Morgunblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1979, Blaðsíða 1
48 SlÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 48. tbl. 66. árg. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 1979 Prentsmiðja Morg\mblaðsins. Kínver jar vilja fridarvidrædur Obreyttir borgarar í landamærahéruðum Víetnams flýja heimili sín allt hvað af tekur, og telpan hér að ofan er með lítið systkini sitt á bakinu. Myndin er m.a merkileg fyrir það að hún kemur hvorki úr áróðurssmiðju í Hanoi eða Peking, heldur frá japanskri fréttastofu. Simamynd AP. Hong Kong — Bangkok — 27. febr. — AP — Reuter KÍNVERJAR hafa skorað á Víetnama að ganga til friðar- viðræðna þannig að hægt sé að binda enda á stríðið á landamærum ríkjanna. Askorunin birtist í forystugrein í Dagblaði alþýðunnar í Peking, og sagði þar að einungis með málamiðlun yrði hægt að ljúka deilunum og væri það einlæg von stjórnar Kína að Víetnamar gerðu sér grein fyrir staðreyndum og féllust á þá sanngjörnu tillögu að efnt yrði til viðræðna svo skjótt sem auðið yrði. Af fregnum beggja ófriðaraðila er ljóst að harðir bardagar geisa enn víða við landamærin, og í kvöld var því spáð að stórsókn Kínverja væri í aðsigi við Lang Son. Stjórn Víetnams lýsti því yfir að Kínverjar hefðu sótt 40 kílómetra inn fyrir landamæri ríkjanna, en um helgina féll borgin Dong < Dang í hendur innrásarliðsins. Hanoi-stjórnin lét þess ekki getið hvar í landinu Kínverjar hefðu sótt lengst fram, en sagði hins vegar að í landinu væri nú fjölmennara kínverskt lið en Banda- ríkjamenn hefðu nokkru sinni haft þar. Þrátt fyrir mikla bardagahörku verðust Víetnamar af mikilli hreysti og væri mannfall í liði Kínverja gífurlegt. Japanska fréttastofan Kyodo hefur bað eftir Teng Hsiao Ping varaforsætisráðherra Kína, að tillög- um í Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna um að Víetnamar og Kínverjar hyrfu með herlið sitt af erlendri grund væri tekið með fögnuði í Peking, en þó gerðu Kínverjar það ekki að skilyrði fyrir brottför frá Víetnam að allt víetnamskt herlið færi frá Kambódíu. Kvaðst Teng fastlega gera ráð fyrir því að Kínverjar lykju „refisaðgerðum" sínum í Víetnam „innan þrjátíu og þriggja daga frá innrásinni". Málgagn Sovétstjórnarinnar heldur því fram að Kínverjar séu farnir að undirbúa innrás í Laos, en af hálfu Hanoi-stjórnarinnar hefur ekkert heyrzt um slíka þróun mála. Upp- lýsingar frá Peking um bardaga eru af skornum skammti en ef marka má fullyrðingar Hanoi-stjórnarinnar hafa 18 þúsund Kínverjar fallið í Víetnam frá því að innrásin hófst. Bernard Rogers. Tekur við af Haig Washington, 26. febrúar. AP. Bandarfkjaforseti hefur falið Bcrnard Rogers hershöfðingja að taka við yfirstjórn banda- rísks herafla í Evrópu af Alex- ander Haig hershöfðingja, um leið og hann hefur mælt með því að Rogers verði jafnframt settur yfir sameinaðan herafla NATO-ríkjanna. Alexander Haig hefur gegnt báðum þessum störfum frá 1974 Hann hefur látið að því liggja að hann kunni að gefa kost á sér til forsetakjörs fyrir Repúblíkana- flokkinn árið 1980. Rogers tekur við hinu nýja starfi 1. júlí næstkomandi. Hann hefur ekki haft afskipti af stjórn- málum svo vitað sé, en sagt er að Carter forseti hafi sett það skil- yrði að nýr hershöfðingi ætti ekki pólitískra hagsmuna að gæta. Aftökur og hýðingar að viðstöddu Qölmenni Teheran, 26. febrúar. AP. FREGNIR HAFA BORIZT af aftöku pyntingasérfræðings Savak-lögreglunnar í Isfahan, Múhammeðs Hussein Naderis, auk þess sem opinberar hýðingar fóru í gær fram í þremur borgum landsins, að viðstöddu fjölmenni. Khomeini trúarleiðtogi undirbýr nú brottför sína frá Teheran. Er talið að hann flytjist búferlum til hinnar helgu borgar Qum, þar sem Shiite-menn hafa bækistöðvar sínar. Bazargan forsætisráðherra hefur gefið til kynna að aftökur á stuðningsmönnum keisarans að undanförnu hafi ekki farið fram með hans vitund, og er talið að hann vilji með þcssum