Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978

15

Gjálp frá Laugarvatni. En Sigur-

björn hefur annast þjálfun Loku

og Glóu:

„Þaö gætu orðið óvænt úrslit og

ég á ekki von á því að það hross,

sem flestir geri ráð fyrir að vinni,

komi fyrst að márki. Þetta verða

þó hrein merarúrslit. Ég er búinn

að spá fyrir sjálfan mig en sú spá

er eingöngu fyrir mig. Þetta

verður ofsalega hörð keppni og

ekkert hross kemur örugglega til

með að hlaupa langt á undan."

Viltu spá einhverju með úrslit í

öðrum greinum kappreiðanna:

„Nei, það er það sama með þær.

Hingað koma öll bestu kappreiða-

hross landsins nú. í 800 metrunum

verða það sjálfsagt Þjálfi og

Gustur sem berjast um fyrsta

sætið en í skeiðinu er ekki alveg

vitað hvaða hestar mætast. Fann-

ar er t.d. ekki alveg heill enn í fæti

og óvíst hvort hann keppir."

„Gróður á hálendinu

í meðallagi"

Margir hafa lagt leið sína á

mótið ríðandi og við náðum tali af

einum, sem kom ríðandi norðan úr

Skagafirði en þaðan koma alls þrír

hópar ríðandi til mótsins. Viðmæl-

andi okkar heitir Jósep Sigfússon

og býr nú á Sauðárkróki en bjó

áður sem bóndi á Torfastöðum í

Svartárdal. Hann sagði að hann og

félagar sínir hefðu komið 20

saman norðan yfir fjöll og þar af

hefðu 15 verið ríðandi og hinir í

bílum. Var hópurinn með 82 hross.

Alls voru þau 4 daga í ferðinni og

þar af þrjá daga á fjöllum.

„Færðin var ágæt og það var

óvanalega lítið í ánum," sagði

Jósep, „og gróður á hálendinu var

alveg í meðallagi miðað við það

sem ég hef átt að venjast á ferðum

mínum fyrr um hálendið.

Já, ég er búinn að þvælast víða

um á hestum. Hvers vegna? Menn

vilja umfram allt vera í sambandi

við hestinn einir út í náttúrunni.

Þá fyrst, þegar þú ferð ríðandi um

hálendi íslands, sérðu náttúru

landsins og kynnist undrum þess.

Um mótið vil ég ekkert segja

enn sem komið er. Mér finnast

hagarnir þó ekki nógu góðir."

Vona að Guð

gefi að það komi ekki

aftur einsveður og 1970

Næst lá leiðin inn á tjaldstæðin

og þar varð á vegi okkar hópur

Austfirðinga, sem voru að fá sér

hressingu á tjaldskörinni. Þar

reyndist vera fólk frá Egilsstöðum

og frá Vopnafirði. Halldór Hall-

dórsson frá Vopnafirði var spurð-

ur um áhuga fyrir hestum þar á

staðnum?

„Menn eru dálítið að gutla í

þessu og við stofnuðum nýlega

hestamannafélag en þessi áhugi

hefur komið upp fyrir alvöru nú á

síðustu árum. I vetur voru á húsi

í þorpinu 20 til 30 hross.

Við vildum fyrir alla muni

komast á landsmótið og þá bæði til

að sjá hrossin og ekki síður til að

hitta fólk, því það er alltaf gott og

hresst fólk, sem kemur á hesta-

mannamót. í Skógarhóla hef ég

líka ekki komið áður."

í samtökum okkar við Austfirð-

ingana kom í ljós að í hópnum var

ein, sem verið hafði á landsmótinu

í Skógarhólum 1970 en þeir sem

þar voru muna öðru frekar eftir

því móti vegna þess aftakaveðurs,

sem þá skall á. Þetta var Auður

Egilson frá Egilsstöðum:

„Já, ég hugsaði mig mikið um áður

en ég ákvað að fara á landsmót

hingað á ný og ég vona að Guð gefi

að það komi ekki slíkt veður aftur.

Ég hlustaði á veðurspána alla

síðustu viku en mót sem þetta

stendur og fellur með veðrinu.

Hestarnir eru stórkostlegir nú

og reiðmennska knapanna hefur

batnað mikið og þá bara frá 1970,

þegar ég var hér. Við komum

hingað á mánudag og verðum til

mánudags eftir mótið. Þá er ekki

um annað að ræða en taka

almennilega þátt í móti sem þessu.

Þetta er stór viðburður hjá okkur

hestamönnum, sem enginn okkar

vill missa af," sagði Auður að

síðustu en hún og hennar fólk kom

til mótsins á bílum.    — t.g.

Gamla

fólkið

trimmar

GAMLA fólkiö ó

Hratnistu       hefur

trímmað reglulega í

ailan vetur og sumar

undir stjórn Sigríöar

Lúthersdóttur, sem er

kunn ípróttakona. Ad

sögn hefur gamla

fólkiö haft óblandna

ánægju af pessu og

gagn. Er gjarnan létt á

hjalla Þegar fólkiö

hittist til Þess aö gera

œfingarnar og mörg

spaugsyröin fjúka.

Trimmið hefur pví líka

félagslega Þýðingu

jafnt sem líkamlega.

Væri tilvalið fyrir önn-

ur      dvalarheimili

aldraðra að taka upp

Þennan sið. Myndin

var tekin á æfingu á

Hrafnistu fyrir nokkru.

> - »«.«.*.% ***-**.* a

14 **.*..* .***-* * * *¦> ."

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36