Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 63. tölublaš - II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						36
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. MARZ 1979
Jón Gíslason:
Hugleiðingar í tilefni af Miðalda-
sögu dr. Björns Þorsteinssonar

Þar lauk máli mínu í síðustu
grein, að sagt var frá máldaga-
safni Skálholtsstóls, sem kennt er
við Vilkin biskup, en safnað var að
mestu af Óla presti Svarthöfða-
syni í Odda á Rangárvöllum, er
jafnframt var varabiskup 5 Skál-
holti. Hann var kominn af Odda-
verjum, af þeirri grein ættarinnar,
sem kennd er við Ás í Holtum.
Hann var einnig af ætt Sturlunga.
í raun réttri er hann síðasti
Oddaverjinn, er nokkuð kvað að
við landsstjórn.
Um það leyti, er Óli prestur
hafði lokið við skrásetningu mál-
dagasafnsins, urðu mikil tíðindi í
íslenskri sögu. Fyrst og fremst
urðu þau með framkvæmd ákveðn-
ari kirkjustjórnar í Skálholts-
biskupsdæmi, en á hinu Jeitinu
með tilkomu ógurlegustu pestar,
sem kom til Islands, og varð orsök
mesta mannfellis í sögu landsins,
svartadauða.
Vorið 1402 fór Óli prestur Svart-
höfðason vestur í Hvalfjörð tii
fundar við kaupmenn, en þar var í
þennan tíma einn aðalkaupstaður
landsins. Þar fór hann til fundar
við farmann að nafni Einar
Herjólfsson, er sigldi skipi sínu
þangað, sennilega frá Bretlandi.
Um þetta leyti er vitað, að svarti-
dauði var þar árið 1401, en annars
staðar um norðanverða Evrópu er
ekki vitað um pestina frá því um
miðbik 14. aldar, er hún gekk um
Evrópu og olli geysilegu mann-
tjóni.
Segir ekki af fundum Óla prests
og kaupmanna. En hitt er víst, að
prestur tók pest heiftuga og var
íátinn eftir skamman tíma. Pest-
inn barst síðan út um landið, enda
voru sóttvarnir þá óþekktar, og
var lík Óla prests flutt til Skál-
holts til greftrunar, og hefur sá
flutningur ábyggilega orðið til
þess að útbreiða veikina.
Saga svartadauða er talsvert
óljós á íslandi. Eins og þegar er
sagt, gekk hann um Evrópu um
1350, en kom þá ekki til íslands, og
er sú skýring talin gild, að þar hafi
um vélað einangrun landsins. En
fleira þarf að athuga. En hitt er
annað mál, að þau skilyrði, sem nú
eru kunn til þess, að svartidauði
gæti breiðst út, voru ekki fyrir
hendi hér á landi.
Svartidauði breiddist aðallega
út í þéttbýli, það er í borgum,
þorpum og á fjölmennum lénssetr-
um. En hér var strjálbýlt og lítið
af þorpum og þéttbýli. Hann
breiddist út með rottum og flóm,
en það var ekki heldur til staðar á
íslandi. En líklegt er að önnur pest
hafi verið hér að verki, skæður
sjúkdómur og erfiður. En um það
er ekkert hægt að fullyrða að svo
búnu. Til þess þarf að rannsaka
þetta atriði sögunnar betur.
Svartidauði hafði hinar geig-
vænlegustu afleiðingar hér á
landi. Mannfellir varð mikill og
varð þjóðin aldrei færri í annan
tíma en af afstaðinni pestinni.
Eignabreytingar urðu miklar í
landinu, einhverjar þær mestu er
orðið hafa. Jarðeignir sópuðust
saman í vissar ættir, og kirkjan
reyndist mjög fengsöm til jarða-
eigna og hlunninda. Áheit og
sálugjafir urðu miklar og ríkuleg-
ar og hafa aldrei verið meiri á
jafnskömmum tíma.
