Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 1978 Sýning á verkum Dalis í Kjarvalsstöðum Þegar til baka er horft, mun hátindurinn á málverki Dalis vera árin 1936 til 1940, er hann flúði Frakkland undan innrás þjóðverja og fluttist vestur um haf. Koman til New York, þeirrar Mekka auglýsingarinn- ar, virðist hafa orðið honum líkt og þegar hungraður maður kemst í ofmeti. Og raunar oflék hann tíðum hlutverk sitt svo, að málarinn sást varla lengur fyrir Sjálfum Dali. Ekki bætti það heldur úr skák í augum margra fyrri aðdáenda hans, er hann fluttist aftur til Spánar árið 1948, undir vernd sjálfs Francos, gekk kaþólsku kirkjunni.á hönd og tók að mála altaristöflur og myndröð um vesturför Kristófers Kólumbusar í glasúr- sætum og útþynntum stíl sínum. Um líkt leyti fór hann að fást við skartgripasmíð og sparaði þar ekkert til, hvorki hug- kvæmni né nostur, gull né gimsteina. Sé á annað borð hægt að ímynda sér það um slíka sjálfstignun hefur honum ef til vill fundizt hann vera hér í myndlistarlegri lægð. Altént er það, að árið 1950 hófst hann handa um það risaverk að mála eitt hundrað vatnslitamyndir við Divina Commedia Dantes, eina við hverja kviðu. Verk þetta tók hann tíu ár, fram til 1960, er tréstungumeistarinn Raymond Jacquet hóf að yfir- færa þær í littréstungur, og lauk hann því verki árið 1962. Á sýningu þessari eru myndir úr öllum þrem hlutum Gleðileiks- ins guðdómlega, Vítisljóðum, Hreinsunareldinum og Paradís- arljóðum. Dántemyndirnar urðu þó ekki endirinn á sliku verki. Næst hófst hann handa um myndir við Tristan og Isodd, sem út voru gefnar sem litprentaðar þurrnálsstungur árið 1969, og tengist teiknigleði hans þar efninu á einstaklega glæsilegan hátt. Enn leggur hann til við Tídægru Boccaccios, og einnig með Þurrnál, útgáfuár 1973, og enn við Sýnir Quevedos, 1974, en þar er handlitað ofan í þurrnáls- þrykk. Dæmi eru á sýningunni úr öllum þessum röðum. Því er ekki að neita að list þessara ára sem hér er sýnd, frá 1960 til 1974, er ekki lengur, nema með glömpum, það sem bezt gerist í list Dalis. En glampar eru þar, óviðjafnanleg- ir. Teikningar eru þar sem bera aðalsmerki meistara, myndsýn sem hæfir skáldflugi Dantes, blautlegum ísmeygileik Boccaccios og heiði Tristan- kvæðis. Því er það mikill fengur okkur, sem nú eigum þess kost, að dveljast um stund í nálægð þessa aldna meistara og guð- dómlega trúðleikara frá Figueras." Veggteppi eftir Dali á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Dali varð ég 100 myndir eftir sjxenska listmálarann Salvador Dali eru komnar til íslands á vegum Myndkynningar og verða þær til sýnis í Kjarvalsstöðumfrá 21.okt. — 5. nóv. Fyrr hefur Dali-sýning ekki komið til íslands, en á þessari sýningu eru mest grafiskar myndir eftir þennan heimskunna listamann. Einnig eru þar nokkrar höggmyndir og veggteppi eftirfrægu málverki Dalis. í samtali við Konráð Axelssonforstjóra Myndkynningar, sagði hann þessa sýningu komafrá Noregi, en það er danska sýningafyrirtækið Börjeson sem sent hefur sýninguna um Norðurlönd. Jóhannes Jóhannesson listmálari og Konráð hafa sett sýninguna upp, en í sýningarskrá ritar Bjöm Th. Björnsson listfræðingur og segir: Öld Salvardors Dalis er öld auglýsingaskrums og það hefur hann notfært sér með ýtrasta hætti. Því er hann mörgum kunnari sem brellukóngurinn mikli, með einglyrnið og upp- snúið skeggið, heldur en eitt- hvert innhverfasta sjónskáid okkar tíma. Þessvegna glymur það hærra um veröldina þegar hann gengur frá borði á Orly við París með sjö metra langt franskbrauð undir hendinni eða stekkur alskapaður með silfur- búinn staf út úr eggi við opnun sýningar í Róm eða lætur ljósmynda sig í stássstofu sinni í skýjakljúfnum í New York með rosalegt naut sofandi á teppi framan