Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.11.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1978 Númer sex Hamilton Eftir Frelsisstríðið var fjár- hagur og viðskiptalíf Bandaríkj- anna í mestu óreiðu. Megin- landsþingið skuldaði nær 40 milljónir dala við stríðslok en hafði engar tryggar skatta- tekjur. Ríkin neituðu að borga skatta sem þingið lagði á þau. Mörg Ríkjanna þrettán voru einnig mjög skuldug eftir Frels- isstríðið. Sum Ríkjanna sinntu þessum skuldum alls ekki en önnur reyndu að greiða þær óeðlilega hratt. Massachueetts var meðal hinna síðartöldu. Þar voru lagðir á óhóflega þungir skattar sem auk almenns sam- dráttar við styrjaldarlok urðu til þess að allt atvinnulíf dróst mjög saman og borgarar Ríkis- ins sátu uppi með miklar skuldir en fáa tekjumöguleika. Ýmis önnur Ríkjanna höfðu bætt úr svipuðu ástandi með því að prenta peninga og koma. þannig af stað verðbólgu. Ríkisstjórnin í Massachusetts var hins vegar íhaldssöm í fjármálum og neitaði að grípa til þessa ráðs. Ibúar Ríkisins urðu því margir gjaldþrota og var varpað í skuldafangelsi. Að vonum var mikill kurr með almenningi í vegna þessara mála og upp I komu háværar kröfur um að mönnum yrðu gefnar upp skuldir. Daniel nokkur Shays, er verið hafði höfuosmaður í her Bandaríkjanna, var helsti forystumaður skuldara og safn- aðist um hann mikill flokkur manna. Gripu þeir til vopna Shays upp- reisn- in gegn Ríkisstjórninni 1786 en hún notaði sér þetta tækifæri til að bæla niður almenna óánægju í Rikinu. Þótt uppreisn Shays væri árangurslaus hafði Meginlands- þingið miklar áhyggjur af henni. John Jay og James Madison, sem báðir sátu á þinginu, skrifuðu Thomas Jefferson, sendiherra Banda- ríkjanna í París, um óeirðirnar og óróa í öðrum Ríkjanna. Jefferson var ekki uppnæmur fyrir fréttunum og svaraði því til að hann teldi að smáuppþot við og við væru bara til góðs og einstöku sinnum yrði að vökva tré frelsisins með blóði ættjarðarvina og harðstjóra, það væri eðlilegur áburður. Áhyggjur þingsins af óeirðun- um urðu ásamt ýmsu öðru til þess að James Madison hafði frumkvæði um að viðskiptaráð- stefnu nokkurra Ríkjanna var snúið upp í allsherjarþing er fjalla skyldi um alla stjórnskip- an Ríkjanna. Athugasemdi Konurnar þrjár sem svo hörðum orðum er farið um hér í grein 6 eru: Madame de Maintenon, síðari kona Lúðvíks XIV Frakklandskonungs; Hertogaynjan af Marlborough, kona Johns Churchill fyrsta hertoga af Marlborough; og Madame de Pompadour hjákona Lúðvíks XV Frakklands-1 konungs. Halldór Guðjónsson. Seinustu þrjár greinar hafa verið helgaðar greinargerð fyrir þeirri hættu sem okkur stæði af vopnum og brögðum erlendra þjóða ef við værum ekki sameinað- ir. Ég mun nú taka til að rekja aðra hættu ef til vill enn uggvæn- legri — þá hættu sem að öllum líkindum mun starfa af sundur- þykkju meðal ríkjanna sjálfra og af flokkadrætti og umbrotum innanlands. Þegar hefur lítillega verið drepið á þessi atriði en þau eru verðug sérstakrar og ítarlegri rannsóknar. Sá hlýtur langt leiddur af staðlausum hugleiðingum sem í fulli alvöru efast um að verði þessi Ríki annaðhvort algerlega slitin úr sambandi eða aðeins sameinuð í smærri bandalög hljóti ágreining- ur, sem upp kynni að koma milli þeirra, að valda tíðum og hat- römmum