Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 46. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. FEBRÚAR 1979
Kvikmyndun á verki Halldórs
Laxness. Paradísarheimt, hefst
að öllum líkindum í júní í ár og
verður frumsýnd á næsta vetri,
að því er fram kom á
blaðamannafundi sem fulltrúar
norður-þýzka sjónvarpsins og
íslenzka sjónvarpsins héldu í
gær.
Þjóðverjarnir eru hingað
komnir til þess að undirbúa
væntanlega upptö'ku sem áætlað
er að taki um 5 mánuði. í upphafi
var áætlað að verkið yrði kvik-
myndað i samvinnu við allar
sjónvarpsstöðvar á Norður-
löndum og hafa þær auk
Svissnesku sjónvarpsstöðvarinn-
ar . samþykkt samstarfið nema
ríkisútvarpið. Vegna fjárskorts
hefur öllum ákvörðunum varð-
andi upptöku Paradísarheimtar
verið frestað fram í mars.
Handrit og leikstjórn í
Paradísarheimt eru í umsjá Rolfs
Hádrichs en Jón Laxdas sér um
íslenska gerð handritsins.
Karl-Heinz Knippenberg er fram-
kvæmdastjóri, kvikmyndatöku-
maður verður Frank Banuscher en
1 y>

V
¦s  I


Teikning af bænum sem byggður verður þegar hentugur staður til upptöku Paradísarheimtar verður
fundinn.
Kvikmyndun Paradíscnrheimt-
ar hefst vœntanlega íjúnín.k.
Björn  Björnsson  sér  um  gerð
leikmynda.
Á blaðamannafundinum kom
það fram að allar sjónvarps-
stöðvarnar sem þátt tækju í gerð
myndarinnar myndu aðeins leggja
fram fjármuni nema íslendingar
og Danir. Auk fjármuna munu
Danir leggja fram aðstoð við
upptökur sem fara fram í
Danmörku og leggja til nokkra
leikara en aðeins hefði verið talað
um það að íslendingar legðu fram
aðstóðu og vinnu og er það fram-
lag metið á um 30 milljónir króna.
Alls mun gerð myndarinnar kosta
680 milljónir íslenskra króna. Rolf
Hádrich sagði á blaðamanna-
fundinum að helsta vandamál
þeirra væri kostnaðurinn og
hversu gamalt það umhverfi er
sem kvikmynda þyrfti í en sagan
gerist um 1870. Paradísarheimt
verður sjónvarpskvikmynd i 3
hlutum og tekur hver hluti 1V4
tíma í sýningu. Rolf sagði að
Paradísarheimt væri mun erfiðari
og flóknari mynd en Brekkukots-
annáll hefði verið en sem kunnugt
er var Rolf einnig leikstjóri við
kvikmyndun hans. Með Brekku-
kotsannál hóf Rolf myndaflokk
sem hann nefnir „Kvikmynduð
bókmenntaverk". Hefur hann þeg-
ar tekið upp nokkur bókmennta-
verk en Halldór Laxness verður
eini höfundurinn til þessa sem
eignast 2 verk í þessum flokki.
A blaðamannafundinum í gær
sögðu   forsvarsmenn   mynda-
Ríkisútvarpið
hefur ekki enn
samþykkt að
taka þátt í gerð
myndarinnar
tökunnar að þá vantaði fólk í
nokkur hlutverkanna sem alls
munu vera milli 200 og 300. Aðal-
hlutverkin í myndinni eru 10,
aukahlutverkin 10—15 en rúmlega
200 smáhlutverk. Sögðust þeir
meðal annars vera að leita að fólki
í tvö mikilvæg hlutverk. Stúlku
16—18 ára í hlutverk Steinu og
pilt í hlutverk Jóa sem er tvítugur.
