Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, PIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ Í978 m -ívc *; r,t . 4 p<<*«r U' / | ;í ! ' ll • * ' I ' - ■ ^ X . j" w' : *:?>WíWn: j •»-•, • ».«á>/a»..-..&&At£á0?Æ£Í&&*% -C * :> »mi 9» ■:: * ■ gggpr’" • Páll Ólafsson, hinn ungi og efnilcgi framherji Þróttar hefur vakið athygli fýrir góða leiki með liði sínu í sumar. Páll þykir mjög skæður við mark andstæðinganna og skot hans eru oft sannkölluð þrumuskot. Hér sést hann skora úr vítaspyrnu gegn Akurnesingum á dögunum og eins og sjá má er spyrnan gjörsamlega óverjandi. Ljósm. Mbl. gg. Bandarískur sigur í landskeppni við Rússa SIGUR í tveim sfðustu greinum iandskeppninnar f frjálsum íþróttum við Sovétmenn færðu Bandaríkjamönnum sigur í 16. landskeppninni milli þjóðanna. Hlutu Bandaríkin 190 stig gegn 177 stigum Sovétmanna. Er þetta í fyrsta skipti síðan 1%9 sem Bandaríkin sigra. Mjög góður árangur náðist í öllum greinum og hart var barist. I hástökkinu var mikið einvígi á milli heimsmethafans Yaschenko og Franklin Jakobs, báðir stukku þeir sömu hæð 2.26, en Yaschenko notaði færri tilraunir og sigraði því. í 200 m hlaupi sigraði Steve Williams, hljóp á 20.67 Sek. James Walker sigraði í 400 m grinda- hlaupi á 48,91 sek. James Robins- son sigraði í 800 m hl. á 1.46.9.þ. Eini sigur Sovétmanna í hlaupa- greinum karla var sigur Leonid Moseyev í 10.000 km hlaupi tími hans var 28.46.6 mínútur. Mac Wilkins sigraði í kringlukasti kastaði 65.98 metra. Arnie Robins- son sigraði í langstökki, stökk 8.01. m. I kvennagreinum gekk sovésku stúlkunum betur en þeim banda- rísku og sigruðu með 75 stigum gegn 71. Námskeið DAGANA 22. júlí til 3. ágúst n.k. gengst frjálsíþróttadeild KR fyrir byrjendanámskeiði í frjálsum íþróttum á Melavellinum. Nám- skeiðið hefst kl. 10 árdegis. Þátttakendur mæti til skráningar fyrsta daginn. Þátttökugjald er kr. 3500. KR-ingar sundknatt- leiksmeistarar íslands Óbreyttír leikdagar hjá ÍA AKURNESINGAR fengu í gær skeyti frá FC Köln þar sem segir að liðið geti því miður ekki breytt leikdögum í Evrópukeppninni. Er ástæðan sú, að Fortuna DUssel- dorf á leik í Evrópukeppninni 27. september og sú borg er of nálægt Köln til að tveir Evrópuleikir megi fara fram samtímis f báðum borgum. Samkvæmt þessu mun fyrri leikur Akurnesinga og FC Köln Þór sigraði 17:0! ÞAÐ hefur verið nóg að gera fyrir markmanninn í liði Hvatar í Grímsnesi er liðið lék í meistaraflokki karla í Skarphéðinsmótinu á móti Þór frá Þorlákshöfn nú í vikunni. Þór sigraði í leiknum með hvorki meira né minna en 17 mörkum gegn engu. 17—0, ótrúlega há markatala. Markahæstur Þórsara var Stefán Garðarsson sem skoraði átta mörk í leiknum. Leikið var að Borg í Grímsnesi. fara fram í Köln 13. september en seinni leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum eða Kópa- vogsvelli 27. september. Valsmenn og Vestmanneyingar hafa einnig hug á því að fá leikdögum breytt. Fregnir hafa borizt um það að Evrópusamband- ið hafi fallist á að Valur leiki fyrri leikinn gegn FC Magdeburg á heimavelli 13. september en þær fregnir hafa ekki verið staðfestar. Engar fregnir hafa