Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 5

Morgunblaðið - 30.09.1978, Page 5
__________________________________I_________ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1978 5 Albióðabankinn veitti 8.500 milíj. dollara í lán á sl. ári ALÞJÓÐABANKINN og systurstoln- un hans Alþjóða framfarastofnunin. veittu samtais 8.500 milljónir dollara í lán á síðasta fjárhagsári. en lán bankans eru til 17—20 ára með 7—8% vöxtum og greiðslulaus fyrstu 5 árin. Kom þetta fram á ársundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. sem haldinn var í Washington dagana 24.-29. sept. Fulltrúar íslands á fundi bankans voru Tómas Árnason fjármálaráðherra og Sigur geir Jónsson aðstoðarseðiabanka- stjóri. en fund Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sátu þeir Jóhannes Nordai seðlabankastjóri og Gisli Blöndal hagsýslustjóri. í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu barst í gær frá fjármálaráðu- ne.vtinu, segir, að 132 þjóðir eigi nú aðild að Alþjóðabankanum, en hann var stofnaður árið 1945 og er hlutafé bankans um 20 milljarðar dollara. Þýðingarmestu mál aðalfundar bankans nú fjölluðu um ástand og horfur í efnahagsmálum þróunarríkj- anna, svo og að ræða aimenna hlutafjáraukningu bankans og næsta framlag til Alþjóða framfara- stofnunarinnar (IDA). I fréttatilkynningunni segir að aðalframkvæmdastjóri bankans, Robert McNamara, hafi lagt á það ríka áherzlu í ræðu sinni, að nauðsynlegt væri að berjast gegn auknum verndar- ráðstöfunum í viðskiptum þjóða í milli, því að aukin viðskipti væru hyrningar- steinn þess að auka mætti velmegun í þróunarlöndunum. Linda, Bjarni og Sævar kynna um helgina. Hvernig á að meðhöndla haustlauka? Hvernig á að fá lauka til að blómstra inni? Hvað á aö planta laukum djúpt? Svörin fást á haustlaukakynningunni. Heimsækiö Græna-Torgiö um heigina. blómouol Ökumenn, eflum sameiginlega öryggi æskunnar 'A EFTIR B0LTA KEMUR BARN JUNIOR CHAMBER .EFLUM ÖRYGGI ÆSKUNNAR' siuEn Ágúst með nokkrar mannamyndir sínar. Ljósm. Mbl.i RAX. Ágúst F. Pedersen sýnir á Kjarvalsstöðum Ingvar keppir ÁGÚST F. Pedersen opnar í dag málverkasýningu á Kjarvalsstöð- um. en þar sýnir Ágúst 118 myndir, sem hann hefur unnið að mestu á s.l. þremur árum, eða frá því að hann hélt síðustu einkasýn- ingu sína 1975 í Norræna húsinu. Ágúst sagði í samtali við Mbl. í gær, að myndirnar væru allar 1 stað Inga R. INGI R. Jóhannsson, alþjóðl. skákmeistari, hefur tilkynnt stjórn Skáksambands íslands, að hann siái sér ekki fært að taka sæti í Olympíuskáksveitinni, sem eftir tæpan mánuð heldur til Argentínu til að tefla á 23. Ólympíuskákmótinu^ í stað Inga R. hefur Ingvar Ásmundsson, skákmeistari, verið valinn til þátttöku. Ólympíulið íslands í kaflaflokki verður því þannig skipað: Friðrik, Guðmundur, Helgi, Margeir, Jón L., Ingvar. Þær, sem skipa fyrstu ólympíu- skáksveit kvenna, eru eins og áður, olíumálverk. „Myndefnið hef ég mikið sótt í fjöruna, einnig landslag upp til heiða og þá sýni ég fjöldann allan af mannamyndum eða portrettum." Sýning Ágústs verðr opin til 15. október. Er sýningin opin virka daga frá kl. 16—22, um helgar frá kl. 14 til 22. Sýningarsalurinn verður lokaður á mánudögum. þær: Guðlaug, Ólöf, Birna og Svana. Fararstjóri verður Einar S. Einarsson, forseti SÍ, sem jafn- framt mun sitja þing Alþjóðaskák- sambandsins, bæði fyrir hönd íslenzka og danska skáksambands- ins. Vegamálid: Hafnfirð- ingar bíða - og hlusta „VIÐ munum fyrst og fremst hlusta á það sem Garðbæingar hafa fram að færa," sagði Árni Grétar Finnsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, þegar Mbl. leitaði eftir sjónarmiði Hafnfirðinganna í vegamál- inu, en sameiginlegur fund- ur bæjarfulltrúa þessara tveggja bæjarfélaga var haldinn í gær. Árni Grétar kvað stefnu Hafn- arfjarðarbæjar í vegamálinu hina sömu o% syrr, — Hafnfirðingar vildu fá Hafnarfjarðarveginn og einnig Reykjanesbrautina. Hann kvað umferðarvanda þeirra Hafn- firðinga vera gífurlegan, eins og ástandið væri nú, en sagði jafn- framt, að bæjarfulltrúum Hafnar- fjarðar væri fyllilega ljóst að hér væri erfitt úrlausnarmál á ferð- inni, sem ekki væri gott að segja að svo stöddu hvernig færi. Ahugamenn um kvikmyndagerð stofna samtök SAMTÖK áhugamanna um kvik- myndagerð verða stofnuð í Tjarnarbæ í dag kl. 14. Fyrir stofnundinum munu liggja drög að lögum fyrir félagið, sem unnið hefur verið að því að semja undanfarið af sérstakri undirbúningsnefnd. I þessum lagadrögum segir m.a. um markmið félagsins, að það sé að efla kvikmyndagerð áhugamanna á íslandi með því t.d. að halda uppi almennri fræðslustarfsemi, námskeiða- haldi og útgafustarfsemi, ráð- stefnuhaldi og með samvinnu við hliðstæð erlend samtök, svo sem UNICA og Nordisk smalfilm og með þáttöku í samkeppni, þegar slík tækifæri gefast. Allir geta orðið félagar í samtökunum sem hafa áhuga á kvikmyndagerð og er ætlunin að byggja samtökin upp með starf- semi klúbba. Rætt er um í drögum þessum að efna skuli til kvikmyndahátíðar þar sem sýnd- ar verði beztu myndir félaga, svo og hliðstæðar myndir erlendis frá. í undirbúningsnefndinni eiga sæti Karl Jeppesen kennari og menntaskólanemarnir Kristberg Óskarssbn og Valgerður Guðjóns- son sem báðir eru meðal frammá- manna kvikmyndaklúbbsins Fjalakattarins og munu samtökin njóta velvildar kvikmynda- klúbbsins, þótt þau séu algjörlega sjálfstæð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.