Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.01.1979, Blaðsíða 38
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JANÚAR 1979 21 rrm Léttur sigur Fram áVarmá ÞAÐ VAR léttur sigur sem Fram-stúlkurnar unnu á Breiða- bliksstúlkunum í 1. deild kvenna Yfir- burðir Týs ÞRÍR leikir íóru fram í 3. deild íslandsmótsins í handbolta um helgina og bar þar helst til tiðind, að Týr frá Vestmannaeyjum hélt áfram sigurgöngu sinni á mjög sannfærandi hátt. Léku þeir tvo leiki, gegn ÍA uppi á Skaga og gegn Gróttu á Nesinu. Fyrri leikinn vann Týr 23—13 og þann síðari 23—21. Þá vann Aftureld- ing Breiðablik 15—14. Staðan í 3. deild er nú þessii í handknattleik á Varmá í Mos- fellssveit á laugardaginn. Lauk leiknum með yfirburðasigri Fram, 16—4. Staðán í hálfleik var 6—3. Um algera einstefnu var að ræða í síðari hálfleiknum og skoruðu þá Framstúlkurnar 10 mörk á móti einu hjá Breiða- bliki. Kolbrún í marki Fram átti góðan ieik í leiknum og þá sérstaklega í síðari hálfleiknum. Alda Helgadóttir lék ekki með Breiðablik að þessu sinni og var þar skarð fyrir skildi en hún er ein aðalspilarinn í liði Breiðabliks. í liði Fram voru stúlkurnar allar nokkuð jafnar í leiknum en mótstaðan var frekar lítil og örlaði • Oddný Sigsteinsdóttir var markhæst hjá Fram með fimm mörk. fyrir kæruleysi í leik Fram í lokin. MÖRK FRAM: Oddný Sigsteins- dóttir 5, Guðríður Guðjónsdóttir 4, Jóhanna Traustadóttir 4, Guðrún Sverrisdóttir 1, Margrét Blöndal 1 og Sigrún Blomsterberg 1. STIGAHÆSTIR Týr Afturelding Grótta Breiðablik Akranes Njarðvík Keflavík Dalvík 140:109 135:122 127:115 146:140 139:130 125:138 89:115 109:141 12 11 8 7 6 4 2 0 Valur KR UMFN ÍR ÍS Þór 11 11 11 11 10 10 T stigask. stig 3 971—951 16 3 1009—869 16 4 1087—1021 14 6 952—943 10 8 840—920 4 8 786—931 4 meðalt. 88,2—86,4 91.7— 79,0 98.8— 92,8 86.5— 85,7 84,0—92,0 78.6— 93,1 KiHMIfimi ípróttir Stigahæstu menn: John Hudson KR Ted Bee UMFN M.Christiansen Þór Paul Stewart ÍR Tim Dwyer Val Dirk Dunbar ÍS Jón Sigurðss. KR Kristinn Jör. ÍR Kristjón Ágústs. Val stig meóalt. 323 29.3 290 27.2 272 27.2 255 23.1 250 25.0 248 24,8 224 20.3 217 19.7 198 18.0 'inkunnagjöfin: stig Jón Siguróss. KR Kristinn Jör. ÍR Gunnar Þorv.s. UMFN Kristjón Ágústs. Val Geir Þorsteinss. UMFN Kolbeinn Kristinss. ÍR Jón Jörundss. ÍR Þórir Magnúss. Val Einar Bollason KR mism. 1,8 12,7 6,0 0,8 +8,0 +14,5 meóalt. 35 3.18 32 2.90 29 2.63 29 2.63 28 2.54 28 2.54 27 2.45 25 2.27 25 2.27 KR-ingar þriðju í Englandi KR-INGAR gerðu ágæta ferð til Doncaster í Englandi núna um helgina og tóku þátt í geysisterku fjögurra liða körfuknattleiks- móti. Auk KR-inga tóku þátt í þessu móti Boroughmuir Barrs frá Skotlandi, Cincinati Oaks, háskólalið frá Bandaríkjunum, og Team Ziebart frá Englandi. KR-ingar sigruðu Skotana en töpuðu fyrir Team Ziebart og Cincinati Oaks. Fyrsti leikur KR-inga var gegn Cincinati Oaks. Byrjuðu KR-ingar þennan leik mög vel og var staðan t.d. um miðjan fyrri hálfleikinn 22—22. En þá Tóku Bandaríkja- mennirnir heldur betur við sér og komust í 41—24. I hálfleik var staðan 50—38. KR-ingar tóku síðan mikinn sprett í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í sex stig, 52—58. En þá fór John Hudson út af með 5 villur