Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 77. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRIL 1979
17
Árni Óla:
Skipulag
Grjótaþorps
Vegna þess, að skipulag
Grjótaþorps í Reykjavík er nú á
uppsiglingu, en á hinn bóginn
verið nokkuð um það rætt, að
vernda beri byggðina, sem þar
er nú, langar mig til þess að
minna baejarstjórn Reykjavíkur
á, að á þessu svæði er einmitt
sagnhelgasti bletturinn á ís-
landi, og honum verður umfram
allt að þyrma.
Þetta er svæðið milli Grjóta-
götu og Túngötu annars vegar,
en Aðalstrætis og Garðastrætis
hins vegar.
Á þessum stað reisti Ingólfur
Arnarson fyrsta norræna land-
námsbæinn á íslandi. Fyrir
þessu eru óyggjandi heimildir.
Þegar Skúli Magnússon land-
fógeti, sem kallaður hefir verið
„faðir Reykjavíkur", var að
koma á fót hinu mesta þjóð-
þrifafyrirtæki, er hann gat
hugsað sér, ullarverksmiðjun-
um, sem jafnframt voru fyrsta
iðnfyrirtæki á landinu, þá valdi
hann þeim stað á „helgum
höfuðtóftum" Ingólfs. Það var
ekki gert að óhugsuðu ráði.
Þessi staður hæfði hinu mesta
framfara fyrirtæki landsins, og
var þá um leið friðaður fyrir
umbyltingum tímans.
Fyrirtækið blessaðist að vísu
ekki eins og Skúli hafði hugsað
sér, en það varð þó til þess að
vernda þennan mesta helgistað
þjóðarinnar.
Og nú kemur til kasta bæjar-
stjórnar Reykjavíkur að taka að
sér verndun staðarins.
Við það verður allt skipulag
Grjótaþorpsins að miðast.
Hér er ekki um neitt smámál
að ræða. Á því veltur virðing
Reykjavíkur og allrar þjóðar-
innar.
Enginn staður á landinu jafn-
ast á við þennan stað, þegar um
verndun sögulegra minja. og
íslenzkrar þjóðmenningar er að
ræða.
Þessi staður á að halda áfram
að vera helgasti staður Reykja-
víkur, og hér á ráðhús borgar-
innar að rísa.
Sem betur fer virðist nú
sívaxandi áhugi á landvernd og
gæzlu fornra menningarerfða.
Hér er það fyrst og fremst
staðurinn, sem þarf að friða, og
fyrir því verða öll önnur sjón-
armið að víkja.
¦¦¦ ¦ ^s^fíXSM
Stytta Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli.
Harald G. Haralds-
son hlýtur styrk
úr Leiklistarsjóði
Brynjólfs
Jóhannessonar
HARALD G. Haraldsson hefur
hlotið styrk til árs framhalds-
náms í leiklist erlendis. Styrkur
þessi er veittur úr Leiklistarsjóði
Brynjólfs Jóhannessonar.
Á aðalfundi Félags íslenskra
leikara var tilkynnt um úthlutun
styrksins sem í ár nemur 500.000
krónum.       Leiklistarsjóður
Brynjólfs Jóhannessonar var
stofnaður 7. desember 1970 með
peningagjóf er hann afhenti félag-
inu til sjóðsmyndunar. Sjóðurinn
hefur því hlutverki að gegna, að
styrkja unga íslenska leikara til
framhaldsleiklistarnáms erlendis
og er þetta í 6. skipti sem slíkur
styrkur er veittur úr sjóðnum.
Harald G. Haraldsson
leikari
að
ar
ru
ðu
itu
en
til
og
3SS
en
in-
að
af
tir
tn-
a í
na
kir
við
ám
iga
tta
in-
ím
líkindum hefur verið framkvæmd
samkvæmt fyrirskipun frá
Moskvu. Þegar þessi atburður er
settur í samhengi við ofbeldisverk
kommúnista í Evrópu eftir stríð
getur engum dulizt að það, sem
hefur gerzt annars staðar, getur
einnig gerzt hér. Reynslan er
ólygnust í þeim efnum og við
höfum sem þjóð yfir slíkri reynslu
að búa frá fyrstu árum lýðveldis
okkar. Við skulum festa okkur þá
reynslu í minni.