En að afstöðnum svartadauða
hófst einhver mesta blómaöld, er
komið hefur í Iandið. Varð hún af
auknum og betri siglingum til
landsins, betri verslun og aukinni
atvinnu í sambandi við fiskveiðar
Englendinga. Ekkert tímabrl í
íslenskri sögu er til samanburðar
við 15. öldina.  nema ef til vill
heimsstyrjaldarárin síðari. En
allir dagar eiga kvöld, og svo varð
um velmegunarár 15. aldar.
Auðsöfnun varð gífurleg í land-
inu, og hafa aldrei orðið slíkir
auðmenn um alla sögu íslands og
15. öld, og má þar telja fremstan
Guðmund ríka Arason á Reykhól-
um og Björn ríka Þorleifsson á
Skarði á Skarðsströnd. Orðið ríki
var notað um auðmenn og jarðeig-
endur og merkti nýríka menn af
völdum hinna breyttu þjóðfélags-
aðstæðna.
En það, sem var verst á 15.
öldinni, var jarðeignasöfnun kirkj-
unnar eða réttara sagt biskups-
stólanna. Jarðeignir stólanna voru
tíundarlausar, og hafði það í för
með sér, að jarðeigenda- og
fátækratíundir urðu sílækkandi.
Afleiðingarnar urðu þær, að
fátækraframfærslan lenti á færri
aðilum, eða réttara sagt, fátækra-
tíundin dugði ekki fyrir fátækra-
framfærinu,     niðurjöfnunum
fátækra yarð því þyngri og á
stundum óbærileg í sumum sveit-
um, og varð þar til mikilla erfið-
leika og verstur varð fátækra-
framfærslan lenti á færri aðilum,
eða réttara sagt, fátækratíundin
dugði ekki fyrir fátækraframfær-
inu, niðurjöfnum fátækra varð því
þyngri og á stundum óbærileg í
sumum sveitum, og varð þar til
mikilla erfiðleika og verstur varð
fátækraflutningurinn, sem lá eins
og mara á mörgum byggðarlögum
í byrjun 16. aldar.
En 15. öldin átti eftir að verða
meiri pestaröld og varð þar fremst
af óldum sögunnar í landinu. Árið
1494 kom ný plága í landið, sem
sennilega hefur verið bólusótt og
varð völd að miklum mannfelli og
erfiðleikum.
Afleiðingar svartadauða og
plágunnar síðari urðu, að fjöldi
kota og hjáleigna og jafnvel lög-
býla fór í eyði, og byggðist aldrei
framar. Þetta hafði í för með sér
mikla búseturöskun í landinu og
gjórbreytti  sumum  sveitum.  En
Síðari grein
það sem bjargaði þjóðinni frá
alhliða hörmungum var að góðæri
var í landinu eins og þegar er sagt,
alla 15. öldina.
6
En víkjum nú til baka á sviði
sögunnar. Á síðari hluta 13. aldar
var uppi í landinu einn áhrifa-
mesti kirkjuhöfðingi landsins um
alla sógu. Það var Árni biskups
Þorláksson, Staða-Árni. Hann var
af ætt Oddaverja, og hlaut mennt-
un í Þykkvabæ í Veri, og varð eins
og aðrir kirkjunnar menn, er þar
hlutu menntun, ákveðinn kirkju-
valdsmaður. Hann var mikill
skörungur í kirkjustjórn og kom á
alþjóðlegum kristnirétti í Skál-
holtsbiskupsdæmi og gjörbreytti
mörgu í framkvæmdum kirkjunn-
ar. En fjármál Skálholtsstóls voru
ekki í góðu lagi um hans daga.
Miklu kostaði hann til ferðalaga í
sambandi við staðamál og fleira.
Talsverðir fjármunir fóru í
endurgreiðslur til höfðingja, er
hann varð að afhenda staði til
þeirra aftur eftir Brautarholts-
samþykkt árið 1284.
