Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 37 Teterboro School of Areonautics, í New Jersey í Bandaríkjunum árið 1958 og loftsiglingafræði við North Atlantic School of Aviation árið 1960. Kynni okkar Hauks hófust fyrir 23 árum síðan, er ég ungur piltur hóf sumarstarf hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þannig hagaði til að unnið var á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn. Ég byrjaði að vinna á dagvakt og var svo lánsamur að þar var Haukur einnig, því um kvöldið þegar hætt var að vinna og hver var að fara heim til sín spurði Haukur mig hvort ég væri búinn að fá herbergi, og svaraði ég því neitandi. Þá var ekki annað tekið í mál en að ég kæmi heim með honum þar til áætlunarbifreiðin færi til Reykja- víkur, en þangað varð ég að fara daglega í tvær vikur. Þetta sumar vorum við Haukur mikið saman og alla tíð síðan. Haukur hafði mikið yndi af því að ferðast og notaði hvert tækifæri sem gafst til þess. Því kom það mér ekki á óvart þegar hann kom til mín einu sinni sem oftar og sagðist vera að kveðja mig um sinn, því að hann væri að fara til Bandaríkjanna og læra flug. Þegar eftir flugnámið í Banda- ríkjunum stofnaði hann flugfélag- ið FLUGLEIÐIR H/F, Keflavíkur- flugvelli, ásamt nokkrum kunn- ingjum sínum. Var flugfélag þetta starfrækt á Keflavíkurflugvelli um tveggja ára skeið, og var hann aðalflugkennari félagsins. Hinn 15. nóv. 1960 réðst hann til Loftleiða sem loftsiglingafræðing- ur, árið 1961 várð hann aðstoðar- flugmaður og flugstjóri varð hann 4. apríl 1968. Hinn 9. júlí 1961 var mikill hamingjudagur í lífi hans er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ernu Guðbjarnardóttur. Eignuð- ust þau tvær dætur, Ástu Birnu, fædd 14. nóv. 1963 og Önnu Þórunni, fædd 14. des. 1969. Hann naut þess í ríkum mæli að vera með fjölskyldu sinni, og ótaldar eru gönguferðirnar sem fjölskyld- an fór í, bæði um Elliðaárdalinn sem og um sumarbústaðaland Loftleiða á Kjalarnesi. Frásagnargáfa Hauks var ein- stök. Hvar sem hann kom á meðal vina, þyrptust þeir í kringum hann og hlustuðu með ánægju á frá- sagnir hans. Hjálpsemi hans og greiðvikni var einstök, hvergi mátti hann aumt sjá svo hann væri ekki búinn og boðinn til hjálpar. Mér eru minnisstæðar þær stundir er hann kom ásamt konu sinni til okkar hjónanna í þrengingum okkar. Það er oft erfitt að skilja hvers vegna hinn hæsti höfuðsmiður lætur slys bera að höndum, en vegir hans eru órannsakanlegir. Kæran vin minn vil ég kveðja um sinn, með ljóði Páls J. Þórðarsonar, er hann segir: Hvergi lít ég ljósa ians í lifsins kulda gjóstri. Ó kom þú Drottinn kærleikans kveiktu von i brjósti. f veikri trúnni fÖKnuð fann sem friðar kaiið hjarta, því Guðs á vegi Kengur hann KOKnum myrkrið svarta. Fjölskylda mín og ég sendum aðstandendum dýpstu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Hauks og líkni elskulegri eigin- konu hans, dætrunum, foreldrum hans og systkinum í söknuði þeirra. Björn Kristmundsson. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að mágur minn hefur farið hinstu ferð sína. Hann fór svo oft en kom alltaf hress og kátur til baka. Ungur heillaðist hann af fluginu og átti flugið hug hans allan alla tíð og varð starfsvettvangur hans. Starfið var honum í senn áhugamál og alvöru- mál og stóð hann vel undir þeirri miklu ábyrgð sem á flugstjóra hvílir. Á 18 starfsárum sínum sem aðstoðarflugmaður og flugstjóri flaug Haukur víða um heim. Hann var hafsjór af fróðleik og sagði skemmtilega frá lífsreynslu sinni, af kynnum sínum af fjarlægum löndum og fólki. En heimkoman var honum alltaf kærkomin því hann átti hér hlýtt og fallegt heimili sem kona hans bjó honum af framúrskarandi smekkvísi. Hann unni líka landinu sínu, sem hafði svo margt upp á að bjóða honum: snjórinn, fjöllin og óbyggðirnar heilluðu huga hans og þær eru ófáar ferðirnar sem þangað voru farnar með fjölskyld- una. Handabönd og orð megna aðeins að litlu leyti að láta í ljós þakklæti en ég og fjölskylda mín erum þakklát forsjóninni að hafa eign- ast Hauk að mági og vini og minnumst þess ætíð með þakklát- um huga hjálp hans og hugulsemi við okkur er við dvöldum erlendis. Hann hringdi iðulega til okkar er færi gafst á og lífgaði það upp á tilveruna að .heyra rödd hans í símanum lýsa á sinn hressilega hátt því sem fréttnæmt var að heiman. Ég bið Guð að styrkja eiginkonu hans og dætur, foreldra hans og systkini í sorg þeirra. Guðmundur Guðbjarnarson. Vorið 1970 lágu leiðir okkar Hauks fyrst saman. Hann var flugstjóri í þeirri ferð, sem ég útskrifast sem siglingafræðingur. Ég var skelfing taugaóstyrkur og vissi varla upp né niður á reikn- ingsstokknum við að yfirfara áætlunina til New York. Á sinn yfirlætislausa hátt bað Haukur mig að hafa ekki áhyggjur af ferðinni — vélinni væri ekki flogið af einum manni, þetta væri samvinna fjögurra manna um borð, „og í versta falli, ef prófdóm- arinn ætlar alveg að gera útaf við þig, Pétur minn, þá láttu mig vita, — það er flugstjórinn, sem ræður hver er frammi í stjórnklefanum hverju sinni". Þessi orð gáfu mér kjark og sjálfstraust, enda voru þau sögð í þeim tilgangi, fremur en bókstaflega meint. I þessari ferð og þeim, sem við áttum eftir að fljúga saman þetta sumar varð mér ljóst, að Haukur hafði óvenju- legan mann að geyma. Hann vakti einnig athygli mína fyrir vand- virkni í starfi sínu sem flugmaður — það fylgdi því sérstakt öryggi að fljúga með honum. Haukur var einstakt ljúfmenni, prúður og hjálpfús, alltaf glaður í lund og góður heim að sækja og hafði góð áhrif á þá, sem í kringum hann voru. Það var mikil gæfa að eiga slíkan mann að vini. Eftir að ég fluttist til Luxem- burgar átti vinátta okkar og fjölskyldna okkar eftir að tengjast traustum böndum og óteljandi ánægjustundir áttum við saman, bæði hér heima og erlendis. Við hlökkuðum alltaf til komu hans, — manni fannst sem þokunni létti og það birti. Það er erfitt að sætta sig við að eiga ekki von á honum framar. Við hjónin sendum Ernu, Ástu Birnu og Önnu Þórunni, foreldrum Hauks og systkinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Pétur Valbergsson. Kveðja írá Félagi Loftleiðaflugmanna Vinur okkar og starfsfélagi Haukur Hervinsson verður jarð- settur í dag. Það verður ekki hjá því komist að hugleiða hvílíkur missir er í félaga sem Haukur var okkur öllum. Hann hóf störf hjá Loftleiðum árið 1959, fyrst sem siglingafræðingur og síðar flug- maður, hann hafði síðast starfað sem flugstjóri í liðlega 10 ár. Flugstjórastarfið hentaði Hauki einkar vel, þar sem hann var maður sérlega ákveðinn og áræð- inn. