Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978 Þessir voru med lodnu EFTIRTALIN skip tilkynntu loðnu- afla til Loðnunefndar frá því kl. 15 ,í fyrradan tii kl. 17 í gæri Kap 2. VE 630 iestir, Freyja RE 385, Dagfari ÞII 500, Loftur Baldvins- son EA 730, Súlan EA 800. Hákon ÞII 800, Helga 2. RE 540, Skarðsvík SH 620, Huginn VE 550, Börkur NK 1150, Sigurður RE 1450, Magnús NK 350, Guðmundur RE 850, Arni Sigurðsson AK 840, Gunnar Jóns- son VE 300, Harpa RE 620, Bergur VE 300 og Óskar Haiidórsson RE 420 lestir. Sýningin á Selfossi: Meira en 30 þús. manns hafa komið MEIRA cn 30 þúsund manns höfðu skoðað landbúnaðarsýning- una á Selfossi í gærkvöldi, en í gær komu alls 4174 manns á sýninguna. Þá komu einnig í gærkvöldi stærsti og minnsti hestur landsins og vcrða þeir hafðir til sýnis, þar til sýning- unni lýkur. í dag, miðvikudag, er sýningin opin frá kl. 14 til 23 og meðal dagskráratriða eru heimilis- iðnaðarsýning, sýnikennsla á veg- um afurðadeildanna kl. 14, 16, 18 og 20, þá verða hryssur á sýning- unni sýndar. Skógræktarstarfsemi verður kynnt kl. 20 og kl. 21 verður tízkusýning, þar sem sýndur verð- ur ullar- og skinnafatnaður. Á morgun, fimmtudag, verður sér- stakur dagur æskunnar á sýning- Nautið Vinur ieitt um sýningar- svæðið. Ljósm. RAX. Ljósm. Mbl.: Ol. K.M. Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri á skrifstofunni í gærmorgun. „Fyrsti dagurinn margbreytilegur” „ÞESSI fyrsti dagur minn í starfi borgarstjóra var marg- brcytilegur, enda ekki furða, þar sem allt var nýtt fyrir mér,“ sagði Egill Skúli Ingi- bergsson borgarstjóri þegar Morgunblaðið spurði hann, hvernig honum hefði Iikað fyrsti dagurinn í hinu nýja starfi. Hann sagðist hafa setið sinn fyrsta borgarráðsfund og eins tekið þátt í undirbúningi hans. „Það komu ýmis mál fyrir í dag, og það eru mörg óskyld mál sem rekur á fjörur og mörg þeirra þarf að skoða gaumgæfilega. Þetta er nú það helzta sem kom fyrir mig í dag,“ sagði Egill Skúli. Skagaströnd: 4 útlending- ar handteknir LÖGREGLAN í A-Húnavatnssýslu handtók í fyrradag fjóra útiend- inga á Skagaströnd, sem þar voru að selja plötur og bækur og kváðust vera að útbreiða sína trú. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós, að útlendingarnir höfðu ekki hreint mjöl f pokahorninu, og hefur þeim nú verið vísað úr iandi. Samkvæmt því sem Morgunblað- inu var tjáð í gærkvöldi, þá höfðu útlendingarnir, sem eru tveir Bret- ar, Indverji og Ný-Sjálendingur, Drukknaði skammtfrá Akranesi TÆPLEGA sextugur maður frá Akranesi, Þorsteinn Þorsteinsson til heimilis að Háholti 17, fannst drukknaður í fjöruborðinu undan Hafnarlandi í fyrrakvöld. Þor- steinn hafði fyrr um daginn farið til silungsveiða við landið og þegar hann kom ekki heim á eðlilegum tíma var farið að svipast um eftir honum. Bíll Þorsteins fannst fljótlega, og skömmu síðar fannst lík Þor- steins í sjónum. Er jafnvel talið að hann hafi fengið aðsvif og fallið í sjóinn, en krufning átti að fara fram