Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tķminn

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tķminn

						MMJHTOflsftGUR 17. Jání 1965
TÍMflNN
25
Bjarni Einarsson, magister:
ruva
abék
Einn helzti kjörgripur í hand-
ritasafni Árna Magnússonar í
Kaupmannahöfn er bók sú, er nú
hefur um nokkurt skeið — eða
síðast liðin 85 ár — borið nafnið
Möðrvallabók. Á þessa skinnbók
hafa verið skráðar fleiri' íslend-
ingasögur en á nokkra aðra og
eftir henni hafa flestar verið gefn-
ar út. Njáls saga er þar fremst,
síðan Egils saga, þá Finnboga
saga, Bandamanna saga (sem hér
er nefnd Saga Ófeigs bandakarls),
Kormáks saga, Víga-Glúms saga,
Droplaugarsona saga, Ölkofra saga
(eða þáttur),' Hallfreðar saga, Lax-
dæla saga og Fóstbræðra saga (eða
Saga Þormóðar ok Þorgeirs).
Til eru veglegri íslenzkar skinn-
bækur — t.d. verður Möðruvalla-
bók ekki jafnað við Flateyjarbók
eða sumar lögbækur. að stærð og
útliti, letri eða skreytingu. Að
vísu er Möðruvallabók með stærri
skinnbókum, í henni eru nú 200
blöð og hvert blað er 34 cm. á
einn veginn 24 á hínn. Rithönd
aðalskrifarans er áferðarfalleg og
greinileg og eru tveir dálkar á
hverri blaðsíðu. Spássíur eru ekki
mjög miklar, þó eru þær oftast
nær um 5 cm. breiðar neðanmáls.
Letrið er móbrúnt á lit (þó all-
víða dökkbrúnt af' því að farið
hefur verið ofan í einhvern tíma
síðar til skýringar og um leið hafa
flestir drættir gildnað). Nöfn
sagna eru skrifuð með rauðu bleki
og sömuleiðis kapítulafyrirsagnir
og uþphafsstafir kapítula eru líka
oftast nær rauðir1, én þeir eru yfir
leitt ekki mjög stórir, en eru
prýddir bláu eða grænleitu flúri
sem er ekki mikið fyrirferðar og
varla hægt að segja að handbragð-
ið sé snilldarlegt. Myndskreyting
er engin, en þó er þar ein mynd,
sem getið verður um hér á eftir.
Á bókinni eru traust en óvönd-
uð tréspjöld, sem virðast unnin
úr ormsmognum rekaviði. Á nokkr-
um blöðum eru gómstór göt, oft-
ast utanmáls — þó á einu blaði
miðju á milli dálka og hefur skrif-
arinn sveigt fyrra dálkinn lítið
eitt frá gatinu og er því augljóst
að það hefur verið þarna frá upp-
hafi.
Þess er áður getið, að nú séu
í bókinni 200 blöð, en ekki hafa
þó nema 189 þeirra verið í henni
frá fyrstu tíð. í Njálu eru þrjár
eyður, og hefur verið bætt úr
því með jafnstórum skinnblöðum,
sem virðast vera úr bók frá 17.
öld — hins vegar stenzt efni þess-
ara blaða ekki á við eyðurnar,
gjörir miklu betur en fylla þær.
Enn fremur vantar tvö blöð í Eg
ils sögu, en efni þeirra hefur varð-
veitzt því að uppskrift hefur ver-
ið gjörð af sögunni eftir! bókinni
áður en þessi blöð týndust úr
henni. Hinn skaðinn er meiri og
verður líklega seint bættur, að á
blaðsíðunni næst á eftir Eglu, þar
sem Arinbjarnarkviða hefur verið
skráð, er letrið svo slitið og máð,
að bað er að sumu leyti ólesandi
og annað torlesið, en þetta fallega
og merkilega kvæði hefur ekki
varðveitzt annars staðar.