svo að eftirleikurinn varð Banda- ríkjamönnunum auðveldur og sig- ur þeirra varð stór, 112 stig gegn 89. Stig KR-inga skoruðu: Mark Christiansen 24, Hudson 22, Birgir Guðbjörnsson 18 stig og átti Birgir mjög góðan leik. Þá skoruðu Einar Bollason og Árni Guðmundsson 6 stig, Jón Sigurðsson 9 og Þorvald- ur Blöndal 2. Næst léku KR-ingar gegn enska liðinu Team Ziebart. Voru KR-ing- ar 13—8 yfir í byrjun, en Englend- ingarir, sem hafa innan sinna’ vébanda tvo Bandaríkjamenn og einn Kanadamann, tóku fljótlega öll völd á vellinum og var staðan í hálfleik 59—46 þeim í vil. KR-ingar áttu góða byrjun í seinni hálfleik og minnkuðu mun- inn í 75—68, en síðan skoraði Ziebart hverja körfuna á fætur annarri og lauk leiknum með 109—86 stiga sigri þeirra. Að leik loknum var kosinn maður leiksins og var það John Hudson, enda hafði Hudson sýnt snilldartakta og skorað 38 stig. Næstur honum var Mark með 23 stig, Einar Bollason með 10, Jón Sigurðsson með 6, Árni G. með 4, Eiríkur Jóhannesson með 3 og Birgir með 2 stig. I síðasta leik KR-inga í mótinu gegn Boroughmuir gekk hins vegar allt mun betur. KR-ingar höfðu unnið sigur á þessu liði á Irlandi í vetur með 6 stigum þegar liðin áttust þar við í alþjóðlegu móti. KR-ingar tóku strax foryst- una í leiknum og komust t.d. í 31—18, en staðan í hálfleik var 53—47 eftir að Skotarnir höfðu náð ágætum spretti, sem að sama skapi var slappur hjá KR-ingum. í seinni hálfleik léku KR-ingar af yfirvegun og juku muninn smátt og smátt, en leiknum lauk með 96 stigum KR-inga gegn 83 stigum Skotanna. Mark Christian- sen var í þessum leik kosinn maður leiksins og skoraði hann 29 stig. Þessi sigur tryggði KR-ingum þriðja sætið í mótinu auk þess, sem John Hudson var kosinn leikmaður mótsins (most valuable player) og í fimm manna úrvalslið. Töldu KR-ingar að Mark Christiansen hefði einnig átt heima í því úrvalsliði. Þá fékk John Hudson verðlaun fyrir að vera stigahæsti leikmaðurinn. KR-ingar geta því vel við sinn hlut unað enda hefur þessi ferð komið liðinu vel, þar sem erfið barátta er fyrir höndum í úrvalsdeildinni. Úrslitaleikurinn á þessu móti var milli Team Ziebart og Cinncinati Oaks. Sigraði Ziebart með 95 stigum gegn 80, en lið Cinncinati hafði orðið fyrir því óláni að missa nokkra lykilleik- menn í rúmið vegna veikinda. — gíg- Valsmenn á toppinn VALSMENN áttu í litlum vandræðum með að innbyrða góðan sigur gegn ÍR-ingum á laugardaginn, er liðin léku saman í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Að vísu varð munurinn á liðunum aldrei mikill en Valsmenn höfðu alltaf forystuna í leiknum utan einu sinni um miðjan seinni hálfleik. Ekki dugði ÍR-ingum einu sinni að Valsmenn misstu Tim Dwyer út af með 5 villur á 6. mínútu s.h. heldur sigldu Valsmenn að 8 stiga sigri, 89—81, eftir að staðan var 44—37 í hálfleik Val í vil. ÍR-ingar voru frískir til að byrja með og allt útlit fyrir að þeir ætluðu að reynast Valsmönnum erfiðir. En Valsmenn náðu þó frumkvæðinu um miðjan hálfleikinn og voru sterkari út hálfleikinn, sem endaði með 44 stigum Vals, en 37 stigum ÍR-inga. Str^x á 6. mínútu seinni hálf- leiks fékk Tim Dwyer, sem hafði verið driffjöðurin í leik Vals- manna, sína 5. villu og var staðan þá 55—51 Valsmönnum í