í gær. Þorsteinn Þorsteinsson var fæddur 29. júlí 1920. Hann var ókvæntur. Skreiðin: NÚ ER verið að losa 19 þús. pakka af skreið úr skipi Víkur h.f., Hvalvík, í Lagos í Nígeríu, en losun hófst þar s.l. laugardag. Frá Lagos fer Hvalvík til Port Ilarcourt en þar á land fara 17 þús. pakkar og sfðan fer skipið með 3 þús. pakka til Cala Bar. Annað skip Víkur h.f.. Eldvík, iagði af stað tii Nígeríu í fyrradag með 8000 pakka af skreið og um 7 þús. pakka af þurrkuðum þorskhausum, eða um 15 þús. pakka alls. Sá farmur fer til Warrí í Nígeríu. Bragi Eiríksson forstjóri Skreiðar- samlagsins sagði í samtali við Einar Ágústsson: „Kallaður ráðherra, en er það samt ekki.” MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samhand við Einar Ágústsson utanríkisráðhcrra og varafor- mann Framsóknarflokksins og innti hann eftir því hvort hann hefði ekki verið í framboði í þá Einar Ágústsson viðræðunefnd sem kosin var hjá framsóknarmönnum til viðra'ðna við Sjálfstæðisflokk og Alþýðufiokk um stjórnar- myndun. Einar kvaðst hafa verið tilbúinn til þess að taka þátt í þeim viðræðum af hálfu framsóknarmanna og var hann þá spurður að því hvernig hann tæki því að hafa ekki náð kjöri. „Ég tek því aldeilis prýðilega," sagði ráðherrann, „og mér þótti vænt um að fá að vera laus við þetta. Það tókst nú reyndar ekki betur en fram er komið, en það er ekkert óyndi í mér.“ Einar var spurður að því hvort hann liti á það sem vantraust á sig í ráðherraem- bætti að ná ekki kjöri í viðræðu- nefnd framsóknarmanna varð- andi nýja ríkisstjórnarmyndun. „Það tel ég ekki vera," svaraði Einar, „ég tel þetta vera fram- hald af því að þeir menn, sem voru kosnir í þessa viðræðu- nefnd, höfðu tekið þátt í viðræð- unum um myndun nýrrar vinstri stjórnar. Þessir menn stóðu sig vel í þeim viðræðum og síðan hefur formaður flokksins einnig komið inn í viðræðurnar, en ég er ekkert hissa á því að þessir menn fengu traust fram- sóknarmanna til áframhaldandi viðræðna." Einar var spurður álits á þeirri þróun sem átt hefur sér stað í stjórnarmyndunarviðræð- um. „Það er erfitt að segja nokkuð, maður veit svo lítið. Þetta er leiðindaástand. Maður er kallað- ur ráðherra, en er það samt ekki. Maður má ekkert gera, en má þó ekki fara.“ flutt á eðlilegan hátt 800 hljómplöt- ur með sér til landsins, en þegar leitað var í farangri þeirra, fundust 2700 hljómplötur, 50 snældur og hundruð bóka, sem innihéldu trúar- skoðanir þeirra. Ljóst er að útlend- ingarnir höfðu komið miklu fleiri hljómplötum, snældum og bókum til landsins, þar sem þeir viður- kenndu að hafa stundað þessa iðju sína á átta stöðum á landinu áður en þeir komu til Skagastrandar og einn þeirra var t.d. með 800 þús. kr. í peningum á sér. Tveir útlending- anna höfðu komið með Smyrli til landsins og voru með farmiða til baka og hafa þeir nú verið sendir til Seyðisfjarðar, hinir tveir voru með flugmiða og voru þeir sendir til Reykjavíkur. Hljómplöturnar og snældurnar voru gerðar upptækar, en bækurnar innsiglaðar hjá sýslumanni á Blönduósi. 