Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						18
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 21. FEBRÚAR 1979
Sveinn Benediktsson
Hinn 12. febrúar s.l. lézt á
Landakotsspítala Sveinn Bene-
diktsson framkvæmdastjóri, á 74.
aldursári.
Sveinn haföi á síðari árum búið
við skerta heilsu og var mjög hætt
kominn fyrir allmörgum árum.
Honum tókst þó að sigrast á
sjúkdómi sínum að mestu, enda
kjarkurinn og viljafestan með
eindæmum. Sjúkrahúsvist hans að
þessu sinni var ekki löng og var
banamein hans hjartabilun.
Sveinn Benediktsson var fæddur
í Reykjavík 12. maí 1905 og voru
foreldrar hans Benedikt Sveins-
son, ritstjóri Ingólfs og síðar
alþingismaður og kona hans
Guðrún Pétursdóttir, bæði þjóð-
kunn að skörungsskap og fyrir
afskipti sín af félagsmálum og
stjórnmálum.
Benedikt Sveinsson var í
fremstu röð þeirra íslendinga er
lengst og djarfast sóttu fram í
sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Stefna hans var skýr og ótvíræð:
„að ísland sé fyrir íslendinga og
hér búi frjálsir menn í frjálsu
landi" eins og hann komst sjálfur
að orði, er hann tók við ritstjórn
Ingólfs, 8. janúar 1905, nokkrum
mánuðum áður en Sveinn fæddist.
Frá þessu markmiði hvikaði
Benedikt Sveinsson aldrei á löng-
um stjórnmálaferli og í andrúms-
lofti þessarar baráttu hlaut
Sveinn mótun sína og uppeldi.
Með Sveini Benediktssyni er
fallinn frá einn svipmesti atorku-
maður okkar samtíðar. Það sópaði
að honum hvar sem hann fór og í
tvennskonar skilningi. Hann var
harðsækinn og umsvifasamur í
atvinnurekstri sínum og allri
þeirri margvíslegu umsýslu er
hann hafði með höndum um
dagana. Það var sjaldan logn í
kring um hann. Hann var einnig
höfði hærri en allur fjöldinn og
samsvaraði sér vel og fas hans allt
bar vott um sterkan hug og mikla
viljafestu. Sveinn hlaut því hvar-
vetna að vekja athygli og eftirtekt
samferðamanna, enda var hann
ótrúlega víða kvaddur til
trúnaðar- og forystustarfa.
Starfsvettvangur Sveins Bene-
diktssonar var fyrst og fremst á
sviði atvinrftilífsins og þá sérstak-
lega í sjávarútvegi og fiskvinnslu.
Hann rak lengi eigin fyrirtæki í
útgerð og síldarvinnslu og gegndi
um langt skeið mikilvægum
forystustörfum í samtökum út-
vegsmanna og fiskframleiðenda.
En honum voru einnig falin um-
fangsmikil og vandasöm opinber
trúnaðarstörf, svo sem stjórnar-
forysta í Síldarverksmiðjum ríkis-
ins, en í stjórn þeirra sat hann
nær hálfa öld, og formennska í
Útgerðarráði Bæjarútgerðar
Reykjavíkur um langa hríð. Þá
átti hann lengi sæti í Síldarút-
vegsnefnd og fulltrúi á Fiskiþingi
var hann áratugum saman. Hann
var oft kjörinn til samningsgerða
erlendis um sölu á fiskafurðum
okkar. Ótal fleiri trúnaðarstörfum
gegndi Sveinn, einkum á sviði
atvinnumála og viðskipta, þótt þau
verði ekki tilgreind hér.
Kynni okkar Sveins Benedikts-
sonar hófust fyrst að marki í
Útgerðarráði Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, en þar áttum við
samstarf um aldarfjórðungs skeið.
Við vorum þar fulltrúar and-
stæðra flokka og að ýmsu ólíkra
sjónarmiða. Ekki varð því alltaf
komist hjá ágreiningi og fyrir kom
að það urðu verulegir árekstrar.