Árni biskup var ekki um of
konunghollur, en var aftur á móti
mjög hallur undir erkibiskupinn í
Niðarósi. Aðalandstæðingur hans
var Hrafn Oddsson hirðstjóri,
þrautþjálfaður herstjóri úr deilum
Sturlungaaldarinnar. Hann var
lögkænn og lagamaður mikill,
jafnt á geistleg sem veraldleg lög.
Merkustu tímamótin í staðamál-
um á 13. öld í Skálholtsbiskups-
dæmi urðu árið 1284 með Brautar-
holtssamþykkt. Þá náðu höfðingj-
ar undir sig mörgum stöðum úr
hendi Skálholtsbiskups. Hrafn
Oddsson gekk þar hart fram og
fylgdu leikmenn honum fast.
Eftir Brautarholtssamþykkt
hefur Hrafn Oddsson óttast bann-
færingu Árna biskups. En hann
skaut sér undan af kunnáttu og
þekkingu. Hann fluttist úr Skál-
holtsbiskupsdæmi norður í Skaga-
fjörð, og átti þar heima upp frá
því. En eftir kirkjurétti miðalda,
mátti stólsbiskup ekki bannfæra
aðra en þá, sem bjuggu í biskups-
dæmi hans.
I sambandi við þetta verður
einnig að athuga það, að í Hóla-
biskupsdæmi giltu ekki hin alþjóð-
legu kirkjulög, og er því vafasamt,
að Árni biskup hafi getað leitað tií
stéttarbróður síns á Hólum norð-
ur. Og langtum síður fyrir það, að
það virðist hafa verið fremur kalt
á milli þeirra.
Skýrustu rökin fyrir þessu er að
finna eftir lát Hrafns Oddssonar.
Þá tók við forystu leikmanna
Þorvarður Þórarinsson frá Val-
þjófsstað. Árni biskup bannfærði
hann fljótlega, enda átti hann
heima í biskupsdæmi hans. Þetta
sýnir einnig, hve mikill ofjarl
Hrafn Oddsson var kirkjuvaldinu
um sína daga.
Síðari hluta 13. aldar tóku
staðamál allt annan farveg í Hóla-
biskupsdæmi, undir forustu
Jörundar Þorsteinssonar biskups.
Hann fór öðruvísi í sakirnar en
Árni Þorláksson. Jörundur biskup
náði langtum meiri árangri í
jarðeignasöfnun en Skálholts-
biskup, og var stefnu hans haldið
áfram að mestu eftir hans daga.
Um miðbik 14. aldar var alþjóð-
legur kirkjuréttur lögskipaður í
Hólabiskupsdæmi, og virðist eftir
heimildum, að hinir erlendu Hóla-
biskupar hafi lítt eða ekki breytt
stefnu sinni í stjórn stólsins við
það.
í Lönguréttarbót frá árinu 1450
bannar konungur íslendingum
undir fulla landráðasök að taka
við neinum biskupi, nema skipun
hans væri samþykkt af konungi
með opnu bréfi. Með því var
biskupum skipuðum af páfa lokuð
leiðin til biskupsembættis á ís-
landi.
Árið 1458 kusu Norðlendingar
Ólaf Rögnvaldsson biskup á Hól-
um. I kjörbréfi biskups segir, að
leikmenn hafi verið með í ráðum
eftir gömlum vana í landinu.
Ólafur hlaut samþykki Kristjáns
konungs 1. Konungur afsagði jafn-
framt að viðurkenna enskan
biskup, er hlotið hafði staðfestingu
suður i Róm. Þar með var lokið
áhrifum Englendinga til biskups-
embætta á Islandi.
Eftir 1465 völdu íslendingar alla
biskupa sína fram að siðaskiptum.
Á Skálholtsstól urðu þeir allir
íslenskir, en á Hólastól allir norsk-
ir nema Jón biskup Arason. Þess
ber að geta í sambandi við þetta,
að Norðmenn töldust aldrei út-
lendingar á íslandi á miðöldunum.