við arininn, heldur en þegar hann hefur lokið hundrað mynda röð úr vegferð Dantes og býður sömu veröld með sér í þá hugarferð. I vitund Dalis er allur þessi leikaraskapur þó óaðskiljanleg- ur hluti listarinnar og sjálfsins. Snillingur getur ekki stigið út úr hlutverki sínu, rétt eins og aðrir fara úr vinnugallanum að kvöldi. Sá sem til þess er kallaður að leysa menn úr stirðnuðum vanaviðjum ogleiða þá út á ódáinsakra sjónrænnar ímyndunar, guðdómlegrar brjál- semi, hann má ekki sjálfur vera neinn Jón Jónsson í bláteinótt- um sparifötum. Hann verður sífelldlega að æsa sig upp úr blindni venjuhyggjunnar, út fyrir mörk skynseminnar, og svífa þar einn og drottnandi, Dali hinn Mikli. Smellið svo af og látið ljósið flæða! Flytjið fréttaþyrstum heimi boðskaðinn af Mér! „Þegar ég var sex ára óskaði ég þess eins að verða Napóleon. Þad vard ég ekki Þegar ég var fimmtán ára óskaði ég þess eins að verða Dali. Það varð ég. Þegar ég var tuttugu og fimm ára óskaði ég þess eins að verða æsilegasti málari verald- ar. Það varð ég. Þegar ég var þrátíu og fimm ára ákvað ég að réttlæta líf mitt með því að taka stórstígum framförum. Það hef ég gert: Þegar ég var fjörutíu og fimm ára ákyað ég að mála snilldarverk sem bjargaði nú- tímalistinni úr ruglingi hennar og niðurlægingu. Bók þessi er helguð því háleita áformi. “ Með þessum orðum hefst bók hans „50 secrets of magic craftmanship", sem út kom í New York árið 1948, en einkunn- arorð hennar eru: „Það bezta sem hent getur nokkurn málara er tvennt: 1. að vera Spánverji. 2. Að heita Salvador Dali.“ „Eini munurinn á mér og brjálæðingi er sá, að ég er ekki brjálaður." Þótt orð þessi virðist aðeins hótfyndni við fyrstu sýn, fela þau í sér nokkra skilnings- leið að verkum Dalis. Skömmu eftir að hann „smyglaði sér inn í raðir súrrealistanna, árið 1929“, svo notuð séu orð André Bretons, formaði hann aðferð- ina sem hann nefndi á ensku „paranoiac-critical activity", en hún fól meðal annars í sér að listamaðurinn („snillingurinn") opnaði sig fyrir brjálæðiskennd- um ofsjónum, líkum ofskynjun- um hugklofa eða ölórum drykkjumanns, og næmi mynd- efni sitt í því fjarskilvitlega ástandi, en ynni hinsvegar úr því með gagnrýninni beitingu þjálfunar, þekkingar og kunn- áttu. Með þessari aðferð verða verk hans það sem hann kallaði handmálaðar ljósmyndir af draumi". Hann rýfur „hljóðmúr veruleikans" og sviftir þar með tjaldinu frá sviði annars veru- leika: draumsins, hugaróra, hræðsludulda eða mýstiskrar, trúarlegrar upphafningar, veru- leika sem alltaf hefur verið til í Kýmera Iloratius. manninum, en umgerð efnis- hyggjunnar hefur svo tíðum bælt. Salvador Dali hefur í senn verið sakaður um að vera þjófur í paradís, plokkandi geimstein- ana úr meistaraverkum fortíð- ar, og eins um að róta í sorptunnum mannlegra sjúk- leika og gera sér mat úr. Hvorugu myndi hann neita. Aðferð hans er einmitt sú, að nota jöfnum höndum myndbrot úr ytri raunveruleika — lista- arfur okkar er hluti af þeim raunheimi — og bregða upp fyrir mönnum afskræmilegum ímyndum eigin sálarlífs þeirra, oft með kynferðislegum táknum í anda Freuds. „Fegurð er summan af mannlegu óeðli“, segir hann á einum stað, og reynir enn sem áður að ganga fram af borgaralegri fagur- fræði. Og enn hækkar hann róminn: „Hin þrjú stóru tákn lífsins eru Skítur, Rotnun og Blóð.“ En þótt hann taki þannig upp í sig, er katalónski snilling- urinn einber augu þegar allt kemur til atls, og hann sannar það undir pensli sínum að fegurðin er í myndinni sem slíkri en engu upphrópuðu manífesti. Dali er teiknari, málari, eðalsmiður og beztu verk hans meðal þess fegursta í listasmíð þessarar aldar, á hvað mælikvarða sem er. Úr myndaflokknum Decamerone.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.