En ekkert slíkt var erft er til
lengdar lét, og ég held mér sé
óhætt að segja að brátt hafi tekist
með okkur góður kunningsskapur
er treystist við nánari kynni og
varð að vináttu.
Sveinn var mikill skapmaður og
ráðríkur nokkuð og hélt jáfnan
fast á sínum málstað. Hann var
ekki að eðli eða upplagi afsláttar-
gjarn málamiðlunarmaður þótt
góð greind og löng lífsreynsla
kenndi honum nauðsyn sátta og
samkomulags í samstarfi manna.
Hann var mjög hreinn og beinn í
allri afstöðu sinni til manna og
málefna og það var fjarri honum
að láta menn gjalda málefnalegs
ágreinings.
I  samstarfinu   í  Bæjarútgerð i
Reykjavíkur tel ég mig hafa lært
að meta Svein Benediktsson, hygg-
indi hans, stjórnsemi og dreng-
skap. Hann var sem kunnugt er
mjög eindreginn Sjálfstæðis-
flokksmaður og ákaflega sann-
færður um yfirburði einka-
reksturs. Ekki galt þó Bæjarút-
gerð Reykjavíkur þessa sjónar-
miðs formannsins, þótt rekstrar-
formið væri annað en honum var
mest að skapi. Sveinn gegndi
formennskunni í útgerðarráði af
dugnaði og skörungsskap og
reyndi að þoka hagsmunamálum
Bæjarútgerðarinnar áfram eins og
kostur var og ekki alltaf við
hagstæðar aðstæður.
Eins og kunnugt er var Sveinn
alla ævi mjög virkur þátttakandi í
stjórnmálum. Hann tók óskoraðan
og fullan þátt í mörgum pólitísk-
um orustum um sína daga og
reyndist áreiðanlega flokki sínum
og hugðarefnum átakamikill og
skapheitur baráttumaður. Ég man
hann þó aldrei einbeittari og
ákafari í sókninni en í lýðveldis-
kosningunum 1944, er verið var að
slíta síðustu stjórnarfarslegu
tengslin við Danmörku. Mátti þá
glöggt greina hvar rætur hans
lágu.
Sveinn var ágætlega að sér í
sögu þjóðarinnar og bókmenntum
og átti gott safn vandaðra bóka.
Hann hafði einkum rnikinn áhuga
á fornbókmenntum okkar og öllu
er snerti mannfræði og ættvísindi.
Hann var hafsjór af fróðleik á
sviði ættfræðinnar eins og sjá
mátti er hann reit afmælis- eða
minningargreinar. Af ljóðskáldum
hygg ég hann hafi metið Einar
Benediktsson mest. Áhugi hans á
sögu var ekki bundinn við ísland
eitt, hann las einnig mörg söguleg
rit um erlend stjórnmál og stjórn-
málamenn og hafði mikla ánægju
af. Hann skrifaði fjölda greina í
blöð og tímarit, einkum um at-
vinnumál og fjármál. Hann var
ákaflega kröfuharður við sjálfan
sig og vandaði allt er hann lét frá
sér fara.
Svo sem nærri má geta um jafn
stórbrotinn mann var Sveinn höfð-
ingi í lund og greiðasamur. Var
enginn einn og yfirgefinn er naut
stuðnings hans og velvilja. Hann
var mjög tryggur vinum sínum og
umhyggjusamur um hag þeirra.
Sveinn Benediktsson var
hamingjumaður í sínu einkalífi
enda hefði hann ekki komið jafn
miklu í verk að öðrum kosti. Hann
eignaðist mikilhæfa mannkosta-
konu, Helgu Ingimundardóttur,
frá Kaldárholti í Holtum, sem
lífsförunaut, og átti með henni
fjögur mannvænleg börn sem öll
eru uppkomin og hafa stofnað
eigin heimili hér í Reykjavík og
Garðabæ. Börnin eru þessi: Bene-
dikt           hæstaréttarlögmaður,
kvæntur Guðríði Jónsdóttiy,
Ingimundur arkitekt, kvæntur
Sigríði Arnbjarnardóttur; Guðrún
húsfreyja, gift Jóni B. Stefánssyni,
verkfræðingi, og Einar, starfs-
maður hjá Sjóvátryggingarfélagi
íslands, kvæntur Birnu Hrólfs-
dóttur.