borizt af málalokum hjá Eyjamönnum. ÞRJÚ lið tóku þátt í meistaramóti íslands í sundknattleik, Ár- mann, Ægir og KR. KR-ingum tókst að tryggja sér titilinn er þeir gerðu jafntefli við Ármann á mánudags- kvöld. Hefði Ármanni tekist að sigra í leikn- um hefðu öll liðin orðið jöfn að stigum. Var því mikil spenna í leiknum síðustu mínúturnar. Það var Haf- þór Guðmundsson sem tókst að jafna fyrir KR á síðustu mínút- unni og tryggja KR jafnteflið 4—4. Leikurinn þótti vel leikinn af beggja hálfu, og skemmtilegur á að horfa. Eftir leikinn afhenti Siggeir Siggeirsson KR-ingum verðlaunin. Þá var Sigurþóri Magnússyni afhentur platti þar sem hann var kjörinn besti leikmaður mótsins. Sigþór leikur í marki KR-liðsins. ÍSG 25 ára ÍÞRÓTTASAMBAND Grænlandsá 25 ára afmæli um þessar mundir. Nágrannar okkar eru einhver mesta íþróttaþjóð heimsins miöaö viö fólksfjölda þannig eru um 19000 félagar í Sambandinu en þaö eru um 38% af þjóöinni. Og Grænlendingar eru í sókn á íþróttasviðinu og hafa fullan hug á aö auka samstarf viö nágrannaþjóöir sínar. Ættu ís- lendingar ekki aö láta sitt eftir liggja til þess aö vegur íþrótta veröi sem mestur á Grænlandi. Aðalfundur AOALFUNDUR handknattieiks- deildar Fylkis veröur haldinn i félagsheimílinu fimmtudaginn 20. júlí n.k. kl. 20.30. Frumskógur 3. deildar Æ Olöglegir leikvellir, lög og reglugerðir fótum troðnar, æstir áhorfendur ráða ríkjum jafnt utan vallar sem innan Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi grein til birtingar. Hún fjallar um keppni 3. deildar og leik Grind- víkinga og Selfyssinga í deildinni um helgina, en Selfyssingar hyggj- ast kæra leikinn. Frumskógurinn hefur löngum þótt erfiöur yfirferðar, og hætturnar margar, hvaö þá ef reynt er aö leika knattspyrnu eftir lögmálum sem hvergi ættu aö finnast nema þá helzt þar. Þau viröast þó höfö aö leiöarljósi viö framkvæmd 3. deildar knatt- spyrnu á íslandi. Öll þau atriöi sem nefnd eru hér í upphafi greinar sjá dagsins Ijós í flestum knattspyrnuleikjum 3. deild- ar. Litlir, þurrir og ósléttir malarvellir líkjast fremur skeiövöllum en knatt- spyrnuleikvöllum. Enn sjást gömlu röramörkin sem reist hafa veriö af vanefnum fyrir fjöldamörgum árum. í mörgum tilfellum, þó ekki öllum sem betur fer, viröast lög og reglur K.S.Í. engan tilgang hafa viö framkvæmd leikja. Svo ekki sé talað um þátttöku þekkingarsnauöra áhorfenda í lelkj- um jafnt innan sem utan vallar. Þaö er ekki aö furöa þótt hrollur fari um sterkustu lið landsins, þegar þau lenda í kappleik viö þessar aöstæöur. Skiljanlegt er aö leikvöll- um, mörkum og fleira hafi veriö komið upp viö erfiö skilyröi og af vanefnum fyrir tug ára, en aö sömu viöhorf gildi enn í dag, áriö 1978, er til vansæmdar fyrir íþróttina. Mikil vinna og fórnfúst starf margra knattspyrnuliðsmanna er aö engu haft viö skilyröi sem þessi. Hér á eftir skal fariö fáeinum oröum um atvik sem geröust t áöurnefndum kappleik og sýna glöggt hvernlg umhorfs er í frumskóginum. í áöurnefndum leik er m.a. rétt- indalausum heimamanni falin sú mikla ábyrgö af dómara leiksins ,aö taka ákvöröun um hvort 3. mark heimaliösins sé löglega gert eður