Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 13. JULI 1978
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978
19
Ptfr$$tt#Wií^
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstrœti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 2000.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 100 kr. eintakiö.
Verkefni
Benedikts Gröndals
Forseti íslands hefur nú falið Benedikt Gröndal, formanni
Alþýðuflokksins, að gera tilraun til þess að mynda nýja
ríkisstjórn, sem hafi meirihluta Alþingis að baki sér. Þetta er eðlileg
ráðstöfun hjá forseta. AJþýðuflokkur var óumdeilanlegur sigurvegari
nýafs.taðinna kosninga og sá stjórnmálaflokkanna, sem mesta
fylgisaukningu fékk. Þess vegna er sjálfsagt, að formaður
Alþýðuflokksins taki að sér stjórnarmyndun.
Benedikt Gröndal hefur lýst því yfir, að hann muni fyrst gera tilraun
til þess að mynda nýskópunarstjórn, sem svo hefur verið nefnd, þ.e.
ríkisstjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. I
könnunarviðræðum milli Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hefur
komið skýrt fram, að fyrrnefndi flokkurinn vill ríkisstjórn þeirra
tveggja, sem Sjálfstæðisflokkur eigi aðild að, en síðarnefndi flokkurinn
nýja vinstri stjórn með Framsóknarflokknum. Þessi mismunandi
afstaða Alþýðuflokks og Alþýðubandalags til hugsanlegs samstarfs-
aðila í ríkisstjórn munþegar í stað valda Benedikt Gröndal miklum
erfiðleikum. Þessi afstaða Alþýðubandalagsins þýðir í raun, að það er
frábitið samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, a.m.k. á þessari
stundu, hvað sem síðar kann að verða.
Raunar er ljóst, að Alþýðubandalagsmenn eru ekki á einu máli í
þessari afstöðu. Þannig má telja víst, að verkalýðsarmur
Alþýðubandalagsins telji samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ekki fráleitt
og einnig má telja líklegt, að Lúðvík Jósepsson, formaður
Alþýðubandalagsins, vilji ekki varpa þeirri hugmynd frá sér í eitt
skipti fyrir óll, enda þótt hann telji nauðsynlegt að ganga fyrst úr
skugga um það, hvort unnt sé að mynda vinstri stjórn. Bersýnilegt
er hins vegar, að Alþýðuflokkur er mótfallinn vinstri stjórn eins og
bezt kemur fram í þeirri yfirlýsingu Benedikts Gröndals, að hann
hyggist gera tilraun til þess að mynda nýsköpunarstjórn.
Raddir hafa verið uppi um það, að stór hópur Sjálfstæðismanna vilji
undir engum kringumstæðum að flokkur þeirra taki þátt í ríkisstjórn
að þessu sinni. Sjónarmið þessa hóps er sagt vera það, að eftir fylgistap
SjálfstæðisfJokksins í tvennum kqsningum á þessu vori sé nauðsynlegt
fyrir flokkinn að einbeita sér að innri uppbyggingu og endurskipulagn-
ingu flokksstarfsins. Þessi viðhorf eru út af fyrir sig skiljanleg. Enginn
vafi leikur á því, að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að íhuga vandlega stöðu
sína að kosningum loknum og endurskipuleggja starf sitt eins og
formaður Sjálfstæðisflokksins hefur raunar boðað að gert verði.