47 þúsund pakkar farnir til Nígeríu Morgunblaðið, að Bjarni Magnússon hefði dvalið í eina viku í Nígeríu áður en Hvalvíkin kom þangað til að undirbúa komu skipsins og ganga frá öllum pappírum. Gekk allt það vel, að skipið var kailað inn á höfn á fjórða degi frá því það kom að strönd landsins. Áður en Bjarni Magnússon fór til Nígeríu voru þeir Bragi Eiríksson og Magnús Friðgeirsson búnir að vera þar í tvær vikur til að ganga frá skreiðarmálum. Þegar Mbl. ræddi við Braga í gær, sagði hann, að í Hvalvík og Eldvík væru um 47 þús. pakkar af skreið. Næsti farmur ætti að fara í septem- ber skv. samningi eða 34 þús. pakkar og síðan aðrir 34 þús. pakkar í október, eða alls 115 þús. pakkar. Um framhald skreiðarsölu til Nígeríu sagði Bragi, að væri ekki vitað enn. Nígeríumenn hefðu rætt um í maí s.l. að ef vel gengi að selja skreiðina — sem hann sjálfur efaðist ekki um — kynnu þeir að ræða við íslendinga á ný um skreiðarkaup í október n.k. Margeir efstur með 5 vinninga AÐ leiknum sex umferðum á alþjóðaskákmótinu í Gausdal í Noregi, cr Margeir Pétursson einn efstur, með 5 vinninga. Næstu menn eru með i'A vinn- ing. í sjöttu umferðinni, sem tcfld var í gær, gerði Margeir jafntefli við Guðmund Sigur- jónsson í 20 leikjum, en Margeir hafði svart. I 2.-5. sæti eru þeir Guðmund- ur Sigurjónsson, Vibe, Schussler og Grúnfeld með 41k vinning. í 6.—10. sæti eru síðan þeir Westerinen, DeFirmian, Scudorf, Wahldon og Watson með 4 vinninga. Haukur Angantýsson er með 3 vinninga, Jón L. Árnason með 2 'k og Jóhann Hjartarson með 2. Helztu úrslit á mótinu í Gausdal í gær voru þau, að Margeir og Guðmundur sömdu um jafntefli, eins og fyrr sagði, Jón L. vann Guldbrandsen, Hauk- ur vann Berg og Jóhann gerði jafntefli við Heyberg. Sjöunda umferð mótsins verð- ur tefld í dag og þá teflir Margeir við Schússler og hefur hvítt og Guðmundur teflir við Grúnfeld. í þeim þrem umferðum, sem eftir eru, þarf Margeir Pétursson 1 vinning til að ná öðrum áfanga alþjóðlegs meistaratitils, en fyrsta áfanga af þrem náði hann á skákmótinu í Lone Pine i Kaliforníu fyrr á þessu ári. Meðal þátttakenda á skákmótinu í Gausdal eru 3 stórmeistarar og 10 alþjóðlegir meistarar. Óskar eftir opin- berri rannsókn Ríkissaksóknaraembættinu hef- ur borizt bréf frá aldraðri móður og stjúpa Guðbjarts heitins Páls- sonar um að fram fari opinber rannsókn á skrifum sem orðið hafa vegna mála Guðbjarts nú að undanförnu. V iðskiptaráðuney ti: Jón Skaftason deildarstjóri FYRIR nokkru var staða deildar- stjóra í viðskiptaráðuneytinu aug- lýst laus til umsóknar. Morgun- blaðinu er kunnugt um að við- skiptaráðherra hefur ákveðið að skipa Jón Skaftason fv. alþingis- mann í þessa stöðu. Þá hefur viðskiptaráðherra jafnframt skipað Önnu Þórhalls- dóttur fulltrúa í ráðuneytinu í stöðu deildarstjóra, en Anna hefur starfað í viðskiptaráðuneytinu frá því að það var stofnað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.