ei. Heföi dómari leiksins sem dæmir fyrir Knattspyrnufélagiö Víöi, sem er aðal keppinautur Selfoss um efsta sæti riöilsins, sýnt þá ábyrgö, sem hann tókst á hendur meö dómgæslu í þessum leik, heföi hann aldrel átt aö láta þessa réttindalausu heima- menn koma nálægt framkvæmd leiksins. Dómarinn kvaöst ekki hafa séö hvaö geröist viö áðurnefnt mark, en varö þess óneitanlega áskynja aö eitthvaö fór úrskeiöis, þar sem leikmenn, línuvöröur og áhorfendur sýndu þess glögg merki. Meöal annars stökk línuvöröur hátt í loft og veifaöi flagginu. Undirritaður var nærstaddur þegar þetta gerðist og sömuleiöls þjálfari Selfossliösins. Hann spuröi línuvöröinn hvort ekki væri um rangstööu aö ræöa, hann kvaö jú viö, en bætti viö, aö þessi leikmaöur heföi ekki tekiö upp þessa stööu á vellinum til aö hagnast á henni. Ég spuröi hann þá á hvaö hann heföi hefði þá verið að veifa. Svörin voru engin (Hann hefur trúlega veriö aö fagna marki heimamanna). Dóm- arinn sá ekki hvaö geröist, eins og áöur var sagt, en fór ekki þá leiö aö ræöa viö línuvöröinn um túlkun hans á lögum, sem hann ekki haföi réttindi til aö dæma um á þessum vettvangi. Heldur heimtaöi hann svar viö því hvort markiö væri gilt eöa ógilt. Línuvöröurinn var settur upp aö vegg meö dómarann og æstan áhorfendaskarann á móti sér. Niöur- staöan var, aö marklö væri gilt. Eftir leikinn viöurkenndi hinn rangstæöi leikmaöur aö um ólöglegt mark heföi verið aö ræöa. Viö umræöu dómara og þjálfara aökomullösins eftir leikinn, getur dómarinn þess aö viö heföum átt aö mótmæla línuvöröunum fyrir leikinn. Þjálfarinn fór á fund dómarans fyrir leikinn og fann aö lokum aö spjalii í búningsherbergi Grindvíkinga, og innti hann einmitt eftir því hvort allt væri ekki í lagi meö framkvæmd leiksins: Gat hann þess hvergi aö neitt væri brotlegt viö línuveröina. Þegar slík atvik sem þessi hafa komiö upp hér hjá okkur Selfyssing- um hafa dómarar undantekningar- laust getiö þess viö bæöi liö hvernig málum væri komiö, og ef heimamenn hafa verið á línunni, hafa þeir einvöröungu haft áhrif á smærri atriöi leiksins, en ekki aö þeir væru látnir einir skera úr um lögleg eöa ólögleg mörk. Ennfremur skal þess getið að rá ist var á þjálfara Selfossliösfns af áhorfanda og honum sagt aö héldi hann ekki kjafti, skyldi hann sjá til þess. Þjálfarinn kom út úr þessum meö rifinn fatnaö. Undirritaður er þess vel vitandi aö atvik sem þessi eru ekki einsdæmi. Þau hafa því verr og miöur oft gerst áöur, en enn merkiiegra er þó, aö félög skuli Ikáta slíkt óátaliö ár eftir ár. Ef viö ætlum einhvern tíma aö koma út úr frumskóginum og leika eftir sömu leikreglum og þeir stóru, ber félögum aö mótmæla slíkum atvikum kröftuglega og skora á stjórn K.S.Í. aö hún vinni betur að markmiöum sínum, sem eru m.a. aö sjá til þess, aö lögum og reglugerö- um K.S.Í. sé framfylgt. Til þess veröa lög til aö fariö sé eftir feim. Viö stefnum allir að sama marki: aö gera veg knattspyrnunnar sem mestan og heilbrigöastan, þaö tekst ekki meö því aö láta atvik sem þessi óátalin. F.h. Knattspyrnudeildar U.M.F Selfoss. Guömundur Axelsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.