30 árum
seinna
En nú eru 30 ár liðin og þá er
spurt: hefur virkilega ekkert
breytzt á þessum 30 árum? Þótt
þörf hafi verið fyrir Atlantshafs-
bandalagið 1949 og varnarsamn-
inginn 1951, er hún enn til staðar?
Vissulega hefur margt breytzt á
þessum árum. Mikilvægasta breyt-
ingin frá sjónarmiði Atlantshafs-
bandalagsríkja er auðvitað sú, að
frá og með stofnun þess var
framsókn kommúnista stöðvuð í
Evrópu. Atlantshafs'bandalagið
hefur því náð þeim árangri, sem að
var stefnt. En úr því að svo er,
spyrja menn, er þá ekki orðið
tímabært að leysa bandalagið upp
og leggja það niður?
Áður en þeirri spurningu er
svarað, verðum við að íhuga hvaða
breytingar hafa orðið á utanríkis-
stefnu Sovétríkjanna á síðustu 30
árum. Engum getur dulizt, að þau
lögðu áherzlu á landvinninga eftir
stríð með umtalsverðum árangri í
A-Evrópu. En hvað hefur síðan
gerzt? Síðan hefur það gerzt, að
Sovétríkin eru orðin margfalt
öflugra stórveldi en þau voru 1949,.
þegar Atlantshafsbandalagið var
stofnað. Þá voru Bandaríkin
ótvírætt öflugasta ríki veraldar en
þrátt fyrir það lögðu Sovétmenn
undir sig hálfa Evrópu. Nú eru
Sovétríkin a.m.k. jafn öflug
Bandaríkjunum hernaðarlega og
hinir færustu sérfræðingar hafa
upplýst, að í nokkur ár á næsta
áratug muni Sovétríkin verða til
muna öflugri hernaðarlega en
Bandaríkin vegna vitlausra og
skammsýnna ákvarðana, sem
bandarísk stjórnvöld tóku fyrir
allmörgum árum. Þetta vita
Bandaríkjamenn og þetta vita
Sovétmenn og í merkum viðtölum,
sem brezka blaðið Economist birti
fyrir nokkrum vikum við Henry
Kissinger kom fram, að þessi
vitneskja mundi hafa áhrif á
utanríkisstefnu stórveldanna
beggja, Bandaríkjanna á þann veg
að draga úr þeim mátt, Sovét-
ríkjanna með þeim hætti að auka á
sjálfstraust þeirra.
Sumir halda því fram, að þrátt
fyrir þennan mikla hernaðarstyrk
Sovétmánna sé hann fyrst og
fremst hugsaður til varna og eigi
sér sögulegar rætur í atburðum
síðustu heimsstyrjaldar, þegar
þýzkir herir voru komnir inn í
úthverfi Moskvuborgar. Vafalaust
hafði sú innrás djúpstæð sálræn
áhrif á þjóðir Sovétríkjanna en
það breytir ekki því, að á þessum
áratug sérstaklega hefur þessum
hernaðarmætti verið beitt til þess
að gera hvert ríkið á fætur öðru í
Afríku og Asíu, og þó sérstaklega
Afríku háð Sovétmönnum.
Sovétríkin reka nú mjög víðtæk-
an hernað í Afríku. Það gera þeir
með kúbönskum hersveitum og liði
sovézkra, a-þýzkra, ungverskra og
tékkóslóvakískra „sérfræðinga".
Það eru blindir menn, sem ekki sjá
hvað er að gerast í kringum okkur.
Sovétríkin eru orðin öflugasta
herveldið í Afríku og hafa aukið
áhrif sín þar gífurlega. Þau starfa
í nánum tengslum við eitt öflug-
asta herveldið í Asíu, sem er
Víetnam, sem hikar ekki við að
beita hernaðarmætti sínum til
þess að leggja undir sig nágranna-
ríki á borð við Kambódíu og Laos,
en bæði þessi ríki eru nú leppríki
Víetnam.
