Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 I I I I I I I I heMii stimplar, slífar og hringir Ford 4-6-8 strokka benzín og diesel vélar Opel Austin Mini Peugout Bedtord Pontiac B.M.W. Rambler Buick Range Rover Chevrolet Renault 4-6-8 strokka Saab Chrysler Scanla Vabis Citroen Scout Datsun benzin Simca og díesel Sunbeam Dodge — Plymouth Tékkneskar Fiat bifreiðar Lada — Moskvitch Toyota Landrover Vauxhall benzin og díesel Volga Mazda Volkswagen Mercedes Benz Volvo benzín benzín og diesel og díesel Ágúst Petersen á K jarvalsstöðum S I Þ JÓNSSON&CO Skeifan 17 s. 84515 — 84516 Það er engin smásýning, sem Ajíúst Petersen hefur efnt til á Kjarvalsstöðum. Þar eru olíumál- verk ok vatnslitamyndir, ásamt myndum gerðum í olíukrít og fjöldi þessara verka á annað hundrað. Allt er þetta unnið á seinustu árum, og ef ég hef tekið rétt eftir í sýningarskrá, er elsta verkið frá 1968, en þau yngstu frá þessu ári. Sýningin spannar sem sé seinustu tíu ár, en Agúst Petersen er þekktur fyrir að vinna um langan tíma í hvert verk sitt, svo að raunverulega er ekki gott að vita nákvæmlega, hvenær þessi og hin hugdettan hefur byrjað að Jektorar 1 IIús við hafið (olía á striga, 1967 — 78). * Suction_ Doiivry * Dnving liquid Fyrir lenslngu ( bátum og fiskvinnslustöðvum. ■LN ■ S-öfLooHgiyDdfltr Æ)0t)£ 5@0t) Si ©@ * ESTABLISHED 1925 — TELEX: 2057 STURLA - lS — TELEPHONES 14680 ít 13280 * * 88Í8868R8R88888R8R8R888R®8R8RÍ#i88fiR®8888888888*888K88lí!(*®88888838****86®/ra8U8a8>#<*8R8R8R®*8R8R8R®8ftfi8fiRíi Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær: □ Skólavörðustígur □ Sóleyjargata □ Hverfisgata 4—62 Vesturbær: □ Kvisthagi □ Miöbær □ Hjaröarhagi 11—42 □ Ægissíöa □ Nesvegur 40—82. Uppl. í síma 35408 verða til, og hvenær henni hefur lokið. Ekki er langt síðan Ágúst Petersen hélt sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu, og vakti sú sýning óskerta athygli þeirra, sem fylgjast með sýningum hér í borg. Frá þeirri sýningu getur ekki að líta miklar breytingar í list Ágústs, en hann er löngu fullmót- aður í list sinni og hefur þroskað sérstæða meðfædda litsjón í svo fastar skorður, að ekki virðist um verða haggað. Hann er, eins og margir vita, einn sérstæðasti núlifandi málari okkar og liggur margt því til sönnunar. Hann sér hlutina á persónulegan hátt, og litir hans hafa ef til vill enn sérstakri þýðingu fyrir hann sjálfan, sem við hinir eigum erfitt með að greina á sama hátt og hann. Ágúst Petersen er húsamál- ari að iðn og var orðinn fullorðinn, er hann fór að gefa sig 'fyrir alvöru að olíumálverkinu. Hann er bless- unarlaus við skólaþreytu og allt, sem henni fylgir, en hefur byggt meir á sinni eigin rynslu og þannig orðið ef til vill enn persónulegri en ella. Verk Ágústs hafa ekki sérlega fágaða eða þroskaða teikningu, en þau hafa annað, sem gefur þeim ekki síður gildi, en þar á ég við hinn upprunalega skilning og litasjón, sem oft á tíðum gefa verkum hans magnaðan kraft í einfaldleika sínum og vissri dulúð. Þannig má lesa úr landslagsverk- um hans fyrst og fremst andrúms- loft staða, en ekki nákvæmar eftirhermur af fjöllum, húsum eða dýrum. Líklegast hefur Bonnard heitinn flokkað hann undir þá málara, sem höfðu vit á að vera ekki fyrir framan fyrirmyndina, þegar þeir máluðu verk sín á strigann. En um sjálfan sig sagði Bonnard: „Mig skortir hugrekki og þrek til slíkra hluta." Eitt af því sérstæðasta í list Ágústar Petersen eru portrett hans eða mannamyndir. Þar fer hann mjög frjálslega með