Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978
„Hestarnir eru stórkostlegir
og reiðmennskan hefur batnað
Rætt við mótsgesti á Landsmóti hestamanna í Skógarhólum
ALLSTÓR hópur fólks var í gær
kominn í Skógarhóla í Þingvalla-
sveit til að fylgjast með Lands-
móti hestamanna, sem þar verður
haldið um hclgina. Var fólk ýmist
að fylgjast með dómum stóðhesta,
sem fram fóru í gær, þjálfa hross,
sem keppa eiga á mótinu, og enn
aðrir hvfldust í tjöldum eða
skröfuðu saman um væntanlegt
mót ojí skiptust á skoðunum um
þau hross, sem þcir höfðu þegar
séð riðið um mótssvæðið. Veðrið
var dágott þá stund, sem við
Morgunblaðsmenn stöldruðum
við í Skógarhólum, sól náði þó
ckki að ylja mönnum en veður
var þurrt.
„Sérstaklega ánægðir
með aðsóknina"
Þrátt fyrir að dagskrá mótsins
væri raunar vart byrjuð, var þegar
í gær risin nokkuð myndarleg
tjaldborg í Skógarhólum en eink-
um er þar um að ræða hestamenn,
sem eru með hross í sýningum á
mótinu og útlendjnga. Úti fyrir
skrifstofu mótsins mttum við Berg
Magnússon, formann fram-
kvæmdanefndar mótsins, og sagði
hann að allt gengi enn sem komið
væri að óskum. „Við erum sérstak-
lega ánægðir með þá miklu
aðsókn, sem þegar er orðin og það
þó mótið sé ekki enn hafið nema
hvað í dag hafa stóðhestar verið
dæmdir. Framkoma þess fólks,
sem hingað er komið, hefur verið
til fyrirmyndar og ég vona að sú
verði raunin með allt það fólk, sem
hingað á eftir að koma. Bændur,
sem hingað hafa komið, öfunda
okkur af því hvað bithagar eru
orðnir loðnir hér og ef veðurguð-
irnir verða okkur hagstæðir kvíði
ég því ekki að þetta verði ekki gott
og glæsilegt mót," sagði Bergur.
Mikil hugur í knöpunum"
Víða um mótssvæðið mátti sjá
knapa ríða glæstum gæðingum og
var greinilegt að þarna voru á ferð
keppendur ýmist með þátttöku-
hesta í gæðingakeppni eða kyn-
bótahross. Menn voru að æfa fyrir
keppnina og notuðu óspart í því
sambandi þá litlu hringvelli, sem
gerðir hafa verið innan stóra
hringvallarins. Þarna mátti sjá.
margan hestinn, sem verulega dró
að sér athygli viðstaddra og það er
áreiðanlega rétt, sem margir
höfðu á orði, að sennilega hefur
ekki áður komið til keppni á
landsmóti eins jafngóður hópur
hesta. Við dómpallinn hittum við
Hermann Árnason, tamninga-
mann frá Vík í Mýrdal, þar sem
hann var að þjálfa Sól-
heima-Skjóna, en hann sýnir í
flokki alhliöa gæðinga fyrir
Hestamannafélagið Sindra. En
auk Sólheima-Skjóna sýnir Her-
mann einnig á mótinu tvo stóð-
hesta, þá Sveip frá Rauðsbakka og
Blæ frá Hellu. Við spurðum
Hermann, hvernig honum litist á
mótssvæðið og keppnisaðstöðuna?
„Mér líst alveg sæmilega á
svæðið og t.d. er vóllurinn þar sem
bæði kynbótahrossin og alhliða
gæðingarnir verða dæmdir mjög
góð en stóri hringvöllurinn s.s.
fyrir 800 metra stökkið er hins
vegar ekki nógu góður.
Eg þori ekkert að segja til um
það hvort hrossin, sem sýnd verða
á þessu móti eru betri en á
undanfórnum landsmótum en hinf
Þessi hópur Austfirðinga yar að fá sér hressingu við tjald sitt. Þeir
eru frá vinstri Guttormur Árnason, Egilsstöðum, Halldór Halldórsson,
Vopnafirði. Auður Egilson, Egilsstöðum, Agla Egilson, Egilsstöðum
og Sjö'fn Aðalsteinsdóttir, Vopnafirði.
vegar sé ég ekki betur af þeim
kynbótahrossum, sem ég hef séð,.
að þau séu betri en áður og þá
vegna þess að strangari kröfur
hafa að þessu sinni verið gerðar til
hæfni þeirra."
Aðspurður um áhuga fyrir
hestamennsku í Vík sagði Her-
mann:
„Hestamennska er geysilega
mikið stunduð hjá okkur í Vík og
t.d. í vetur voru á húsi milli 80 og
90 hross og það er ekki lítið í 400
manna bæ. Hingað á mótið kom-
Hermann Árnason úr Vík var að
þjálfa Sólheima-Skjóna fyrir
keppni í flokki alhliða gæðinga.
Bergur Magnússon var ánægður
með aðsóknina.
verða sýndir margir listagóðir
hestar. Ég hef t,d, sjaldan séð
saman kominn eins góðan hóp af
graðhestum og nú."
„Ég þori ekki að spá neitt um
gæði einstakra hesta," sagði Rose-
marie, en hrossin ættu að vera
betri nú, vegna þess að stöðugt er
að baki lengri skipuleg ræktun.