Þetta er breytingin, semorðin er
á 30 árum. Veldi Sovétmanna
hefur margfaldazt, áhrif þeirra
stóraukizt.     Hernaðarmáttur
þeirra a.m.k. jafnmikill og Banda-
rikjanna ef ekki meiri. Þá kann
einhver að segja: Þetta eru atburð-
ir, sem gerast víðs fjarri íslands
ströndum, í okkar heimshluta
ríkir friður og það er rétt. En
heimurinn hefur minnkað. Flota-
veldi og flugher Sovétmanna er í
meiri nálægð við ísland en hann
var fyrir 30 árum. Þótt Norð-
ur-Atlantshafið liggi á milli okkar
og Sovétríkjanna en landamærin
ein skilji á milli Sovétríkjanna og
Noregs eru Sovétmenn í jafn
mikilum námunda við Ísland og
Noreg frá hernaðarlegu sjónar-
miði. Sovézkar flugvélar og kaf-
bátar eru á stöðugu sveimi í
námunda við ísland. A Kola-skaga
eru hersveitir, sem eru sérstaklega
þjálfaðar til landgöngu af sjó.
Þessum hersveitum getur ekki
verið ætlað annað hlutverk en það
að ráðast á Noreg og ísland frá
sjó. Sú breyting, sem orðið hefur á
30 árum er því öðru fremur sú, að í
dag er jafnvel enn meiri þörf á
öflugu varnarbandalagi og öflug-
um vörnum en var fyrir 30 árum.
Það er ekki tímabært að leggja
Atlantshafsbandalagið niður held-
ur er nauðsynlegt að stórefla
varnarmátt þess. Við skulum hafa
þrek til þess að horfast í augu við
þessa óþægilegu staðreynd.
Vidurkenning
á borði
Þau sjónarmið, sem hér hefur
verið lýst, hafa í raun verið viður-
kennd sem réttmæt af lýðræðis-
flokkunum þremur, þótt tveir
þeirra hafi á stundum reynzt
býsna veiklundaðir á örlagatím-
um. En látum það vera. Athyglis-
verðara er, að þótt Alþýðubanda-
lag og ýmis samtök á þess vegum
hafi barizt hart gegn þátttöku
okkar í varnarsamstarfi vest-
rænna lýðræðisþjóða í orði er
Alþýðubandalagið komið býsna
nálægt því að viðurkenna þessi
sjónarmið á borði.
Alþýðubandalagið hefur tekið
þátt í þremur ríkisstjórnum frá
því að við gengum í Atlantshafs-
bandalagið og gerðum varnar-
samninginn við Bandaríkin. I fyrri
vinstri stjórnunum tveimur lagði
það ríka áherzlu á brottför varnar-
liðsins. í þeirri ríkisstjórn sem nú
situr er það ekki nefnt á nafn. Með
þátttöku sinni í núverandi ríkis-
stjórn hefur Alþýðubandalagið
viðurkennt í verki réttmæti þeirr-
ar utanríkisstefnu, sem byggist á
aðild að Atlantshafsbandalaginu
og varnarsamningnum við Banda-
ríkin. Flokkurinn hefur enga til-
raun gert til þess að taka þessi mál
upp við „endurskoðun stjórnar-
sáttmálans", sem átti að fara fram
eftir áramót. Enda er alveg ljóst,
að pólitískur áhugi Alþýðubanda-
lagins á þessum málum hefur
dofnað mjög. Áhugi ráðherra Al-
þýðubandalagsins á því að sitja
áfram í núverandi ríkisstjórn er
slíkur, að þeir láta hvorki kjara-
skerðingu né erlent varnarlið
flæma sig úr þeim stólum.
En þrátt fyrir það, að nú er
meiri samstaða um utanríkis- og
öryggisstefnu okkar en oft áður
verðum við þó að vera á varðbergi
gagnvart þeim hættum, sem að
okkur steðja innan frá og utan.
Innan Alþýðubandalagsins eru
enn sterk öfl, sem setja baráttu
gegn varnarliðinu og Atlantshafs-
bandalaginu öllu ofar. Og Sovét-
menn halda áfram þrýstingi sín-
um á okkur íslendinga með marg-
víslegum hætti, hvort sem um er
að ræða óskir um „vísindalegar"
rannsóknir eða vinsamleg tilboð
um að hjálpa okkur við að byggja
olíuhöfn. Hér á landi sem annars
staðar eru til græningjar sem gína
við slíkum tilboðum og fagur-
yrðum þessa austræna stórveldis.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32