Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JULÍ 1978 35 ísland tapaði 4-1 fyrir V-Þjóðverjum ÍSLENDINGAR töpuðu 4—1 íyrir V-Þjóðverjum í gærkveldi í Norðurlandamóti unnlinna í knattspyrnu sem fram íer í Nyköping í Danmörku. Þá sigruðu Norðmenn Finna í hinum riðlinum 3—0. í leik íslendinga og V-Þjóðverja í gær var þýska liðið áberandi betra og hafði í fyrri hálfleiknum talsverða yfirburði. Það var þó ekki fyrr en á 14. mínútu hálfleiksins sem þeir skora fyrsta markið og rétt mínútu síðar bæta þeir öðru við. Bæði mörkin voru frekar ódýr og komu eftir slæm varnarmistök. Rétt fyrir lok hálfleiksins kom svo þriðja mark Þjóðverja. Staðan í leikhléi var því 3—0. í síðari hálfleiknum var svo meira jafn- ræði með liðunum. Fjórða mark Þjóðverja korri á 7. mínútu síðari hálfleiksins, en íslendingar skora sitt mark úr vítaspyrnu á 20. mínútu. Ragnar Margeirsson ein- lék laglega í gegnum alla þýsku vörnina og var í góðu marktæki- færi er honum var brugðið. Dæmdi dómarinn umsvifalaust vítaspyrnu sem Sigurður Grétarsson skoraði úr. Að sögn Ellerts B. Schram, formanns KSÍ, eru Þjóðverjar með Enn frestun LEIK Vals og ÍBV sem fram átti að fara í gærkveldi varð að fresta þar sem ckki var flugveður til Eyja. Verði fært til Vestmanna- eyja í kvöld mun leikurinn fara fram kl. 20. langsterkasta liðið í keppninni. Eru þeir bæði stórir og sterkir og leika góða knattspyrnu. Leika V-Þjóðverjar með sem gestir í mótinu. þr. Jafntefli í Færeyjum UNGLINGALANDSLIÐ íslands sem skipað er leik- mönnum 16 — 18 ára gerði jafntcfli 1 — 1 í landsleik við Færeyinga í Þórshöfn í gær- kveldi. Leikurinn var mikili baráttuleikur og voru úrslitin sanngjörn. Liðin skiptust á um að sækja í fyrri hálfleiknum án þess að þeim tækist að skora. I síðari hálfleiknum urðu íslendingar fyrri til að skora og kom markið á 25. mínútu. Þar var að verki Sæbjörn Guðmunds- son KR. Færeyingar jöfnuðu svo aðeins tveimur mínútum síðar úr vítaspyrnu. Var það fyrirliði þeirra Michael Johannson sem skoraði úr spyrnunni. • Þarna bftast þeir um boltann þeir Viðar Haildórsson og Pétur Ormslev, en Rúnar Gíslason og Þórir Jónsson fylgjast spenntir með. Ljósm. Król. Njarðvíking- ar skæöir í 3. deildinni NJARDVÍKINGAR virðast stefna að öruggum sigri í B-riðli 3. deildar. í gærkvöldi léku Njarðvíkingar við Stjörnuna úr Garðabæ á Njarðvíkur- velli og unnu verðskuldað 5:2. Þetta var eini leikurinn í 3. deild í gærkvöldi. Njarðvíkingar hafa nú unnið 6 fyrstu leikina og skoraö 22 mörk gegn 3. Það var ekki liðin hálf mínúta af leiknum í gærkvöldi þegar Haukur Jóhannsson hafði skorað mark fyrir UMFN. Hann bætti ööru við fyrir hlé og Ingólfur Ingólfsson einu marki fyrir Stjörnuna og var staðan í hálfleik 2:1. Þeir kappar Haukur og Ingólfur höfðu ekki sagt sitt síöasta orð. í seinni hálfleiknum bætti Haukur tveimur mörkum við og Ingólfur einu fyrir Stjörnuna og einnig skoraöi Stefán Jónsson mark fyrir Njarðvík- Þetta var fjörugur leikur og á köflum vel leikinn og maður leiksins var Haukur Jóhannsson, sem skoraði 4 mörk, hvert öðru glæsilegra. Framarar áfram í 8-liða úrslitin Japani fyrstur í „British open" HIN HEIMSFRÆGA British open golfkeppni hófst í gær í St. Andrews íSkotlandi. Var þá leikin fyrsta umferðin af fjórum. Þetta er í 107. skipti sem keppnin er haldin og að venju eru allir beztu golfleikarar heimsins meðal þátttakenda. Eftir 18 fyrstu holurnar er staðan sú að Japani, Aoki að nafni, er með bezta stöðu, fór holurnar 18 á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. Næstur í röðinni er Bandáríkjamaðurinn Tom Weiskopf, Ástralíumennirnir Ray Floyd og Jack Newtonóg Spánverjinn Ballesteros, allir með 69 