Heimilið sem Helga bjó Sveini
af myndarskap og smekkvísi var
honum ómetanlegur griðastaður
er tóm og hvíld gafst frá marg-
þættum skyldustörfum og storm-
viðrum athafnalífs og fram-
kvæmda.
Það er mikill sjónarsviptir að
Sveini Benediktssyni og víða er nú
autt sæti við fráfall hans. í fjöl-
skyldu hans er nú mikið skarð
fyrir skildi. Reykjavík er fátækari
og svipminni eftir að hann er
allur. Svo sterkan svip setti hann á
fæðingarborg sína á atorkusamri
starfsævi.
Nú þegar leiðir skilja vil ég
þakka Sveini Benediktssyni sam-
vinnu og vináttu sem ég á kærar
minningar um. Við hjónin sendum
Helgu, börnum hennar og fjöl-
skyldunni allri hugheilar sam-
úðarkveðjur. Megi minningin um
mikilhæfan eiginmann og föður
verða þeim öllum harmabót og
hugarléttir í þeim stóra missi er
þeim hefur að höndum borið.
Guðmundur Vigfússon.
Kveðja frá S.R.
I dag fer fram útför Sveins
Benediktssonar frá Dómkirkjunni
í Reykjavík. Hann lést á Landa-
kotsspítalanum   12.   þ.m.
stutta sjúkdómslegu.
eftir
Sveinn fæddist í Reykjavík 12.
maí 1905, sonur merkishjónanna
Guðrúnar Pétursdóttur frá Engey
og Benedikts Sveinssonar alþingis-
manns.
Hann hlaut kjarnmikið vega-
nesti úr föðurhúsunum að Skóla-
vörðustíg 11, og minntist hann oft
æskuára sinna með miklu þakk-
læti. Þau áhrif er hann varð fyrir í
heimahúsum taldi hann að hefðu
mótað hvað mest baráttuvilja
hans og áhuga á þjóðmálum.
Á námsárum sínum hóf Sveinn
störf við síldarstöð Óskars Hall-
dórssonar í Bakka á Siglufirði.
Þarna hófst í þágu íslensks sjávar-
útvegs hálfrar aldar starfsferill,
sem vart á sér líkan.
Hér verða ekki rakin öll þau
störf í atvinnu-, félags-, mennta-
og menningarmálum, sem Sveinn
Benediktsson tók þátt í heldur
færðar þakkir frá því fyrirtæki,
sem hann vann lengst fyrir og var
í áratugi eitt hans aðalstarf.
Síldarverksmiðjur ríkisins hófu
starfsemi sína 19. júlí 1930. í
stjórn S.R. var Sveinn lengst af frá
stofnun þeirra þar til hann hætti
vegna aldurs við árslok 1976. Hann
var í stjórninni samtals í 43 ár þar
af stjórnarformaður í 33 ár.
S.R. voru um langt skeið stærsta
atvinnufyrirtæki landsins og
höfðu ómetanlega þýðingu fyrir
framgang síldveiðanna, sem í
mörg ár voru ein helsta tekjulind
þjóðarbúsins.
í stjórnartíð Sveins höfðu S.R.
atvinnurekstur á 7 stöðum á land-
inu, aðallega bræðsluiðnað, og á
Siglufirði ráku S.R. einnig frysti-
hús og vélaverkstæði, voru aðili að
togaraútgerð og fóru með stjórn
lagmetisiðjunnar Siglósíld.
Sveinn var afbragðs stjórnandi
og forspár, var oft eins og hann sæi
langt fram í tímann. Hvernig hann
varði S.R. má eflaust þakka að
ennþá heldur fyrirtækið velli í öllu
því ölduróti, sem skollið hefur yfir
þennan atvinnurekstur.
