar
þar hefur verið friðsælast hefur
verið um að ræða hárfína
jafnvægislist í málamiðlunum
milli illskeyttra, andstæðra
ættafylkinga...
íbúar landsins eru nær tvær
milljónir og er um það bil
helmingurinn kristinn, en hinn
helmingurinn múhameðstrúar.
Við þetta verður síðan að bæta
þeim tæpum 500 þús. pal-
estínskra flóttamanna sem hafa
sest að í landinu.
í röðum múhameðstrúar-
manna er að finna þrjár megin
fylkingar. Það eru drúzar, sem
er sérstakur trúflokkur múslima
og búa aðallega til fjalla, shiar
Líbanskir múslimar skjóta úr rússneskri fallbyssu á stöovar kristinna manna
nálægt forsetahöllinni í Beirút í marsmánudi 1976. Þáverandi forseti,
Suleiman Franjieh, neyddist til aö yfirgefa forsetahöllina skömmu síöar.
Hundrað f óru á Hornstrandir
UNDANFARIN ár hefur
Ferðafélag íslands efnt til
ferða um Hornstrandir og
hafa þær notið sívaxandi
vinsælda.
Síðastliðinn laugardag
fór um hundrað manna
hópur á vegum félagsins á
þessar slóðir. Var lagt af
stað frá ísafirði með m.s.
Fagranesi og siglt alla
leið til Furufjarðar. Þar
fóru þeir í land sem
ætluðu að ganga þaðan til
Hornvíkur. Aðrir þátttak-
endur ferðarinnar stigu á
land í Hornvík eða Aðal-
vík og þar dvelja þeir í
tjaldbúðum þessa viku.
Munu þeir fara daglega
stuttar gönguferðir á þá
staði í nágrenninu, sem
þekktastir eru og merk-
astir.
N.k. laugardag fer
Fagranesið aftur til
Hornvíkur og Aðalvíkur,
sækir fólkið og flytur það
til ísafjarðar. Skipið legg-
ur af stað frá ísafirði kl.
13.00 og geta þeir, sem
hafa hug á að heimsækja
Hornstrandir fengið far
með því, annað hvort aðra
leiðina, eða komið til baka
kvöldið.
um
Fólk og farangur ferjað á land (Myndir: Haukur IJjarnason)
Fullhlaðið Fagranes.
Nemendaleikhúsið hefur nú
sýnt leikritið „Pilsaþyt"
eftir Carlo Goldoni átta
sinnum í Lindarbæ og hefur
aðsókn að þeim verið góð.
Sýningum fer nú að fækka,
en „Pilsaþytur" verður
sýndur í kvöld og sunnu-
dagskvöld.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36