hag. Urðu Valsmenn því að standa á eigin fótum það sem eftir leiksins. En við þetta lifnaði yfir ÍR-ingum auglablik og þeir jöfnuðu 55—55. En Valsmenn létu ÍR-inga ekki komast upp með neitt múður og náðu aftur nokkurra stiga forystu. Var það ekki síst fyrir mjög góðan leik Hafsteins Hafsteinssonar en þessi sterki leikmaður hirti fjölda frákasta og skoraði mikilvæg stig. Þegar 6 mínútur voru til leiksloka var staðan 69—61 og síðustu mínúturnar voru nánast skot- keppni milli liðanna, sem endaði með jafntefli, 20—20. En Vals- menn tryggðu sér þarna* áfram- haldandi baráttu um meistara- titilinn í ár með þessum 89—81 sigri yfir ÍR-ingum. Valsliðið hefur vafalaust leikið betur en gegn ÍR-ingum. Hins vegar má segja að þeim sé hollara að fara rólega af stað, en koma þeim mun sterkari í endasprettinn í vor. Bestir Valsmanna voru Tim Dwyer, Torfi Magnússon og Haf- steinn Hafsteinsson. Þá átti Rík- harður Hrafnkelsson ágætan endasprett auk Kristjáns Ágústs- sonar, en hann hafði verið daufur framan af. Með þessum ósigri geta ÍR-ingar kvatt allar vonir um að blanda sér í baráttu um efstu sæti deildarinn- Isfirðingar komu á óvart EKKI vantaði nema herslumun- inn að liði ísfirðinga tækist að ræna Ármenninga tveimur stig- um, er liðin áttust við í 1. deildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöldið. ísfirðingar höfðu betur allan fyrri háifleik- inn, en seinni hálfleikur var geysispennandi allan tfmann. Það var ekki fyrr en á síðustu mfnútu leiksins að Ármenningar tryggðu tveggja stiga sigur, 68- 66. ísfirðingar höfðu með naum- indum komist í bæinn á laugar- deginum, en þá áttu þeir að leika við Snæfellinga, en þeir höfðu aðeins náð að brjótast til Borgar- ness og urðu þaðan aftur heim að snúa vegna ófærðar. Öllum öðr- um leikjum 1. deildar varð að fresta. ísfirðingar tóku öll völd í leiknum gegn Ármenningum til að byrja með og komust m.a. í 16—6 og 23—10. En þá hresstust Ár- menningar aðeins og minnkuðu muninn í eitt stig í hálfleik 36—37. Seinni hálfleikur var æsispenn- andi alian tímann en sem fyrr sagði tryggðu Ármenningar sér sigur á síðustu mínútu leiksins. Bestir Isfirðinga í þessum leik voru Óli M. Ingimarsson, sem skoraði 21 stig, og Ómar Torfason, sem skoraði 12 stig. Næstir þeim komu svo Örnólfur Oddsson og Kristinn Kristjánsson tneð 9 stig. Þá vakti athygli að ísfirðingar tefla fram gömlu stórskyttunni Einari Matthíassyni, en þjálfari Einkunnagjöfln VALUR: Hafsteinn Hafsteinsson 3, Hjörleifur Þórarinsson 1, Kristján Ágústsson 2, Lárus Hóim 2, Ríkharður Hrafnkelsson 2, Sigurður Hjörleifsson 1, Torfi Magnússon 3, Þórir Magnússon 1. ÍR: Ej'lendur Markússon 1, Stefán Krist'nsson 2, Jón Jörundsson 2, Kolbeinn Kristinsson 2, Kristinn Jörundsson 3. liðsins er Ingvar Sigurbjörnsson, sem einmitt gerði garðinn frægan hjá Ármanni sem þjálfari. Hjá Ármenningum var Hall- grímur Gunnarsson besti^r. Hann skoraði 16 stig úr 11 tilraunum og þykir slíkt ágætis nýting. Stiga- hæstur Ármenninga var hins vegar Atli Arason með 18 stig en Jón Björgvinsson skoraði 10 stig. Dómarar voru Sigurður Valur Halldórsson og Þráinn Skúlason. gíg ar. Burðarásar liðsins, Kristinn Jörundsson, Kolbeinn Kristinsson, Jón Jörundsson og Paul Stewart, léku allan