Sveinn kvæntist 4. september
1937 Helgu Ingimundardóttur frá
Kaldárholti í Holtum, mikilli
ágætiskonu og eignuðust þau fjög-
ur börn. Það var gaman að koma á
heimili þeirra að Miklubraut 52 í
góðu tómi, því Sveinn var stál-
minnugur, víðlesinn og afburða vel
að sér í sögu lands og þjóðar,
baráttumaður gæddur sterkri
þjóðerniskennd. Það var hverjum
manni lærdómsríkur og hollur
skóli að kynnast honum. Glöggt
kom baráttuviljinn fram í þeim
veikindum, sem herjuðu á hann
um árabil. Þar var aldrei uppgjöf.
Sveinn var gæddur ríkri réttlæt-
isvitund, svo ríkri á stundum, að
hann ætlaði sér vart af. Þessvegná
misskilinn oft eins og þeir, sem
vilja hafa það heldur, er sannara
reynist. Hann var vinur vina sinna
og ótaldir eru þeir, sem hann veitti
aðstoð og hjálp án vitundar ann-
arra.
Það er mikil eftirsjá að þeim
bræðrum, Pétri, Bjarna og Sveini,
en þeir reistu sér óbrotgjarnan
varða hver á sínu sviði í þjóðlífinu.
Þótt fenni í spor vegfarandans
munu störf Sveins Benediktssonar
um framtíð hafa virk og markandi
áhrif í íslenskum sjávarútvegi
byggjendum landsins til fram-
dráttar.
Fátækleg kveðjuorð segja svo
lítið þegar jafn sterkur persónu-
leiki er kvaddur. Að leiðarlokum
flyt ég honum þakkir okkar hjón-
anna fýrir vináttu og góð kynni.
Fyrir hönd stjórnar og samstarfs-
manna í'S.R. þakka ég allt hans
mikla starf, og þá vinsemd og
vináttu, !er myndaðist gegnum
árin. Eiginkonu, börnum, barna-
börnum og öðrum ástvinum send-
um við innilegar samúðarkveðjur.
Þorsteinn Gfslason.
Frændi minn Sveinn Benedikts-
son er nú horfinn til feðra sinna.
Fregnin barst mér norður yfir
heiðar og hitti mig ekki öldungis
óvaran. „Er falls ván at fornu tré"
sagði faðir hans um sjálfan sig. Og
Sveinn hafði ekki gengið heill til
skógar.
Einar Benediktsson segir í
Væringjum:
„Vort land er í dögun af annarri
öld.
Nú rís elding þess tíma, sem
fáliðann virðir."
Ég hef jafnan skilið orðið
„fáliði" í merkingu Einars með því
að hugsa mér menn eins og Svein
Benediktsson eða Loft Bjarnason.
Þeir voru „glöggeygir gestir", sem
sáu hinn rétta leik á taflborði
lífsins. Má vera, að þeir hafi á
stundum þótt gustmiklir, enda
létu þeir ekki troða sér um tær. En
þeir voru ekki einfarar í þeim
skilningi, að þeir þægju ekki ráð
hjá öðrum né létu sig aðra engu
skipta. Þvert á móti voru þeir
báðir vinfastir og frændræknir og
létu ekki níðast á þeim, sem þeir
báru fyrir brjósti, lífs eða liðnum.
Ég hitti Svein í síðasta skiptf á
förnum vegi tæpri viku áður en
hann dó. Hann var sjálfum sér
líkur. Þó var af honum dregið. En
viðhorfið til lífsins var hið sama.
Hann lét sig þjóðmálin skipta og
hafði af þeim þungar áhyggjur. Þó
mundi hann eftir að láta mig
finna, að hann vissi, hvað mér leið.
„Er falls ván at fornu tré" getur
maður sagt. Þó skilur það eftir
skarð. Ég mun sakna Sveins,
frænda míns. Hann var fáum
mönnum líkur og oft naut ég
trygglyndis hans og stórmennsku.
Megi hann hvíla í friði.
A æskuárum mínum var ég oft
daglegur gestur á heimili þeirra
Helgu. Þá og jafnan síðan hef ég
verið velkominn í því húsi. Þessi
fáu orð eru fest á blað til þess að
þakka fyrir sig. Þeim fylgja hlýjar
kveðjur og góður hugur.