En á þessum tíma auðgaöist kirkj-
an stórlega og þá áttu dómkirkj-
urnar hafskip í förum til Noregs,
og biskuparnir sóttust mjög eftir
jarðeignum í sektarfé höfðingja.
Þetta er gífurlegt atriði í kirkju-
stjórn landsins. Erlendu
biskuparnir sóttust eftir lausafé í
sektir til að geta flutt það úr landi.
Með þessari skipulagsbreytingu
varð kirkjustjórn Hólabiskups-
dæmis miður holl fyrir sjálfs-
eignarbændur og aðra hófðingja.
Ólafur Rögnvaldsson varð mikill
fjársýslubiskup og kunni og skildi
lög hinnar alþjóðlegu kirkju betur
en nokkur fyrirrennari hans.
Hann sá fljótlega þrátt fyrir mikið
jarðeignasafn Jörundar biskups
Þorsteinssonar og eftirmanna
hans, að ýmislegt í stjórn Hólastól
gat gefið meiri arð eftir alþjóðleg-
um lögum kirkjunnar. Hann sneri
sér fljótlega að því að framfylgja
því.
Á miðöldum var mikið af hálf-
kirkjum um land allt, og var
messað á þeim annan hvern
sunnudag eða helgan dag, og til
þeirra guldust prests- og kirkju-
tíundir auk ljóstolls af heimajörð-
inni. Til þess að bæta aikirkju
sóknarinnar upp þennan tekju-
missi, bar hálfkirkjubændum að
greiða henni 5—10 hundruð í eitt
skipti fyrir öll. Ólafur biskup
krafðist þess, að gerð yrðu full
reikningsskil fyrir allar hálfkirkj-
ur eins og aðrar kirkjur, en sú
venja virðist hafa verið komin á í
Skálholtsbiskupsdæmi og einnig í
Noregi og öðrum lóndum kristn-
innar. Þetta varð þung kvöð á
bændum en fleira kom til.
Á miðöldum hvíldi sú kvöð á
alkirkjujörðum að hýsa biskup og
fylgdarlið hans, þegar hann var á
ferðalögum eða vísiteraði. Þegar
hér var komið sögu, höfðu biskup-
ar breytt þessari kvöð í skatt eða
gjald og innheimtu, ef þeir notuðu
sér ekki gistingu. En Ólafur
biskup Rögnvaldsson fór lengra,
hann krafðist þess líka af hálf-
kirkjum. Út af þessu urðu harð-
vítugar deilur í Norðlendinga-
fjórðungi og er af því mikil saga.
Dr. Björn
Þorsteinsson
En fleira var í efni. I Hóla-
biskupsdæmi var allmargt bænda-
kirkna og hirtu bændur tíundir
þeirra án þess að gera nokkur
reikningsskil til stólsins og sama
var að greina um ýmsa tolla, er
kirkjan átti og drógust greiðslur
þeirra úr hömlu. Jafnframt höfðu
bændur skotið sér undan að halda
presta og djákna, þar sem það var
ákveðið með lögum. Hér er sjáan-
legt, að í Hólabiskupsdæmi voru
framkvæmdir í ýmsum atriðum í
sambandi við alþjóðlegan rekstur
kirkna í miður góðu lagi, og Iangt
að baki því, er var í Skálholts-
biskupsdæmi.
Ólafur biskup Rögnvaldsson gaf
ekkert eftir í málum Hólastóls,
enda hafði hann hvorttveggja
ákæruvaldið og dómsvaldið í sín-
um höndum. Hann lét ganga
prestadóm árin 1479 og 1481 og
dæma jarðirnar er um var deilt af
bændum. Fleiri mál komu upp um
daga Ólafs biskups og er of langt
að rekja það.
8
En þrátt fyrir góðæri og öra og
hagkvæma útflutningsverslun á
15. öld, þá varð mikil fátækt í
landinu. Aðalorsök hennar var hin
mikla fasteignasöfnun kirkjunnar.