Hins vegar er auðvitað ljóst, að þrátt fyrir fylgistapið er
Sjálfstæðisflokkurinn stærsti flokkur þjóðarinnar og öflugasta
þjóðmálaaflið. Erfitt er að sjá, hvernig hægt verður að takast í alvöru
á við þau alvarlegu vandamál, sem framundan eru í athafnalífi okkar
án þess að Sjálfstæðisflokkurinn eigi þar aðild að. Þess vegna má telja
líklegt, að þeir Sjálfstæðismenn sem í dag eru andvígir þátttöku flokks
síns í ríkisstjórn, muni smátt og smátt komast að þeirri niðurstöðu,
að það sé þjóðinni nauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn axli sína byrði
við lausn vandamálanna. í sambandi við hugsanlega þátttöku
Sjálfstæðisflokksins í viðræðum um stjórnarmyndun er þó ástæða til
að undirstrika nokkur atriði. Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst
því yfir, að Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag verði að gera grein fyrir
úrræðum sínum í efnahagsmálum áður en aðrir flokkar komi inn í
viðræður um stjórnarmyndun. Væntanlega stendur ekki á forráða-
mönnum þessara tveggja flokka að gera það, a.m.k. er því lýst yfir
í forystugrein Þjóðviljans í gær, að úrræði Alþýðubandalagsins hafi
verið kynnt og hefur það þá væntanlega vefið gert í körtnunarviðræð-
unum við Alþýðuflokkinn, því að ekki hefur það verið gert opinberlega
nema með almennum orðum.
Þá er auðvitað augljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubanda-
lagið og forveri þess Sósíalistaflokkur hafa verið höfuðandstæðingar
í íslenzkum stjórnmálum um áratugaskeið. Viðhorf þessara tveggja
flokka eru gerólík. Vafalaust eru margir Sjálfstæðismenn þeirrar
skoðunar, að samstarf við kommúnista í ríkisstjórn komi ekki til
greina.
Grundvallarskilyrði af hálfu Sjálfstæðisflokksins í viðræðum um
myndun nýsköpunarstjórnar yrði að sjálfsögðu það, að haldið yrði fast
við þá stefnu í utanríkis- og varnarmálum, sem Alþýðuflokkur og
Sjálfstæðisflokkur eru sammála um. Annað meginskilyrði af hálfu
Sjálfstæðisflokksins, ef hann tæki þátt í viðræðum um stjórnarmynd-
un, hlyti að vera það, að aðildarflokkar ríkisstjórnarinnar kæmu sér
saman um mjög nákvæma og skýra áætlun um að ráða niðurlögum
verðbólgunnar t.d. á næstu tveimur árum og að í engu yrði á því
tímabili hvikað frá þeirri áætlun, sem flokkarnir kæmu sér saman um,
ella væri stjórnarsamstarfi af hálfu Sjálfstæðisflokksins lokið.
Það kemur í ljós á næstu dögum hver afstaða flokkanna verður til
1 ugmynda Benedikts Gröndals um tilraun til myndunar nýsköpunar-
jórnar. En hollt er að hafa í huga, að slík stjórnarmyndun er ekki
uðveld.  Sjálfsagt  er  engum  það  ljósara  en  einmitt  formanni
\ lþýðuflokksins, sem nú hefur tekið að sér að gera þessa tilraun í
samræmi við augljósa niðurstöðu kosninganna.
Rœtt við fataframleiðendur um erfíðleika fataiðnaðarins
Fataiðnaðurinn í landinu á við mikla erfiðleika að stríða um þessar mundir eins og fram hefur komið í fréttum
Mbl. og ræddi blaðið í gær við þrjá framleiðendur í þessari iðngrein. Voru þeir beðnir að lýsa ástandinu og tjá
sig um hverjar væru helztu leiðir til lausnar vandanum og fara viðtölin hér á eftir>
Bjarni Björnsson forstjóri Dúks h.f.:
Mikil óvissa um síð-
asta ársf jórðunginn
Dúkur h.f. heitir fyrirtæki sem
framleiöir fatnað, einkum buxur
karlmanna og kvenna, en ýmsar
aðrar flíkur einnig. Bjarni Björnsson
er forstjóri fyrirtækisins og ræddí
Mbl. við hann en ásaml honum sjá
um daglegan rekstur fyrirtækisins
tveir synir hans, Birgir og Björn.
— Það er ekki hægt að segja
annaö en að ákaflega mikil óvissa ríki
hjá okkur hvaö snertir seinasta
ársfjórðunginn, sagði Bjarni, en veröi
ekkert gert af því sem liggur í augum
uppi að gera þurfi, til dæmis aö jafna
launahlutfallið í framleiðslunni, þá
verður óvíst hvað muni gerast á
seinasta ársfjórðungnum.