Halldór Blöndal.
Svein Benediktsson þarf ekki að
kynna. Hann var Þingeyingur í
aðra ættina, og við, sem þaðan
erum, þegjum ekki yfir þeim upp-
runa hans, síst þeir, sem geta
rakið til skyldleika við hann.
Áhugamál hans voru mörg og
brennandi. Stjórnmál og þó sér í
lagi atvinnumál, tóku mestan tíma
hans og starfskrafta. Ungum voru
honum falin þýðingarmikil
trúnaðarstörf, og er skemmst af að
segja, að í hartnær hálfa öld var
hann oddviti íslensku þjóðarinnar
í höfuðatvinnuvegi hennar, sjávar-
útvegi. Auk þess rak hann lengst
af eigið stórfyrirtæki í hjáverkum.
Var með ólíkindum, hverju hann
fékk áorkað, enda þótt hann væri
bæði áhlaupamaður og þolinn.
Það gefur auga leið, að ekki
verður gefin nein viðhlítandi mynd
af störfum Sveins í stuttri
minningargrein, svo umfangsmikil
og fjölþætt sem þau voru. Mér
dettur hins vegar í hug lítil saga
frá unglingsárum mínum, sem
varpað gæti nokkru ljósi á þá
lyndiseinkunn hans, er mörgum
var hulin.
Það var á kreppuárunum. Ég
hafði sótt um skólavist erlendis, en
skorti farareyri. Að vísu var nóg
að starfa á sveitaheimilum í þá
daga. Sá var þó hængur á, að þar
var ekkert kaup utan brýnustu
nauðsynjar. Öll sund virtust lokuð,
því vofa atvinnuleysisins var í
hverju skoti. Ekki var heldur
námslánum fyrir að fara. Var þá
fangaráðið, að pabbi skrifaði
Sveini. Hann svaraði um hæl með
skeyti: „Láttu strákinn koma með
flóabátnum til Siglufjarðar," og
tiltók mánaðardag.
Þegar báturinn sigldi inn Siglu-
fjörð, stóð hópur manna á
bryggjunni, og þekkti ég Svein úr
nokkurri fjarlægð. Hann var þá í
blóma lífsins, höfðinu hærri en
flestir menn og allra manna glæsi-
legastur. Er báturinn nam við
bryggju vatt hann sér um borð, tók
annan pinkil minn og bað mig
ganga æði spöl á eftir sér. Það
væri ekki hollt, að við sæjumst
saman. Ofarlega í bænum gekk
hann inn í hús, og var þar lítið
herbergi, sem hann hafði útvegað
mér. Þetta hús var í eigu pólitísks
andstæðings Sveins, mikils
„bolsa". Þennan stað hefur Sveinn
tvímælalaust valið til að tryggja,
að ekki yrði amast við mér. Þetta
reyndist líka það vé, sem dugði.
Enginn spurði neins. Á þessum
árum var svo knappt um atvinnu,
að það þótti ganga glæpi næst að
útvega utanbæjarmanni vinnu,
jafnvel um hásumarið.
Þessa hættu setti Sveinn ekki
fyrir sig, þótt hann væri umdeild-
uV "og' "s'fáoVTiáns" vfolcv'áBTn'" á
Siglufirði á þeim árum. Síðan
lagði hann mér lífsreglurnar: „Þú
.vinnur við byggingu S.R. frá
klukkan 7 á morgnana til 6 á
kvöldin. Eftir það skalt þú ganga á
plönin, ef þú fréttir af síld og
reyna að fá vinnu til að drýgja
tekjurnar, en ef þú færð ekkert að
gera, komdu þá til mín að Hótel
Hvanneyri. Þar hefi ég tvær her-
bergiskytrur, og getur þú verið í
annarri, þegar ég er viðbundinn.
Það er sukksamt hér á Siglufirði,
og ég kæri mig ekkert um, að þú
lendir í neinu, meðan þú ert hér."
