Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 77. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

								' AUGLYSINGASIMINN ER: sðf^ 22480 / JR»r£unM«&t&
^muiMaM^
		' AUGLYSINGASÍMINN ER: <2jm3S3, OOAQfi
		/ ífiorcunljlniiiö
SUNNUDAGUR 1. APRÍL 1979
Steingrímur formaður
Framsóknarflokksins
STEINGRIMUR      Her-
mannsson var kjörinn for-
maöur Framsóknarflokks-
ins á miðstjórnarfundi
flokksins í gær. Steingrím-
ur hlaut 88 atkvæði, Einar
Ágústssqn hlaut 2 atkvæði,
Tómas Árnason 1 atkvæði
og Ólafur Jóhannesson frá-
farandi formaður 1 atkvæði.
Auðir seðlar voru 4.
í stuttri ræðu að for-
mannskjörinu loknu sagði
Steingrímur Hermannsson
meðal annars: „Mér er ljóst
að ég fer aldrei í fótspor
Ólafs Jóhannessonar, hann
á þau sjálfur og sagan mun
geyma þau. En ég vil lofa
ykkur því, að ég mun starfa
af krafti, ég mun kveðja
marga til starfa og í sam-
einingu munum við leiða
Framsóknarflokkinn aftur
til þess, sem hann hefur
verið mestur."
Steingrímur Hermannsson
Tómas Árnason var kjör-
inn ritari flokksins og hlaut
64 atkvæði til þess embætt-
is. Ragnheiður Sveinbjörns-
dóttir fékk 7 atkvæði og 11
aðrir færri atkvæði.
Guðmundur G. Þórarins-
son var kosinn gjaldkeri
Framsóknarflokksins og
hlaut 56 atkvæði, en Jón
Helgason fékk 31 atkvæði í
þeirri kosningu. Einar
Ágústsson var kosinn vara-
formaður flokksins og hlaut
87 atkvæði. Ragnheiður
Sveinbjörnsdóttir var kosin
vararitari með 59 at-
kvæðum á móti 18 atkvæðum
Hákons Sigurgrímssonar í
það embætti.
Haukur Ingibergsson var
kosinn varagjaldkeri Fram-
sóknarflokksins með 51 at-
kvæði, Jón Helgason hlaut
32 atkvæði.
Svavar Gestsson:
Skip hafa átt í talsverðum erfidleikum vegna íssins og þá ekki sízt
strandferðaskipið Hekla. Jón Friðgeirsson tók þessa mynd um borð
í Heklunni í síðustu viku, en skipið var þá að berjast í ísnum úti af
Svínalækjartanga. Sjá nánar um hafísinn fyrir Norðurlandi á
biaðsi'ðu 2.
Kaldur
marz
kveður
ÁFRAM er spáð norðanátt í dag
og á morgun og má því búast við
að ísinn hreki enn að landinu, en í
gær átti bátur í erfiðleikum á
Ingólfsfirði og allar götur til
Seyðisfjarðar voru firðir að fyllast
af ís. I Reykjavík var frostið að
meðaltali 4 stig í marzmánuði og
var mánuðurinn kaldasti marz-
mánuður allt síðan 1891. í Stykkis-
hólmi þar sem veðurathuganir
hafa verið gerðar í 134 ár, mældist
þessi marzmánuður einn af þeim
köldustu á þessu tímabili.
Munum krefjast breytinga á
kj ar askerðingarákvæðunum
„MEGINATRIÐIÐ í þessu sam-
komulagi er að láglaun og miðl-
ungslaun um helmings fólks innan
ASI eru nú varin fyrir kjaraskerð-
ingarákvæði því sem var í frum-
varpi Ólafs Jóhannessonar. Það er
ánægjulegt að það skyldi takast að
breyta þessu, en þetta skjól stendur
aðeins í sex mánuði og það er því
nauðsynlegt fyrir okkur og verka-
lýðshreyfinguna að krefjast breyt-
inga á þeim ákvæðum að þessum
tfma liðnum og við áskiljum okkur
allan rétt til þess," sagði Svavar
Gestsson viðskiptaráðherra, í sam-
tali við Mbl. í gær um samkomulag
stjórnarflokkanna um breytingar á
efnahagsmálafrumvarpi forsætis-
ráðherra.
„Ég vil í þessu sambandi," sagði
Svavar, „einnig nefna kafla um
atvinnumál sem ég tel mikilsverðan
og verðlagsmálakafla, sem þó hefur
aðeins versnað síðan Ólafur lagði
fram frumvarp sitt, en ég tel engu að
síður mikilsvert mál. Þá hafa sam-
dráttarákvæðin í frumvarpinu frá
12. feb. verið numin á brott eða gerð
skaðlaus og við Alþýðubandalags-
menn megum því vel við una."
„Eru vandræði ríkisstjórnarinnar
þá úr sögunni að þínu mati?"
„Frumvarpið fer í gegn, en ýmis
vandræði geta haldið áfram og
vandamál. Eg vona hins vegar að
staðan breytist þannig að unnt verði
að hefja eðlileg vinnubrögð, þessar
deilur hafa verið tímafrekar og
erfiðar og því hefur lítill tími verið
til almennra verka. Hitt er svo að
þessir flokkar eru svo ólíkir að það
er erfitt að segja til um þetta."