Síðasta saga bókarinnar er Fóst-
bræðra saga og er hún mjög illa
farin — ekki eftir nema fjögur
blöð. Víst er að vantaði aftan af
henni þegar bókin kom í hendur
Árna Magnússyni, en auk þess
hafa glatazt úr henni níu blöð
eftir hans dag.
Möðruvallabók hefur verið vel
ixx garði gerð í upphafi. hefur ver-
ið til hennar vandað að öllu leyti,
þó að hún sé laus við íburð. Hún
ber þess merki, að hún hefur ver-
ið mikið lesin og handfjötluð, því
að sumar blaðsíður — einkum þær
sem eru yztar á kverum (svo er
um blaðsíðuna með Arinbjarnar-
kviðu) — eru á köflum svo dökkar
að letrið því sem næst hverfur.
Kemur þá stundum að góðu haldi
eða nokkru að beina á þá bletti
útfjólubláu Ijósi, en þar sem letr-
ið hefur þurrkazt út, verður lamp-
inn að engu gagni. Ég veit af eig-
in reynslu, að því er t.d. svo farið
um síðustu tíu línurnar af Hall-
freðar sögu, því að þá sögu hef
ég oft lesið í Möðruvallaböh
(vegna útgáfu), en að vísu lítið
annað þó að ég hafi gripið niður
í henni hér og þar (m.a. rýnt ár-
angurslítið í Arinbjarnarkviðu).
Möðruvallabók var meðal
fyrstu skinnbóka, sem komu út í
hinni veglegu ljósprentanaútgáfu
Einars Munksgárds bóksala í Kaup-
mannahöfn. Þá var ekki farið að
gjöra handritaljósmyndir við út-
fjólubláa birtu, en þó verður ekki
annað sagt en að eftircnyndin
hafi tekizt vel.
Fyrri fræðimenn áttu það til
að bera vatn (og annað verra) á
ógreinilegt letur skinnbóka, því
að stafir skýrðust þá stundum 'lít-
ið eitt. En sú aðferð þykir nú
óhæfa, því að með þessu hefur
skinnblöðum oft verið spillt og
ber Möðruvallabók þess nokkrar
menjar. Svo sjálfsagður þótti þessi
vatnsaustur á skinnblöðin að harð-

ar hafi ekki verið skrifaranum til-
tækar fyrr en eftir að hinar höfðu
verið skráðar.
Hver sá maður var, sem Möðru-
vallabók átti í fyrstu, verður nú
ekki vitað með vissu, en nokkrar
líkur hafa verið að því leiddar að
bókin sé borgfirzk, þótt fræði-
menn hafi löngum talið líklegt
að hún væri norðlenzk, og þá helzt
eyfirzk sökum tengsla við höfð-
rngja í Eyjafirði á 17. öld, sem
brátt kemur að. Fyrir rúmum ald
arfjórðungi gjörði Jón prófessor
Helgason merkilega athugun, sem
varpaði nokkru ljósi á sögu bókar-
innar og réð um leið eina gátu
forníslenzkar bókmenntasögu.
Svo er háttað um mót Njáls
sögu og Eglu í bókinni, að fyrri
sögunni lýkur á fyrri blaðsíðu 61.
blaðs, ofarlega í síðara dálki. Það
sem eftir er dálksins er autt, og
það hafa næstu tvær blaðsíður
einnig verið í fyrstu. Með 62.
blaði byrjar nýtt kver í bökinni
og á síðari blaðsíðunni hefst Egla.
Hér hefur því heil opna verið auð
milli Njálu og Eglu og þar að
auki mestur hluti dálksins, sem
Njála endar í, en annars er hvergi
í Möðruvallabók langt bil milli
sagna — yfirleitt tekur hver sag-
an við af annarri án frekara milli-
'bils en við venjuleg kapitulaskipti.