Það eitt út af fyrir sig, að hann
fór þess ákveðið á leit við mig, að
ég yrði hjá sér hvert það kvöld,
sem ég fengi ekkert að gera, er
með hliðsjón af þéim aðstæðum
sem fyrir voru, meiri drengskapur
en mér hefur verið sýndur fyrr og
síðar, og ég þekki engan, sem ég
tryði til þessa.
í fyrsta lagi var hætta á, að
utanbæjarmaðurinn, sem hann
hafði útvegað vinnu, sæist tíðum
heimsækja hann, og í því var
hætta fólgin.
í öðru lagi, hlaut ég, strák-
hvolpurinn, 10 árum yngri en
hann, að verða honum til
óþæginda og blátt áfram leiðinda.
} þriðja lagi veitti honum ekkert
af herbergjum sínum til funda-
halda, sem máttu heita stöðug, og
loks var engin goðgá, þótt ógiftur
maður á hans aldri, liti um öxl til
þess kvennaskara, sem prýddi
Siglufjörð í þá daga. Þessa sögu
læt ég nægja, þótt af mörgu væri
að taka.
Ég held það hafi fyrst og fremst
verið tveir eiginleikar í fari
Sveins, sem urðu til þess, að ég
mat hann umfram aðra menn.
Annars vegar einlægt trygglyndi )
hans og hins vegar alúð sú og
fylgni, er hann sýndi hverju því,
sem hann tók að sér. Að eiga hann
að, var eins konar líftrygging og
þó meira en það, því að það var
engu síður andlegur styrkur en
veraldlegur. Hann var engum
manni líkur.
Með einlægri samúðarkveðju,
Jóhann Friðriksson.
Frá því ég man fyrst eftir þá er
Sveinn Benediktsson og fjölskylda
með því fyrsta sem ég kynntist.
Faðir minn og Sveinn höfðu
kynnst á Siglufirði 1927. Tókst
með þeim órofa vinátta er hélst
óslitið þar til faðir minn lést 1974.
Störfuðu þeir saman upp frá því að
margvíslegum málum er varða
útgerð og nýtingu sjávarafla. í
stjórn Hvals h.f. störfuðu þeir
saman frá 1950.
Að föður mínum látnum var
Sveinn kjörinn formaður stjórnar
og ég ráðinn framkvæmdastjóri
Hvals h.f. Mér var mjög vel
kunnugt um hve góð samvinna var
ávallt með þeim og hversu mikið
tillit þeir tóku hvor til annars. Það
hafði heldur ekki farið fram hjá
mér í gegnum árin í samtölum við
menn og með því að fylgjast með
þjóðfélagsumræðu að skoðanir
Sveins voru ekki allsstaðar eins
vel séðar. Þess vegna var það mér
mikil eftirvænting að kynnast því
af eigin raun að starfa náið með
Sveini. Dáist ég að ósérhlífni,
atorku og elju Sveins enda var
starfsdagur hans einatt langur.
Hversu frábær penni hann var og
hve rökfast og hnitmiðað hann
samdi sitt mál mun mér seint úr
minni líða, þar var hvert orð metið
og vegið. Sveinn fylgdist mjög náið
með þróun á lýsis- og mjölmörkuð-
um alla tíð og var mat hans á
þróun mála þar rómað af öllum er
til þekktu. Umræður við Svein um
þjóðmál og horfur þar gleymast
mér heldur ekki. Sveinn hafði þar
sínar skoðanir og í spádómum
sínum um framvindu mála reynd-
ist hann afburða sannspár. Stór-
brotnir menn á borð við Svein eru
því miður fáir eftir meðal vor. Tek
ég undir orð vinar okkar Sveins í
Noregi, en hann komst svo að orði
er ég tilkynnti honum andlát hans:
„Nu har Island mistet en av sine
gamle hovdinge."
Frá heimili Sveins og Helgu að
Miklubraut 52 á ég margar
ánægjulegar endurminningar, en
þar situr gestrisni og myndar-
skapur í öndvegi.
Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd
Hvals h.f. þakka Sveini hans
¦ -ígseWstnrf' f •þágtr féiagshry fyrr
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32