tímann gegn Valsmönn- um, en Stefán Kristjánsson gat iítið leikið vegna veikinda og kom það sér illa fyrir ÍR-inga. Hins vegar vekur talsverða furðu hversu yngri mönnum liðsins eins og Kristjáni Sigurðssyni, Steini . Loga Björnssyni og fleirum er lítið traust sýnt. Miðað við leikinn gegn Val hefðu þessir piltar ekki staðið sig miklu verr en aðrir ÍR-ingar, sem léku alian leikinn en lítið bar á. Verða ÍR-ingar að líta til þess, að án leikreynslu verður lítið úr þessum ^mönnum, þegar þeir ioks taka við liðinu. En bestur gegn Vai var án efa Kristinn Jörundsson, en aðrir sýndu fátt aðdáunarvert. Stig alls skoruðu: Tim Dwyer 26, Torfi 19, Kristján Ágústsson 16, Ríkharður Hrafnkeisson 12, Haf- steinn Hafsteinsson 10, Þórir Magnússon 4 og Sigurður Hjörleifsson 2 stig. Stig IR: Kristinn Jörundsson 27, Paul Stewart 23, Kolbeinn Krist- insson 13, Jón Jörundsson 11, Stefán Kristjánsson 3 og Erlendur Markússon 4 stig. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Erlendur Eysteinsson. Þessir tveir dómarar, sem dæma meirihluta leikja í úrvalsdeildinni, eru ekki öfundsverðir af starfi sínu. Þennan leik dæmdu þeir félagar heldur illa, en hins vegar ættu einhverjir af þeim sem alitaf eru að segja þeim til í leikjum að gefa sig fram til að dæma leiki eins og þeir telja að eigi að gera það. — gfg. • Torfi Magnússon átti skfnandi góðan leik gegn ÍR-ingum um helgina. Hann skoraði 19 stig og hirti f jölda frákasta auk þess sem Jón Jörundsson gerði ckki mikið í gæslu hans. Hér að ofan skorar Torfi tvö stig án þess að Jón Jörundsson fái nokkuð að gert. Aðrir á myndinni eru f.v.i Stefán Kristjánsson, Kristinn Jörundsson, Kristján Ágústsson og Paui Stewart. (Ljósm. gíg). • ólafur H. Jónsson hefur brotist ígegn um vörn Svfa, en er hindraður og missir knöttinn. óiafur átti góða leiki með fsienska liðinu íBaltic Cup, sér í lagi varnarleiknum. 10 dauðafæri runnu út í sandinn _ ÍSLENDINGAR töpuðu fyrir Svíum í síðasta leik sínum í Baltic Cup-keppninni sem lauk á sunnudag í Danmörku. Leiknum lauk með 19 mörkum gegn 17 Svíum í hag. Staðan í hálfleik var 10—6 Svíum í vil. Þegar aðeins ein og hálf mfnúta var til leiksloka var staðan í leiknum jöfn, 17—17 og íslendingar höfðu boltann. En f næstu sókn misstu þeir boltann f hendur Svfa sem brunuðu upp og skoruðu. í næstu sókn þegar möguleikar voru á að jafna metin skaut svo Axel Axelsson frekar ótfmabæru skoti, þó svo að hann væri f sæmilegu markfæri og Svfar náðu aftur hraðaupphlaupi og skoruðu nftjánda mark sitt og innsigluðu sigur sinn f leiknum. Jóhann Ingi Gunnarsson landsliðsþjálfari sagði í viðtali við Mbl., að sóknarnýting íslenska liðsins hefði verið frekar slök eða rétt um 40 prósent, og hefði það riðið baggamuninn. Varnarleikur og markvarsla hefðu verið í góðu lagi en stórskytturnar hefðu ekki fundið sig og gengið illa að skora hjá sænska markverðinum sem átti góðan dag og varði alls 16 skot í leiknum, þar af ein 10 dauðafæri. — Ég er þó ánægður með að leikaðferðir ganga upp og tækifæri gefast. Það sem vantaði í þessum leik var að nýta þau, sagði Jóhann Ingi. ísland — Svíþjóð 17—19 Gangur leiksins Fyrstu 20 mínútur fyrri hálf- leiksins voru mjög jafnar, liðin skiptust á um að skora og algert jafnræði