— Launahlutfalliö hefur aukist
ískyggilega og eftir því sem ég fæ
bezt séö eru laun í fataiðnaði nokkru
hærri hjá okkur en í nokkru ööru
landi aö meðtöldum Bandaríkjunum,
en þar eru nú 2,65 dalir lágmarks-
laun. En Bandaríkin hafa einmitt
oftast veriö með hæstu launin í
þessari atvinnugrein, og eru nú
komin þó nokkuð undir okkur og
borið saman við litlu fyrirtækin okkar
er samkeppnisaðstaða þeirra mun
betri.
— Segja má að innflutningurinn
ráði verölaginu, innflutningurinn og
þessi erlenda samkeppni og þess
vegna veikir gengisskráningin og
launakostnaöurinn samkeppnisað-
stöðu okkar.
Aö síöustu tjáöi Bjarni sig um
hugsanlega lausn:
— Viö teljum okkur geta haldiö
áfram framleiöslunni aö því tilskyldu
að viö búum viö sömu aðstöðu og
erlendir keppinautar okkar. í því felst
margt, eins og Félag ísl. iðnrekenda
Björn Bjarnason (t.v.) og Birgir sji ásamt föður slnum Bjama Björnssyni
um daglegan rekstur fyrirtækisins, en Bjarni var ekki við Þegar myndin
var tekin.
hefur margoft bent á og er erfitt að
benda á nokkur einstök atriði í stuttu
máli. Viö bíöum aögerða stjórnvalda
og krefjumst þess að ekkert verði
gert án þess aö tekið sé fullt tillit til
hagsmuna iðnaðarins, hann er orðinn
það snar þáttur í atvinnulífi okkar að
taka veröur fullt tillit til hans. Það er
greinilegt að vöruverðið og tízkan
ræöur mestu um val fólks á varningi
þegar þaö kaupir föt og þá viröist
ekki skipta máli hvort um íslenzka
eða erlenda framleiðslu er aö ræða,
og þess vegna verður að gera okkur
samkeppnishæfa til að geta gert fólki
kleift aö velja íslenzkt.
Björn Guðmundsson framkvstj. Sportvers:
Þurfum jafnan aðgang
að lánsfé og rétt gengi
wmm
Björn Guðmundsson framkvæmdastjóri Sportvers
stendur her í lagernum.
— VIÐ HÖFUM náttúrlega ekki
misst móðinn, en hitt er annaö að
við njótum ekki sömu aðstöðu og
aðrar atvinnugreinar hvað varðar
lánskjör á afurðalánum, pví bæði
eru vextir og lánskjörin sjalf heldur
Drengri hjá okkur, sagði Björn
Guðmundsson, forstjóri Sportvers,
begar Mbl. spurði hann hvernig
ástandið væri í fyrirtæki hans.
— Hjá okkur vinna nú um 70
manns aö framleiðslunni og ef viö
teljum starfsfólk verzlananna og
skrifstofunnar með þá nálgast talan
100 manns.
Hver eru helztu vandamálin í
fataiönaöinum?
— Þaö má segja að hlutur launa
og fjármagnskostnaöar hækki stöð-
ugt og hefur sú þróun staöiö yfir nú
um nokkurt skeið. Við þurfum að
selja okkar vöru á föstu veröi alllangt
fram í tímann og reynum aö reikna
inn í verðið fyrirsjáanlegar hækkanir,
en þaö kemur oft eitthvaö nýtt uppá
þannig aö ekki veröur allt séö fyrir.
Viö eigum í stööugri samkeppni við
innflutt föt og meðan launabreytingar
á töxtum Iðju fara langt fram úr
hækkunum á gengi þá gefur þaö
auga leið að við veröum undir og
þróunin er öll í þá átt. Launahlutfalliö
í framleiöslukostnaöinum fer sífellt
hækkandi. Það er að vísu mjög
misjafnt eftir því hvers konar föt er
veriö aö framleiöa, en hlutur launa í
kostnaöi hjá okkur er langtum meiri
en í samkeppnislöndunum og því
verðum við undir.
