Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 77. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
fttfttgtmltffifrifr
Utgafandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttaatjóri
Auglýsingaatjóri
Ritstjórn og afgreiösla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Raykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuAmundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480.
Áskriftargjald 3000.00 kr. é mánuðí innanlands.
I lausasölu 150 kr. eintakiö.
Benedikt Davíðsson er
nú orðið einn helzti
forystumaður Alþýðu-
bandalagsins í verkalýðs-
hreyfingunni. Hann hafði
eftirfarandi að segja í
samtali við Þjóðviljann í
gær um „samkomulag"
það, sem nú er orðið í
ríkisstjórninni um efna-
hagsmál: „Verkalýðshreyf-
ingin gaf þessari ríkis-
stjórn betri starfsfrið en
áður eru dæmi um og
hefur stutt hana til skyn-
samlegra verka til lausnar
á efnahagsvandanum. Með
samkomulaginu 1. septem-
ber og 1. desember féllum
við frá ítrustu kröfum sem
við áttum samkvæmt gild-
andi kjarasamningum.
Verkalýðshreyfingin fór
þar að tilmælum forsætis-
ráðherra og taldi sig vera
að tryggja það að samn-
ingar giltu að öðru leyti
óbreyttir fram til 1. des-
ember 1979. Ég tel, að nú
hafi samningar verið rofn-
ir umfram það, sem verka-
hennar um óbreytta samn-
inga á þessu ári hefur ekki
verið þegið."
Snorri Jónsson, varafor-
seti Alþýðusambands ís-
lands, einnig einn af
helztu leiðtogum Alþýðu-
bandalagsins í verkalýðs-
hreyfingunni, hafði eftir-
farandi að segja um „sam-
komulag" stjórnarflokk-
anna:
„Það hefur verið grund-
vallarstefnumál verka-
lýðshreyfingarinnar að
samningarnir tækju gildi.
Við höfum boðizt til að
taka tillit til aðsteðjandi
bili, en hér er ekki farið að
í samræmi við tillögur
verkalýðshreyfingarinnar."
Þessi ummæli Benedikts
Davíðssonar og Snorra
Jónssonar benda til þess
að ekki sé allt sem sýnist í
sambandi við „samkomu-
lag" stjórnarflokkanna.
Bersýnilegt er að tengsl
ríkisstjórnarinnar við
hluta verkalýðshreyfing-
arinnar eru að rofna.
Ekki fer á milli mála, að
hinir pólitísku leiðtogar
Alþýðubandalagsins
leggja mikla áherzlu á, að
flokkur þeirra eigi aðild að
ríkisstjórn úr því að þeir
••
Samningar rofnir"
lýðshreyfingin bauðst til
að semja um t.d. vegna
aðsteðjandi vanda vegna
verðhækkana á olíu. Af-
leiðingin af þessu hlýtur
að verða sú, að verkalýðs-
hreyfingin búi sig nú í
stakk til þess að ná nýjum
samningum þar sem boð
vanda eins og til dæmis
vegna verðhækkana á olíu
en við getum ekki mælt
með svona krukki, sem
óhjákvæmilega skekkir
alla kjarasamninga. Það
er út af fyrir sig til bóta að
komið hafi verið í veg fyrir
skerðingu lægstu launa í
eru tilbúnir til þess að
taka þá áhættu, sem felst í
slíku ósamkomulagi við
helztu verkalýðsforingja
flokks síns. Raunar virðist
fátt, sem ráðherrar Al-
þýðubandalagsins eru ekki
tilbúnir að gera til þess að
halda stólum sínum. Það
fer að verða leit að þeim
mönnum, sem setzt hafa í
ráðherrastóla á íslandi,
sem halda í þá slíku
dauðahaldi, sem ráðherrar
Alþýðúbandalagsins nú.
Það hefði t.d. einhvern-
tíma þótt saga til næsta
bæjar, að Alþýðubanda-
lagið væri tilbúið til að
afnema kauphækkanir
með lögum. En hluti þess
samkomulags, sem gert
hefur verið milli stjórnar-
flokkanna byggist einmitt
á því, að með lögum verði
afnumdar umsamdar
áfangahækkanir nokkurra
starfshópa. Þetta fyrir-
hugaða lagaákvæði tekur
t.d. af bankamönnum
áfangahækkanir launa,
sem þeir eiga rétt á samn-
ingum samkvæmt, samtals
um 6,1%. Svavar Gestsson
bankamálaráðherra á hér
mestan hlut að máli. Hann
sendi bankamönnum bréf
og bað þá um að fresta
þessari kauphækkun. Þeir
höfnuðu því. Þá grípur
ráðherrann til þess ráðs að
taka þessa kauphækkun af
með lögum. Var einhver að
tala um „samningana í
gildi"?
