Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.12.1978, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1978 Hans Hammarskjöld, sænskur, f. 1925: Rithöfundurinn Carl Sandburg, 1955. John Hertzberg, sænskur, f. 1871, d. 1935: Nafnlaus 1900. Fritz Kempe, pýskur, f. 1909: Listamaöurinn Max Ernst, 1964. Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Alphonse Marie Mucha, tékknesk- ur, f. 1860, d. 1939: Listamaöurinn Paui Gauguin spilar á orgel í húsi Mucha við Rue de la Grande Chaumiere, 1895. Irving Penn, amer- ískur, f. 1917: Rithöfundurinn Truman Capote, New York, 1965 Þúsund og ein ljósmynd Ein eftirminnilegasta sýn- ing, sem ég sá á ferö minni um Noröurlönd síöla sumars og í haust, var tvímælalaust sýn- ingin „Þúsund og ein ljósmynd“ í Nýlistasafninu í Stokkhólmi (Moderna museet). Þaö var ekki aðeins, að' sýning- in væri vel upp sett og myndirnar flestar í sérflokki, vel teknar og frábærilega vel unnar, heldur sögöu þær mikla mannlífs- og þróunarsögu. Ljósmyndin í sjálfu sér er löngu viöurkennd listgrein, hún á þaö til aö afhjúpa á sláandi hátt skap- gerö fólks, jafnvel drauma þess og þrár. Gagnstætt hreyfimynd- inni, er heldur stööugt áfram og segir ákveöna sögu, nemur Ijós- opiö þaö sekúndubrot eilíföarinn- ar, sem hún er tekin á — er skýrsla og skjalfesting verundar- innar. Þetta sekúndubrot horfist í augu viö þann, er skoðar mynd- ina. Því verður ekki breytt, þaö hefur verið innsiglaö á spjöld sögunnar. Augnablikiö sjálft, frammi fyrir sjáandanum, eins konar kyrralífsmynd eilífðarinnar. Tíminn líður frá þeim, er skoöar, en myndin er jafnan eins, — óumbreytanleg. Hún vekur ósjald- an leyndar þrár og heilabrot, hvort sem í hlut á mynd af stórbrotnu landslagi, svipmiklum einstaklingi, dulúöugri stemmn- ingu eöa brotabroti af umhverf- inu. Þessi óumbreytanlega, sað- fasta ró eilíföarinnar er Ijósopið fangar, getur vakiö hjá skoðand- anum margvíslegar kenndir, — mann getur langað til aö ganga inn í myndirnar, samsamast því umhverfi og því augnabliki, er þær voru teknar á. Máski langar mann til aö kynnast fólkinu, sem myndirnar eru af, og á þeim tíma, er þær voru teknar. Þaö getur vakið hjá manni reiði og von- brigöi, aö þaö skuli vera hægt og verður aldrei hægt. Fortíöina fær enginn vakiö upp, því aö fólkiö er annaöhvort eldra en á myndunum eða löngu horfiö til feðra sinna og sögulegir atburðir endurtaka sig ekki. Stundum verður maður afbrýöisamur út í þaö, að fólkið á myndunum skyldi auönast aö upplifa einhvern sögulegan eöa dýrlegan atburö. Maöur getur oröiö ástfanginn af persónunni, sem myndin er af, eöa af því, sem maður ímyndar sér, aö hún hljóti að hafa verið. Mann getur dreymt þessa persónu, hún getur ofsótt mann í svefni og vöku, en einnig verið manns góöa fylgja, er vekur upp angurværö, óræöar kenndir og vonir. Þannig spannar Ijós- myndin óendanlegt sviö tilfinn- ingalífsins. Hið eina, sem Ijósopið getur ekki og mun aldrei geta, er aö afhjúpa óoröna atburði sem og atburði, sem hafa gerst, þar sem þaö hefur ekki verið nærri. Er maður hugsar til þess, þá léttir manni ósjálfrátt. — Fullkomleik- inn á sér þá takmörk! Hér á síöunni kynni ég örlítið brot hins mikla fjölda ágætra mynda á sýningunni í Stokkhólmi. Bragi Ásgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.