Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 269. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Föstudagur
24. nóvember
yRmesm&Mbib
BIs.33-56
Rætt við
spákonuna
Amý
Engilberts
LIFIÐ er nú. Sú stund sem
við lifum og innan skamms
tilheyrir fortíðinni. Slík er
tímans rás. Því lifa fæstir
fyrir líðandi stund, þar sem í
henni er fólgin biðin ftir þeirri
næstu, morgundeginum, framtíð-
inni, því ókomna. Lífinu mætti
þess vegna líkja við biðskýli, þar
sem fólk bíður eftir strætisvagni
til að flytja það einhverja leið. Á
leiðinni er maðurinn óþreyjufull-
ur að komast á áfangastað og
þegar þangað er komið tekur
næsta bið við. Þannig gengur koll
af kolli. Óþolinmæðin eða forvitn-
in er líkast til sterkasti þáttur
lífslöngunarinnar. Fæstum nægir
meira að segja ekki þetta líf til að
bíða heldur bíða þeir hins næsta
líka. „Eða skyldi einhver hafa
framið sjálfsmorð af forvitni?"
spurði þannig þenkjandi maður.
I leitinni að sjálfum sér styðst
maðurinn við fyrri reynslu og sem
slík kemur hún að notum á leið
hans um hversdagslífið. Framtíðin
er samt ætíð hulin móðu, þrátt
fyrir tölvuvæddar áætlanir. Þær
geta ekkT gert okkur viðvart og
sagt okkur að á þriðjudaginn skelli
á heimsstyrjöld og um kvöldið
heimsendir. Fólk veltir kannski
fyrir sér hyernig höfuðlag manna
verði árið 2031 eða hvort geimför-
um verði skotið á loft úr Breiðholt-
inu. Eða hvort Breiðholtið verði
aðeins enduræminning um „vísi-
tölufjölskyldur" á 20. öld.
Okkurnægir sjaldnast að gera
áætlanir, sem eru í sjálfu sér
ekkert raunsærri en draumar.
Hvað eru annars draumar? Það er
talið víst að ekki sé til sú
menningarheild, hversu frumstæð
sem hún kann að vera á okkar
mælikvarða að fólk reyni ekki að
ráða drauma. Það sama gildir
líkast til um spádóma. Þeir hafa
fylgt manninum frá örófi alda. Ef
fólk furðar sig á því að prestarnir í
Egyptalandi til forna hafi verið
stjörnuspekingar og hafi verið
langt komnir í stærðfræði, sem
gerð almanaka þeirra bendir m.a.
til, þá er hitt undraverðara að
forfaðir okkar Neanderdalsmaður-
inn hafi velt framhaldslífi fyrir
sér eins og margt virðist benda til.
Einn frægasti stjörnuspekingur
Egypta var Ozmandya konungur,
sem dó 1223 f. Kr. Grafhýsi hans
var skreytt margvíslegum stjörnu-
táknum. Forn-Grikkir lásu í
stjörnur. Ýmsir keisarar Róm-
verja tóku stjörnuspekina alvar-
lega og sagt er að stjörnuspeking-
ar Nerós hafi átt sinn þátt í
grimmdarverkum hans. Heim-
spekingurinn Aristóteles var lófa-
lesari sem og Cesar. Lófalesturinn
er talinn upprunninn hjá Kale-
dóníumönnum og Hindúum, en
Sígaunar tóku hann upp frá
Hindúum og breiddu til Evrópu á
miðöldum. Tékkneskur læknir,
Purkyn að nafni, studdist við
lófalestur á 18. öld til að greina
sjúkdómseinkenni. Lófalesarinn
Cheiro lagði grundvöllinn að
honum í Bretlandi og síðar sir
Francis Galton sem fyrstur gerði
tilraunir með greindarpróf fyrir
síðustu aldamót.
Napóleon lét lesa fyrir sig í spil
og á þessari öld létu menn eins og
Stalín, Mussólíni, Churchill og De
Gaulle lófalesara spá fyrir sér og
„Já, góða mín. Maður
verður margs vísari við
að kíkja í lófann."
þær kurteisisvenjur sem einkenna
siðmenningu Frakka alla tíð.