Hverjar eru helztu leiðir til úrbóta?
— Þær eru meðal annars að ekki
er enn búiö að gera þær ráöstafanir
sem gera átti þegar Efta-aðildin var
ákveðin og við þurfum að fá jafnan
aðgang aö lánsfé og fá gengiö skráö
rétt.
Björn Guðmundsson sagöi aö um
þessar mundir væru sumarleyfi að
hefjast hjá fyrirtækinu, en sagöist
samt vera bjartsýnn og heföi það nóg
verkefni í nokkra mánuði eftir að
sumarleyfum lyki, en sjá yröi til um
hvert framhaldið yrði í árslok.
Fyrirtækið Solido hefur starfað
um 30 ára skeið og annast »að
fataframleiöslu til sölu bæðí innan-
lands og erlendia. Mbl. hitti t>»r að
máli Þá Þórhall Arason og Ásbjðrn
Björnsson sem eru eigendur fýrir-
tækisins og ræddu Þeir um rekstr-
arvanda fataiðnaðarins.
— Við framleiöum barnaföt, ungl-
ingaföt og föt fyrir fulloröna og erum I
brautryðjendur á sviöi útflutnings á
tilbúnum fatnaði úr ullarvoö og
höfum annast það í samvinnu við
Álafoss.
— Vandinn, sem við er aö glíma,
er svipaöur því sem lýst hefur verið,
sögðu þeir félagar, en hann er sá t.d.
varðandi útflutning okkar aö þau
lönd sem við seljum til búa við 2—5%
verðbólgu og því ekki hægt að
hækka í veröi flíkur sem þangaö eru
seldar um meira en 7—8%, meöan
við búum við 42% veröbólgu og laun
hafa hækkaö aö meöaltali um
185,7% á 3 mánuðum og garnið frá
Áiafossi t.d. hækkaö um a.m.k.
30—40% á tæpu ári.
— Sala á innaniandsmarkaði hef-
ur verið góð og nóg verkefni eru
framundan í einhverja mánuði, en
samkeppnin erlendis frá er slík aö viö
verðum að haga verðlagningu okkar
í samræmi viö hana. Tilkostnaður
allur hjá okkur er oröinn slíkur aö
þetta er búið spil.
Þeir nefndu síöan nokkrar tölur um
launahækkanir á tímabilinu janúar til
júní í ár en þær eru samtals 30,5%.
Á tímabilinu  1.1.1976 —  1.1.1978
Forráðamenn Solido:
Biðjum ekki um forrétt-
indi aðeins jafnrétti
Þórhallur Arason (t.v.) og Ásbjörn Björnsson, eigendur Solido  Ljósm.
Emilía.
hafa laun hækkaö um 185,7% og
hefur  Bandaríkjadalur  hækkaö  á
sama tíma um 52%.
— Það er ekki fyrirsjáanlegt ann-
aö en að segja veröur upp starfsfólki
og gefa petta allt upp á bátinn aö
óbreyttum aöstæöum, sögöu þeir
ennfremur.  Launahækkanirnar síö-
ustu hafa oröiö þess valdandi aö
þetta er orðið vonlaust. Meö þessu
eigum við ekki viö þaö aö fólkið þurfi
ekki þessi laun, heldur hitt aö hlutfall
launanna í framleiöslukostnaöi er
orðið svo hátt aö verðið stenzt ekki
samanburö viö verö innfluttrar vöru
vegna þess að viö getum ekki velt
laununum út í verölagiö lengur. Viö
getum tekið sem dæmi þau launa-
tengd gjöld, sem við þurfum aö
greiöa en þau eru um þaö bil 48%.
Tímakaupiö á taxta löju eftir fjögurra
ára starf er í fyrsta flokki 856 krónur.