Rey kj aví kurbréf
•Laugardagur 31. marz
Reynslan er
ólygnust
Nokkrar umræður hafa orðið
síðustu daga um atburðina á
Austurvelli 30. marz 1949 í tilefni
af því, að 30 ár voru liðin í gær,
föstudag, frá þeim. Þessar
umræður eru gagnlegar. Þær rifja
upp og minna á einstæðan atburð í
sögu lýðveldis okkar, þegar reynt
var með ofbeldi að hindra Alþingi
í störfum þess. Þær eru lærdóms-
ríkar fyrir uppvaxandi kynslóð,
sem ekki liðfi óeirðirnar á Austur-
velli þennan dag en minna hana á
hvað hér getur gerzt.
Stundum er orð á því haft, að við
íslendingar höfum ekki jafn ríkan
skilning og t.d. Norðmenn á nauð-
syn þess að halda uppi öflugum
vörnum. Á það er bent, að hernám
Þjóðverja í Noregi á árum heims-
styrjaldarinnar síðari hafi orðið
Norðmönnum, sú lífsreynsla, sem
þeir aldrei geti gleymt. Þess vegna
er mjög almennur stuðningur í
Noregi við aðild landsins að
Atiantshafsbandalaginu     og
öflugar hervarnir. Norðmenn
halda uppi öflugum her og eru
mjög vakandi fyrir þeirri hættu,
sem að þeim steðjar. Það er lífs-
reynsla út af fyrir sig að kynnast
sjónarmiðum Norðmanna í
öryggismálum og sjá hve ríka
áherzlu þeir leggja á varnir lands
síns. Landamæri Noregs og Sovét-
ríkjanna Hggja saman í
Norður-Noregi eins og kunnugt er
og einmitt í námunda við þau
landamæri er einhver mesta her-
stöð í heimi, herstöð Sovétmanna
á Kola-skaga. Norðmenn láta sér
ekki til hugar koma, að þeir get:
lifað áhyggjulausir um sjálfstæð
og velferð þjóðar sinnar
námunda við Sovétríkin.
Nú er það út af fyrir sig ósann-
gjarnt að halda því fram, að við
Islendingar höfum ekki skilning á
nauðsyn þess að halda uppi öflug-
um vörnum. Frá árinu 1949 hefur
yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar ítrekað stuðning sinn við
aðild að Atlantshafsbandalaginu
með stuðningi við lýðræðisflokk-
ana þrjá, sem jafnan hafa haft þá
aðild á stefnuskrá sinni í
kosningum. Þessi mikli stuðningur
þjóðarinnar við aðild okkar að
Atlantshafsbandalaginu hefur
einnig komið fram í því, að and-
stæðingum þeirrar aðildar hefur
nákvæmlega ekkert orðið ágengt,
þrátt fyrir harðvítugar tilraunir
til þess að grafa undan stuðningi
við aðild okkar að bandalaginu. Á
það má líka líta, að við íslendingar
höfum að því leyti til fært meiri
fórnir en Norðmenn í þágu
sameiginlegra varna lýðræðisríkja
Vestur-Evrópu og N-Ameríku, að
við höfum fallizt á að hafa erlent
varnarlið í landi okkar í 28 ár.
Hatrammar tilraunir til þess að
ná fram breytingum í þeim efnum
hafa líka verið árangurslausar og
stuðningur þjóðarinnar við
varnarsamninginn við Bandaríkin
kom skýrt fram í undirskriftasöfn-
un Varins lands veturinn 1974 og
kosningasigri Sjálfstæðisflokksins
þá um vorið en þær kosningar
snerust að verulegu leyti um
varnarmálin. Það verður hins
vegar að segjast eins og er, að
Framsóknarflokkur og Alþýðu-
flokkur hafa ekki verið jafn stað-
fastir í stuðningi sínum við
varnarsamninginn eins og glögg-
lega kom fram í afstöðu þessara
tveggja flokka í vinstri stjórninni
1956—1958 og í afstöðu Fram-
sóknarflokksins í vinstri stjórn-
inni 1971—1974, og innan beggja
þessara flokka hafa jafnan starfað
hópar, sem eru andvígir þessari
stefnu.,
Við íslendingar urðum að þola
vinsamlegt hernám á stríðs-
árunum síðustu á sama tíma og
Norðmenn og Danir urðu að sæta
því að fjandsamlegir herir settust
að í þeirra löndum. Þetta hefur
sett sitt mark á þessar þjóðir, þó
sérstaklega Norðmenn og mótað
afstöðu þeirra til utanríkismála
jafnan síðan.