Á blaðsíðunni á undan Eglu er
töluvert af vandlesnu kroti auk
ógreinilegrar myndar, — en á
blaðsíðunni á móti (það er að
segja á síðustu blaðsíðu kversins
'K\ i í V ~—
ráðin. Þarna stendur að því er
Jón segir: láttu rita hér við Gauks
sögu Trandilssonar, mér er sagt at
herra Grímr eigi hana — Jón bæt-
ir við, að fyrsta orðið sé að vísu
máð, en virðist ótvírætt, — og um
orðið herra segir hann að það sé
„að mestu máð burt, nema nokk-
uð sést af fremsta staf og virðist
hann vera h. Líklega hefur staðið
herra og er verið bundið, kemur
þá lengd orðsins vel heim."
Fræðimenn hafa löngum verið
á einu máli um að stafagerð og
ritháttur Möðruvallabókar benti
til, að hún hefði orðið til á fyrri
hluta 14. aldar. Nú vill svo til, að
þá var uppi maður, sem nefndur
ér í heimildum „herra Grímur
Þorsteinsson."
Þess ber að geta, að áður en
Jón fann þennan vitnisburð um
tilverú Gauks sögu Trandilssonar
höfðu fræðimenn ráðið af ýmsum
líkum að til hefði verið saga að
fornu af kappa með þessu nafni.
Gauks er til dæmis getið í Njálu
sem fóstbróður Ásgríms Elliða-
grímssonar, en svo illa fór um
það fóstbræðralag, að Ásgrímur
varð banamaður Gauks og eru Ás-
grími lögð þau ummæli í munn í
Njálu, að „það munu margir mæla
að eigi dræpa eg Gauk fyrri en
mér var nauður á," en meira fá
lesendur Njálu ekki að vita um
viðskipti þeirra fóstbræðra. Ástsað-
an getur verið sú, að höfundur
Njálu hafi vitað um skráða sögu
af Gauki og því talið óþarfa að
VXHtX  *3ilrMpu\nÍ/í'  'í";; "^>fi.
¦ * ' *¦  <  t 4 "*V'     t- '   '  W i'—'t'   '     ¦ _t ¦    ¦ ¦'  ¦ & ">¦:>'':.¦                         '<* ¦                      ¦  ¦
,Ok lýk ék þar Brennu-Njáls sögu".  Lok Niálu í MöSruvallabók.
duglegur fornritaútgefandi íslenzk-
ur (látinn fyrir mörgum érum)
kvartar undan því í neðarimáls-
grein í einni útgáf usinni, að bóka-
vörður hafi bannað sér að bera
vatn á blað í söguhandriti sem
hann sat við að skrifa upp úr í
safni í Þýzkalandi.
Augljóst er, að Möðruvallabók
hefur verið gjðrð handa einhverj-
um efnuðum höfðingja, sem kunni
vel að meta íslendingasögur. Sjö
fyrstu sögunum hefur verið skipað
eftir héruðum, byrjað er á Suður-
landi með Njálu, síðan er haldið
vestur, norður og austur — með
Eglu. Finnboga sögu, Banda-
manna sögu, Koi'máks sögu, Glúmu
og loks Droplaugarsona sögu - en
fjórar næstu sögur standa utan við
röðina — Ölkofra saga, Hallfreðar
saga, Laxdæla og síðast Fóst
bræðra saga. Getur það ekki staf
að af öðru en því að þessar fjór-
sem Njála endar í), er stór mynd
af einvígi og ber mest á góðmann-
legum manni og greindarlegum,
sem leggur sverði tveim höndum
til hins, sem ber fyrir sig skjöld.
Fyrir ofan myndina er ritað með
stafagerð 14. eða 15. aldar: hér
berjast þeir Egil] Skallagrímsson
og Ljótr hinn bleiki. — Það er:
einvígið sem sagt er frá í 64. kap. I
Eglu, - þótt Egili sé hei hvrari
á svipinn en vænta mætti eins og
a stóð. þai sem hanr n.i'-fjiiSi i/jð
iMmennið
í ljóspr'entuðu bókinni sjást
ekki nema tvö orð af þessari máls-
grein. Neðar á Ijlaðsíðun' i >v>.