Önnur aðalhlutverkin verða í
höndum íslenskra leikara og sagði
Rolf hann vera í nánu sambandi
við Svein Einarsson varðandi val í
hlutverkin. Einnig sögðu þeir þá
vanta fjöldan allan af fólki i
smáhlutverk og væru þeir tilbúnir
að taka á móti fólki sem áhuga
hefði á hlutverkunum í sjónvarp-
inu milli 14 og 16 mánudag og
þriðjudag n.k.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvar taka á upp þann hluta
myndarinnar  sem  gerist  hér  á
Rolf fliidrich (Iengst til vinstri) ásamt Jóni Laxdal á blaðamannafund-
inuin f gær. Ljósm. Emilfa.
landi. Fyrsti hluti Paradísar-
heimtar gerist á íslandi, annar
hlutinn á Islandi, í Danmörku og í
Utah í Bandaríkjunum og þriðji
hlutinn hér og í Utah.
Björn Björnsson sér um leik-
myndina og sagði hann þá hafa
skoðað ýmsa staði en ekki fundið
neinn hentugan. Þyrfti. upptöku-
staðurinn að falla vel að staðar-
lýsingu sögunnar og helst ekki að
vera lengra í burtu en V2 tíma
akstur væri þaðan og til Reykja-
víkur. Undir Eyjafjöllum, þar sem
sagan gerist, sagði Björn þá ekki
geta tekið upp myndina þar sem
umhverfið þar bæri merki
nútímans, bæði hvað varðaði
byggingar og ýmis önnur mann-
virki. Björn sagði að gerð leik-
mynda myndi hefjast í byrjun
mars en þá vantaði ennþá húsnæði
undir verkstæði fyrir smiðina og
upptökurnar. Hvort húsnæðið
fyrir sig þyrfti að vera um 400
fermetrar og kvikmyndaverið þar
að auki með u.þ.b. 5 metra loft-
hæð. Einnig sagði hann þá vanta
lítinn ferju bát sem hægt væri að
ímynda sér að notaður hefði verið
á þeim tíma. Varðandi aðra gamla
hluti sem nota þarf við
upptökurnar sagði hann þá hafa
haft góða samvinnu við ýmis söfn
um lán á slíkum hlutum.
Rolf Hádrich og aðstoðarmenn
hans fara héðan til Utah þar sem
þeir munu undirbúa upptökurnar
þar en alls mun 1/3 hluti myndar-
innar verða tekinn upp þar í landi
en helmingurinn hér.
Allt að 42 manna
matarboð í Ráð-
herrabústaðnum
FORSÆTISRÁÐUNEYTID hefur
tekið þá ákvörðun að takmarka
veizluhöld í ráðherrabústaðnum við
þann fjölda manns sem unnt er að
leggja á borð fyrir í borðstofu
hússins, en það eru 42 menn. Engir
vínhristingsfundir verða leyfðir þar,
aðeins veglegri hádegis- og kvöld-
verðir. Er þessi ákvörðun tekin til
þess að vernda húsið fyrir óeðlileg-
um ágangi samkvæmt upplýsingum
ráðunevtisins.
Háhyrningun-
um sleppt, Sæ-
dýrasafnið kært
HÁHYRNINGUNDM þremur sem
eftir lifðu í Sædýrasafninu í
Hafnarfirði var sleppt aðfararnótt
fimmtudags út af Garðskaga sam-
kvæmt vilja hinna erlendu eigenda
dýranna og ensks dýralæknis sem
fylgdist með líðan dýranna fyrir þá.
Samkvæmt upplýsingum Jóns Kr.
Gunnarssonar     forstöðumanns
Sædýrasafnssins fór hann ásamt
lögmanni safnsins til New York fyrir
skömmu og gekk frá tryggingu fyrir
safnið á greiðslu vegna háhyrning-
anna sem safnið féllst á að geyma
um stundar sakir.
Samband     íslenzkra     dýra-
verndunarfélaga hefur kært
Sædýrasafnið vegna geymslu
háhyrninganna fimm síðan í haust,
en tveir hvalanna drápust sem kunn-
ugt er úr kulda fyrir skömmu.
Tillögur Hafrann-
sóknastofnunar
þýða 25% niður-
skurð í þorsk-
afla og 35%
sóknarminnkun
„TILLÖGUR okkar þýða 25% niður-
skurð í þorskafla og til að ná því
marki þarf sóknin að minnka um
35%." sagði Jakob Jakobsson fiski-
fræðingur er hann hafði samband
við Mhl. vegna fréttar á baksíðu
fimmtudagsblaðsins um það. hvaða
bein áhrif á útflutningstekjur tak-
mörkun á þorskveiðum hefði. ef
ekkert amiað breytist.