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og hvikaði sjaldan frá þeim. Það var sérlega gott að fljúga með Hauki við erfiðar aðstæður í misjöfnum veðrum, og það var einkennandi fyrir hann hvað hann var alltaf fljótur að finna hvað réttast og best var að gera hverju sinni. Haukur var kappsfullur maður að eðlisfari, og hafði meðal annars margoft flogið á þessum slóðum fyrir Cargolux og tekið þátt í pílagrímaflugi Loftleiða frá upp- hafi. Hann var því einn af okkar reyndustu flugstjórum í flugi sem þessu. Það er okkur því alls óskiljanlegt hvað getur hafa valdið þessu hörmulega slysi, því að við trúum því að hefði það verið á valdi nokkurs manns að afstýra því, hefði honum tekist það. Við Loftleiðaflugmenn kveðjum Hauk Hervinsson með trega. Eiginkonu hans, dætrum og nán- ustu ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Félag Loftleiðaflugmanna. TEITUR BOGASON Brúarfossi - Minning Laugardaginn 14. október s.l. var til moldar borinn frá Akra- kirkju á Mýrum Teitur Bogason frá Brúarfossi. Hann fæddist í Laxárholti í Hraunhreppi 26. júní 1891, en árið 1892 fluttust foreldrar hans að Brúarfossi, og þar dvaldi hann til æviloka að undantekinni þriggja vikna sjúkrahúslegu fyrir andláts- dag sinn og nokkurra mánaða tíma, sem hann dvaldist annars staðar við vinnu. Foreldrar hans, Guðbjörg Jóhannesdóttir og Bogi Th. Helga- son frá Vogi, bjuggu allan sinn búskap -á Brúarfossi, og var það heimili ætíð rómað fyrir gestrisni og hjálpsemi. Brúarfoss stendur við þjóðbraut, og á meðan hestar voru helzta samgöngutækið, var oft leitað á náðir þeirra Brúarfoss- hjóna um gistingu og aðra fyrir- greiðslu, sem ætíð mun hafa verið í té látin með ljúfu geði. Ekki breyttist þetta, þó að þau hjón hættu búrekstri og börn þeirra tækju við búskapnum. Fylgdu þau fordæmi foreldranna í því efni. Teitur vann frá barnsaldri að búi foreldra sinna. En um tvítugs- ;aldur veiktist hann og var lengi 'þungt haldinn, og svo hefur sagt mér Soffía, systir hans, að hann hafi aldrei náð fullri heilsu aftur og alltaf orðið að hlífa sér. Á þeim árum 'buðust fáir kostir ungum mönnum með skerta starfsgetu, en Teiti var ekki að skapi að sitja með hendur í skauti. Hann var hagur í höndum, svo sem verið höfðu forfeður hans, Vogsbændur. Byggði hann sér smiðju og smíðaði ýmsa búshluti og gerði við þá, sem biluðu. Smíðaði hann og sum verkfæri sín. Margir þurftu að leita aðstoðar Teits í þessu efni, og bætti hann úr nauðsyn manna eftir beztu getu. Ekki mun hann alltaf hafa tekið þóknun fyrir gerðan greiða, og mun honum hafa verið meira virði að geta hjálpað nágrönnunum í vandræðum þeirra. Teitur var músikalskur, hafði mikið yndi af söng og lærði að leika á orgel. Ekki mun þó tónlistarnám hans hafa numið lengri tíma en svo sem .einum til tveimur mánuðum. Hann var organisti við Staðarhraunskirkju um árabil og við Kolbeinsstaða- kirkju um tveggja aíatuga skeið. Oft lék hann líka á skemmtunum, bæði fyrir söng og dansi. Teitur unni sveit sinni og heimili af heilum hug. En tveir voru þeir staðir, sem honum voru sérstaklega kærir. Það voru hin fornu stórbýli, Vogur og Akrar. Og í Akrakirkjugarði kaus hann að vera jarðsunginn, þar sem frændur hans og forfeður höfðu verið lagðir til hinztu hvíldar mann fram af manni. Ég þekkti Teit frá því í bernsku minni, og mér verður hann minnisstæður sökum hins hlýja viðmóts, sem honum var svo eiginlegt. En minnisstæðastur verður hann mér frá þeim stundum, sem við