neðarlega að lend" mundi á ipássíu
neðanmáls, ei ikritaou .•,).¦; j
texti á síðuna. ei letur sem varla
sést votta fyrir i ljósprentuðu
bókinni. en Jón Heigason hefui
lesið l handritinu þót.t f'est orðin
séu einnig mjög dauf þar og tor-
greina hér frá tildrögum að vígi
hans. Jón Helgason tekur fram,
að áður greind ummæli um Gauks
sögu séu svo óskýr, „að naum-
ast verði skorið úr með fullri
vissu hvort hún [línan] er skrifuð
af sama manni og texti sögunnar
á undan, en allt virðist þó benda
til að svo sé," og því „glöggt
hvernig í þessu máli liggur." Skrif-
ara Möðruvallabókar hefur verið
kunnugt að Gauks saga gjörðist
nálægt slóðum Njálu og að þær
voru tengdar, þar sem Ásgrímur
var Elliðagrímsson. Hann hefur
þvi talið, að vel færi á að
Gauks saga kæmi næst á eftir
NTjá)u i bókinni. en hefur
söguna ekki tiltæka þótt hann
hafi frétt af henni hjá herra Grími.
Skrifarinn hefur þá séð þann kost
vænstaiy að láta óskrifað og autt
það sem eftir var af kverinu. þeg-
ar hann hafði lokið Njálu — ætl-l
Bjarn! Einarsson
ast til að þar verði ritað upphaf
Gauks sögu, en framhaldið á nýj-
um kverum, sem auka mátti inn
eftir þörfum. Jón Helgason hefur
og bent á, að svo sé að sjá sem
skrifarinn hafi ætlazt til, að Njála
og Gauks saga yrðu á bók út af
fyrir sig — þess vegna byrji hann
ekki á Eglu fyrr en á annarH
blaðsíðu næsta kvers, sem hafi átt
að vera  upphaf  annarrar bókar
—  fyrsta blaðsíðan hafi átt að
standa auð, þar eð búast mátti
við að hún yrði fyrir hnjaski.
En svo fór, að Gauks saga komst
aldrei í Möðruvallabók og er gagns-
laust að leiða getum að því hvað
valdið hafi. Þar getur ýmislegt kom
ið til greina og jafnvel þótt það
yrði upp grafið, myndi engu verða
beytt um þá dapurlegu staðreynd,
að Gauks saga er glötuð eins og
fleiri Islendinga sögur, sem spurn
ir eru af aðeins eða ráða má af
líkindum að hafi verið til. Hér
virðist hafa munað litlu að glöt-
uð  saga  hefði  getað  varðveitzt,
—  en þess er líka að minnast
um sumar þær sögur, sem enn eru
til, að stundum virðist ekki hafa
munað nema eins og hársbreidd
að þær færu forgörðum.
Um herra Grím er fátt vitað
annað en að hann virðist hafa
hlotið herra-nafnbót sína ekki
seinna en árið 1316, var lögmað-
ur sunnan og austan og síðar
norðan og vestan og hafði um
eitt skeið hirðstjórn Skálholts-
biskupsdæmis. Annálum ber ekki
algjörlega saman um dánarár
herra Gríms, segja það hafa verið
1350, 1351 eða 1352. En nú má
slá föstu, að Möðruvallabók hafi
verið skrifuð einhvern tíma á tíma-
bilinu 1316—1350 (eða þar um
bil). Um bústað herra Gríms er
það eitt vitað að annálar geta
hans einu sinni í Stafholti í Borg
arfirði. Nú virðist ekki ólíklega til
getið að skrifari Möðruvallabókar
hafi setið einhvers staðar ekki
mjög fjarri herra Grími úr því
að hann hafði spurnir af tiltek-
inni bók hjá honum ogtaldi gjör-
legt að fá hana léða. Ýmis borg-
firzk höfuðból gætu hér komið
til greina, en auðvitað væri ekkert
líklegra en sjálft Reykholt, þar
sem frændur Snorra Sturlusonar
áttu heima á þessum árum — og
það kæmi ekki illa heim við þá
staðreynd að í Möðruvallabók hef-
ur varðveitzt bezti texti Egils sögu
Frh. á 27.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32