„35% minni sókn í þorskinn hlýtur
að þýða það að annað hvort losnar
um flotann í annað eða ef hann
liggur, þá sparast miklar upphæðir í
rekstrarkostnaði, til dæmis í olíu.
Þannig er ekki hægt að líta á málið
frá aðeins einni hlið," sagði Jakob.
Ný afbrotagrein í örum vexti:
Veskjaþjófnaðir færa ungling-
um hundruð þúsunda króna
Fólk á vinnustöðum ótrúlega kærulaust, segir lögreglan
VESKJAÞJÓFNAÐIR hafa færst mjög í vöxt í Reykjavík upp á síðkastið og nýlega hcfur Rannsóknarlógregla
ríkisins upplýst milli 60 og 70 slíka þjófnaði. Þar var um að ræða unglinga á aldrinum 12—14 ára og höfðu þeir
haft hundruð þúsunda upp úr krafsinu. jafnvel allt að einni milljón. Ekkert náðist af þessum peningum því
unglingarnir höfðu eytt öllu í sælgæti og bíóferðir.
— Það er reynsla okkar að fólk ur og oftast vekur annar þeirra
fer ótrúlega kæruleysislega með athygli á sér á einhvern hátt, t.d.
veski sín og það gerir þeim auðvelt   með  spjalli  við  þá  sem  vinna  á
fyrir sem stunda veskjaþjófnaði,
sagði Arnar Guðmundsson deildar-
stjóri í Rannsóknarlögreglu ríkisins
í samtali við Morgunblaðið í gær. —
Við viljum hvetja fólk á vinnustöð-
um til að vera á varðbergi gegn
slíkum þjófum því það getur verið
mjög tilfinnanlegtað tapa veskinu
sínu með öllum skilríkjum og öðrum
mikilvægum hlutum svo ekki sé
minnst á peningana, sem oft eru
miklir.
Arnar sagði að þessi tegund
þjófnaða hefði færst mjög í vöxt upp
á síðkastið og er algengt að ungling-
ar starfi saman að svona afbrotum
tveir og tveir. Þeir leggja leið sína í
verzlanir, skrifstofur eða verksmiðj-
viðkomandi stöðum á meðan hinn
læðist um og tekur veski úr yfir-
höfnum, skrifborðum, kventöskum
o.s.frv. Þá er einnig algengt að
blaðsölubörn gangi í fyrirtæki og
steli veskjum ef þau sjá möguleika á
því.
Arnar sagði að venjulega losuðu
unglingarnir sig við veskin þegar
þeir væru búnir að hirða úr þeim
allt fémætt og væri þeim oftast
fleygt í öskutunnur eða jafnvel í
sjóinn. Þegar slíkt gerðist væri
geysileg fyrirhöfn fyrir eigendur
veskjanna að útvega skilríki í stað
þeirra, sem horfið hafa.
— Fólk gerir allt of lítið af því að
kæra svona stuldi til okkar, sagði
Arnar. — Því finnst ekki taka því að
gera það en það er alrangt, það
hjálpar okkur að fá tilkynningar um
þessa þjófnaði þótt oftast sé það svo
að engar bætur fáist. Krakkarnir
eiga aldrei neitt til þess að borga til
baka og foreldrar eru ekki skaða-
bótaskyldir vegna afbrota barna
sinna. Reyndar er það svo að for-
eldrarnir vita sjaldnast um gerðir
barnanna, þau fara alveg á bak við
þau við þessa iðju.
Arnar sagði að lokum, að hann
ítrekaði áskorun til fólks um að vera
betur á verði en hingað til og taka
með varúð heimsóknum ókunnugra
unglinga á vinnustaði. — Við höfum
undanfarið tekið milli 8 og 10
unglinga, sem verið hafa í þessum
afbrotum og þetta fer greinilega í
vöxt.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44