Líklega á þetta andlega jafnrétti
bara við um yfirstéttarkonur. Enn
þann dag í dag hafa þær móttöku
tvisvar í viku fyrir listamenn,
stjórnmálamenn og aðra slíka.
Frakkar eru þó um margt líkir
íslendingum. Þeir eru einstakl-
ingshyggjumenn eins og við —
ofurlítið fágaðari en íslendingar
eru enn svo mikil náttúrubörn.
Frakkar eru einnig líkir íslending-
um að því leyti að þeir eru margir
spíritistar. I vissum stofnunum er
haldið það sem er kallað „experi-
ence du voyage" og er tilgangurinn
að komast í samband við fram-
liðna.
„Ég vil ekki
kalla mig spákonu"
Það er of mikil streita í þessu
þjóðfélagi," segir hún og tekur í
hönd blaðamanns. „Sjáðu þessar
litlu fíngerðu línur, sem mynda
net í kringum líflínuna. Þetta eru
stresslínur. Ég
finn mikinn mun á
fólki nú og áður
fyrr. Metnaðurinn
er orðinn svo
/    mikill og þar af
,    leiðandistreitan.Þetta
^       heféglesið  í  lófum
*          fólks undanfarið.
/                  Sorglegt."
(Ljósm. Kmilia)
athyglisvísindi og stjörnuspeki. Ég
vil ekki kalla mig spákonu, því ég
vil raunverulega ekki spá. Heldur
lesa persónuleika eða skapgerðar-
einkenni fólks. Hins vegar vilja
flestir að ég segi þeim hvernig
framtíð þeirra verður," segir hún
kímin og bætir við: „Það get ég
ekki. Ég get hins vegar sagt hvaða
möguleika þetta fólk hafi tft frá
skapgerðareinkennum og fleiru.
Nú er lófalestrarfræðin til dæmis
notuð mikið við sjúkdómsgreining-
ar líka. Ég vil með þessu reyna að
hjálpa fólki eins og ég get. Já, ég er
hreinskilin. Maður á að vera
hreinskilinn en það eru líka
takmörk fyrir allri hreinskilni og
til að greina þar á milli þarf
raunsæi.
Líkast til er ég. mannþekkjari.
Þó tel ég að til míns stárfs gildi
lærdómurinn tæpan helming. Hitt
eru hæfileikar.
Ég kom sjálfri mér einu sinni á
óvart," segir hún. „Maðurinn minn
sem nú er dáinn var læknir af
grískum ættum og fulltrúi
grísk-kaþólsku kirkjunnar í
Frakklandi. Þegar grísk-kaþólski
biskupinn í Konstantínópel var
látinn víkja frá af vissum orsök-
um, sem ég get ekki rakið hér,
flúði hann til Parísar með skömm
og voru kjör hans mjög kröpp.
Lagðist hann í þunglyndi og sá
maðurinn minn sér ekki annað
fært en að biðja mig að lesa í lófa
biskupsins honum til upplyftingar.
Ég sagði biskupi að örvænta ekki,
hann ætti eftir að komast til
metorða á ný. Sú varð raunin, því
að ári síðar var hann gerður að
yfirmanni grísk-kaþólsku kirkj-
unnar á Möltu."
„Hef spáð fyrir
fólki"
frægu
„Allar línur lófans eru tengdar
heilanum. I lófa vinstri handar
tákna línurnar erfðaeiginleikana.
Hægri höndin gefur til kynna
hvernig farið er með þessa eigin-
leika.  Sem  fræðigrein  skiptist
get sagt folki hverjir
möguleikar þess eru"
til eru nákvæmar teikningar af
línum lófa þeirra.