Tíundir, það er skattar, greiddust
ekki af þeim, og afleiðingin varð
sú, að fátækratíundin stórlækkaði,
því skattar voru aðallega eigna-
skattar á miðöldum á íslandi.
Hrepparnir gátu ekki lengur
styrkt þurfafólk sitt, heldur varð
að jafna því niður á bændur,
skattbændur, og varð það þung
kvöð. En þó er sennilega þyngsta
kvöðin ótalin, en það var fátækra-
mannaflutningurinn, sem fór úr
hófi fram eftir að hér var komið
sögu. Sérstaklega varð þetta þung-
bært í Hólabiskupsdæmi.
Árið 1477 varð eldgos í Kverk-
fjóllum og barst askan um Norður-
og Austurland og olli miklu tjóni.
Skömmu síðar varð Kötlugos og
lagði öskuna yfir Suðurland og
Kjalarnesþing. Um 1480 er Dyn-
skóga á Mýrdalssandi síðast getið,
en þeir hafa horfið í Kötluhlaup-
inu.
Allt stendi til einnar áttar.
Sveitarfélögin eða hrepparnir rið-
uðu á barmi gjaldþrots, sökum
þess að engin tíund var greidd af
hinum miklu jarðeignum kirkj-
unnar og konungs. Valdsmenn
landsins fundu þetta og greinir svo
í samþykkt er gerð var á alþingi
1489: „lúkast skuli allar tíundir af
þeim jörðum sem fallið undir kóng
og biskup" síðustu 20 árin, og skuli
þær tíundir greiðast þaðan í frá.
I lok 15. aldar geisaði hér plága
er nefnd hefur verið plágan síðari.
Mannfellir varð mikill, en hún
komst aldrei til Vestfjarða. Þá
fóru í eyði mörg fjalla og heiðakot
og byggðust aldrei framar.
Mannfækkun varð mikil í land-
inu, þó fólksfjöldi kæmist ekki
eins neðarlega og eftir svarta-
dauða. í Leiðarhólmsskrá árið
1513 kvarta bændur undan því, að
þeir megi ekki gera 'vinnukonum
sínum barn, því þá taki kirkju-
valdið konurnar og þeir verði
vinnufólkslausir. En ástandið var
misjafnt í landinu, og koma þar til
fyrrgreindar ástæður. Sagnir
herma, að í uppsveitum Árnes-
sýslu hafi ekkert förufólk verið
snemma á 16. óld. En þar var
hreppafyrirkomulagið þróað. Þessi
saga er öll athyglisverð, sem hér
hefur verið stiklað á, og er hún
snertandi félagsmálasögu landsins
en fyrst og fremst þróun hrepp-
anna, og hið sérstæða hlutverk
þeirra í sambandi við fátækra-
tíundina.
9
Það merkilegasta í íslenskri
miðaldasögu dr. Björns Þorsteins-
sonar eru rannsóknir hans á 14. og
15. aldar sögu íslands, sérstaklega
15. öldinni. Hver öld í íslandssögu
hefur sín einkenni, sína þróun. 15.
öldin er ein sérstæðasta öldin í
sögu landsins og mótaði komandi
tíma í sögu þjóðarinnar meira en
flestar eða allar aðrar. Skal nú
stuttlega að því vikið.
Á 15. óld hófst tæknibylting í
siglingum á úthafinu. Farmenn
gátu siglt á styttri tíma milli
landa og tekið örugglega þær
hafnir er þeir ákváðu. Norðmenn
misstu yfirráðin á norðanverðu
Atlantshafi og á Dumbshafi.
Englendingar urðu ráðandi á
norðanverðu Atlantshafi og stór-
juku flota sinn og urðu langmesta
siglingaþjóð veraldarinnar. Flota-
yeldi þeirra varð byggt upp á
íslandssiglingum og þekkingunni
er þeir öðluðust í siglingum um
norðurhöf.
ÍT77íiniiiiiTTTii7ii7»<iíiTí^
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56