Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 77. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						r-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
31
Friðfinna Hrólfs-
dóttir sjötug á morgun
Skólaárin verða mörgum eitt
bjartasta skeið ævinnar, þegar
horft er um öxl og litið yfir liðna
tíð. Vissulega skiptust þá einnig á
skin og skúrir, eins og gengur, en
birta æskuvorsins hafði þá alltaf
yfirhöndina, þegar upp var staðið.
Skólaminningunum tengdir eru
þeir einstaklingar, sem lögðu sitt
af mörkum til þess að greiða götu
og varpa birtu á braut þess, sem
hlut átti að máli, hverju sinni.
Fáir rísa hærra í mínum huga
frá þessum björtu dögum en
frænka mín, Priðfinna Hrólfsdótt-
ir, sem á morgun stendur á sjónar-
hóli sjötíu ára. Hún bjó þá með
fjölskyldu sinni að Oddeyrargötu
16 á Akureyri.
Allar þær stundir, sem ég átti á
heimili hennar, og þær voru marg-
ar, eru í minningunni bjartari en
orð fái lýst. Þar fór saman höfð-
ingleg rausn og fágæt hjartahlýja.
Friðfinna Hrólfsdóttir er Skag-
firðingur að ætt og uppruna. Hún
er fædd að Ábæ í Austurdal í
Skagafirði, dóttir hjónanna Hrólfs
Þorsteinssonar og Valgerðar
Kristjánsdóttur. Hún er elst af 7
systkinum. Eru systurnar 5 og
bræðurnir 2, og auk þess er ein
fóstursystir, sem foreldrar hennar
ólu upp.
Friðfinna fór ung úr foreldra-
húsum að vinna fyrir sér. Var hún
m.a. á Syðri-Brekkum í Blönduhlíð
í Skagafirði, annáluðu myndar- og
rausnarheimili, og minnist hún
dvalarinnar þar oft með mikilli
gleði og þakklæti. Um tvítugt
fluttist Friðfinna til Akureyrar.
Þar kynntist hún Viktori
Kristjánssyni rafvirkjameistara,
eyfirðingi að ætt, frábærum dugn-
aðar og drengskaparmanni. Þau
gengu í hjónaband 29. nóv., árið
1929 og settust að á Akureyri.
Lengst bjuggu þau að Oddeyrar-
götu 16, en allmörg síðustu árin,
sem þau áttu heima nyrðra, áttu
þau heima að Bjarmastíg 7. Þau
eignuðust 4 börn. Næstelsta
barnið, dóttur, er Viktoría Bryndís
hét, misstu þau tveggja ára að
aldri. Hin þrjú eru á lífi og búsett
hjá móður sinni í Reykjavík. Elst
þeirra er Sigrún Pálína, verslunar-
dama, þá er Viktoría Bryndís
yngri, fótaterapeut og yngstur er
Haukur Arnar arkitekt.
Heimili þeirra Friðfinnu og
Viktors á Akureyri átti sér án efa
fáar hliðstæður. Gestrisni var svo
mikil og einlæg, að það gleymist
áreiðanlega engum þeim mörgu,
sem hennar urðu aðnjótandi. Á
þeim vettvngi áttu þau svo sannar-
lega samleið, bæði hjónin.
Alveg sérstakt athvarf áttu
margir unglingar, sem stunduðu
nám á Akureyri, hjá þeim. Og þar
tengdust vináttubönd, sem hafa
lífstíðar varanleik í sér fólginn. Og
eins og áður var sagt, er undirrit-
aður einn þeirra, sem urðu þeirrar
gæfu aðnjótandi.
Það var oft glatt á hjalla og
dásamlega gaman að koma bæði á
Oddeyrargötuna og síðar á
Bjarmastíginn og njóta þeirrar
elskulegu og hjartahlýju gestrisni,
sem var aðalsmerki, ekki einungis
hjónanna, heldur allrar fjölskyld-
unnar.
í fornsögum okkar er sagt frá
manni svo gestrisnum, að hann
„reisti skála um þjóðbraut þvera",
til þess að allir vegfarendur mættu
njóta gistivináttu hans. Þau orð
mættu svo sannarlega heimfæra
til þeirra Friðfinnu og Viktors, svo
einstæð voru þau á þeim vettvangi.
Það yrði alltof langt mál að fara
að rifja upp einstakar minningar
frá þeim góðu og ógleymanlegu
stundum, sem ég naut í samfélagi
Friðfinnu frænku minnar og fjöl-
skyldu hennar, þó að af mörgu sé
að taka. Sjálf verður hún mér
alltaf jafn hugstæð, hvort sem ég
horfi á hana í eldhúsinu heima hjá
sér í drifhvíta sioppnum sínum,
sem ekki virtist geta fallið blettur
á, svo hreinleg og snyrtileg var
hún — eða uppáklædd í íslenska
þjóðbúninginn, tíguleg eins og
drottning, alltaf brosandi og við-
mótshlý. Það var eins og gæðin,
umhyggjan og góðvildin geisluðu
út frá henni.
Haustið 1970 fluttist fjölskyldan
alfarin til Reykjavíkur. Þar andað-
ist Viktor 5. des. árið 1973.
Þó að Friðfinna hafi oft átt við
vanheilsu að stríða þá er hún
ennþá létt í spori og létt í lund. Og
fagnandi tekur hún á móti vinum
sínum engu síður nú en áður fyrr.
Það verður áreiðanlega gest-
kvæmt á heimili hennar að Rauða-
læk 58 á morgun, því að margir
munu vilja hylla hana og þakka
henni á þessum merku tímamótum
í líf i hennar. Og það þarf varla að
taka fram, að auðvitað hefir hún
opið hús allan daginn.
Ég flyt svo minni elskulegu og
Til sölu
Glæsileg  5  herbergja endaíbúö  á  5.  hæö  í
Kríuhólum. Losnar í sept./okt.
Uppl. sími 72321 — 41577.
kæru frænku hugheilar afmælis-
kveðjur og árnaðaróskir mínar og
fjölskyldu minnar. Veri hún alla
daga heill og heiðri krýnd.
Björn Jónsson.
Akranesi.
Verslunin Dalbær
Nýkomnar mussur í sumarlitum, stutterma blúss-
ur meö blúndukraga, pils og vesti.
Dalbær,
Hverfisgötu 32.
Skrýplarnir
Skrýplarnir flytja 4 góökunn
barnalög undlr stjórn
Gunnars Þóröarsonar
á  þessarl plötu.
Kvak kvak, Míó Maó
og Sandkassasönginn
þekkja börn á öllum aldri úr sjónvarpinu. Og litlu
andarungarnir eru góðkunningjar okkar allra.
Skrýplaplatan er vönduð og skemmtíleg
plata fyrir alla krakka, stóra og smáa.
Utgefandi:
Ymir h.f.
Dreifing:
sfceifwhf
Laugavegi 66 Sími 28155.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32