Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JUÚ 1978

25

Á tímabilinu 1905 — 1940,

lögðu Norömenn litla áherslu á

landvarnir, og fylgdust ekki

nægilega vel með þróuninni á

sviði hermála. Afleiðingarnar

urðu þær að þegar Þjóðverjar

réðust á landið 1940 var lítið um

varnir. Höfðu Norömenn þá nær

enga skriðdreka, né flugher, en

Þjóðverjar höfðu hvort tveggja

í ríkum mæli. Þrátt fyrir þetta

tókst norska hernum að halda

uppi vörnum í tvo mánuði.

Einnig tókst hernum að hindra

það að Þjóðverjar næðu norsku

konungsfjölskyldunni og ríkis-

stjórn landsins. Tókst konungi

og stjórn að flýja til Englands.

Sem æðsti maður norska hers-

ins og þjóðhöfðingi, eggjaði

konungur landsmenn sína til að

halda áfram baráttunni, bæði

utan lands og innan. í útlegðinni

í Englandi, varð hann sam-

einingartákn þeirra sem vildu

berjast fyrir frelsi lýðs og lands,

og við heimkomuna árið 1945

varð hann til að tendra gleði

frelsisunnandi Norðmanna.

Á stríðsárunum höfðu norskir

hermenn aðsetur á Bretlands-

eyjum, og gerðu þaðan strand-

högg á stöðvar Þjóðverja í

Noregi. Einnig tókst Norðmönn-

um að koma á fót skæruliða-

sveitum víðsvegar í Noregi, og

unnu þær Þjóðverjum talsvert

tjón, einkum undir stríðslokin.

Árið 1949 gengu Norðmenn í

varnarbandalagið NATO, enda

þótti mörgum Norðmanninum

sem útþenslustefna Rússa í

A-Evrópu gæfi ástæðu til auk-

innar varnarsamstöðu vest-

rænna lýðræðisþjóða. Mikill

meirihluti norsku þjóðarinnar

er fylgjandi varnarsamstarfi

þessu, og telur að öryggi þjóðar-

innar og frelsi sé best tryggt

með sterkum landvörnum.

Það er staðreynd að síðustu

350 árin hefur norski herinn

marga hildi háð og oft varið

land af miklu kappi. Þegar farið

hafa saman góð vopn og sterk-

ur baráttuvilji, hefir stríðsgæf-

an reynst hliðholl. Lélegar

varnir og lítill baráttuvilji

bjóða hinsvegar lia ttunni heim.

með ósigra og ófreisi í för með

sér. Þetta hafa Norðmenn lært

af reynslunni og þeir hafa lært

það að með vopnum skal land

verja.

ekki skrimt, þá er aðalatriðið að fá

meira í eyðsluna og ekki borgar sig

að leggja inn á banka, segir hin

ráma rödd og þó vill hún fá lán í

bönkunum sem enginn vill leggja

inn í, svona einfalt er þetta allt.

Og svo kemur þakkaróður nútím-

ans sunginn við öll tækifæri í tíma

og ótíma: Allir eru að gera það

gott — nema ég. — Og svo er eitt.

Staðreyndirnar  tala  sínu  máli.

Agirnd vex með eyri hverjum en

ekki ÁNÆGJA að sama skapi. Og

það gerir lítið til þótt líkaminn fái

sína útreið í þessu velmegunar-

kapphlaupi með vökum, áfengis-

drykkju, eiturlyfjum og öðru sem

kryddar lífið í leitinni — hinni

eilífu leit að því að hafa það

BETRA en hinn. Horfa alltaf á

náungann og stynja: Allir eru að

gera það gott. Og þá kemur upp

þessi hugsun. Hvað er eiginlega

fólgið í því að hafa það gott?

Hvernig skilgreina menn það

orðtak? Ekki er fólkið ánægðara

en þegar ég var barn að aldri, en

þá þakkaði maður fyrir þegar

gömul kona rétti að manni grá-

fíkju eða sveskju og var jafnvel til

með að kyssa hana í staðinn. En

nú eru allir að gera það gott —

nema ég — þakklætið er orðið á

annan veg og allir sem stjórna

hafa ekki vit á því hvað þeir eru

að gera og svona syngja hinar

rámu raddir í kór. Það er líka

ekkert áhlaupaverk að stjórna

þjóð sem hefir ekkert á nösunum

annað en krónugleraugun og

gleymir sjálfri sér í uppbyggingu

heimsins verðmæta í stað þess að

Brldge

Umsjón ARNÓR

RAGNARSSON

Bikarkeppni

B.S.Í. og aðal-

fundur B.R.

Bridgefélag Reykjavíkur gef-

ur öllum þátttakendum í Bikar-

keppni Bridgesambands íslands

kost á aðstöðu til að ljúka

leikjum sínum í Domus Medica

laugardaginn 15. júlí kl. 12.30.