fyrir- myndir sínar, en dregur fram viss einkenni, sem ekki verður villst á. Sumir verða honum sífelld yrkis- efni, svo sem Ragnheiður Jóns- dóttir grafíker. Ég held, að það séu ein sjö portrett af henni á þessari sýningu og öll mjög mismunandi. Að vísu eru þessi portrett óhugs- andi nema frá hendi Ágústs, en þau eru öll í eðli sínu sérstæð sem málverk. Sama er að segja um fjölda annara portretta á þessari sýningu, og ég held, að ekki sé ofsagt, að einmitt þessi myndgerð hjá Ágústi sé ein hans sterkasta hlið sem málara. Jafnvel mætti segja, að hér sé um sérstakan þátt í myndlist okkar að ræða. Ég ætla að nefna nokkur verk, sem mér urðu sérlega minnisstæð af þessum verkum Ágústs Peter- sen. Af olíumálverkunum voru það No. 1, 4, 36, 41, 75, 8Í, 86, 92, 103, 104 og að lokum það verk, sem ég gæti trúað, að væri besta verk Ágústs hingað til No. 100 Draugur, málað á þessu ári. Af vatnslitamyndunum báru af No. 53, 54 og 70. Er sú síðastnefnda ef til vill þeirra best. Það er annars mjög hæpið að taka þannig til orða, að þetta og þetta verk sé best. En maður segir nú samt það sem er efst í huga þegar um þessa hluti er rætt og það verður að hafa það ef viðkomandi vérður á í messunni. Ég hafði óskerta ánægju af þessari sýningu hjá Ágúst Peter- sen. Að vissu marki harma ég, að ekki hefur orðið meiri breyting í myndgerð hjá Ágústi, síðan hann sýndi í Norræna húsinu seinast. Það hvarflar að manni að hingað sé ferðinni heitið og ekki lengra. Vonandi hef ég rangt fyrir mér með slíkum hugsunarhætti, en ég er þannig gerður, að mér finnst mest líf í hlutunum, þegar menn voga sér út á hálan ís og standa eða falla með áræðni sinni og oft á tíðum fífldirfsku. Mjög myndarleg sýningarskrá fylgir þessari sýningu, og er þar langt lesmál eftir listfræðinginn, sem nýlega hefur látið af störfum á Kjarvalsstöðum. Nokkrar lit- myndir fylgja þessu skrifi, sem bæði er á íslensku og ensku. Hér hefur Ágúst Petersen staðið myndarlega að hlutunum, og tvö portrett eru af greinarhöfundi á sýningu Ágústs. Hann vill auðsjá- anlega að Aðalsteinn verði áfram til húsa á Kjarvalsstöðum. Hvað um það, ég þakka fyrir ágæta og skemmtilega sýningu, sem á það skilið að verða sótt og skoðuð af sem flestum. Valtýr Pétursson. Sigríður Candi í FÍM-salnum Nú virðist loksins líf vera að færast í FÍM-salinn við Laugar- nesveg. Nýlokið er þar Haustsýn- ingu FÍM, og nú er þar opnuð önnur svning á ofnum verkum eftir SIGRÍÐI ÓLAFSDÓTTUR CANDI, en hún hefur lengi átt við myndlist, og nú síðari ár hefur hún helgað sig vefnaði. Hún hefur víða dvalið og aflað sér þekkingar á myndgerð af ýmsu tagi, en ég held að mér sé óhætt að hafa það eftir henni sjálfri hér í biaðipu, að hún hafi verulega fengið útrás fyrir tilfinningar sínar í þeirri tegund vefnaðar, sem hún nú sýnir í FÍM-salnum. Sýning Sigríðar fer afar vel í þessu húsnæði, og sé ég ekki betur en. FÍM megi vel við una, ef öllu er stillt í hóf, eins og Sigríður gerir. Þetta er falleg sýning hjá Sigríði, og hún notar efni og liti af djörfung og mikilli leikni. Hún hefur auðsjáanlega haft augun opin fyrir þeirri vakningu, sem átt hefur sér stað í vefnaði á seinustu árum. Þar hefur orðið mikil breyting, og ekki hvað sist hvað efnismeðferð snertir. Nú eru notaðar grófari aðgerðir, ef svo mætti kalla það. Hrjúft efnið er látið spila sem andstæða og til áherslu. Allt er leyfilegt. Eitt af verkum Sigríöar heitir HRING- SJÁ og er að mínum dómi eitt af „Þrjú tré“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.