Sé launatengdu gjöldunum bætt ofan
á þessa tölu veröur hún um 1.266
krónur. Viö þurfum aö reikna meö
þeirri tölu þegar við gerum verðút-
reikninga, þannig aö af þessu dæmi
sést kannski nokkuö hvernig staðan
er.
Þeir voru beðnir að nefna einhver
dæmi um lausnir:
— Lausnin er sú að leiörétt verði
nokkuö gengisskráning og teljum viö
aö Bandaríkjadalurinn ætti að vera
a.m.k. 330 krónur en ekki 260 eins
og hann er nú, en þegar Fél. ísl.
iönrekanda samþykkti að gengiö yröi
í Efta var því lofað af stjórnvöldunum
aö gengiö yrði sem réttast skráö.
Vaxtakostnaöur hjá okkur er mun
hærri en bæði í hliöstæöum atvinnu-
greinum hérlendis, en hjá okkur er
hann allt aö 40% og bera vöruvíxlar
t.d. 24% vexti. Nefna má einnig að
óhóflegur innflutningur á fatnaöi sem
framleiddur er á láglaunasvæöum
Framhald á bls. 21
Stjórnar-
myndanir
1971 og74
FORSETI ÍSLANDS, hr. Kristján Eldjárn, hefur nú íalið Benedikt
Gröndal formanni Alþýðuflokksins að hafa forystu um viðræður milli
stjórnmálaflokkanna til myndunar nýrrar ríkisstjórnar sem njóti
meirihlutafylgis á Alþingi. Af þessu tilefni rifjar Mbl. hér á eftir upp
gang viðræðna við myndanir tveggja síðustu ríkisst jórna. ráðuneytis
Geirs Hallgrímssonar og ráðuneyti's Ólafs Jóhannessonar, vinstri
stjórnarinnar svokölluðu.
Ráðuneyti Geirs Hallgrímssonar á ríkisráðsfundi.
Myndun vinstri
stjórnarinnar 1971
Alþingiskosningar fóru fram 13.
júní 1971 og misstu þá Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðuflokkur þing-
meirihluta sinn, sem þeir höfðu
haft í 12 ár.
Ólafur Jóhannesson formaður
Framsóknarflokksins og Ragnar
Arnalds formaður Alþýðubanda-
lagsins túlkuðu úrslit kosninganna
strax á þann veg að rökrétt væri
að samstarf hæfist milli stjórnar-
andstæðinga en sigurvegari kosn-
inganna, Hannibal Valdimarsson,
formaður Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna, fór hægar í sakirn-
ar.
Forseti íslands, hr. Kristján
Eldjárn, átti óformlegar viðræður
við formenn stjórnmálaflokkanna
í vikunni eftir kosningar og
föstudaginn 18. júní var haldinn
fundur í framkvæmdastjórn og
þingflokki Framsóknarflokksins,
þar sem „fallizt var á skoðun Ólafs
Jóhannessonar, formanns Fram-
sóknarflokksins, að samstjórn
stjórnarandstöðuflokkanna væri
rökrétt afleiðing kosningaúrslit-
anna," eins og segir í Mbl. daginn
eftir. Eftir þennan fund, lýsir
Ólafur Jóhannesson sig reiðubúinn
að athuga möguleika á myndun
nýrrar ríkisstjórnar. Miðstjórn
Alþýðubandalagsins hélt einnig
fund þennan föstudag og segir
Ragnar Arnalds formaður Alþýðu-
bandalagsins í samtali við Mbl. að
miðstjórnin hafi heimilað þing-
flokki bandalagsins og miðstjórn
að hefja viðræður við stjórnmála-
flokkana um myndun nýrrar
ríkisstjórnar. Segir Ragnar þá að
ekki væri útilokað að þær viðræð-
ur ættu eftir að ná til Alþýðu-
flokksins líka.
Forseti ísland Kristján Eldjárn
kvaddi svo Ólaf á sinn fund að
morgni laugardagsins 19. júní og
„fór þess á leit við hann, að hann
gerði tilraun til myndunar ríkis-
stjórnar" eins og sagði í tilkynn-
ingu skrifstofu forsetans þar um.