Er þetta fyrst og fremst

hugsað sem þjónusta við félags-

menn en fyrst aðstaðan verður

fyrir hendi er sjálfsagt að gefa

einnig öðrum kost á að notfæra

sér hana.

Bikarkeppnin er skemmtileg

útsláttarkeppni og var endur-

vakin í fyrra eftir nokkurra ára

hlé. Þá útvegaði félagið sams

konar aðstöðu og nú er engri

sveit frá félaginu tókst að

komast í úrslit. Sigurvegari varð

sveit Ármanns J. Lárussonar

frá  Bridgefélagi  Kópavogs og

hafa B.R.-menn fullan hug á að

ná titlinum Bikarmeistarar

1978. Enda var þetta í fyrsta

sinn um margra ára skeið, sem

meiriháttar titill hafnar ekki

hjá sveit innan félagsins. Og að

sjálfsögðu eru áhorfendur

velkomnir.

Aðalfundur BR verður hald-

inn þriðjudaginn 18. júlí kl.

20.30 á sama stað.

Verða þá afhent verðlaun fyrir

allar keppnir vetrarins og

stjórnarkjör. Auk þess verða

rædd þau mál, sem ástæða þykir

til að mati fundarmanna. Á

fundinum verða einnig afhentir

síðustu bronsstigamiðar starfs-

ársins og eru félagsmenn sér-

staklega beðnir að láta ekki hjá

líða að skrá stig sín hjá

meistarastiganefnd B.S.Í. þar

sem ný skrá á að koma út í

sumarlok.

Sumarspila-

mennska

Asanna

í Kópavogi

Spilað var í tveimur riðlum í

sumarspilamennskunni     sl.

mánudag.

Urslit urðu þessi:

Ariðill.

Sigfús Þórðarson —

Vilhjálmur Pálsson      203

Óli Már Guðmundsson —

Þórarinn Sigþórsson     193

Jón Hilmarsson —

Oddur Hjaltason        187

Sævar Þorbjörnsson —

Sigurður Sverrisson

183

B-riðilh

Sigurður Sigurjónsson —

Trausti Finnbogason     181

Hrólfur Hjaltason —

Baldur Kristjánsson     178

Þorlákur Jónsson —

Haukur Ingason        173

Erla Jónsdóttir —

Gunnar Þorkelsson      173

Meðalskor var 165.

Að venju verður spilað á

mánudaginn í r'élagsheimili

Ktipavogs. Allir eru velkonmir

meðan húsrúm levfir.

48 tonnum af

áburði  og

fræi dreift

DOUGLAS ÁBURÐARVÉL

Landgræðslunnar var að sá í

Mývatnsöræíin í fyrradag og

var dreift alls yfir daginn 48

tonnum af áburði og fræi.

í samtali við Harald Snæhólm

flugstjóra, sem vann við dreif-

inguna í gær, er reiknað með

vikutörn í áburðarflugi á

Mývatnssvæðinu og þar í kring.

Haraldur kvað gufusvæðið í

Gjástykki hafa gefið svolítið í

þegar líða tók á daginn því

gufumökkur hefði verið heldur

meiri.

bvggja sig upp andlega. Maðurinn

í dag er friðvana. Hann er alltaf

að leita að friði. Hann heldur að

friðurinn finnist í brennivínsflösk-

unni, jafnvel á botni hennar,

þessvegna er hún tæmd í botn, en

þar er ekkert að finna nema

timburmenn og hausverk, og svo

samvískubit ef samviskan er þá í

skorðum. Margur leitar langt að

því, sem liggur hendi nærri. Þetta

sungum við í æsku í staðinn fyrir

bihbidi babbidi bú nútímans. Ef til

vill er þarna kjarni málsins þegar

allt kemur til alls.

í Bók Bókanna standa þessi orð:

Minn frið GEF ég yður ... og þó

eru menn að kaupa sér frið sem er

ekkert annað en ófriður, bæði á

heimilum og annarsstaðar, og

endar með upplausn og einhverju

verra. Minn frið gef ég yður. Það

er eins og menn vilji ekkert fá

gefins í dag. Heldur kaupa og nógu

dýrt. . . það sýnir reynslan.

En hvernig væri nú að fara að

taka alvöru lífsins með í dæmið og

frið þann og fögnuð sem enginn

getur frá manni tekið?

Ég var um daginn í Vatnaskógi

á kristilegu móti. Þar var fallegur

og elskulegur unglingaskari sem

söng guði lof og dýrð og ÞAKK-

AÐI hans gjafir. Það var gaman

að sjá ljómann í andlitunum. Þar

var einnig ellin með en hún var svo

glöð, söng með og tók þátt í

þakkaróðnum og þar hefði engum

dottið í hug að syngja þennan

sultarsöng, sem eru upphafsorð

þessara hugleiðinga. Allir eru að

gera það gott — nema ÉG.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36