áttum saman við Hítará og Tálma, snemma að vori, þegar bleikjan var að byrja að ganga, og eins að sumri, þegar laxinn vitjaði uppeldisstöðvanna. Teitur var uppalinn við Hítará og gjörþekkti veiðistaði hennar og eins Tálma. Hann var ósínkur að miðla mér af þeim fróðleik, og kynntist ég þá þeirri miklu athyglisgáfu, sem hann var gæddur, og því frábæra minni, sem hann hélt til æviloka. Teitur hafði yndi af veiðiskap, en honum var ekki síður hugstæð náttúran í kringum hann. Fuglalíf, gróður og jarð- og bergmyndanir með ánni, þar sem við gengum, áttu athygli hans óskipta. Hann var ógleymanlegur veiðifélagi, miðlandi af sínum mikla fróðleik og blessunarlega laus við þá veiðigræðgi, sem grípur suma menn, þegar út í Veiðiskap er komið. Hann gladdist ekki síður yfir góðum feng veiðifélagans en því, sem kom í hans eigin hlut. Fyrir kom, að við höfðum með okkur „lögg“ á glasi, því enginn var Teitur óvildarmaður Bakkus- ar, en umgekkst hann af þeirri háttprýði, sem honum var svo eiginleg. Hann var einnig spaugsamur og hafði frábæra kímnigáfu. Margar sögur og vísur fór hann með, sem sýndu menn og atburði í spaugi- legu ljósi, en allt var það græsku- laust. Hann átti það til að skjóta spaugsyrðum að mönnum, en því fylgdi aldrei neinn broddur, heldur" vöktu þau ummæli óblandna kátínu. Hann er sú persóna, sem mér finnst hafa tileinkað sér bezt og lifað eftir þeirri gullvægu reglu, sem skáldið frá Herdisarvík orðar svo meistaralega: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“. Allir, sem honum kynntust, bundust honum vináttu- böndum. Hann var sú persóna að geta gengið-um meðal samferða- manna sinna án þess að skilja eftir sig óhreint spor. Það er fáum gefið. Að liðinni langri ævi skilur hann eftir hjá okkur fjársjóð góðra minninga. Hjartans þökk fyrir samfylgdina. Ólafur á Ökrum. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvernig lízt yður á að lækka kosningaaldurinn niður í átján eða tuttugu ár? Teljið þér, að svo ungt fólk hafi nokkra getu til að veita forystu í stjórnmálum þjóðarinnar? Æskan er betur upplýst nú á tímum en nokkurn tíma fyrr í sögunni. Námið í gagnfræðaskólunum .jafnast á við menntaskólanámið á mínum æskuárum. Menntun hefur aukizt að mun síðustu tvo áratugi. Við þetta bætist, að hjá okkur eru átján ára piltar kallaðir í herinn. Fjölmargir æskumenn eru í fastri vinnu átján ára gmalir. Margir ganga í hjónaband átján ára. Æska táknar ekki vanþekkingu. Fullorðinsár auka ekki alltaf á gáfurnar. Já, ég er hlynntur því, að kosningaaldurinn sé lækkaður að minnsta kosti niður í tuttugu ár. Nú eru margir æskumenn ábyrgðarlausir glaumgosar. Samt hefur reynslan kennt mér, að hávaðinn af unglingunum er hugsandi og siðprútt fólk. Það ann ættjörð sinni og ber framtíð hennar fyrir brjósti. Auk þess er nærri helmingur þjóðarinnar undir tuttugu og fimm ára aldri, og þessi æskulýður verður að axla þá þyrðar, sem heimur morgundagsins leggur á hann. Ég tel því, að unga fólkið eigi að hafa hönd í bagga með, hvernig heiminum er stjórnað. Yfirleitt eykst skyldurækni manna, ef ábyrgð er lögð á þá. Ég er því þeirrar skoðunr, að þessir unglingar eigi að fá kosningarétt. Það gæti líka beint huga þeirra frá hégómlegri hlutum, sem sumir þeirra virðast vera bundnir við. Afmœlis- og minningargremar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.