Framkvæmdastjórn og þing-
flokkur Samtakanna komu saman
til funda mánudaginn 21. júní og
fimmtudaginn 24. júní og var þar
fallizt á að taka þátt í viðræðum
við Framsóknarflokkinn og Al-
þýðubandalagið um myndun ríkis-
stjórnar og lögðu Samtökin til að
Alþýðuflokknum yrði einnig boðið
til viðræðnanna.
Fulltrúar  flokkanna  þriggja
Flokksráð Alþýðuflokksins kom
saman til fundar mánudaginn 28.
júní en honum var frestað án þess
að afstaða væri tekin til tilboðs
Olafs Jóhannessonar. Hinir flokk-
arnir þrír héldu áfram viðræðum
sín í milli.
Flokksráð Alþýðuflokksins kom
aftur saman á þriðjudagskvöld og
daginn eftir sendi flokksstjórn
Alþýðuflokksins Ólafi Jóhannes-
syni bréf þar sem þátttöku í
stjórnarmyndunarviðræðum var
hafnað.
Svar Alþýðuflokksins skapaði
ekki „ný viðhorf í viðræðunum'' að
sögn Olafs Jóhannessonar.
En mánudaginn 5. júlí sam-
þykkti Alþýðuflokkurinn að óska
Ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar á rflrisráðsfundi. A myndina vantar
annan ráðherra Samtakanna, en Hannibal Valdimarsson var hann
fyrst og síðan Björn Jónsson sem sagði svo af sér ráðherradómi.
Olafur Jóhannesson greip þá til þess ráðs að rjúfa þing og boða til
nýrra kosninga.
komu svo saman til fundar að
morgni föstudags og síðar um
daginn sendi Ólafur Jóhannesson
formaður Framsóknarflokksins
Gylfa Þ. Gíslasyni formanni Al-
þýðuflokksins bréf þar sem Al-
þýðuflokknum var boðin þátttaka
í viðræðum um samstarf og
myndun ríkisstjórnar.
Geir  Hallgrímsson tekur við embætti  forsætisráðherra af ólafi
Jóhannessyni
eftir viðræðum við Samtökin og
Alþýðubandalagið um sameiningu
jafnaðarmanna. Samtökin sendu
Alþýðuflokki og Framsóknarflokki
bréf með tillögu um sérstakt
sameiningarráð þessara þriggja
flokka til að sameina jafnaðar- og
samvinnumenn. Stjórnarmyndun-
arviðræður Framsóknarflokks, Al-
þýðubandalags og Samtakanna
héldu áfram.
Miðvikudaginn 7. júlí eru fundir
í þingflokkum og fram-
kvæmdastjórnum Framsóknar-
flokksins og Alþýðubandalagsins
og Samtökin halda svæðafundi,
þar sem rædd eru drög að
málefnasamningi þessara þriggja
flokka. Daginn eftir koma við-
ræðunefndir flokkanna aftur sam-
an og stóð sá fundur fram á kvóld
og að loknum næsta fundi laugar-
daginn 10. júlí sendi Ólafur
Jóhannesson frá sér fréttatilkynn-
ingu þar sem sagði að samkomulag
um málefnasamning hefði tekizt
milli Framsóknarflokksins, Al-
þýðubandalagsins og Samtakanna
og einnig um verkaskiptrngu. „Frá
þessari niðurstöðu hefi ég skýrt
forseta Islands og frá stjórnar-
myndun verður ekki gengið form-
lega fyrr en í næstu viku."
Ólafur Jóhannesson gekk svo á
fund forseta íslands að morgni
þriðjudagsins 13. júlí og skýrði
honum frá málefnasamningnum
og lagði fram ráðherralista sinn.