deilum miili þeirra. Það að telja skort tilefna slíkra deilna rök gegn tilkomu þeirra væri að gleyma að mennirnir eru fram- gjarnir, heiftræknir og ágjarnir. Að vænta framhalds á samlyndi nokkurra óháðra og ótengdra fullvelda í nánasta nábýli væri að loka augunum fyrir almennum einkennum mannlegra athafna og að hafna samsafnaðri reynslu aldanna. Orsakir ófriðar milli þjóða eru óteljandi. Sumar þeirra verka almennt og nær stöðugt á alla hópa þjóðfélagsins. Þetta á við um ást á valdi eða óskir um yfirburði og drottnun — afbrýðissemi gagn- vart valdi og óskir um jafnrétti og öryggi. En það eru aðrar orsakir sem hafa jafn virk áhrif á sínu sviði þótt þau séu eftir nokkrum krókaleiðum. Þar má nefna meting og samkeppni. Og það eru enn önnur tilefni engu sjaldgæfari en hin fyrrnefndu, sem eiga upptök sín algerlega í einstaklingsbundn- um ástríðum, í ættartengslum, óvináttu, sérhagsmunum, vonum eða ugg framámanna í þjóðfélag- inu. Menn af þessari stétt, hvort heldur þeir eru gæðingar konungs eða þjóðar hafa oft misnotað traust sem þeim var sýnt, og hafa undir yfirvarpi opinbers tilefnis ekki skirrst við að fórna friði þjóðarinnar fyrir eigin hag og eigin ánægju. Hinn frægi Perikles fór að óskum vændiskonu og sóaði fjár- sjóðum og blóði landa sinna er réðst á, sigraði og eyddi borg Samnía. Sami maður var upphaf- legur hvatamaður að hinu fræga og afdrifaríka stríði sem í grískum annálum er nefnt Peloposskaga- stríðið, og réði því persónuleg óvild gegn Megörum, annarri grískri þjóð; eða tilraun hans til að skjóta sér undan málssókn vegna þjófn- aðar í tengslum við höggmyndir Fídíasar, eða til að losna undan áskökunum um að hann hefði eytt fjármunum ríkisins til að kaupa sér vinsældir, eða fleiri en ein þessara ástæðna saman. Þessu stríði lauk svo eftir ýmsar umbylt- ingar, hlé og endurnýjaðan ófrið með því að samfélag Aþenu var lagt í rúst. Kardinálinn framgjarni, sem var forsætisráðherra Hinriks VIII, leyfði sér í stærilæti sínu að sækjast eftir kórónunni þreföldu og vonaðist til að öðlast þann dýrgrip með áhrifum Karls V keisara. Til þess að vinna vináttu og áhuga þessa athafnasama og valdamikla konungs hratt hann Englandi í stríð við Frakkland þvert gegn augljósustu stjórn- málarökum og þrátt fyrir þá hættu sem þetta bakaði Evrópu allri og öryggi og sjálfstæði konungsríkisins sem hann veitti æðstu ráð. I>ví ef nokkru sinni var landsdrottinn sem komst nærri því að koma á allsherjar konungs- dómi þá var það Karl keisari V, en Wolsey var í senn tæki hans og leiksoppur. Áhrifin, sem trúarofstæki einn- ar konu, duttlungar annarrar en launráð hinnar þriðju höfðu á stjórnmál, ólgu og friðarviðleitni á okkar dögum í stórum hluta Evrópu, eru umræðuefni sem svo oft hafa verið rakin að gera má ráð fyrir að þau séu öllum kunn. