Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 148. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLI 1978

33

VELVAKANDI

SVARAR í SÍMA

0100 KL  10 — 11

FRÁ MÁNUDEGI

sem berst gegn öryggi landsins,

hlýtur að mega kalla landráðafólk.

Það er betra fyrir þjóðina að vera

í Nato og hafa herinn því þá er

öryggi og sjálfstæði okkar borgið

því enginn hugsandi íslendingur

vill að þjóðin verði önnur Síbería.

Haraldur Hermannsson."

• Saga af

hundahaldi

— Mig langar að greina frá

litlu atviki, sagði kona nokkur sem

sagðist vera á móti hundahaldi í

borg, — og hún er á þá leið að

stúlka nokkur fimm ára var að

koma til vinkonu sinnar í heim-

sókn er krakkar í næsta húsi öttu

hundi sínum á hana. Hann stökk

á stúlkuna sem varð yfir sig

hrædd,  én  hlaut  ekki  meiðsli.

Móðir vinkonunnar sá þetta og tók

stúlkuna náföla frá hundinum og

var hún lengi að jafna sig á

þessum atburði. Ég man þetta vel

því ég kom þarna að líka, en þetta

gerðist fyrir alllöngu. Þessa sögu

vil ég aðeins segja til að minna á

að hundar geta verið til hinna

mestu óþurfta þótt þeir séu beztu

skepnur og mér líkar líka vel við

þá. En í meðferð barna er hægt að

etja þeim út í ýmislegt misjafnt

jafnvel þótt hundarnir séu að öllu

leyti hættulausir. Ég man líka

þegar farið var með hund héðan úr

nágrenninu út á kvöldin og hann

látinn gera þarfir sínar, stundum

á leiksvæði barnanna hér í blokk-

inni og varla telst það mjóg

þrifalegt. Misbrest á hreinlæti í

meðferð hunda tel ég nóga ástæðu

til að banna hundahald og líka þau

dæmi, fá að vísu, sem hundar hafa

bitið fólk eða ráðizt að því.

• Loka læknum?

Hvernig er siðgæði íslendinga

komið? spurði kona nokkur og átti

þá við atburði við Læragjá eða

lækinn í Nauthólsvík. Hvernig

stendur á því að menn geta leyft

sér þá hegðan, sem lýst er að eigi

sér stað á stundum í þessum læk?

Án efa vita útlendingar t.d. af

þessu og varla líður langur tími

þar til við verðum gerð að

einhverju viðundri í heimspress-

unni. Mér finnst að lögreglan ætti

hreinlega að loka læknum og þessu

svæði öllu og benda fólki á að til

eru sundlaugar, sem eru mun

hreinlegri og betra að nota, jafnvel

þótt eitthvað kosti að fara ofan í

þær.

Þessir hringdu . .

Gangstétta-

hreinsun

Borgari nokkur kvaðst vilja

koma á framfæri þeirri ábendingu

til eigenda og umráðamanna

söluturna í borginni að þeir gerðu

sér far um að hafa snyrtilegt utan

dyra við söluturna sína ekki síður

en innan. Sagði hann að helzt ætti

að skylda menn til að sópa

gangstéttina fyrir utan að kvöld-

inu, rétt um lokunartímann, því

jafnan bæri fólk mikið af alls kyns

bréfarusli með sér sem það fleygði

frá sér rétt utan við dyrnar.

Bærist þetta rusl síðan inn í

nálæga garða og lóðir og yrði af

því hinn mesti óþrifnaður.

• Herferð um

tillitssemi

Óli H. Þórðarson fram-

kvæmdastjóri Umferðarráðs kom

að máli við Velvakanda og vildi fá

að nefna svar við umræðum um

tillitsemi í umferðinni hjá Velvak-

anda í gær, að nú væri einmitt

hafin  á  vegum  Umferðarráðs

SKAK

Umsjón:

Margeir Pétursson

Á heimsmeistaramóti unglinga í

Innsbruek í Austurríki í fyrra kom

þessi staða upp í skák þeirra

Groszpeters. Ungverjalandi, sem

hafði hvítt og átti leik, og

búlgarans Georgievs.

21. RxeG! - fxeG. 22. Hd7 - HÍ7.

23. Rffi+! - Kf8. 21. Dxefi - Re7

(Eða 24 ... Dg6, 25. f5! - Rd4, 26.

fxe6 - Rxe6, 27. Hxf7 - mát) 25.

Hxe7! - Rxe5 (Ef 25 ... Hxe7 þá

26. Dg8 mát) 2fi. He8+ og svartur

gafst upp.

herferð, er hefði það að markmiði

að auka með fólki kurteisi og

tillitssemi í umferðinni. Nefndi

hann herferðina svokallaðar já-

kvæðar athuganir um ökulag

náungans, að menn ættu að taka

niður skrásetningarnúmer þess

bíls, sem ökumaðurinn sýndi af sér

kurteisi, t.d. hleypti öðrum bílum

út í umferðina, eða eitthvað í þá

átt. Eru menn beðnir að koma

þessum ábendingum á framfæri til

Umferðarráðs og í haust verður

síðar veitt einhver viðurkenning

þeim sem skarað hefur fram úr á

þessu sviði.

Hvaö býr O

ídjúpinu ¦

Unimetric

frá

LafayeHe

dýptarmælarnir

geta sagt

þér þaö

Unimetric 1000

fiskileitar og dýptarmælir.

• Hvít lína.

• Lóörétt ritun.

• Mælidýpt: 1000 fet.

• Sex  mismunandi

þrep.

t Pappírsritun, hæg

og hröó.

t Vatnspéttur.

t Með öllu til ísetn-

ingar.

Unimetric 960

fiskileitar og dýptarmælir.

t Hvít lína.

t Neista-mæliborð.

t Pappírsritun, hæg

og hröð.

t Tvö prep.

t Mælidýpt: 960 fet.

t Vatnspéttur.

t Með öllu til ísetn-

ingar.

Frábær reynsla og

bandarísk gæðaframleiðsla

tryggir góð kaup.

Sérlega hagstætt verð.

Heildsala — Smásala.

TÝSGÖTU 1

SI'MI -10450

PÓSTHÓIF-1071

REYKJAVÍK - ICELANO

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36