Þótt við íslendingar yrðum ekki
að sæta slíku hernámi sem Norð-
menn á stríðsárunum, eigum við
þó annað dæmi úr síðari tíma sögu
okkar, sem ætti að verða okkur um
alla framtíð áminning um það,
sem getur gerzt en flestir vilja
sjálfsagt trúa, að aldrei geti gerzt
hér þótt það kunni að gerast
annars staðar. Þetta dæmi eru
atburðirnir við Austurvöll 30.
marz 1949. Þá gerðu kommúnistar
tilraun til þess að koma í veg fyrir,
að Alþingi tæki ákvörðun, sem það
hafði stjórnskipulegan rétt til að
taka. Nú 30 árum síðar er það
rætt, hvernig þessa atburði hafi
borið að höndum og hvort harðar
aðgerðir lögreglu og varaliðs hafi
orðið til þess að auka á átökin í
stað þess að draga úr þeim. í
þessum  umræðum  gleymist  eitt
lykilatriði. Ofbeldisárásina á Al-
þingishúsið 1949 verður að setja í
samhengi við það, sem hafði verið
að gerast í Evrópu árin á undan.
Einungis með því getum við nú, 30
árum síðar, skilið til fulls það, sem
þarna var að gerast.
Alþingi kom saman til þess að
taka ákvörðun um aðild að
Atlantshafsbandalaginu einmitt
vegna þess, að lamandi ótti hafði
gripið um sig meðal fólks í
V-Evrópu um, að í kjölfar harð-
stjórnar Hitlers mundi koma
harðstjórn Stalíns. Frá lokum
heimsstyrjaldarinnar síðari hafði
hver þjóðin á fætur annarri í
£ -Evrópu fallið undir veldi
Stalíns. Þetta gerðist ýmist á þann
hátt, að Rauði herinn yfirgaf
einfaldlega ekki þau lönd, sem
hann hafði flæmt þýzkar hersveit-
ir úr á síðustu misserum stríðsins
eða á þann veg að lítill en harð-
snúinn hópur kommúnista ruddist
til valda í skjóli Rauða hersins.
Slík valdataka í Tékkóslóvakíu
1948 réð úrslitum um það, að
Atlantshafsbandalagið      var
stofnað.
Ef við setjum okkur í spor
þeirra manna, sem stóðu fyrir
aðildinni að Atlantshafsbanda-
laginu 1949 og gerum okkur grein
fyrir þessum evrópska bakgrunni
átakanna á Austurvelli 30. marz
1949, verður okkur ljóst, að því fór
fjarri, að slík ofbeldisárás
kommúnista væri einangrað fyrir-
bæri hér á íslandi. Hún var í
fullkomnu samræmi við það, sem
kommúnistar höfðu gert annars
staðar. Þess vegna hlutu þeir, sem
ábyrgð báru á landsstjórninni á
þessum árum að líta svo á að
einnig hér væri verið að gera
tilraun til þess að kollvarpa lýð-
ræði og þingræði enda hafði fram-
kvæmdavaldið ekki yfir miklum
tækjum að ráða til þess að hindra
slíkt ofbeldi.
Atburðina á Austurvelli verður
einnig að skoða í því ljósi, að á
þeim árum voru tengsl Sósíalista-
flokksins við Sovétríkin augljós.
Það fór ekkert á milli mála, að
stefna Sósíalistaflokksins var
mörkuð í Moskvu. Þar voru
ákvarðanir teknar um afstöðu
flokksins til hinna mikilvægustu
mála. Menn þurfa ekki annað en
að kynna sér afstöðu sósíalista til
hernaðarátaka Sovétmanna og
Finna nokkrum árum áður til þess
að komast að raun um það, en
Moskvusinnuð afstaða kommún-
ista á þeim tíma varð til þess, að
Héðinn Valdimarsson yfirgaf
Sósíalistaflokkinn u.þ.b. ári eftir
að hann stofnaði hann með komm-
únistum — Kalinn á hjarta.
Allt þetta verðum við að hafa í
huga, þegar við metum atburðina
á Austurvelli 1949 og þá verður
okkur væntanlega ljóst, að þótt við
höfum ekki fjandsamlegt hernám
á stríðsárunum til þess að draga
lærdóma af, höfum við þó þetta
dæmi um ofbldisárás kommún-
ista  á  Alþingi,  sem  að  öllum
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32