Stadinn að
ólöglegum
veidum
VARÐSKIPIÐ Óðinn stóð
belgfska togarann Belgian Lady
frá Ostende að meintum ólögleg-
um veiðum á svæði sem lokað er
togurum suður af Grindavfk um
klukkan sjö í gærmorgun.
Að sögn Þrastar Sigtryggssonar
var togarinn um það bil eina mílu
innan markanna, en svæðið hefur
verið lokað frá því 20. marz. Sagði
Þröstur að Belgum hefði verið vel
kunnugt um lokun þessa svæðis, og
hefðu þeir meðal annars aflað sér
upplýsinga um það hjá Land-
helgisgæslunni fyrir skömmu.
Það var sem fyrr segir varðskip-
ið Óðinn sem kom að „Belgísku
hefðarfrúnni" og sagði Þröstur
Sigtryggsson að togarinn yrði
færður til hafnar þar sem málið
yrði kannað.
Stenmark heimsœkir
Hamragil og Bláfjöll
Afhendir verðlaun á unglingameistaramótinu í Bláfjöllum í dag
GÓÐUR gestur birtist nokkuð
óvænt f skíðalöndunum í Hláf jöll-
um i' gær, sjálfur skíðakóngurinn
Ingemar Stenmark. Hann hefur
undanfarið tekið þátt f skfðamót-
um í heimsbikarkeppninni í
Bandaríkjunum. Á leið sinni
heim til Svíþjóðar féllst Sten-
mark á að koma við á íslandi og
kom hann snemma f gærmorgun
frá Bandarfkjunum með Loft-
leiðavél, en fer utan á mánudags-
morgun. í dag verður Stenmark í
Hamragili fyrir hádegi, en eftir
hádegi í Bláf jöllum.
Það er fyrir milligöngu Valdi-
mars Örnólfssonar, sem Sten-
mark kemur hingað, og mun
hann m.a. ræða við ÍR-inga um
framtfðarmöguleika svæðisins f
Hamragili, en að auki verður
Stenmark sérstakur gestur á
unglingameistaramóti Reykja-
víkur sem fram fer í Bláfjöllum
um helgina.
Valdimar Örnólfsson sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
morgun að hann hefði lengi alið
með sér þann draum að fá Sten-
mark hingað til lands. Fyrst í stað
hefði hugmyndin verið að fá Sten-
mark til að. koma í Kerlingarfjöll
yfir sumartímann, en þetta tæki-
færi, að fá kappann hingað núna,
hefði komið nokkuð óvænt upp á.
Stenmark hefði ætlað sér að halda
beint frá Bandaríkjunum til Sví-
þjóðar með Flugleiðum. Þegar
hann frétti um verkfall flug-
manna í FÍA og að ekki yrði flogið
til Gautaborgar í dag vegna verk-
fallsins, ætlaði hann að fljúga með
öðru flugfélagi til Svíþjóðar.
— Þá kom til sögunnar góður
vinur í Svíþjóð, Kaspar von
Schönberg, en hann er mörgum
íslendingum að góðu kunnur,
sagði Valdimar í gær. — Schön-
berg er forstjóri fyrirtækis sem
heitir Trans-Alp og skipuleggur
mikið af skíðaferðum Bandaríkja-
manna til Evrópu og öfugt. Hann
er persónulegur vinur Stenmarks
og góður kunningi minn. Hann
vissi um áhuga minn á að fá
Stenmark og kom þessu í rauninni
í kring án þess að ég vissi neitt um
það.
— Það þarf ekki að hafa mörg
orð um hversu gífurlegur íþrótta-
viðburður það er að fá Stenmark
hingað. Hann er óumdeilanlega
mesti skíðamaður í heimi, þó svo
að óheiðarlegar reglur hafi gert
það að verkum að Stenmark sigr-
aði ekki í heimsbikarkeppninni í
ár. Það er skemmtileg tilviljun að
Stenmark skuli einmitt koma
hingað þá helgi er unglingameist-
aramótið fer fram í Bláfjöllum og
mun Stenmark afhenda verðlaun í
lok mótsins í dag. Að auki verður
Stenmark með okkur í Hamragili
fyrir hádegi, skoðar aðstöðuna þar
og ræðir um möguleikana á staðn-
um' Hádegisverður verður síðan
snæddur í Hveradölum milli 12.30
og 14, en þá verður haldið í
Bláfjöllin. Auk verðlaunaaf-
hendingarinnar verður sett upp
sérstök braut fyrir kappann og að
sjálfsögðu reynum við að hafa
hana nógu erfiða. Eitthvað fleira
verður reynt að gera svo að fðlk
geti séð hve snjall Stenmark er, en
það verður að segjast eins og er að
við höfum lítinn fyrirvara haft til
að undirbúa komu þessa góða
gests, sagði Valdimar Önrólfsson
að lokum.
Ingemar Stenmark og Valdimar örnólfsson hressir á svip f
stólalyftunni f líláf jóllum um hádegið f gær.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32