högg. Á eftir þeim koma þekktir kappar eins og Jack Nicklaus, Arnold Palmes, Lee Trevino, Hubert Greem, Gary Player, Johnny Miller, Tom Watson og fleiri. Næstu 18 holurnar verða spilaðar í dag. FRAMARAR tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt í bikarkeppni KSI með því að sigra FH á Laugardalsvellinum í gærkvöldi L0 í fjörugum leik. Framarar mæta Breiðabliki í 8-liða úrslitunum. Þetta var annar leikur liðanna. þeim fyrri lauk með jafntefli 0:0. Sem fyrr segir var leikurinn í gær hinn fjörugasti og hann var ágætlega leikinn á köflum. Var reyndar mesta furða hve leik- mennirnir náðu að hemja boltann á hálu grasinu í Laugardalnum. Framarar sóttu undan nokkrum vindi í fyrri hálfleik og sóttu þeir Enn kaupir Tottenham KNATTSPYRNUFÉLAGIO Tottenham er iðið við kaup á leikmönnum þessa dagana. Aðeins 24 stundum eftir að hafa keypt argentísku leikmennina Villa og Ardiles, skrifaöi John Lacy, sem leikið hefur með Fulham, undir samning hjá félaginu. Var Lacy fenginn til að styrkja varnarleik liösins en hann leikur miðvörö. Ekki hefur verið ákveðið hversu mikið Tottenham þarf aö greiða fyrir kappann þar sem ekki náðist samkomulag um greiðslu milli féiaganna. Þar sem samkomulag hefur ekki náöst munu óháöir aðilar ákveöa veröiö, sem reiknað er meö aö veröi í kringum 200 þúsund sterlingspund. Tottenham greiddi 750 þúsund pund fyrir þá Villa og Ardiles. Akranes — hvað er það — sögðu þýzku blöðin Frá Ágústi Ásgeirssyni í Þýzkalandi: island og Akranes eru nú talsvert til umræöu á ípróttasíöum v-Þýskra dagblaöa í sambandi við niðurrööun liða í Evrópukeppninni í knattspyrnu. Blööin gera mikið úr niöurröðuninni sem Ijós varó í gær og er stærsta frétt dagsins af Þeim vióburöi. ísland og ÍA erú alls staðar í fyrirsögnum en leikmenn ÍA etja kappi vió FC Köln, núverandi deildar- og bikarmeistara í v-pýskri knattspyrnu. í hinum útbreiddu blöðum Bild og Express eru niöurröðuninni gerð góð skil: „Meistarar okkar fá heimsókn frá íslandi," segir Bild í sex dálka fyrirsögn á feitu letri. Hennes Weisweiler, þjálfari Kölnar, segir í viðtali viö blaöið, að liöiö hafi ástæðu til aö fagna drættin- um. Segir blaðið fögnuð Weisweil- ers með að fá áhugamannaliöið Akranes sem mótherja skiljanleg- an því hann hafi fyrir fáum árum sótt gull í greipar íslendinga er hann stýrði Borussia Mönchen- gladbach til sigurs gegn ÍBV í Evrópukeppninni. í stórri fyrirsögn fyrir frásögninni segir Express: „Köln fagnar — litlir fiskar frá íslandi." Hefur blaðið eftir Weis- weller að Akurnesingar séu þægi- legir andstæöingar og muni ekki valda leikmönnum Kölnar erfiö- leikum á íþróttavellinum en fjár- hagslegan ábata hljóti Kölnarliðið hins vegar ekki af leikjunum við Akranes. „Engu síður erum við ánægöir með mótherja vorn," segir Hannes Lehr, aðstoðarmaður Weisweilers í viðtali við Express. Ein af skærari stjörnum FC Kölnar, landsliðsmað- urinn og miðjuspilarinn Herbert Neaumann, segir í viðtali viö Express: „Þetta verður góð byrjun, við komumst örugglega í næstu umferö og ég hlakka til íslands- ferðarinnar. Landið er vafalaust okkur öllum áhugavert." í sérstökum ramma á íþróttasíöu Express er fjallaö um árangur ÍA í Evrópukeppninni undanfarin ár. Er því óhætt að segja aö ísland og Akurnesingar eigi íþróttasíöur tveggja útbreiddustu dagblaða V-Þýskalands í dag og þó ein- hverrar hæðni gæti í fyrirsögnum og frásögnum er hér um ódýra og góöa auglýsingu aö ræöa. Landshlutablööin, sem keypt eru af hverri fjölskyldu á viðkom- andi svæöi, gera ekki minna úr drættinum og enn eru ísland og Akurnesingar í sviösljósinu. „Mig hefur lengi langaö til íslands, með þessum drætti í Evrópukeppninni er ferðin