var með liðunum. Varnir og markverðir beggja liða léku sérstaklega vel, og eftir 24 mín- útna leik var staðan jöfn, 5—5. Þá kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu og Svíar sigldu fram úr og náðu fjögurra marka forystu, 10—6, og þannig var staðan í hálfleik. Þessar síðustu mínútur fyrri hálfleiksins var töluverður hraði í leiknum og í ekki færri en átta skipti misnotuðu íslendingarnir góð tækifæri. Þessi kafli var dýrkeyptur því hann átti eftir að ráða úrslitum leiksins. íslenska liðið kom mjög ákveðið til leiks í síðari hálfleik og lék vel. Á það ráð var brugðið að taka Basta Rasmussen úr umferð en hann var lykilmaður í spili og leikaðferðum sænska liðsins. Þeg- ar 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum hafði Island jafnað, 15—15, skorað þá 9 mörk á móti 5 hjá Svíum. Nú var jafnt á öllum tölum þar til staðan var 17—17 og ein og hálf mínúta til leiksloka og íslendingar með boltann. En eins og fyrr sagði misstu þeir boltann til Svía sem náðu hraða- upphlaupi og skoruðu og innsigl- uðu svo sigur sinn í leiknum í næsta upphlaupi. Liðin Að sögn Jóhanns Inga þjálfara var íslenska liðið mjög jafnt í leiknum. Það var einna helst Ólafur Benediktsson markvörður sem skar sig úr og átti sem fyrr mjög góðan dag og varði alls 12 skot í leiknum. Af útileikmönnum brugðust þeir Ólafur Einarsson og Þorbjörn Guðmundsson í skotum sínum, og gekk þeim illa að stilla kanónurnar í leiknum og skoraði hvorugur mark í leiknum. Línuspilararnir áttu mikið af góðum færum en voru mislagðar hendur. Bjarni átti fjögur góð tækifæri, sem fóru forgörðum og Viggó tvö, svo dæmi séu nefnd. Hið beitta vopn Svía í leiknum voru hraðaupphlaupin og gekk illa að stoppa þau. Markvörður Svía varði 16 skot í leiknum, þar af 10 úr dauðafæri. Af útileikmönnum Svía var Hasselberg hvað at- kvæðamestur og gerði mikinn usla í horninu og skoraði 5 mörk og var markhæstur Svíanna. Mörk íslands: Axel Axelsson 4 (3v), Páll Björgvinsson 3, Árni Indriðason 3, Bjarni Guðmundsson 2, Ólafur H. Jónsson 2, Viggó Sigurðsson 2. Mörk Svía: Hasselberg 5, Andersson, Abrahamsson, og Bengtsson Agustsson 3 hver, Rasmussen 1, Norgren 1. - þr. gerðu sitt góð. besta, enda útkoman „Heppnin var ekki með okkur í keppninni á $ ! — ÉG TEL, að við höfum sýnt styrkleika okkar í þessu móti og getum verið ánægðir með úrslitin í leikjunum, sagði Jóhann Ingi Gunnarsson einvaldur og þjálfari fslenska landsliðsins í handknatt- leik er Mbl. ræddi við hann eftir að Baltic Cup-handknattleiks- keppninni lauk í Danmörku. — Heppnin var ekki með liðinu f þetta skipti, ef svo hefði verið hefði útkoman orðið betri. Við sýndum og sönnuðum, að við erum í fremstu röð í handknatt- lciknum og ekkert lið getur bókað sér sigur á móti okkur í leik. — Nú þarf jákvæða hugsun heima fyrir landsliðinu til handa og vonandi fæ ég góðan tíma með liðinu í undirbúning fyrir B-keppnina sem óðum líður að. Þar reynir virkilega á getu okkar. Hópurinn f heild sem fór út stóð sig frábærlega vel og allir — Það er sérstaklega sigurinn yfir Dönum sem við erum ánægð- ir með, vonandi verður þetta upphaf að sigrum yfir danskinum á útivelli. Svo mörg voru þau orð þjálfarans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.