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að rekja fleiri dæmi þess að sjálfgæði einstaklinga hafi áhrif á stefnu mikilvægra atburða í þjóðlífinu öllu, bæði heima fyrir og erlendis. Jafnvel þeir sem aðeins þekkja helstu drætti sögu- legra heimilda munu sjálfir minn- ast fjölda slíkra dæma og þeir sem þekkja eðli mannsins sæmilega munu ekki þurfa slík dæmi til að sannfærast um að áhrifin eru raunveruleg og víðtæk. Ef til vill er þó rétt að vísa til nýliðinna atburða með okkur sjálfum til að skýra þetta almenna lögmál. Ef Shays hefði ekki verið skuldum vafinn er mjög vafasamt að Massachusetts hefði verið hrundið út í borgarastyrjöld. En þrátt fyrir samhljóða vitnis- burð reynslunnar í þessu eru enn til menn hugsjóna eða undirferla sem fúsir eru til að boða þver- stæðu eilífs friðar milli Ríkjanna þótt þau væru aðgreind og hvert öðru framandi. Andi lýðvelda (segja þeir) er friðsamlegur, vilji til verslunarviðskipta mildar gjarnan siði manna og slekkur það funheita skap sem oft hefur kveikt ófriðareld. Lýðveldi, sem eins og okkar stunda viðskipti, munu aldrei hneigjast til að eyða sjálf- um sér í tortímandi baráttu hvert við annað. Þau munu láta stjórn- ast af sameiginlegum hagsmunum og efla með sér anda vináttu og samlyndis. Er ekki (getum við spurt þessa skörunga stjórnmálanna) öllum þjóðum sami hagur að því að efla með sér anda velvildar og víðsýni? Ef þetta eru hagur þeirra hafa þær þá sóst eftir honum? Hefur það ekki þvert á móti ævinlega verið svo að stundlegar ástríður og nánustu hagsmunir hafa virkara og ríkara vald á mannlegri breytni en almenn og fjarlæg sjónarmið stjórnarstefnu, nytsemdar eða réttlætis? Hafa lýðveldi í raun síður verið haldin styrjaldarfíkn en konungsríki? Er hinum fyrri ekki stjórnað af mönnum eins og hinum síðari? Hafa ekki ýmis konar fjandsemi, fordómar, togstreita og löngun til óréttlátra ávinninga sömu áhrif á þjóðir og konunga? Verða þjóðþing ekki oft bráð viðbragða eins og heiftar, fólsku, afbrýði, ágirni og annarrar stjórnlausrar og ofsa- fenginnar áráttu af ýmsu tagi? Er ekki öllum kunnugt að ákvörðun- um þeirra ráða oft fáir einstakl- ingar sem þingin treysta og eru því að sjálfsögðu líklegar til að taka lit af ástríðum og skoðunum þessara einstaklinga? Hafa við- skipti hingað til gert nokkuð meira en að breyta því fangi sem stríð voru háð til að ná? Er fégræðgi ekki eins ráðrík og áleitin og valdafíkn eða frægðarvonir? Hafa ekki viðskiptaástæður valdið eins miklum ófriði, síðan samskipti þjóða tóku að snúast um verslun, eins og ásókn í landsvæði og landayfirráð gerðu áður? Hefur ekki andi verslunarviðskipta oft á tíðum aukið enn á löngun til að sækjast eftir hvoru tveggja hins síðast nefnda? Leitum svara við þessum spurningum í reynslunni, óbrigðulasta leiðarljósi skynsam- legrar skoðunar. Sparta, Aþena, Róm og Karþagó voru öll lýðveldi, tvö þeirra, Aþena og Karþagó reistu búskap sinn á verslunarviðskiptum. Engu að síður áttu þau eins oft í ófriði til varnar og sóknar og konungsríkin nágrannar þeirra á sama tíma. Sparta var varla annað en vel skipulagðar herbúðir og Róm fékk aldrei nægju sína af vígum og landvinningum. Þótt Karþagó væri verslunarlýð- veldi var hún árásaraðilinn ein- mitt í þeirri styrjöld sem endaði með því að hún var lögð í rúst. Hannibal hafði leitt heri inn í hjarta Italíu og að hliðum Róma- borgar áður en Scipio vann á honum sigur á landi Karþagó og lagði þjóðina undir sig. Feneyjar tóku á síðari tímum oft þátt 1 árásarstyrjöldum þar til þær urðu keppikefli annarra ítalskra ríkja og Juliusi páfa öðrum tókst að koma á því óárennilega bandalagi sem greiddi valdi og stolti þessa hrokafulla lýðveldis banahögg. Greinar Bandalagsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.