tryggð. Ég þekki ekkert til íslenskrar knattspyrnu en manni hefur þó lærst aö vanmeta engan andstæö- ing," segir Roland Gerber, 25 ára máttarstólpi í vörn liðsins, í viðtali viö Rhein-Sieg-Rundschan. Roger Van Goul segir, aö sennilega hafi liösmenn ekki getað óskaö sér léttari andstæöings. Hann segir þó, aö íslendingarnir verði alls ekki vanmetnir, því leikmenn Kölnar hafi í fyrra fengið að súpa seyðið af slíku vanmati þegar þeir mættu FC Porto frá Portúgal. Fleiri leikmenn liðsins taka í sama streng, t.d. landsliðsmenn- irnir Herbert Neaumann og Dieter Muller, og segir Múller meðal annars, að Kölnar-liðið þurfi ekki að óttast neina andstæöinga i vetur en þó sé hagstætt að mæta þeim veikari í byrjun. Peter Weianc, forseti FC Kölnar, var viðstaddur dráttinn. I viötali við Rhein-Sieg-Rundschau veltir hann fyrir sér þeim möguleika að bjóöa Ákurnesingum að leika fyrri leikinn á íslandi vegna tímasetningar leikja í v-þýsku deildinni. „Ef til vill er þó best fyrir okkur að leika eins og drátturinn gerir ráð fyrir, leikum við fyrst á heimavelli koma máske fleiri á leikinn. í lok greinarinnar segir blaöiö, að Akranes sé pínulítill bær á ströndinni skammt frá Reykjavík. Blaöiö Rhein-Sieg-Anzeigr segir í fyrirsögn: „Akranes — um það höfum við aldrei heyrt." Haft er eftir leikmönnum FC Kölnar að þeir viti ekki hvar ísland er en hins vegar hlakka þeir allir til íslands- ferðarinnar. í Köln er starfandi félagsskapur að nafni Germania, og þótti forsvarsmönnum félagsins gæta nokkurrar vanþekkingar á íslandi í greinum blaðanna. Brugðust þeir viö þessu og skrifuðu félaginu langt bréf um ísland og fóru síöan á fund forráöamanna félagsins hlaðnir upplýsingabæklingum um land og þjóð. Hyggst félagsskap- urinn efna til hópferðar til islands í sambandi viö leikinn hér heima. þá öllu meira en FH-ingarnir. Bæði lið sköpuðu sér tækifæri en aðeins einu sinni tókst leikmönn- um að finna leiðina í markið og þegar upp var staðið reyndist það sigurmark leiksins. Það ar á 31. mínútu að Framarar fengu hornspyrnu frá hægri, sem Pétur Ormslev fram- kvæmdi. Hann sendi boltann inn á markteigslínuna þar sem Kristinn Atlason miðvörður Fram stökk hærra en aðrir leikmenn og skallaði boltann glæsilega í mark- hornið uppi. Tveimur mínútum síðar munaði minnstu að Frömurum tækist að bæta við marki þegar Pétur Ormslev komst í gegnum vörn FH hægra megin en í stað þess að skjóta gaf hann knöttinn fyrir markiö þar sem Rúnar Gíslason var vel staðsettur en Rúnar hitti ekki boltann og hættan leið hjá. I upphafi seinni hálfleiksins sóttu Framarar mun meira en þegar líða tók á hálfleikinn drógu þeir sig aftur á völlinn og aétluðu greinilega að halda fengnum hlut. Þyngdist þá sókn FH til muna en þrátt fyrir það tókst FH-ingunum ekki að skora. Þeir fengu nokkur þokkaleg tæk9færi en ekki vildi boltinn í markið og það voru því Framarar sem hrósuðu sigri að þessu sinni. Framliðið átti góðan dag að þessu sinni. Vörnin var að vanda sterk og tengiliðir og framlínu- menn náðu oft mjög skemmtilega saman úti á vellinum. Að þessu sinni áttu þeir Kristinn Atlason, Sigurbergur Sigsteinsson, Ásgeir Elíasson og Pétur Ormslev beztan leik hjá Fram að ógleymdum Gústaf Björnssyni, sem vex með hverjum leik í bakvarðarstöðunni. FH-ingarnir léku einnig vel saman úti á vellinum oft á tíðum og munaði miklu að- Janus Guð- laugsson var í miklu stuði í tengiliðastöðunni. Vörnin var sterk en framlínan dauf því bezti maður hennar, Ólafur Danivals- son, var í mjög strangri gæzlu allan tímann. Eysteinn Guðmundsson dæmdi leikinn. Honum hefur tekizt betur upp en að þessu sinni. - SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.