Annars er annað, sem vekur
sérstaka athygli mína, en það er
hvað öll reiðmennska er orðin
fágaðri. Þar hefur orðið á mikil
breyting frá því að ég horfði fyrst
á landsmót eftir að hafa verið við
Þau voru auðvitað að skrafa um hrossin á mótinu. Lengst til vinstri
á myndinni er Sigfús Guðmundsson, þá Rosemarie Þorleifsdóttir, Maja
Loebel og Einar Þorsteinsson.
Þeir Hoskuldur á Hofsstöðum og Matthías Gestsson á Akureyri eru
ef til vill að bera saman þau hross, sem þeir höfðu séð þá um daginn
og önnur frá fyrri mótum. Og Höskuldur lætur sig ekki muna um
að fá sér í nefið um leið.
um við hins vegar ekki ríðandi
nema 6 af félagssvæði Sindra."
Við spurðum hvernig mótið
legðist í hann:
„Það leynir sér ekki að það er
mikill hugur í knöpunum og menn
hafa í allan dag verið að þjálfa hér
á vellinum og þá mest gæðingana.
Mótið sjálft verður öruggJega
fjölsótt, ef veðrið verður gott. Eitt
er víst að við sem hér keppum,
leggJum okkur fram um að. þetta
verði gott mót."
„Öll reiðmennska er
orðin fágaðri"
Hjónin í Vestra-Geldingaholti,
þau Rosemarie Þorleifsdóttir og
Sigfús Guðmundsson, gerðu smá
hlé á æfingum hrossa sinna og
settust niður til að ræða við þau
Einar Þorsteinsson og Maju Loe-
bell úr Keflavík. Umræðuefnið var
sjálfgefið. Þau skiptust á skoð-
unum um þau hross, sem fyrir
augun bar. Við leyfðum okkur að
ónáða þau og spurðum þau Rose-
marie og Sigfús hvernig þeim litist
á keppnishrossin að þessu sinni?
Sigfús sagði að greinilega væri
á mótinu mikið af úrvals hrossum.
„Af því sem ég hef séð af hrossum
hér, þá get ég fullyrt að hérna
nám á reiðskóla erlendis. Nú er
það orðin nánast sama undantekn-
ingin að sjá knapa, sem situr illa
eins og það var hér fyrr að sjá
knapa sitja virkilega vel. Þeir voru
þó til og það eins góðir og þeir
hefðu lært ásetu í erlendum
reiðskólum."
Á þessu landsmóti verður í
fyrsta sinn sérstök keppni fyrir
unglinga og verður hún undir
stjórn Rosemarie. Við spurðum
hana álits á þessari nýbreytni:
„Það er rétt að þetta verður í
fyrsta skipti, sem sérstök ungl-
ingakeppni verður á landsmóti en
slík keppni hefur áður verið á
ýmsum innanfélagsmótum hesta-
mannafélaganna. Á síðasta lands-
móti, á Vindheimamelum 1974, var
ég með sýningu ásamt hópi
unglinga og þeir sem þátt tóku í
henni, báðu mig endilega að koma
þeim óskum á framfæri við
ráðandi aðila, að á næsta lands-
móti fengju unglingar að keppa
sérstaklega. Og það er orðið að
veruleika nú og ég vona að það
verði framhald á þessu."
„Þetta verða
hrein merarúrslit"
Sigurbjörn Bárðarson, eða Diddi
eins og hann er oftast nefndur,
hafði í nógu að snúast enda
kannski ekki furða þar sem hann
sýnir og situr sjálfur ein átta
hross á mótinu auk þess sem hann
hefur meiri og minni afskipti af
alls sjö kappreiðarhrossum. Hann
gaf sér þó tíma til að ræða við
okkur og við spurðum hann fyrst
hvernig honum litist á aðstöðuna
í Skógarhólum:
„Mér tíst alveg sæmilega á
vellina og aðstöðuna í heild. En því
er þó ekki að leyna að vellirnir og
þá sérstakiega hlaupabrautin, eru
nokkuð ósléttir og það er ekki
vafamál að það getur komið niður
á árangri hestanna og kannski
einkum varðandi skeiðið. Tilkoma
þessara þriggja litlu hringvalla er
mjög jákvæð, því fleiri vellir gefa
aukna möguleika, þannig að sýn-
ingar og keppni eiga að geta
gengið hraðar fyrir sig og menn
hafa aðstöðu til að hita hestana
upp. Aðstaða fyrir áhorfendur
hefur verið bætt en hún hefði þó
mátt vera heldur rýmri."
Aðspurður um hrossin á mótinu
sagði Sigurbjörn:
„Ég bind satt að segja miklar
Jósep  Sigfússon  kom
norðan úr Skagafirði.
ríðandi
Sigurbjörn Bárarson var að
þjálfa gæðinginn Ljúf en í taumi
hefur hann skeiðhestinn Fannar.
vonir við þau hross, sem hér
keppa. Þetta eru jafnbetri hross en
á fyrri landsmótum en þau eru
ekki endilega betri en þau, sem
áður hafa verið sýnd. Ég er ekki
búinn að sjá hryssurnar en
graðhestarnir eru margir stór-
glæsilegir. Kynbótahrossin eru
mjög jöfn og það er ekki eitthvað
eitt, sem ætlar að skera sig úr."
Við spurðum Sigurbjörn hvort
hann vildi spá einhverju um hver
yrðu úrslitin í 350 metra stökki en
þar mætast einar fimm hryssur,
sem allar 'gætu blandað sér í
baráttuna um fyrsta sætið. Það
eru Loka, Glóa, Nös frá Urriða-
vatni,  Blesa  frá  Hvítárholti  og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36