Ráðuneyti Jóhanns Hafsteins,
sem baðst lausnar fyrir sig og
ráðuneyti sitt 15. júní, var svo
veitt lausn frá störfum laust fyrir
hádegi 15. júlí og klukkan 15:30
þann  dag  var  haldinn  annar
fundur að Bessastöðum þar sem
ráðuneyti Ólafs Jóhannessonar tók
formlega við völdum.
Ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson-
ar sat ekki út kjörtímabilið, þar
sem þrír þingmenn Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna féllu
frá stuðningi við hana, fyrst
Bjarni Guðnason og síðan Hanni-
bal Valdimarsson og Björn Jóns-
son.
Til vantrauststillögu á Alþingi
kom ekki þar sem Ólafur Jóhann-
esson rauf þing og boðaði til nýrra
kosninga.
Ríkis%tjórn
Geirs Hallgrímssonar
tekur við
Eftir þingrof Ólafs Jóhannes-
sonar fóru fram kosningar til
Alþingis 30. júní 1974 og 2. júlí
baðst Ólafur Jóhannesson lausnar
fyrir sig og ráðuneyti sitt.
Hinn 3. júlí ræddi forseti
íslands, hr. Kristján Eldjárn, við
alla formenn flokkanna, sem
fulltrúa höfðu á Alþingi um
stjórnarmyndunartilraunir. Voru
þetta könnunarviðræður. Hinn 5.
júlí kvaddi svo forsetinn Geir
Hallgrímsson, formann Sjálfstæð-
isflokksins, á sinn fund. I fréttatil-
kynningu frá skrifstofu forseta
íslands sagði: „Síðdegis í dag
kvaddi forseti Islands formann
Sjálfstæðisflokksins, Geir Hall-
grímsson, á sinn fund og óskaði
þess, að hann kannaði, hverjir
möguleikar væru á, að mynduð
yrði undir forystu Sjálfstæðis-
flokksins ríkisstjórn, er nyti
meiríhluta á Alþingi."
Þennan sama dag sagði Ragnar
Arnalds, formaður Alþýðubanda-
lagsins, að hann vonaðist til þess
að formaður Sjálfstæðisflokksins
ræki sig á vegg. Geir Hallgrímsson
hófst hins vegar handa um að afla
gagna um stöðu þjóðmála og
stofna til viðræðna.
Hinn 16. júlí hafði Geir Hall-
grímsson fengið þau gögn, sem
hann hafði beðið um um efnahags-
mál þjóðarinnar frá hagrann-
sóknadeild Framkvæmdastofnun-
ar og óskaði hann í framhaldi af
því eftir viðræðum um könnun á
samstöðu til lausnar efnahags-
vandanum. Var formlegt bréf sent
formönnum annarra stjórnmála-
flokka hinn 16. júlí. Alþingi var
jafnframt kvatt saman og var það
sett hinn 18. júlí hinn sama dag og
Alþýðuflokkurinn svaraði fyrstur
málaleitan Geirs Hallgrímssonar
og kvaðst tilbúinn til viðræðna
allra flokka. Hinn 19. júlí barst
hins vegar svar fráfarandi stjórn-
arflokka, Framsóknarflokks, Al-
þýðubandalags og Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna, þar sem
flokkarnir kváðust reiðubúnir til
viðræðna um efnahagsvandann, en
ekki stjórnarmyndun. Hinn 20. júlí
óskaði síðan Geir formlega-eftir
viðræðum við Framsóknarflokk og
Alþýðuflokk og 22. júlí hafnaði
Ólafur Jóhannesson þeim viðræð-
um. Sama dag var Gylfi Þ.
Gíslason kjörinn forseti samein-
aðs alþingis, og sama dag hafnaði
Alþýðuflokkur einnig viðræðum
við Sjálfstæðisflokk og Framsókn-
arflokk. Hinn 24. júlí fór síðan
Geir Hallgrímsson á fund forseta
íslands og skýrði honum frá því að
könnun hans hefði ekki leitt til
jákvæðrar niðurstöðu. Fól þá
forseti íslands Ólafi Jóhannessyni
Framhald ábls. 21
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36