AMY ENGILBERTS er líkast
til eini núlifandi íslendingurinn
sem gert hefur lófalestur og
stjörnuspeki að atvinnu sinni. Hún
hélt til Parísar fyrir tveimur
áratugum í þeim tilgangi að nema
frönsku og sögu við Sorbonne-há-
skóla. Þar sótti hún jafnframt
fyrirlestra í dulsálarfræði sem
leiddi til þess að hún innritaðist í
dulspekiskóla í París og nam þar
handskriftarfræði, stjörnuspeki,
dulspeki og lófalestur. Að námi
sínu loknu hefur hún haft lófalest-
urinn aðallega að atvinnu og spáð
bæði fyrir fólki hér heima og í
París, þar sem hún hefur lengst af
verið búsett. Til Islands kemur
hún alltaf með vissu millibili og er
þá stanzlaus straumur fólks til
hennar, sem vill forvitnast um
framtíð sína og sumir oftar en
einu sinni.
Blaðamaður og ljósmyndari
Mbl. sátu hjá henni eina dagstund
og urðu margs vísari um hana og
fræðin er kvölda tók — já, ef ekki
um sig sjálfa. Því oftar en einu
sinni greip hún í hendur þeirra til
að skýra út hvað þessar og hinar
línur táknuðu.
Bros Amalíu eins og hún heitir
réttu nafni er blíðlegt og í málfari
hennar gætir erlends hreims. Hún
segir okkur að faðir sinn, Jón
Engilberts, hafi ráðlagt henni
ungri að fara út í eitthvert
hagnýtt nám. „Hann hafði þá
skoðun að konur þyrftu að vera
gæddar snilligáfu eða hafa sjö
sinnum meiri hæfileika en karl-
menn til að ná svipuðu takmarki
og því hæfði þeim bezt að taka sem
minnstar áhættur," segir Amý
hlæjandi. „Hann ráðlagði mér því
að gerast aðstoðarstúlka lyfja-
fræðings. Ég hef þrætt meðalveg-
inn. Er kannski ekki mikil jafn-
réttiskona eins og íslenzkar konur
almennt. Franskar konur hafa
hins vegar verið andlegir jafningj-
ar karla í raun allt frá miðöldum.
Á dögum Lúðvíkf 14. voru það
konur úr yfirstétt sem sköpuðu
Þeir eru líklega orðnir margir
lófarnir sem Amý hefur lesið í.
„Sem unglingur hafði ég áhuga á
að leggja fyrir mig tízkuteiknun,
jafnvel sagnfræði en þótt pabbi
hafi ráðlagt mér hagnýtt nám
hvatti hann mig óbeint til þessa,
þótt hann hafi líkast til ekki búist
við að ég legði lófalesturinn fyrir
mig. Hann var sjálfur mikið fyrir
dulspeki og vegna áhrifa frá
honum vaknaði hjá mér spurning-
in um hvað lægi að baki þessari
tilveru. Hvort tilveran væri eins
hjá öllum. Ég fékk áhuga á að
kynna mér lifnaðarhætti fólks í
öðrum löndum. Nú get ég sagt að
eftir að hafa kynnzt fólki af,
mörgum þjóðernum með ólík
trúarbrögð að áhugi þeirra á
dulspekinni er samur og jafn.
Áhuginn á lófalestri vaknaði hjá
mér snemma. Eg var byrjuð að spá
áður en ég hélt til Frakklands og
þar spáði ég fyrir fólki til að. kosta
nám mitt. Síðan lagði ég stund á
grafólógíuna eða handskriftar-
fræði,  chirológiu  eða  lófafræði,
lófalesturinn í „chirognomie",
dregið af gríska orðinu kheir, hönd
og gnomie, form. Þessi tegund
lófalesturs beinist að heildarlagi
handarinnar, erfðaeinkennum og
líkamsstarfseminni. Önnur tegund
lófalesturs er „dermatoghyphie".
Er það athugun á húð handarinn-
ar, rákum og línum lófans, sem
gefa til kynna prentun handarinn-
ar að innanverðu og þannig má
greina bæði andlega og líkamlega
sjúkdóma. Alvarlegir sjúkdómar
geta breytt línum lófans, og koma
einnig fram á nöglunum. Þriðja
tegund lófalesturs er „chiroman-
cie" og er fólgin í því að spá fyrir
um örlög eftir línum lófans og lesa
úr þeim erfðaeiginleika og skap-
gerðareinkenni. Sú tegund- lófa-
lesturs krefst mikillar nákvæmni
og athygli.
Sjá nœstu
síðu
ttu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56