ummælum firra sig ábyrgð á ráðstöfunum byltingarstjórnar Khomeinis. Suður-Uganda allt á valdi innrásarliðs? Nairobi, 26. febrúar — Reuter AMIN ÚGANDAFORSETI lýsti því yfir í kvöld að hörkubardagar ættu sér nú stað í námunda við borgina Mbarara, en borgin Masaka væri þegar á valdi innrásarmanna frá Tanzaníu og stæði hún í björtu báli. Úgandískir útlagar halda því hins vegar fram að Mbarara sé fallin og megi því heita að gjör- vallur suðurhluti landsins sé á valdi innrásarliðsins. Hafi Mbarara verið sigruð átakalítið á sunnudagsmorgun, enda hafi fjöl- margir Amin-menn gengið til liðs við innrásarmenn um leið og árás á borgina hófst. í Úganda-útvarpinu, sem verið hefur málpípa Amins, var frá því sagt í dag, að um 20 þúsund manna lið Tanzaníumanna, málaliða og útlaga frá Úganda, væri í suður- hluta landsins og sækti það nú fram vestur með Viktoríuvatni. Er talið að Amin sé í Kampala, sennilega í aðalpósthúsi borgar- innar, en í gærkvöldi lýsti hann því yfir að frá Kampala ætlaði hann að stjórna vörnum landsins þar til yfir lyki. Telja glöggir menn í Nairobi, að útlagaliðið sé í broddi fylkingar innrásarliðsins, dyggilega stutt stórskota- og landgönguliði úr Tanzaniu-her. Amin eigi sér enn fjölda stuðningsmanna í hernum, og sé ólíklegt að þeir láti undan síga meðan leiðtoginn sé á lifi. Menn Khomeinis hafa ekkert vilj- að segja um aftöku Naderis, en aftökusveit Khomeinis hefur til þessa ráðið niðurlögum átta hers- höfðingja að minnsta kosti. Ekki er ólíklegt talið að brottför Khomeinis frá Teheran muni veru- lega styrkja stöðu Bazargans og stjórnar hans, en samstarfsmenn Khomeinis segja að trúarleiðtoginn muni eftir sem áður gegna mikil- vægu hlutverki í stjórn landsins. Tilkynnt var í Teheran í dag að olíuútflutningur frá íran hæfist að nýju í næstu viku, en ekkert var sagt um magn fara. eða hvert olían ætti að Hörkubardagar í Yemen Aden, 26. febrúar. Reuter. BARDAGAR GEISA á landamærum Norður- og Suður-Yemens íjórða daginn í röð, og segja Norður-Yemenar að árásarher, búinn sovézkum Mig-þotum og skriðdrekum, ásamt stórskotaliði, hafi lagt í eyði marga bæi og þorp við landamærin. Suður-Yemenar, sem eru í legum skilningi, heldur uppreisn nánu vinfengi við Sovétstjórn- íbúa í landamærahéruðunum ina, segjast hafa sigrað síðasta vígi Norður-Yemena á landa- mærunum, bæinn Harib. Sé hér ekki um að ræða innrás í venju- gegn stjórnNorður-Yemens, sem hefur aðsetur í Sana. Af óljósum fregnum má ráða að bardagar séu meðfram öllum landamærum ríkjanna, sem að mestu eru í fjalllendi. Utan- rikisráðherra S-Yemens er kom- inn til Riyadh, höfuðborgar Saudi-Arabíu, til viðræðna við forystumenn Araba-bandalags- ins, en framkvæmdastjóri þess hefur sko'að á ófriðaraðila að leggja ni' vopn svo að hægt sé að hefja sáttaumleitanir. Óstaðfestar fregnir hafa borizt af því að aftökusveit hafi nýlega skotið tvo lögregluforingja til bana í borg- inni Najafabad, og orðrómur er á kreiki um fleiri slíkar aftökur víðs- vegar í landinu, að undangengnum dómsuppkvaðningum sérstakra byltingardómstóla á vegum Khomeinis. Þá hafa fregnir borizt af því að opinberar hýðingar og önnur forneskja gagnvart þeim, sem gerzt hafa brotlegir gegn boðum Kórans- ins, séu óðum að ryðja sér til rúms að nýju. Þannig voru til dæmis tveir unglingar hýddir í Kerman fyrir að hafa haft áfengi um hönd. Þar kostaði glæpurinn 30 svipuhögg á mann, en í Yasooj, þar sem líka voru hýddir tveir menn, var drykkjuskap- urinn metinn á 80 svipuhögg. Mun vægar var tekið á þjófi einum í Sanjan. Hann fékk 25 svipuhögg fyrir að brjótast inn til ekkju. Ekkert hefur spurzt af Baktiar, fyrrum forsætisráðherra, frá því að Khomeini trúarleiðtogi skýrði frá því í útvarpi í gær að hann væri sloppinn úr landi. Skoraði Khomeini á erlendar ríkisstjórnir að framselja Baktiar ef til hans næðist þannig að hann gæti fengið makleg málagjöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.